Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 20
20 Helgctrblacf 1DV LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 „Sjálf nenni ég yfirleitt ekki að lesa langar bækur og mér leiðast svolítið bækur sem ganga bara út á sniðug plott eða einn stóran brandara," segir Sigurbjörg Þrastardóttir. „Mér finnst að það þurfi að vera eitt- livað í textanum sjálfum. Ég hef líklega nokkuð sjúkan sögusmekk því ég held alveg út bækur sem ekkert ger- ist í ef þær eru vel skrifaðar. Lífið er líka stundum seigfljótandi. Það gerist ekki endilega eitthvað á hverjum degi. Raunveruleikinn hefur ekki upphaf, miðju og endi. Það eru sjaldnast frábærar fléttur í hversdeginum, samt getur liann verið frábærlega skemmtilegur. mér. Þetta var mjög dularfullt tilbrigöi af stjarfa. En þegar ég lét handritið endanlega frá mér las ég það ekki aftur; það voru engar síðustu-mínútu-breytingar. Ég fór bara upp i sveit.“ Jólabókaflóðið er straumþyngra á skáldsöguborðinu en ljóðaborðinu. Hvernig líst þér á það? „Ég áttaði mig alls ekki á þeirri bciráttu í fyrstu. Ég var til dæmis rosalega glöð þegar ég uppgötvaði að ég væri að gefa út á sama tíma og Andri Snær Magnason og fleiri góð- ir félagar mínir, við gætum lesið saman upp og gert eitt- hvað skemmtilegt. Þá var mér snarlega bent á að ég væri í samkeppni við þessa menn. En ég lít ekki svo á og finnst ég enn í góðu kompaníi.“ Er tómarúm í skrifunum núna eða ertu byrjuð á næsta verki? „Nú stendur yfir hin káta orrahríð upplestranna sem er ansi skemmtileg. Ég les upp fyrir mjög ólika hópa: mennta- skólanema, ellilífeyrisþega, kvenfélög, skólastjórnendur og ýmsa fleiri. Það tekur sinn tíma þannig að lítið svigrúm er til að vinna að öðru. En sem betur fer er tómarúmið ekki algjört. Það er ljóðabók í farvatninu.“ Er víst að það verði ljóðabók? „Já, ég hugsa að það sé nokkuð öruggt að þetta séu ljóð. Reyndar orðfleiri en áður, ég hneigist víst í þá átt eftir að hafa vanið mig á að skrifa lengri línur.“ -sm Sjaldnast fr fléttur í hví Sigurbjörg Þrastardóttir vakti mikla at- hggli fgrir Ijóðabækur sínar, Blálogaland og Hnattflug. Nú er komin út fgrsta skáld- saga hennar, Sólar saga, en fgrir hana fékk hún verðlaun Tómasar Guðmundssonar. Þvífer þó fjarri að Ijóðskáldið hafi stigið til hliðar þvíbókin er gríðarlega fallega skrifuð og Ijóðræn. Umfjöllunarefnið er Sól, ung stúlka sem verður fgrir áfalli og leitar huggunar með þvíað faðma súlur. Hvenær kviknaði hugmyndin að Sólar sögu? „Ég veit það ekki. Kannski hefur hún verið lengi i koll- inum á mér. Ég byrjaöi þó ekki að skrifa hana fyrr en i fyrrahaust. En mér finnst mjög langt síðan.“ Bókin er skrifuð í fyrstu persónu og rödd Sólar er mjög skýr og einlæg. Hvernig fannstu þessa rödd? „Stúlkan byrjaði einfaldlega að ganga um borgina. Fyrst í stað reyndi hún að leyna því hvað hafði komið fyrir hana. En ég sá við henni; elti hana um borgina. Smám saman kom sagan fram. Ég hafði ekki sett niður neitt masterplan um verkið enda var ekki ætlunin að skrifa skáldsögu. Og ég er ekki enn viss um að ég hafi skrifað skáldsögu. Textabrotin röðuðust svona saman. Orðið skáldsaga er líka svo yfirþyrmandi og hátíðlegt að ég þorði eiginlega aldrei að nota það - á titilsíðum bókarinnar kem- ur hvergi fram að þetta sé skáldsaga." Sagan er stöku sinnum brotin upp með einhveiju sem kalla mætti ljóð innan hornklofa. Var það uppbrot strax inni í myndinni? „Já, þessir stuttu kaflar komu til snemma í ferlinu. Það höfðu ýmsir efasemdir um hvernig þeir kæmu út á prenti en ég var sannfærð allan tímann og hélt þeim til streitu. Hornklofamir lýsa hugsunum Sólar; hún reynir að hugsa rökrétt og segja frá en stundum bresta stíflur og tilfinning- ar hennar og upplifanir streyma fram. Eflaust væri líka hægt að lesa þessa stuttu kafla alveg sér. Annars eru frum- drögin að þessari sögu horfin í móðu gleymskunnar. Rödd- in, stíllinn og uppsetning eru nú hluti af heildinni." Vissirðu hvað hafði komið fyrir Sól þegar þú byrjaði að elta hana um stræti borgarinnar? „Já, mig grunaði það, en hún fékkst ekki til að staðfesta það strax. Hún er svo þögul. Ég bjó annars sjálf í borginni Bologna sem sagan gerist í en skrifaði ekkert af sögunni þar. Hún er skrifuð í Grikk- landi, Hveragerði og ýmsum öðrum stöðum. Þegar ég var langt komin með skrifin fór ég þó í rannsóknarleiöangur til borgarinnar til að rifja upp hvernig var umhorfs á ákveðnum stöðum. I þeirri ferð má segja að ég hafi bókstaf- lega hitt Margheritu, gamla konu sem leikur stórt hlutverk í sögu Sólar. Ég mætti henni í götunni sem Sól bjó við, á gangi í kápu með innkaupapoka, alveg eins og Margherita í sögunni. Það var mjög skrýtið en líka styrkjandi.“ Fannst þér eins og þú hefðir samið borgina þegar þú komst þangað aftur? „Nei, frekar eins og borgin hefði samið söguna. Þessi borg er mjög sterk og skýr. Það var skrýtið að koma þang- að og átta sig á því að þar var sumt fólk á kreiki sem ég hélt að ég hefði skáldað upp.“ Súlumar faðmaðar Þegar ég heyrði fyrst lýsingu á efni bókarinnar (ung kona verður fyrir áfalli og byrjar að faðma súlur) hélt ég að hún fjallaði um konu sem leiddist út í súludans. „Á vinnslustiginu lýsti ég bókinni einmitt oft með orða- laginu „faðmar súlur“ en það gekk ekki upp því hugtakið súla hefur fengið á sig mjög vafasaman merkingarauka. En Sól faðmar eldfornar, steyptar súlur sem eru undirstöður risavaxinna bygginga - ekki kaldar stálsúlur á sviði.“ Það er varla auðvelt að skrifa um svona atburði. „Nei, en það er heldur ekki auðvelt að lenda í því sem Sól verður fyrir. Ég prísa mig sæla að skrifa bara um það, svo ekki sé annað. Að mínum dómi er samt nauðsynlegt að segja slíkar sögur; það er ekki rétt að þegja svona atburði í hel eins og tilhneiging er til.“ Það sagði mér einu sinni rithöfundur að hann kæmist í mikinn háska þegar hann skrifaði, hann svitnaði mikið, titraði og skylfi. Komstu í uppnám þegar þú skrifaðir sögu Sólar? „Nei. Mér fannst það frekar gott. Það er viss léttir að búa til samhengi og merkingu úr svona atburðum frekar en hafa þá lokaða inni í huganum. Það var ákveðin lausn að hjálpa Sól að segja þessa sögu. Þegar sagan hefur á ann- að borð búið um sig í höfðinu er auðveldara að skrifa en eiga það eftir.“ [minniháttar frásögn] Og nú ertu komin af Ijóðabókaborði bókabúðanna og yfir á skáldsagnaborðið. „Já, Sólar saga er flokkuð sem skáldsaga, lengdin og formið eru víst þannig. Sjálf nenni ég yfirleitt ekki að lesa langar bækur og mér leiðast svolítið bækur sem ganga bara út á sniðug plott eða einn stóran brandara. Mér finnst að það þurfi aö vera eitthvað í textanum sjálfum. Ég hef lík- lega nokkuð sjúkan sögusmekk því ég held alveg út bækur sem ekkert gerist í ef þær eru vel skrifaðar. Lífið er líka stimdum seigfijótandi. Það gerist ekki endilega eitthvað á hveijum degi. Raunveruleikinn hefur ekki upphaf, miðju og endi. Það eru sjaldnast frábærar fléttur í hversdeginum, samt getur hann verið frábærlega skemmtilegur." Þú varst greinilega ekki mikið að hugsa uqi hvaða bók- menntaform væri um að ræða þegar þú varst aö skrifa Sól- ar sögu. „Ég var bara að skrifa. Einu sinni var undirtitill bókar- innar: [minniháttar frásögn] sem er kannski hluti af ein- hverri minnimáttarkennd sem fylgir okkur Sól. En Vigdís Grímsdóttir sagði við mig að ég gæti ekki látið þetta standa á aumingja bókinni. Ef hún hefði þennan undirtit- il þá þyröi hún ekki öðru en vera minniháttar. Sagan yrði að fá svigrúm til þess að verða eitthvað, öðlast sjálfstætt líf. Ég fór að góðum ráðum Vigdísar og tók undirtitilinn út. Bók á að fá að vera það sem hún ákveður að hún vilji vera.“ Ljóðabók í farvatninu Hellist ekki yfir þig einskonar fæðingarþunglyndi nú þegar bókin er komin út? „Það er góð spurning. Aðallega var það svefnleysi sem hrjáði mig, síðustu dagana fyrir prentun sat ég stíft yfir prófórkum og var hætt að geta sofið. Það slokknaði ekki á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.