Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Helgarblac} 33 V Með pókerfés í fangelsið Það hefur lenqi uerið ólöglegt að reka spilai/íti á íslandi og í upphafi sjötta áratugarins var eitt slíkt upprætt við Oð- insgötu I. Þar var oft glatt á hjalla og spilavítið hafði úti- bú á Baldursgötu. Það hefur lengi verið ólöglegt á íslandi að spila fjár- hættuspil og þess er skemmst að minnast þegar lög- reglan ruddist inn í spilavíti fyrr á þessu ári og setti starfsmenn þess bak við lás og slá. Það var rekið i skúr bak við Hjálpræðisherinn því eðli málsins samkvæmt hefur slík starfsemi jafnan verið neðanjarðar á íslandi og skort verulega á þann glamúr og glæsileika sem oft fylgir spilavítum í löndunum við Miðjarðarhafið þar sem þetta er þjóðarútvegur. Reglulega á tuttugustu öld fóru af stað sögur um ákveðna staði í Reykjavík þar sem rekin væru ólögleg spilavíti eða spilaklúbbar og varð það oft á allra vit- orði án þess að yfirvöld gerðu mikið í því að útrýma þeim og án efa hafa slíkir klúbbar lifnað, starfað og dáið án þess að til þess bær yfirvöld ömuðust nokkum tíma við þeim. í mars 1952 birtist í blaðinu Reykvíkingi grein með fyrirsögninni: Þetta getur ekki gengið! Efni greinar- innar var í stuttu máli það að i Reykjavík væru menn sem gerðu sér það að atvinnu að féfletta samborgara sína með fjárhættuspili. Þessi blaðaskrif urðu til þess að Rannsóknarlögreglan fór á stúfana og hóf rannsókn málsins. Svo fór að lokum að rannsóknin leiddi til þess að fjórir karlmenn í Reykjavík voru dregnir fyrir dóm og ákærðir fyrir að hafa rekið spilaviti í verslunarhús- næði sem einn þeirra réð yfir við Óðinsgötu 1. Þar var að nafninu til verslað með gömul húsgögn eða nokkurs konar antíkmuni. Einnig var þeim gefið að sök að hafa staðið fyrir ólöglegu fjárhættuspili í skúr sem þeir leigðu bak við hús á Baldursgötunni og átti í orði kveðnu að vera verkstæði þar sem gert væri við göm- ul húsgögn sem síðan væru seld i versluninni á Óðins- götu. Draga dám af sínum sessunaut Þessir fjórir kumpánar sem kærðir voru verða seint kallaðir neinir englar. Þeir voru allir í kringum fimm- tugt og höfðu alloft komist í kast við lögin svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sá þeirra sem átti flest brot að baki hafði 39 sinnum verið dæmdur fyrir allt frá ölv- un á almannafæri og reiðhjólaþjófnaði yfir í að kenna 12 ára dreng að aka bíl og stela úr sjálfsölum. Hinir gáfu félaga sínum litið eftir því þeir voru með brota- feril talinn í tugum dóma að baki en sá sem var með einna hreinastan skjöld hafði aðeins verið dæmdur níu sinnum svo í samanburðinum virkaði hann eins og hálfgerður engill. Enginn þeirra var þó það sem kalia mætti stórglæpamann því flest brotin eru smá- þjófnaðir og meinlaus innbrot eða ölvunarbrot af ýms- um gerðum. Sérstaka athygli vekur þó að einn þeirra fékk árið 1950 sérstaka uppreisn æru meö forsetaúr- skurði og hafði þá að baki 23 ára afbrotaferil með 24 dóma á bakinu. Spilavítið var ekki aðeins á Óðinsgötunni því í viðlögum var það einnig rekið í skiír bak við húsið númer 24 við f sveita þíns andlitis Hinir ákærðu héldu því allir fram að þeir hefðu nægt fé sér til lífsviðurværis af löglegri atvinnu en einn þeirra hélt því reyndar fram að verulega hefði gengið á eignir hans undanfarin ár. Rétturinn gafst því í raun upp við að ákvarða hve miklar tekjur þeir hefðu haft af fjárhættuspili en ákvað að þær hefðu ver- ið allnokkrar þótt engin krafa kæmi fram um að gera þær upptækar. Það þótti því sannað að þrír hinna ákærðu hefðu afl- að sér verulegra tekna með því að standa fyrir og stunda fjárhættuspil en sá fjórði, sem með réttu má kalla höfuðpaur starfseminnar, var auk þess dæmdur fyrir sömu sakir en einnig fyrir að leigja út húsnæði til fjárhættuspils og hafa þannig af því tekjur og var þá vísað til skúrsins góða á Baldursgötunni. Þessir framtakssömu piltar voru því dæmdir til þess að dúsa í fangelsi í þrjá mánuði hver og auk þess dæmdir til að greiða ríkissjóði 10 til 12 þúsund krónur í sekt hver um sig. Sennilega hefur þetta talist vera nokkuð vel sloppið en enginn þeirra fjölmörgu sem fyrir dóminum viðurkenndi að hafa spilað i húsakynn- um þeirra vildi gera kröfu á hendur þeim vegna tap- aðs fjár. PÁÁ í þessu húsi við Óðinsgötu 1 í Reykjavík var rekið umsvifamikið spilavíti í byrjun sjötta áratugarins. Starfsemi þess lagðist niður þegar fjórir forsprakkar þess voru dæmdir fyrir starfsemi sína. Það verður að teljast bjartsýni að halda að þessir þokkapiltar gætu rekið saman húsgagnaverslun án þess að komast í kast við lögin. Við réttarhöld í máli þeirra var dreginn saman sægur vitna og leiddur fyrir réttinn. Mörg þeirra báru að í litlu herbergi inn af versluninni á Óðinsgötu eitt hefði nánast mátt ganga að hópi manna á hverjum degi veturinn 1950-51 þar sem þeir sátu við fjárhættuspil. Um þetta vitnuðu gler- skurðarmaður, rakari, sjómaður, loftskeytamaður, bif- reiðarstjóri, verkamaöur, forstjóri, kaupmaður og sjó- maður svo augljóslega hafa menn af ýmsum stéttum vanið komur sínar í búðina á Óðinsgötunni. Það fer allt í kostnað Svo virðist sem fyrst hafi spilamennskan verið ein- skorðuð við skúrinn á Baldursgötunni en eftir því sem félögunum óx áræði hafi starfsemin verið flutt á Óð- insgötuna. Skipti hópurinn með sér verkum þannig að tveir þeirra sáu um „reksturinn" á Baldursgötu en hinir tveir um Óðinsgötuna. Kaupmaðurinn á Óðins- götunni átti skúrinn og greiddu tveir félaganna honum leigu fyrir að hafa þar húsaskjól fyrir spilamennsk- una. Það kom fram í réttarhöldunum að eitt sinn var lög- reglan kvödd að Óðinsgötu eitt eftir að komið hafði til ryskinga milli manna í bakherbergi. Þar sátu allmarg- ir menn að spilum og voru almennt ölvaðir og sóðalegt um að litast eins og lesa má í skjölum málsins. Ekki virðist hafa hvarflað að lögreglunni að neitt væri at- hugavert við þessa starfsemi í þetta skipti. Starfsemin virðist hafa farið þannig fram að aöal- lega var spilaður póker en stundum tuttugu og einn eða „kaution" eins og það er orðað í málsskjölum sem ekki er alveg ljóst hvaða spil er. Annar húsráðenda á hvorum staö sá yfirleitt um „pottinn" en þegar spilað var annað en póker sat potthaldari við sama borð og aðrir spilamenn en þegar póker var í gangi mátti pott- haldari taka ákveðnar prósentur af veltunni í pottin- um í sinn hlut eða lágmarksupphæð af hverjum potti. í staðinn hafði hann umsjón með að allt færi fram eft- ir settum reglum og spilamönnum var veitt öl og tóbak á kostnað „hússins" meðan þeir sátu að spilum. Eitt- hvað mun einnig hafa verið um áfengisveitingar en lit- ið virðist hafa kveðið að því. Mjög var tekist á um það í réttarhöldunum hvort potthaldarar hefðu haft miklar tekjur af starfseminni. Þeir báru sig allir afskaplega aumlega fyrir rétti og töldu þær litlu tekjur sem hafst hefðu af þessari starf- semi jafnharðan hafa farið kostnað og veitingar til gestanna. Vitni voru mörg hver á öðru máli og töldu að potthaldarar hefðu rakað saman fé og nánast allt fé sem í umferð var á spilaborðinu hefði að lokum ratað til þeirra. Má eflaust til sanns vegar færa að spiiaflkl- ar standi ógjarnan upp fyrr en allt fé er urið upp. Baldursgötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.