Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 18
H&lgarbtacf 33 "V LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 I 8 Herinn reisir vegg sem Iiggur í gegnum Kafah til að stöðva smygl frá Egyptum Hver staður hefur sína áþján Einstæð tveqqja barna móðir úr Kópavoqi fór ein á vit hrqllinqsins íPalestínu. Hall- qerður Thorlacius seqir frá óttanum, upplif- un sinni af árásum ísraelska hersins, von- leysi palestínsku þjóðarinnar oq harmi. „Ég er bara Kópavogsbúi, fædd árið 1966. Ég eign- aðist stelpu þegar ég var fimmtán ára. Það breytti plönum mínum nokkuð. En ég fór í skóla og lærði þroskaþjálfun. Ég var i sambúð í ellefu ár en skildi fyrir tveimur árum - þannig að nú er ég frjáls. Viö búum hérna þrjú en faðir dóttur minnar er dáinn,“ segir Hallgerður Thorlacius, „ég hef ekki átt við- burðaríka ævi, þannig lagað.“ Hvenær fékkstu áhuga á málefnum Palestínu? „Ég hef alltaf verið svona. Ég drakk þetta í mig með móðurmjólkinni. Ég les mikið og þá aðallega um mannfræði. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa tilfinningum mínum til Palestínu. Það má segja að ég hafi fyllst réttlætiskennd fyrir þessa þjóð þegar ég horfði upp á ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Stjúpi minn er góður vinur minn og við höfum rætt þessi mál mikið. Við erum bæði í félaginu ísland- Palestína. Þetta er það sem talað er um á heimilinu. Og svo get ég ekki neitað því að islam heillar mig mjög.“ Ertu trúuð? „Nei, ég er nefnilega ekki trúuð. Kannski er ég leitandi - en alls ekki trúuð. En þegar ég kom til Palestínu fór ég að trúa á annað en sjálfa mig. Ég gat ekki lengur bara trúað á sjálfa mig. Ég varð að leita í einhverja trú þegar ég var sem hræddust. Það eru skrýtnar tilfinningar sem hríslast um mann á svona svæðum: hræðsla og viðbjóður. Ástandiö er andstyggilegt. Trúin er eitthvað sem maður gripur tii þegar óttinn sækir á.“ „Ég koin til stórrar fjölskyldu sem var bara konur. Tveintur dögum áður höfðu ísraelsmenn ráðist inn á heimili þeirra og rústað það. Móðirin var veik og gat ekki farið út úr húsi. Landnemar stóðu vopnaðir fyrir utan húsið og hermenn með þeim og fylgdust með hvort ég kæmi ekki aftur út. Ég hugsaði með mér að nú yrði ég fangelsuð." Mvndir: Hallgerður Thorlacius Skalf eins og hrísla Hvernig kom það til að þú ákvaðst að fara til Palestínu? „Mér áskotnuðust peningar fyrir tilviljun og ákvað að drifa mig. Það var engin spurning. Ég nennti ekki að bíða eftir því að aðrir gætu farið með mér þannig að ég fór ein. Það er ein bilunin. Ég ákvað líka að fara ekki fyrir minna en mánuð. Núna óska ég þess að ég hefði keypt mér þriggja mánaða miða. Ég ætlaði að vera í Jerúsalem í fimm daga, fara til Ramallah, Jenín og svo til Gaza. Planið breyttist eins og hendi væri veifað.“ Varstu þarna á eigin ábyrgð? Þú hefur ekki ver- ið undir verndarvæng einhverra samtaka? „Ég var alveg á eigin ábyrgð en ef eitthvað kæmi upp á hefði Mustafa Barghouthi og samtök hans, UPMRC, eflaust komið mér til hjálpar. Ég byrjaði að vera á sjúkrahúsum í Palestínu og kynnti mér hvernig þau störfuðu. Ég fór líka með sjúkrabílum. Ég var stödd á sjúkrahúsi í Nablus þegar Israelsher kom inn klukkan fjögur um nóttina. 97 skriðdrekar komu eftir götunum og Apache-þyrlur svifu yfir húsunum og vörpuðu sprengjum. Gamli íslending- urinn hélt að hann væri kominn með malaríu; ég skalf eins og hrísla. Það var bara hræðsla. Um hálfsex var ég búin að jafna mig og spurði læknana hvort við ættum ekki að fara út og gá að Báðum megin veggjarins í Rafali er einskismannsland. Þar verður til dæmis komið fyrir rafmögnuðum gaddavír. Ungur drengur leitar að munurn í húsi sem hefur ver- ið rutt niður. særðum. Þeir hreyfðu hins vegar ekki sjúkrabílana í tvo daga eftir árásirnar. Ég nennti ekki að hanga yflr þessu og fór. Þá kynntist ég annarri hlið, götu- hliðinni, þar sem ég var ekki undir verndarvæng lækna og sjúkraflutningamanna. Ég var einfaldlega á götunni og átti engan vísan næturstað. Þá kynnt- ist ég mörgu í Nablus. Þar hefur ríkt útgöngubann í marga mánuði. Þar er allt lamað. Engir skólar, fólk kemst ekki í vinnu og getur þvi ekki keypt sér mat né átt samskipti við arnað fólk.“ ,Afi minn var gyðingur“ „Hver staður hefur sína áþján. Ef einhver hryðju- verk eru framin í ísrael er ráðist inn í Nablus. Þar telja ísraelsmenn að uppspretta hryðjuverkanna sé. í flóttamannabúðum í nágrenni borgarinnar er að vaxa úr grasi kynslóð sem er hvorki læs né skrif- andi, á ekki föt og þjáist af vannæringu. Börnin eru andlega og líkamlega langt á eftir sínum jafnöldr- um; þau eru hreinlega skemmd. Ég fór óvart vit- lausa götu þegar ég var að leita mér að stað til að reykja. Ég lenti inni i krakkaþvögu, þau rifu upp um sig og sýndu mér geirvörturnar, hrópuðu að mér og köstuðu grjóti í mig. Þau voru illa til reika, vannærð, skólaus og tennurnar brenndar. Ég var hrædd við þau, hræddari við þau en flest annað sem ég komst i kynni við í þessari ferð. Það vildi mér til happs að einhver maður kom og hjálpaði mér í burtu. Ástandið í Nablus er með ólíkindum. Þar er eng- in læknisþjónusta, eitt pinulítið sjúkrahús án al- mennilegra tækja og engin læknisþjónusta. Það er ekki til kort af Nablus og ég held að enginn viti hversu margir búa þar.“ Hvað fannst þér átakanlegast í þessari ferð? „Það átakanlegasta var ástandið í heild, ástandið á þessari þriggja milljóna manna palestínsku þjóð. Ég hélt að Vesturbakkinn og Gaza væri bara fyrir Palestínumenn en inni á þessum svæði eru ísra- elskir landnemar sem stjórna umhverfi sínu með ofbeldi. Börn þeirra eru meira að segja vopnuð. Ar- abísku þorpin hafa ekki rennandi vatn og þar er ekkert rafmagn. Við hliðina standa þorp landnem- anna með öllum nútíma þægindum. Landnemarnir eru að mörgu leyti hættulegri en herinn: maður sér herinn.“ Áttirðu einhver samskipti við ísraelsmenn? „Það eru tvær hliðar á öllum málum. Mig langaði að fara til Hebron en það var hægara sagt en gert. Ég hringdi í vin minn og hann sagði mér að prófa ákveðna leið en ég mátti alls ekki segja hver hefði bent mér á hana. Ég byrjaði á því að fá far með gyð- ingum frá Jerúsalem. Síðan fór ég með landnema- rútu. Það var himnaríki, rútan var loftkæld og tón- list i útvarpinu. Endastöðin var í landnemaþorpi í Hebron. Ég fór inn á veitingastað en var neitað um þjónustu. Allir karlmennirnir á staðnum voru í hversdagslegum skyrtum og gallabuxum og vopn- aðir byssum. Ég var eini túristinn sem hafði kom- ið þangað í manna minnum og ég fann að ég var ekki velkomin. Loks kom maður til mín og spurði hvað ég væri að gera þarna. Ég hafði ekki undirbú- ið svarið en romsaði upp úr mér að langafi minn hefði verið gyðingur og ég hefði komið til Hebron* til að sjá gröf Abrahams. Þá breyttist viðmótið ör- lítið: ég gat keypt mína kók og mat. Einhver spurði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.