Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 10
10 Útgáfufólag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahiift 24,105 Rvík, siml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv,is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerft og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Metsölustríðið Ekki verður í fljótu bragði séð hversu margir eru að telja bækur þessa dagana. Og ákaft er deilt um dugandi aðferðir í þessum efnum. Það er ekki sama hvernig talið er. Og ugglaust hægt að deila um það lengi hvar á að telja. Árlegt bóka- stríð hefur nú breyst í metsölustríð og keppast bókaútgefendur hver um annan þveran við að sannfæra lesendur um sölutölur. Þetta er ekki indælt stríö heldur undarlegt og vitnar um þrasgjarna þjóð sem getur þjarkað um hvað sem er. Mælingar á bóksölu verða efalítið alltaf umdeildar. Þær minna um margt á mælingar á lestri dagblaða og áhuga lands- manna á sjónvarpsstöðvum. Hvorutveggja er iðulega mælt en stjórnendum blaða og sjónvarpsstöðva er hins vegar einkar lagið að sníða niðurstöður hverrar mælingar að sínum vilja og óskum. Bókaútgefendur hegða sér eðlilega eins. Þeim er umhugað um útgáfuverk sín sem þeir hafa lagt til mikla vinnu og fjármuni. Þeir hampa verkunum og hossa hvað þeir geta. Snerrur bókaútgefenda eru þó ekki að öllu leyti sambæri- legar við keppni fjölmiðla um áhorfendur og lesendur. Þeir síðarnefndu mega eiga það að þeir hafa komið sér saman um leikreglur til að mæla vinsældir sínar. Þeir fá eitt fyrirtæki til verksins sem fer að föstum reglum við mælingar sínar og birtir þær reglulega á hverju ári. Bókaútgefendur hljóta að geta farið að ráði fjölmiðlanna og komið sér saman um aðferð til að mæla bóksöluna. Keppni þeirra er ekki harðari en fjöl- miðlanna. Bóksölu hlýtur aö eiga að mæla þar sem bækur eru helst seldar. Þar af leiðandi á að leita uppi þær verslanir sem alla- jafna selja flesta titla á þeim tímum þegar mælingar standa yfir. Það ætti ekki að vera erfitt verk. í þessu efni er hægt að nýta sér reynslu Hagstofunnar sem mælir reglulega verðlag í landinu. Hún hefur þurft að laga sig að breyttum verslunar- venjum landsmanna til að fá sem gleggsta mynd af neyslunni. Bókaútgefendur hljóta að vilja mæla þar sem mest er selt. Bóksala hefúr tekið miklum breytingum á síðustu árum. Hún hefur að miklu leyti færst þangað sem flestir versla. Það er að mörgu leyti eðlileg þróun enda hefur þróun í verslun á síðustu árum öll verið á þann veg að þjappa vinsælustu vörunum á einn stað. Stórar matvörubúðir eru jafnvel farnar að selja hjólbarða þegar þeirra er mest þörfl Þessi þróun verður ekki stöðvuð. Kúnninn hefur valið hana. Og bókaútgefendur landsins geta ann- aðhvort mælt þessa þróun eða þagað um hana. Ábyrgð í akstrí Aðventan hefst á morgun, fyrsta dag desembermánaðar. Fram undan er æsilegur mánuður þar sem saman fer skamm- ur dagur og skammur tími til margs konar undirbúnings jóla- hátíðarinnar. Á þessum harðahlaupum aðventunnar vilja margir stytta sér leið í streitu dagsins. Þar á meðal eru öku- menn sem setjast drukknir upp í bifreiðir sínar og aka af stað úr ýmiss konar fagnaði. Þeir menn eru ekki að hugsa um neitt nema sjálfa sig. Og hugsa reyndar ekki einu sinni um eigið skinn. Ölvunarakstur er alvarlegur glæpur. Taka verður hart á honum og er brýnt að lögregla og reyndar allur almenningur sé vakandi á öllum tímum fyrir fólki sem leggur sjálft sig og samborgarana í lífshættu með þvi að setjast ölvað upp i bif- reið sína. Margar harmsögur seinni ára má rekja til aksturs ölvaðra manna sem enduðu ferð sína með ósköpum. Ökulag þessara manna hefur kostað marga menn lífið og sakað enn fleira fólk á marga vegu. Leigubíll kostar lítið í þeim saman- burði. Sigmundur Ernir LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 DV Hömlulaus aukning ríkisútgjalda f Ólafur Teitur Guönason blaöamaöur Ritstjórnarbréf Fyrir nákvæmlega fimm árum var frumvarp Friðriks Sophusson- ar til fjárlaga ársins 1998 rætt á Al- þingi. í frumvarpinu var gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins yrðu 163 milijarðar króna. Hækkum nú þessa tölu vegna fólksfjölgunar (6%) og verðbólgu (23%) sem orðið hefur á þessum fimm árum. Niðurstaðan segir til um það hver tillaga fjármálaráðherra um útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hefði átt að vera, ef svo hefði viljað til að stjórnvöld hefðu verið þeirrar skoð- unar árið 1997 að ekki væri ástæða til að hækka útgjöld ríkisins á næstu árum. Svarið er 212 milljarðar króna. í frumvarpi til fjárlaga næsta árs er hins vegar gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs verði 253 milljarðar króna! Sú einfalda en ótrúlega stað- reynd blasir því við að miðað við þann vilja sem birtist í frumvörp- um til fjárlaga hafa íslensk stjóm- völd hækkað ríkisútgjöld um einn fimmta á fimm árum. Hverfum aftur til 1997 Nú þarf því hver og einn að spyrja sig: Hvemig var að búa á ís- landi árið 1997? Það vill svo til að óvenjuauðvelt er aö rifja upp þenn- an tíma því að um svipað leyti og verið var að leggja lokahönd á fjár- lagafrumvarpiö þetta haust lést Díana prinsessa í bílslysi í París. Þann atburð man allt fullorðið fólk eins og gerst hefði i gær. Var ófremdarástand á íslandi fyrir fimm árum? Var samfélagið ekki mönnum bjóðandi? Þetta eru ekki öfgakenndar spurningar vegna þess að ef einhver gerðist svo djarfur leggja til að útgjöld ríkisins yrðu lækkuð um 20% á næstu fimm árum er alveg öruggt að fullyrt yrði með þjósti að þá færi hér allt í kaldakol. Spurninguna mætti raunar leggja upp með öðrum og kannski skynsamlegri hætti: Hefur grund- vallarþjónusta ríkisins við almenn- ing batnað um 20% frá 1997? Búum við við 20% betra heilbrigðiskerfi? „Var ófremdarástand á íslandi fyrír fimm árum? Var samfélagið ekki mönnum bjóðandi? Þetta eru ekki öfga- kenndar spumingar vegna þess að ef einhver gerðist svo djarfur að leggja til að útgjöld ríkis- ins yrðu lœkkuð um 20% á næstu fimm árum er alveg öruggt að fullyrt yrði með þjósti að þá fœri hér allt í kalda- kol. “ Er 20% öflugri löggæsla? Búa fram- haldsskólamir - sem eru nær gjald- þrota að sögn þingmanna - við 20% betri kost? Ef einhver treystir sér til að svara þessum spumingum játandi verður sá hinn sami að svara annarri spurningu. Útgjaldaaukn- ing ríkissjóðs nemur nefnilega 41 milljarði króna á ársgrundvelli sem jafngildir 141.000 krónum á hvert mannsbarn. Það eru 35.000 krónur á mánuði á hverja þriggja manna fjölskyldu! Spumingin er því þessi: Væru einstaklingarnir ekki betur settir fengju þeir að ákveða sjáifir hvemig þetta fé nýtist þeim best? Það liggur fyrir að stjórnvöid gætu lækkað skatta um 41 milljarð og látið á það reyna. í staðinn hef- ur hins vegar stefnan lengst af ver- ið sú að láta til dæmis persónuaf- slátt ekki fylgja launaþróun og auka þar með skattbyrði almenn- ings. Gjöld af áfengi og tóbaki - þau verða hins vegar skilyrðislaust aö fylgja verðlagsþróun. Gjöldin mega fyrir alla muni ekki lækka að raun- virði! Þingmenn hömlulausir Vikan sem er að líða hefiu verið einkar ánægjuleg fyrir tvo fámenna hópa á íslandi. Annar hópurinn er fólkið sem situr á Alþingi og útdeil- ir gjöfum út og suður með hömlu- lausum tillögum sínum um viðbót- arútgjöld á fjárlögum næsta árs. Hinn hópurinn er Kvenfélagið Ósk, Klúbbur matreiðslumeistara og aðrir sem þiggja gjafir þingmann- anna. Það er makalaust að heyra suma þingmenn stjómarliðsins tala um nauðsyn á ráðdeild og sparnaði í ríkisfjármálum á sama tíma og undirskrift þeirra er um það bil að þorna á tillögum um að auka út- gjöld ríkisins á næsta ári um 4,3 milljarða króna. Með því að rita nafn sitt undir slíkar tillögur eru þeir að lýsa því yfir að sú hækkun sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrum- varpinu - fimmtungshækkun út- gjalda á fimm árum - sé að þeirra mati ekki nægilega mikil! Af þessum 4,3 milljörðum króna virðast um það bil 730 milljónir mega flokkast sem hrein gæluverk- efni þingmanna, eins og fjallað var um í DV í gær. Enda eru þingmenn nú að gera tillögur um tvisvar sinn- um meiri hækkun á útgjöldum en þeir gerðu á sama tíma á síðasta ári! Enginn á bremsunni Margir telja að skýringin á eyðslufylliríi þingmanna felist í því að kosningar eru á næsta leiti. Sjálfsagt er eitthvað til í því. En þegar sagan er skoðuð kemur í ljós að þingmenn voru einhverra hluta vegna miklu aðhaldssamari á síð- asta kosningavetri. Haustið 1997 lögðu þeir til að útgjöld fiárlaga næsta árs yrðu aukin um 0,92%. Haustið 1998 lögðu þeir til 0,95% hækkun þannig að ekki létu þeir yfirvofandi kosningar hafa nein áhrif á sig í það sinn. í fyrra lögðu þingmenn til að út- gjöld fiárlaga yrðu aukin um 0,88% en núna vilja þeir sjá hækkun upp á 1,7%. Hver er skýringin? Sennilegasta svarið er að það sé enginn á bremsunni. í þvi samhengi er fróðlegt aö rifia upp ríflega ársgamla ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um efnahagsmál. Þar eru talin upp nokkur atriði sem flokkurinn muni leggja megináherslu á við stjómun efnahagsmála. Upptalningin hefst svo: „Að skapa skilyrði til varanlegs hagvaxtar, draga úr ríkisútgjöld- um [feitletrun DV] og greiða niður skuldir ríkissjóðs. Til þess að ná þessu markmiði er þörf á aö áfram veröi gætt aöhalds í ríkisfiármál- um.“ Á meðan þingmenn velta fyrir sér hvaða nýjum ríkisútgjöldum þeir geti bætt við fyrir þriðju um- ræðu um fiárlög er rétt að þeir hafi eitt í huga: Dýrmætasta gjöfin sem stjómmálamenn geta útdeilt á kosningavetri er aö efna fyrirheit sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.