Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 8
8 Útlönd Osama bln Laden. Efast um að rödd- in sé bin Ladens Svissneskir sérfræðingar, sem starfa fyrir Dalle Molle-rannsóknar- stofnunina í Lausanne á Sviss, draga stórlega í efa að hljóðupptaka sem ný- lega var send út á al-Jazeera sjón- varpsstöðinni sé i raun af rödd hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens, eins og sérfræðingar banda- ríku leyniþjónustunnar CIA og fleiri hafa haldið fram. Að sögn prófessors Herve Bourl- ards, yfirmanns stofiiunarinnar, eru 95% líkur á því að þetta sé ekki rödd bin Ladens. „Við bárum röddina sam- an við tuttugu eldri upptökur með rödd hans og komumst að þeirri nið- urstöðu að nokkuð örugglega væri um blekkingu að ræða,“ sagði Bourlard en bætti við að upptakan hefði verið légleg og því erfitt að færa sönnur á það. Svíar greiða at- kvæði um evru Leiðtogar helstu stjórnmálaflokka i Svíðþjóð ákváðu á fundi sínum í gær að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla þann 14. september á næsta ári um hvort Svíar gengju í Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, og tækju þar meö upp evruna í stað sænsku krónunnar. Þessi ákvörðun leiðtoganna þarf samþykkti þingsins og er búist við að hún renni þar lauflétt í gegn þar sem aðeins tveir smáflokkar eru andvígir þjóðaratkvæðagreiðslu.. Ný skoðanakönnun sýnir að þjóðin er klofin í tvær jafnar fylkingar í af- stöðu sinni til evrunnar þar sem 43% eru með og á móti en 14% óákveðin. I skoðanakönnun sem gerð var í október voru 45% hiynnt evrunni en 39% á móti þannig að það virðist stefna í spennandi kosningu. Svíar eru aðilar að ESB en standa fyrir utan myntbandalagið eins og Danir og Bretar. Ungfrú Suöur-Afríka. Tvær fyrir eina á Ungfrú alheimur Fyrir einstæð mistök fegrunaryfir- valda í Suður-Afríku voru tveir full- trúar landsins sendir til þess aö taka þátt í keppninni „Ungfrú alheimur" sem fram fer í Lundúnum um aöra helgi. Mistökin urðu eftir að Ungfrú Suð- ur-Afríka hafði tilkynnt að hún gæti því miður ekki tekið þátt í keppninni vegna mikilla anna og í kjölfarið ákvað rétthafi keppninnar, Sun Intemational, að senda ekki varafull- trúa vegna stutts fyrirvara. Þess í stað buðu aðstandendur „Ungfrú alheims" „Ungfrú ungu kyn- slóðinni" að taka þátt í keppninni og þáði hún það með þökkum. Eftir það mun rétthafinn hafa feng- ið bakþanka og ákveðið að senda þá sem varð númer tvö í keppninni „Ungfrú Suður-Afríka" til Lundúna. Hryðjuverkaárásirnar í Kenía: Tólf manns hafa verið handteknir Tólf manns eru nú í haldi kenísku lögreglunnar til yfirheyrslu vegna gruns um aðild að hryðjuverkaárásun- um tveimur sem beint var að ísraelsk- um borgurum í hafnarborginni Mombasa í fyrradag. Tveir erlendir borgar voru hand- teknir fljótlega eftir árásirnar og að sögn talsmanns kenísku lögreglunnar gáfu þeir mikilvægar upplýsingar sem leiddu til handtöku tíu manns í viðbót. Tvö hinna handteknu eru sögð hjón sem höfðu bókað sig út af hóteli í borginni skömmu eftir árásimar og mun konan vera bandarískur borgari en eiginmaðurinn spænskur. Að sögn talsmanns lögreglunnar er ekki talið líklegt að þau séu viðriðin árásimar. Bandarískir og ísraelskir sérfræð- ingar aðstoða nú kenísku lögregluna við rannsókn málsins og er öll áhersla lögð á að elta uppi þá sem taldir er bera ábyrgðina en þó að óþekkt pal- estínsk samtök hafi lýst ábyrgðinni á hendur sér eru al-Qaeda-samtökin tal- in hafa staðið á bak við árásirnar eins og þá á Bali og fleiri slikar að undanfómu. Keníaforseti á vettvangi Daniel Arap Moi, forseti Kenía, heimsótti vettvang sprengju- árásanna í Mombasa í gær. Alls létust þrettán manns í fyrri árásinni í Mombasa, auk þess sem fjöldi slasaðist þegar þrír tilræðismenn létu til skarar skríða í anddyri Parad- ise-strandhótelsins sem er í eigu ísrael- skra aðila en nokkrum mínútum siðar var gerð misheppnuð eldflaugaárás á ísraelska farþegaflugvél í flugtaki á flugvelli borgarinnar. í fyrstu var talið að átta manns hefðu farist í hótelárásinni en sú tala átti eftir að hækka í tólf og síðan í þrettán eftir að björgunarliðar fundu lík ungs Keníamanns í rústunum í gær. Meðal hinna látnu voru þrír ísra- elskir borgarar, 61 árs karlmaður og tveir ungir drengir, 13 og 15 ára, auk tíu kenískra dansara sem tóku á móti hópi ferðamanna með þjóðlegri dans- sýningu. Tilræðismennimir óku upp að and- dyri hótelsins á Pajero-jeppa hlöðnum sprengiefni og hljóp einn þeirra með sprengju inn í afgreiðslu hótelsins um leið og jeppinn sprakk í loft upp. Ferða- mannahópurinn var þá nýkominn á hótelið þar sem verið var að skrá hann inn eftir sýningu keníska danshópsins. Borin hafa verið kennsl á einn til- ræðismannanna sem Abdullah Ahmed Abdullah, grunaðan al-Qaeda-liða sem eftirlýstur hefur verið af bandarísku alrikislögreglunni, FBI. Af öryggisástæðum voru 235 ísra- elskir ferðamenn fluttir heim til ísraels strax í gær og þar á meðal fimmtán særðir úr árásinni auk þeirra þriggja sem létust. REUTER&MYND Chirac Frakklandsforseti sjötugur í gær Jacques Chirac Frakklandsforseti, sem í gær hélt upp á sjötusafmæli sitt, gaf sér tíma til þess aö vera viöstaddur upphaf úrsiitakeppni Rússa og Frakka í Davis-bikarkeppninni í tennis, sem þessa dagana fer fram í París. Þar hitti hann gamlan _____kunningja, Boris Yeltsin, fyrrum Rússiandsforseta, sem kominn var til Parísar til aö fylgjast meö keppninni._ írakar ásaka Bandaríkjamenn um að spilla fyrir vopnaeftirlitinu íraska dagblaðið Ath-Thawra, málgagn Baath-flokksins, flokks Saddams Husseins íraksforseta, ásakaði í gær bandarísk stjómvöld um að reyna allt til þess að spilla fyrir vopnaeftirlitinu í landinu og jafnvel um tilraunir til að fá vopna- eftirlitsmenn SÞ til að njósna fyrir sig. „Það er ljóst af hegðan Banda- ríkjamanna að þeir gera sig alls ekki ánægða með vopnaeftirlitið eitt og sér og ætla sér að gera allt til að spilla fyrir svo þeir geti réttlætt árás á írak. Þeir munu því halda áfram afskiptasemi sinni og að beita ögrunum í trássi við ályktun Öryggisráðsins. Þeir eru eina þjóðin innan ráðsins sem túlkar ályktimina á fjandsamlega hátt gegn Vopnaeftirlitsmenn á ferö írakar ásaka Bandaríkjamenn um aö reyna aö fá eftirlitsmenn til njósna. okkur í þeim eina tilgangi að tryggja sér ástæðu til árásar. Þeir munu því gera allt til að trufla vopnaeftirlitið og reyna eftir megna að rugla eftirlitsmennina í ríminu, sérstaklega þegar þeir og allur heimurinn uppgötvar að við höfum ekki yfir neinum gjöreyðingarvopn- um að ráða,“ segir í leiðara blaðs- ins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem írakar ásaka vopnaeftirlitiö um njósnir því árið 1998 var fyrra vopnaeftirliti hætt eftir að eftir- litsmönnum hafði veriö vísað úr landi fyrir njósnir. Þær ásakanir voru studdar af Scott Pitter, fyrrum vopnaeftirlitsmanni, sem ákaft hef- ur gagnrýnt stefnu Bandaríka- manna í íraksmálinu. LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 PV mmmmm Sjálfsvígsplága í Kína Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Kína eru sjálfsvíg helsta dánarorsök ungs fólks í land- inu. í könnuninni kemur fram að - meira en fjórðungur milljónar Kínverja styttir sér aldur ár- lega og það skelfilega er aö dauði þriðjungs ungra kvenna, sem búa í sveitum landsins, er af völdum sjálfs- víga. í heildina eru sjálfsvíg fimmta algengasta dánarorsök þjóðarinnar en það segir þó ekki alla söguna því ár- lega reynir um milljón Kínverja að stytta sér aldur með misjöfnum ár- angri eins og fram kemur í könnun- inni. Lögga drap nítján manns Fyrrum lögreglumaður í Úkraínu hefur viðurkennt að hafa drepið nítj- án manneskjur síðastliðin þrjú ár og voru þrjú af fómarlambanna félagar hans i lögreglunni. Maðurinn var handtekinn í maí á þessu ári en það var fyrst nú að hann gekkst við morð- unum. Hann gaf þá skýringu að öll fómar- lömbin hefðu reynt að klína á hann morði sem hann segist hvergi hafa komið nærri. Morðinginn sleppur með lífstíðar- fangelsi þar sem dauðarefsing var af- lögð í Úkraínu fyrir tveimur árum. Gengur vel og illa Talsmenn gæslusveita Sam- einuðu þjóðanna í Afganistan segja að vel hafi gengið að afvopna sveitir stríðsherra í Kunduz-héraði í norð-austurhluta landsins en ekki gangi eins vel að þá sem halda uppi vopnuðum sveitum annars staðar í landinu. „Við höfum tekið yfir um það bO sex þúsund léttvopn og þrjátíu skriðdreka síðan þann 10. nóv. sl.,“ sagði Manuel da Silva, talsmaður SÞ, en bætti við að í norðurhluta landsins hefðu aðeins skilað sér nokkur hundruð rifflar og önnur léttvopn. Læknar fengu 20 ár Tveir ítalskir læknar, sem eru bræður, voru nýlega dæmdir í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa framkvæmt fjölda óleyfilegra fóstureyðinga á einkastofu sinni í Róm á árunum 1995 til 1997. Bræðurnir vom fundnir sekir um morð að yfirlögðu ráði þar sem sum fóstrin voru allt að sex mánaða gömul en á Ítalíu er bannað að eyða fóstrum eldri en tólf vikna. Til að bæta gráu ofan á svart þá voru nokkrar kvennanna á móti fóst- ureyðingunum sem bræðurnir fram- kvæmdu eftir beiðni annarra fjöl- skyldumeðlima. Sextíu látnir í Marokkó Að minnst kosti 60 manns hafa lát- ist og 30 er saknað eftir skyndileg flóö sem urðu í nokkrum héruð- um Marokkó í dag. Að sögn tals- manns björgunar- sveita hafa meira en 20 hús hrunið til grunna og að minnsta kosti 1400 heimili skemmst alvarlega í flóðunum sem eru þau mestu 1 landinu í manna minnum eftir linnulausar rigningar í tvær vikur. VIII banna reykingar Dagfinn Hoybraaten, heilbrigðis- ráðherra Noregs, kynnti í gær hug- myndir sínar um að banna allar reik- ingar á veitinga- og skemmtistöðum í Noregi frá og með árinu 2004 og verða þar með fyrsta landið í heiminum til að banna slíkt. „TUgangurinn með þessu er að vernda jafnt starfsfólk sem gesti frá þeim skaða sem reykingar geta vald- iö,“ sagði Hoybraaten.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.