Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Qupperneq 31
LAUCARDAGUR s. OKTÓBER 2002 3 Scola Cantorum hreppti silfurverðlaun í kórakeppni í Gorizia á Ítalíu í sumar. Á myndinni sjást þau á sviði í keppninni og þau lofa íslendingum að heyra sýnishorn af efnisskrá sinni á sunnudag í Digraneskirkju. Scola Cantorum í Digranesi Hinn rómaði kammerkór Schola cantorum heldur tón- leika í Digraneskirkju sunnu- daginn 6. október klukkan 17.00 undir stjóm Harðar Áskelsson- ar. Þetta eru fyrstu tónleikar kórsins á íslandi síðan hann hreppti silfurverðlaun í alþjóð- legri kórakeppni í Gorizia á Ítalíu i sumar. Efnisskrá tón- leikanna samanstendur að miklu leyti af verkum sem kór- inn söng í keppninni og spann- ar tónlistin um 300 ár. Tón- leikagestum verður boðið upp á stórkostlega fjölröddun sext- ándu aldar tónskáldanna Gesu- aldos og Hasslers, hina frægu mótettu Warum ist das Licht gegeben eftir Brahms og verk eftir norrænu tónskáldin Rauta- vaara, Kverno og Nystedt, auk verka nokkurra íslenskra höf- unda. í lok tónleikanna syngur kórinn tvö lög eftir Áskel Jóns- son frá Mýri, fóður stjórnand- ans, sem jarðsunginn var á Ak- ureyri í síðustu viku. Hörður Áskelsson stofnaði kammerkórinn Schola cantor- um árið 1996 og var hópurinn upphaflega að mestu skipaður söngfólki sem starfað hafði í Mótettukór Hallgrímskirkju. Fastir kórfélagar eru átján. Flestir þeirra eru menntaðir tónlistarmenn með mikla reynslu í kórsöng og starfa margir að tónlist á öðrum vett- vangi. Schola cantorum hélt fyrst tónleika í byrjun aðventu 1996 og vakti þegar athygli fyr- ir fágaðan söng. Síðan hefur kórinn haldið fjölda tónleika í Hallgrímskirkju og á lands- byggðinni, í Frakklandi og í Finnlandi. Árið 1998 vann kór- inn til verölauna í alþjóðlegu kórakeppninni í Picardie í Frakklandi. Tónleikamir á sunnudaginn eru sérstakir fyrir þær sakir að þeir eru hinir fyrstu sem kórinn heldur á höfuðborgarsvæðinu utan „heimakirkju" sinnar, Hall- grímskirkju. Kórfélagar hlakka mikið til að spreyta sig á hljóm- burði Digraneskirkju, sem þyk- ir mjög góður. Schola cantorum hefur gefið út hljómdiskana Principium, með endurreisnartónlist og Heyr himna smiður, með nýrri íslenskri kirkjutónlist, en sá diskur hlaut tilnefningu til ís- lensku tónlistarverðlaunanna árið 2001. Auk þess hefur kór- inn sungið mörg af tónverkum Jóns Leifs fyrir kór og hljóm- sveit inn á hljómdiska með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Schola cantorum dregur nafn sitt af hefðbundnu heiti for- söngvarakóra i klassísku helgi- haldi kirkjunnar, sem gefur vís- bendingu um hlutverk og verk- efnaval kórsins. Verkefni kórs- ins eru aðallega af tvennum toga. Annars vegar er tónlist endurreisnartíma og barokks og hefur verið sungin tónlist eftir Palestrina, Gesualdo, Byrd, Purcell og Bach, svo ein- hverjir séu nefndir. Hins vegar er tónlist 20. aldar og hefur þar verið lögð áhersla á íslenska höfunda á borð við Þorkel Sig- urbjömsson, Hjálmar H. Ragn- arsson, Jón Hlöðver Áskelsson, John Speight og Óliver Kentish. Efnisskrá tónleikanna: Carlo Gesualdo di Venosa (ca. 1560-1613): Sicut ovis (Responsorium I) Hans Leo Hassler (1564-1612): Ad Dominum Johannes Brahms (1833-1897): Warum ist das Licht gegeben Knut Nystedt (f. 1911); Peace I leave with You Laudate Domino (Lofið Drottin, Ds. 117) Einojuhani Rautavaara (f. 1928): Herran rukous (Faðir vor) Trond Kverno (f. 1945): Ave maris Stella (Latnesk bæn frá 9. öld) Hjálmar H. Ragnarsson (f. 1952): Ave Maria Bára Grímsdóttir (f. 1960): María, drottins liljan (óþekktur höfundur frá 18. öld) Atli Heimir Sveinsson (f. 1938): Mariukvæði (Halldór Laxness) Áskell Jónsson (1911-2002): Hve máttur Guðs er mikill (Sverrir Pálsson) Betlehemsstjarnan (Úlfur Ragnarsson; úts. Jón Hlöðver Áskelsson) enpert « Opnar í nóvember glæsilega raftækjaverslun við Holtagarða HelQarblaö iOV m pi Stori jeppinn fra Suzuki SUZUKI BILAR HF SIMI 56S 51 00 Allnr upplysingar a www.suzukibilar.is * • _ V?«Í8 - jfe.jp Ný sending af gegnheilum gólfflísum. Tilvalið fyrir þvottahús, bílskúra og svalir. 1 .290 kr./m2 Verð áður: kr. Heimilisdúkar Verð frá 1.150 kr./m2 Mikið úrval af filtteppum. Verð 299 kr./m2 Vegg og gólfflísar á eldhús og bað. 1.1 90 kr./m2 Verð áður: J^efTkr. 1.690 kr./m2 Dublin Verð áður: JjJSö"kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Lamella parket Eik Country Verð 2.890 kr./m2 Beyki Standard Verð 2.990 kr./m2 Merbau Classic verð 3.995 kr./m2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.