Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Fréttir DV Fundur miðstjórnar Famsóknarflokksins: Rangt að útiloka aðild - segir formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, um ESB Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á fundi miðstjórnar í gær að flokk- urinn væri nú albúinn undir kröftuga kosningabaráttu og þar ætluðu framsóknarmenn sér stóra hluti. Hann sagði rangt að útiloka að- ild að ESB um aldur og ævi; það væri vanræksla við framtíðina. Halldór fór víða í ræðu sinni um þann árangur sem hann sagði hafa náðst í stefnumálum Framsóknar- flokksins á kjörtimabilinu. Hann kom m.a. inn á skattamál og þá gagnrýni sem dunið hefur á ráð- herrum, ekki síst heilbrigðisráð- herra, að undanförnu. Um stór- iðjumál sagði Halldór að þau væru liður í áherslum Framsóknar- flokksins. - „Eins og öllum er kunnugt hefur Framsóknarflokk- urinn lagt mikla áherslu á þetta mál þrátt fyrir mikla mótspymu úr ýmsum áttum. Stefna flokksins í þessu máli er skýr og frá henni hefur hvergi verið hvikað.“ Halldór kom einnig inn á sölu ríkisbankanna og sagði hana mik- il tímamót á íslenskum fjármála- markaði. Málefni dreifbýlis voru honum líka hugleikin. Sagði hann að eitt meginmarkmið stefnu rík- isstjórnarinnar í byggðamálum væri að treysta búsetuskilyrði á Miðstjórnarskraf Hjálmar Árnason og Halldór Ásgrímsson stinga saman nefjum á miöstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gærdag. Halldór sagöi þaö vanrækslu viö framtíöina aö útiloka aöild aö ESB um aldur og ævi. landsbyggðinni, með því m.a. að efla þau byggðarlög sem eru fjöl- mennust, hafa mest aðdráttarafl fyrir fólk og besta möguleika til uppbyggingar. Stækkun ESB Þá kom Halldór inn á stækkun ESB og sagði m.a.: „Stækkun Evrópusambandsins hefur verið mikið í fréttum, enda full ástæða til. Með stækkun Evr- ópusambandsins er verið að stíga risavaxið skref og þetta eru svo sannarlega tíðindi sem varða okk- ur íslendinga. Með mikilli vinnu og nánu samstarfi við EFTA-þjóð- irnar höfum við náð samningum um fríverslun við umsóknarþjóð- irnar sem við höfum hins vegar ekki að fullu gagnvart samband- inu. Á þessum mikilvægu kross- götum eru settar fram kröfur um að við greiðum til sameiginlegra sjóða ESB eins og við værum aðil- ar, án þess að njóta réttinda aðild- arríkja. Ef ekki tekst á næstu vik- um og mánuðum að semja um ann- að er hluti þeirrar fríverslunar sem hefur tekist að semja um liðin tíð. Þessar aðstæður krefjast endur- mats á okkar stööu. Þetta endur- mat verður að fara fram, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. - Ef það liggur fyrir okkur að gerast aðilar að Evrópusamband- inu verður það að gerast á okkar eigin forsendum, ekki í nauðvörn. Það verður að gerast að vandlega athuguðu máli. Þess vegna er um- ræðan lífsnauðsynleg. - Við þessar aðstæður er rangt að útiloka aðild um aldur og ævi; það er vanræksla við framtíðina." -HKr. Smáauglýsingar DV fá nýtt og betra útlit: Einfaldari, öruggari og aðgengilegri DVA1YND E.ÓL. Tilnefnd til tónllstarverölaunanna Bubbi Morthens og hljómsveitirnar Leaves og Sigur rós fengu flestar til- nefningar til Islensku tónlistarverö- launanna í ár en tilnefningarnar voru kynntar í Borgarleikhúsinu síödegis í gær. ístensku tónlistarveröjaunin veröa afhent eftir áramót. Á mynd- inni eru Bubbi Morthens og Hera Hjartardóttir. Bubbi er tilnefndur sem flytjandi ársins og sem besti söngvarinn í flokknum þOþþtónlist en einnig fyrir lag og plötu ársins. Hera er tilnefnd sem söngkona árs- ins. í flokki sígildrar tónlistar og nú- tímatónlistar fékk Hamrahiíöarkórinn tvær tilnefningar sem flytjandi ársins og fyrir hljómplötu ársins. Þurrkuð epli Möndlur Blandaðir ÞURRKAÐIR ÁVESTIR ... alltsem þarfí baksturinn! Smáauglýsingar DV fá nýtt útlit frá og með deginum í dag, bæði í blaðinu sjálfu og á veraldarvefnum. Flokkum smáauglýsinga hefur ver- ið fjölgað og er flokkunin oröin ná- kvæmari. Þá er leiðarkerfíð á smá- auglýsingavefnum nákvæmara og aðgengilegra en áður. Allt miðar þetta að því að auðvelda leit að smá- auglýsingum og gera smáauglýs- ingaviðskiptin öruggari og aðgengi- legri. Jafnframt breyttu og þægilegra útliti smáauglýsinga DV verður mun einfaldara og um fram allt ör- uggara en áður að panta og greiða fyrir smáauglýsingar á Netinu. DV er í samstarfi við Skýrr um notkun öryggiskerfisins VeriSign sem tryggir að greiðslur og greiðslu- kortaupplýsingar berist eingöngu til DV. VeriSign er öryggiskerfi fyr- ir rafræn samskipti en um eitt þús- und fyrirtæki og stofnanir á íslandi nota VeriSign-lausnir í gegnum Skýrr hf. DV leggur kapp á að bæta stöðugt þjónustuna viö auglýsendur. Smá- auglýsingar DV hafa um árabil ver- ið markaðstorg þjóðarinnar enda einfaldar og áhrifaríkar. Þú auglýs- ir, við birtum og það ber árangur. Nýr smáauglýsingavefur DV verður virkur kl. 18.00 í dag. Nálg- ast má véfinn á slóðinni www.smaauglysingar.is eða með því að fara inn á www.dv.is og smella þar á smáauglýsingatengil- inn. -hlh 'ji Híl* Ó*»*St**w* Ty 0«*« ttr & Wur*H UHm*r Smáauglvsingar www.dv.is AfijrsfdílutÍHii sini.mqlýsinijrtdeiJdar DV TeWð er vlð smáaugJýsmoum af vefnum frá mánudegi til ftmmtuðags «l W19 Pöstudaga ál M. 17 og sunnudaga öl kl. 19 AfgreiðsJuömi Mánudaga tilfi Nýr og betri smáauglýslngavefur Nýr smáauglýsingavefur DV er meö betra leiöarkerfi og aögengilegri á allan hátt. Viö greiöslu auglýsinga um vefmn er notaöur öryggislykill frá VeriSign sem tryggir öryggi í greiöslukortaviöskiptum á Netinu. Fjárlög hefta starfsemi verkmenntaskóla: Starfsemi VMA með óbreyttu sniði til vors Síml: 544 465B Daivegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5NJÚKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða Þeir framhaldsskólar landsins sem bjóða upp á verknám sjá fram á niðurskurð á námsframboði á þeirri önn sem hefst haustið 2003 verði ekki aukning á framlagi til skólanna á því fjárlagafrumvarpi sem nú er til umræðu og af- greiðslu á Alþingi. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri, segir að alltaf sé verið að horfa til þess að auka fjölbreytnina í námsfram- boðinu en ekki sé hægt lengur að reka skólana með tapi, ljóst sé nú þegar að framúrkeyrsla frá fjár- lagaramma sé töluverð, skipti mörgum milljónum. Fyrirhugað var að skólameist- arar framhaldsskólanna hittust í dag til að ræða fjárhag skólanna, en fundinum hefur verið frestað fram í næstu viku. „Reiknilíkanið fyrir VMA hefur stórlagast skólanum tU hagsbóta sem og sambærUegum skólum en frumvarp til fjárlaga hrifsar tU baka þann bata sem likanið færir okkur þannig að þrátt fyrir aUt stöndum við í svipuðum sporum. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra hefur unnið í því að bæta hag verkmenntaskólanna, en það eru ekki fyrirhugaðar neinar breytingar á vorönn 2003 sem hefst eftir áramótin. Ætli við sjá- um ekki tU hvernig árið kemur út og hvernig fjárlögin verða í sinni endanlegu mynd. En við munum fara mjög vandlega yfir málið í vor og hvort draga þurfi saman seglin," segir Hjalti Jón Sveins- son. -GG Lausn handan við hornið Lausn á fjárhagsvanda Raufar- hafnar er handan homsins, að sögn Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur sveitarstjóra. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur gert samkomulag við hreppinn er felur í sér hagræðingu í rekstri og endur- íjármögnun skammtímaskulda. Eft- irlitsnefndin hefði farið yfir fjármál Raufarhafnarhrepps og telur félags- málaráðuneytið ljóst að sveitarfé- lagið hafi aila burði tU að standa á eigin fótum. Gangi öll ákvæði samn- ingsins eftir bendir allt tU þess að varanleg lausn sé fundin á fjárhags- vandanum. Chrysler aftur til sýnis Fyrstu Chrysler-bUamir koma tU landsins þann 4. desember næst- komandi, en að sögn Guðmundar Baldurssonar, sölustjóra fólksbUa, á að frumsýna bUana í janúar. Þeir bUar sem koma hingað í fyrstu lotu eru Wrangler 2,4, Cherokee Limited V6, Cherokee Grand Limited V8 og Cherokee Overland V8 ásamt PT Cruiser og Liberty V6. Opnunin kemur á góðum tíma fyrir Ræsi en Chrysler er að færa út línuna fyrir PT Cruiser og Voyager. Búast má við ódýrari dísUbU í janúar og lúxusútgáfu af Voyager i mars, tU viðbótar við þá bUa sem era fyrir. Auk þess verður hemlalæsivöm nú staðalbúnaður í öUum þessum bU- um. Fær nafnið Brimir Hið nýja sjávarútvegssvið Eim- skipafélags íslands fær nafnið Brim- ir samkvæmt samþykkt stjómar- fundar Eimskips á Akureyri i gær. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskips, segir á heimasíðu ÚA að stUlt hafi verið upp tugum nafna og mörg þeirra séu hljómfogur. Hins vegar hafi komið í ljós að mörg þeirra voru skráð og í notkun.“Ég tel hins vegar að okkur haFi tekist að finna rismikið og framsækið nafn,“ segir Ingimundur Sigurpáls- son. Brimir merkir sverð. Nafnið er rammíslenskt og kemur m.a. fyrir í tveimur erindum Völuspár. Bond-myndin lítill hvati Engar tölur eru tUtækar um þann fjölda ferðamanna sem komu tU landsins sl. sumar og verða væntan- lega ekki tilbúnar fyrr en í byrjun næsta árs. Ástæðan er sú að að 31. desember 2000 var hætt að telja þá farþega sem tU landsins koma af Schengen-svæðinu og því era engar tölur tUtækar fyrir árið 2001. Verið er að þróa aðferð tU þess að komast að tölunni fyrir sumarið 2002. Það er gert með því að telja farþega út úr landinu í stað inn í landið og þær eru síðan bomar saman við ýmsar vísbendingar, en þær hafa ekki gengið nógu vel upp. Ferðamálaráð vUl komast að skýringunum áður en nokkuð er gefið upp. Tómas Þór Tómasson hjá Ferða- málaráði segir árið í ár verða svipað og árið 2001, eða tæplega 300 þúsund manns. Hann segir að rennt sé blint í sjóinn hvað varðar ferðamanna- fjölda árið 2003. Hann segir að áhrif nýjustu James Bond-kvikmyndar- innar, Die another day, muni ekki hafa mjög merkjanleg áhrU á ferða- mannastrauminn þótt margir voni að svo verði. Hún muni þó vekja at- hygli á landinu tU lengri tíma litið og verða góður byr í seglin.-GG/NG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.