Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 34
34 Helqarbloö JO"V" LAUGARDAGUIÍ 30. NÓVEMBER 2002 Hj ónin syngja saman Þóra Einarsdóttir og Björn Jónsson eru sgngjandi hjón sem búa í Wiesbaden í Þgskalandi. Hún er fastráðin við óperuna þar en hann sgngur ílausamennsku um all- ar álfur. Þau hafa gefið útsinn fgrsta sameiginlega disk sem heitir einfaldlega Björn og Þóra. ísland er landið - Þótt lýsing Þóru á dagskránni við óperuna i Wies- baden hljómi eins og meira en fullskipuð dagskrá þá legg- ur hún áherslu á að hver söngvari verði að varðveita rödd sína og gæta þess að honum sé ekki falin of erfið og margvísleg verkefni sem ef til vill hæfa ekki hans eða hennar rödd. „Það verður hver að gæta sín sjálfur," segir Þóra sem fór og söng á tónleikum í Sviss í haust og stefnir til Eng- lands seinna í vetur þar sem hún ætlar að syngja í Töfraílautunni hjá hinni rómuðu Opera North í Bret- landi. Þóra segir að þótt vistin í Wiesbaden sé góð þá sé nauðsynlegt að láta sjá sig annars staðar og spreyta sig á ólíkum verkefnum. - En hugurinn er alltaf heima og Þóra og Björn stefna heim seinna í vetur þegar Björn kemur um páskana og syngur með Kór Langholtskirkju, þangað til er ekkert ís- land í sjónmáli. „Það hefði verið óskaplega gaman að geta komið og kynnt diskinn með tónleikum en annríki okkar leyfir það einfaldlega ekki. En auðvitað er maður alltaf með heim- þrá og það er ekkert annað land en ísland sem kemur til greina fyrir framtíðina," segir Þóra að lokum. PÁÁ Þaö gekk ekki alveg þrautalaust að koma diskinum á þrykk en upphaflega stóð til að taka hann upp í byrjun sumars 2001 og hugðust hjónin njóta krafta Helgu Bryn- dísar Magnúsdóttur píanóleikara sem þótti öðrum pí- anistum líklegri til að ráða við þær illspilanlegu strófur sem er að finna í undirleik sumra einsöngslaga. En í þann mund sem upptökur skyldu heíjast datt Helga Bryndís af hestbaki og varð fyrir nokkru hnjaski og gat lítt sinnt pí- anóleik um hríð. Þetta varð til þess að upptökur frestuð- ust fram í nóvember 2001 og í framhaldi af því var afráð- ið að fresta útgáfu disksins um eitt ár. Þóra Einarsdóttir lærði söng við Guildhall School of Music and Drama í London eins og Björn eiginmaður hennar. Eftir útskrift fyrir um fjórum árum söng hún í óperuuppfærslum hér og þar á Bretlandi og fékk yfirleitt sérlega góða dóma fyrir söng sinn. Sérstaklega er vert að nefna söng hennar í Falstaff veturinn 2000 en um þá sýn- ingu sagði gagnrýnandi The Times að hún væri í hæsta gæðaflokki og þar væri enginn veikur hlekkur. Hann sagðist í rauninni ekki geta hrósað sýningunni meira en að segja að hann hefði gleymt sér algerlega. Sú uppfærsla var á vegum Opera North í Leeds sem er eitt af yngstu en virtustu óperufélögum á Bretlandseyjum. Það er talinn mikill heiður meðal ungra söngvara að fá aö spreyta á fjölunum þar en Þóra söng í tveimur uppfærsl- um Opera North. Söngur Þóru hér heima á íslandi, hvort sem hefur verið á fjölum óperunnar eða einkatónleikum, hefur jafnan vakið verðskuldaða hrifningu. Fjölskyldan stældíar Þóra er um þessar mundir búsett í Wiesbaden ásamt Birni Jónssyni, eiginmanni sínum, sem er tenórsöngvari og syngur í lausamennsku um allar álfur. Og fjölskyldan Hjónin Björn Jónsson og Þóra Einarsdóttir gefa út sinn fyrsta geisladisk með íslenskum og evrópskum sönglögum fyrir þessi jól. Þau una sér vel í Wiesbaden ásamt syninum Einari. Þau búa rétt hjá óperuhúsinu í Wiesbaden og þar er kjörið að fara í gönguferðir í garðinum. DV-inyndir BJ Þóra Einarsdóttir söngkona er fastráðin við óperuna í Wiesbaden og svngur þar í þremur óperuuppfærslum um þessar mundir. hefur stækkað um einn því þeim hefur fæðst sonurinn Einar sem var rétt ókominn í heiminn þegar umræddur diskur þeirra hjóna var tekinn upp. Hann hlýtur eigin- lega að hafa fæðst raulandi Schumann eða Sigfús Ein- arssson og má segja með nokkrum rétti að hann hafi ver- ið viðstaddur upptökurnar. Wiesbaden er 300 þúsund manna borg nálægt Frankfurt í Þýskalandi. Borgin er frá fornu fari rómuð um alla Evr- ópu fyrir heitar uppsprettur sem menn hafa öldum sam- an sótt í sér til heilsubótar. Er enn í dag rekinn umfangs- mikill iðnaður þeim tengdur á svæðinu og hefur reyndar verið svo allt frá dögum Rómverja. í Wiesbaden er stórt óperu- og leikhús sem hýsir allt í senn; óperu, ballett, leikhús og sinfóníuhljómsveit. Þar eru bæði leiksvið og tónleikasalir og Þóra sagði í samtali við DV að í nóvem- bermánuði, sem nú er senn liðinn, hefðu verið 80 sýning- ar í húsinu, þar af var 21á vegum óperunnar og alltaf fullt út úr dyrum á hverjum atburði. Þetta ber í senn menning- aráhuga Þjóðverja og skipulagsgáfu þeirra og alúð fagurt vitni. Annríki í óperunni - En hvað ertu að syngja í óperunni um þessar mund- ir? „Ég er í fyrsta lagi að syngja Pamínu í Töfraflautunni og einnig í Fidelió eftir Beethoven. Svo er verið að sýna hérna franska barokkóperu sem heitir Plate og er eftir tónskáld sem heitir Rameau. Þetta er nær óþekkt gam- anópera með ballettatriðum í og hún hefur slegið svo rækilega í gegn að sýningar eru orðnar miklu fleiri en nokkur þorði að vona og ekkert lát á,“ segir Þóra þegar hún ræðir við DV frá heimili sínu í Wiesbaden. „Svo er ég að syngja í óperettu sem heitir Das Feu- erwerk og er að fara að æfa Kátu ekkjuna." Þetta hljómar eins og býsna stíf dagskrá enda viður- kennir Þóra að það krefjist góðrar skipulagningar að halda úti heimili þar sem hjónin eru bæði söngvarar og Björn er iðulega á ferðalögum við söng hér og þar. Þóra og Björn hafa verið búsett í Wiesbaden í eitt og hálft ár og eru vel staðsett því heimili þeirra er rétt hjá óperunni handan við stóran garð sem er vinsælt útivistarsvæði borgarbúa. Þóra fór að vinna í óperunni þegar Einar hinn ungi var aðeins nokkurra vikna gamall og þá kom sér vel að búa rétt hjá vinnustaðnum. „Það var oft komið með hann til mín i hléi svo ég gæti lagt hann á brjóst,“ segir Þóra sem segir líka að ekkert óp- eruhlutverk taki móðurhlutverkinu fram. íslendingar gefa tóninn - Á diskinum Björn og Þóra eru íslensk og evrópsk ein- söngslög og forvitnilegt að vita hvað réð vali þeirra en þetta er fyrsti diskur þeirra saman. Áður hafa raddir þeirra heyrst á íslenskum diskum, m.a. íslenska ein- söngslagið þar sem kraftmikill ílutningur Björns á Hamraborginni vakti athygli. „Það má eiginlega segja að íslendingarnir hafi gefið tóninn. Mörg íslensk sönglög og þar á meðal sum sem við völdum eru rómantísk og bera með sér áhrif sem tón- skáldið hefur orðið fyrir af samtíöarmönnum sínum og í námi. íslensk tónskáld lærðu aðallega í Skandinavíu og Þýskalandi og t.d. má greina dönsk áhrif í tónlist Sigfús- ar Einarssonar meðan Páll ísólfsson er þýskari að okkar mati. Við völdum síðan tónlist sem okkur fannst líklegt að hefði haft áhrif á íslensku tónskáldin og þá eru það þýsk, norræn og frönsk tónskáld sem verða fyrir valinu. Svo má heldur ekki gleyma manns eigin smekk og því sem manni finnst sjálfum áhugavert og fallegt.“ Auk hinna vinsælu íslensku tónskálda, Sigfúsar og Páls, sem áður eru nefndir, er frekar sjaldséð tónskáld á diskinum en það er Bjami Böðvarsson sem var afar þekktur á sinni tíð fyrir að starfrækja geysivinsæla dans- hljómsveit árum saman á íslandi undir eigin nafni. Sjálf- sagt er hann líka nokkuð frægur fyrir að vera faðir hins eina sanna Ragnars Bjarnasonar sem hefur dyggilega haldið merki föður síns á lofti í dægurtónlistinni. „Bjarni hefur augljóslega haft mikla hæfileika á þessu sviði þótt hann færi seint að fást við lagasmíðar og það má greina frönsk áhrif i tónlist hans að okkar mati en verk hans hafa ekki mikið verið tekin upp,“ segir Þóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.