Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV W. H. Auden. Eitt fremsta Ijóöskáld 20. aldar kom til íslands áríö 1936 og skrifaöi ásamt félaga sínum bók um feröina sem var engin iofgjörö til lands og landsmanna. Auden á s Islandi Sagt er að forfeður W. H. Audens, eins besta ljóðskálds Breta á 20. öld, hafi upphaflega komið frá Islandi. Auden hélt þessu sjálfur fram og var stoltur af uppruna sínum og las íslendingasögur strax í æsku. Auden var 29 ára gamall þegar hann kom í heimsókn til íslands. Hann ætlaði sér að skrifa bók um landið. Eftir mánaðardvöl skrifaði hann konu sinni og sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig hann ætti að byrja bókina. Eiginkona Audens var Erika Mann, dóttir Thom- asar Manns, en Auden sem var samkynhneigður hafði kvænst henni til að tryggja henni breskan ríkisborgararétt og undankomu frá Þýskalandi nasista. Hjónin bjuggu ekki saman en héldu vin- áttu. Bréf hans til hennar úr íslandsferðinni voru birt í bókinni Bréf frá íslandi, ferðabók sem Auden skrifaði ásamt vini sínum Louis Mac- Neice, sem slóst í för með honum til íslands. „Reykjavík er ægileg“ Komunni til Reykjavíkur með Gullfossi er lýst á þennan hátt: „Það var ekkert á bryggjunni nema vöruskemmur og landbúnaðar- tól. Mestallur bærinn er byggð- ur úr bárujámi. Þegar við kom- um var klukkan bara hálfátta og við urðum að bíða á ytri höfninni vegna þess að íslensku hafnarverkamennimir neita að vakna snemma ... Fyrstu áhrif mín af bænum voru að hann væri lúterskur, niðurdrepandi og kuldalegur. Á bryggjunni fylgdist fjöldi manna með þegar við lögðumst upp að. Allir karl- mennimir voru með derhúfur. Enginn gaf frá sér hljóð, ekki einu sinni bömin.“ í bréfl til eiginkonu sinnar sagði Auden: „Reykjavík er ægileg ef maður ætlar að skemmta sér og ég hafði ekkert að gera annað en að hanga inni á dýru hótelherbergi. Þarna var hljómsveit sem þóttist vera ensk og í danssalnum voru lit- uð ljós sem snemst í hringi eft- ir klukkan tíu. En af því bjart er alla nóttina eru áhrifm ein- ungis dapurleg. Smám saman fór ég þó að kynnast fólkinu og nú er heilabúið fullt af slúðri sem ég veit að varðar við lög og upplýsingum sem ég hef grun um að séu óáreiðanlegar. Ég hef til dæmis heyrt að tiltekinn stjórnmálamaður sé annað- hvort fyrsti sjentilmaður ís- lands eða þjáist af ofsóknar- brjálæði síðan börn í skíða- ferðalagi hlógu að honum. Ég hef líka heyrt um prófessor sem veðsetti hjónarúmið dag- inn fyrir brúðkaupið, að ákveð- in stúlka sé lauslætisdrós, að þýski konsúllinn hafi smyglað hingað vopnum til að gera bylt- ingu, að íslendingar hafi enga stjóm á bömum sínum, að spíritisminn sé upprunninn á Englandi og að einu almennilegu vínin séu viskí og vermóður. Sjálfur er ég ekki mikið nær.“ Auden heldur áfram sínum nöturlegu lýsing- um á Reykjavík: „Það er enginn arkitektúr í bænum og styttumar eru að mestum hluta róm- antiskar ímyndir af víkingahetjum. Danski kóng- urinn kom í heimsókn og ég sá hann koma út úr ráðherrabústaðnum í fylgd með ráðherra. Ég geri að minnsta kosti ráð fyrir að þetta hafi ver- ið þeir en þessir menn líta ekki beinlínis greind- arlega út i kjól og hvítt með pipuhatt en eftir út- litinu að dæma hefði ég ekki treyst neinum þeirra fyrir teskeið, hvað þá meiru.“ „Aldrei aftur“ Auden ferðaðist víða um ísland, sá Geysi sem neitaði að gjósa og fór til Þingvalla: „Ég hef far- ið til Þingvalla sem talinn er fallegasti staður á íslandi. Þar var nógu fallegt en hótelið er fullt af fyllibyttum á hverju kvöldi. Mjög falleg fyllibytta sem heitir Toby bað mig að hringja í sig þegar ég kæmi heim.“ Ásamt MacNeice fór hann til Gullfoss þar sem þeir gistu í tjaldi í ausandi rigningu. Síðan tók við tíu daga ferð þar sem áfangastaðurinn var Langjökull og landslagið samanstóð (að sögn Audens) aðallega af hrauni og brúnum og gráum steinum, sem Auden þótti heldur til- breytingarlítil sjón. „Aldrei aftur,“ sagði hann við MacNeice. Hann fór til Sauðárkróks og sagöi bæinn allt eins hafa getað verið byggðan af Sjöunda dags aðventistum sem byggjust við því að fara til himna eftir nokkra mánuöi. „Ég hef enga löng- un til að sjá þann stað aftur.“ I ferð sinni norð- ur í landi orti hann ljóð þar sem er að fmna þessar línur (í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson- ar): Mér kom í dag í hug að hripa þér, (ég held til skila kringumstæðum öllum) í bíl, sem tölti um öræfi undir mér, á austurleið frá Möðrudal á Fjöllum, ég brann á vöngum, vættum táraföllum, - með kvef frá Akureyri í veganesti, árbitaleysi og fleiri heilsubresti. Óætur matur Versta reynsla Audens i íslandsferðinni sneri að matnum sem honum fannst nær undantekn- ingarlaust óætur. 1 bréfi til konu sinnar nefnir hann súpu sem hafi verið á bragðið einsog hár- olía og tvær tegundir af þurrkuðum fiski. Önn- ur tegundin hefði bragðast eins og táneglur og hin eins og húðin á iljum manns. Kjöt segir hann borið fram í límkenndum klumpum með bragðlausri sósu. „Reykt lambakjöt er nokkum veginn skaðlaust þegar það er kalt því þá er það aðeins á bragðið eins og sót,“ sagði hann og bætti við: „En maður verður að vera mjög svangur til að geta lagt sér það til munns þegar það er heitt." íslendingar gáfu honum hákarl og Auden segir í bók sinni: „Hákarl er hvítur að innan en með þykkan skráp utan á, ekki ólíkt gömlu stígvéli. Vegna lyktarinnar verðúr að éta hann utan dyra. Ég hef aldrei smakkað nokkra fæðu sem minnir jafn mikið á skósvertu." „Ljóðskáld taka aldrei eftir neinu“ Ferðabók þeirra félaga kom út árið 1937 og hlaut yfirleitt afleita dóma. Gagnrýnandi The New Statement sagði bókina læsilega en höf- undum hefði ekki tekist að gera ísland áhuga- vert. Gagnrýnandi Spectaor sagði: „Það er afar erfltt að skrifa góða ferðabók ef maður hefur engan áhuga á ferðalögum sínum, er með maga- kveisu, hefur andstyggð á útilegu og er kvefsæk- inn.“ Christopher Isherwood sagði í The Listener að ekki væri nóg í bókinni um ísland og íslendinga og bætti við: „Ljóðskáld virðast aldrei taka eftir neinu, það er leitt að enginn skáldsagnahöfundur var með í för.“ Mörgum árum seinna skrifaði MacNeice ævisögu sína og þar eyddi hann einungis einni setningu í ferða- bók þeirra Audens og sagði: „Ferðabók okkar var hrærigrautur, samin í kátínu." Auden sneri aftur til íslands árið 1964 þegar ríkisstjómin bauð honum hingað til lands. Hann hitti forseta íslands og forsætisráðherra og gisti hjá breska sendiherranum og orti í heimsókninni ljóðið Iceland Revisited. Stemningsfull frásögn Ég veit þú kemur - Þjóöhátíö í Vestmannaeyjum 2002 eftir Geröi Kristnýju Gerður Kristný brá sér á þjóðhá- tíð í Vestmanna- eyjum og afrakst- urinn er bráð- fjörug og skemmti- leg bók. Þeir fjöl- mörgu sem unna þjóðhátiðinni geta hér endurlifað góð- ar stundir og við hin sem aldrei höf- um látið hvarfla að okkur að fara njótum óvæntrar skemmtunar. Sér- lega stemningsrík frásögn og mikill húmor. Engum ætti að leiðast þessi lestur. Kvótið Aldur skiptir engu máli, nema maður sér ostur. Billie Burke Lilii Allar bækur ■ 1. Eyðimerkurdögun. Waris Dirie 2. Landneminn mikli - Stephan G. Stephanss. Viðar Hreinsson 3. Útkall - Geysir er horfinn. Óttar Sveinsson 4. Röddin. Arnaldur Indriðason 5. Líf með þunglyndi. R. Buckman oq A. Charlish 6. Að alast upp aftur. Jean lllsley Clarke 7. fslensk orðabók 2002. Mörður Árnason ritst. 8. Leggðu rækt við ástina. Anna Valdimarsdóttir 9. Orðaheimur. Jón Hilmar Jónsson 10. Hjarta, tungl og bláir fuglar. Viqdís Grímsdóttir Bókalisti Máls og menningar malié*-. Allar bækur R 1. Röddin. Arnaldur Indriðason 2. Eyðimerkurdögun. Waris Dirie 3. Njála. Brynhildur Þórarinsdóttir 4. KK-þangað sem vindurinn blæs. Einar Kárason 5. Konur með einn í útvikkun. Ýmsar 6. Líf með þunglyndi. Robert Buckman, Anna Charlish 7. Lost in lceland. Siqurqeir Siqurjónsson 8. Mýrin. Arnaldur Indriðason 9. Leqgðu rækt við ástina. Anna Valdimarsdóttir 10. öðruvísi dagar. Guðrún Helqadóttir Skáldverk: 1. Röddin. Arnaldur Indriðason 2. Mýrin. Arnaldur Indriðason 3. Vaknað í Brussel. Elísabet Ólafsdóttir 4. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 5. Bridget Jones á barmi taugaáfalls. Helen Fieldinq__________________________ 6. Elsku Poona. Karin Fossum_____________ 7. Áform. Michel Houllebecq______________ 8. fsbarnið. Elisabeth McGreqor 9. Galdur. Vilborq Davíðsdóttir 10. Alkemistinn. Paulo Coehlo Orðabókin er himnasending Karl Th. Birgisson segir frá uppáhaldsbókunum sínum. „Þessa dagana les ég helst íslenska orðabók sem vinur minn Mörður Ámason ritstýrði. Hún er eins og konfektkassi með eintómum góöum molum og kemur sem himnasending á þessum tíma þar sem ég stýri vikulegum spuminga- leik um orð á Rás eitt. Ég les reyndar svolítið af bókum um orð og tungumál mér til skemmtunar. Þar stendur ein upp úr, The Mother Tongue: English and How It Got That Way, sem er bæði fræðandi og stórskemmtileg. Ég panta hér með eina slíka inn íslenska tungu - Mörður getur kannski dundað við það með þingmennskunni. Ég bý að ágætum bóka- kosti um ameríska pólitík og lít reglulega í þær, sérstak- lega þær sem fjalla um kosn- ingar. Ég er núna að rifja upp forsetakosningam- ar 1984 sem voru mjög spennandi og viðburðarík- ar þrátt fyrir yfirburðastöðu Reagans. Af slíkri samtímasagnfræði fæ ég aldrei nóg enda kunna Bandaríkjamenn öðrum betur að skrifa slíkar bækur. Ég gríp líka oft í greinasöfn, til dæmis eft- ir erkiíhaldsmanninn George Will. Ég er úndantekningalít- ið ósammála honum, en hann skrifar svo fantagóðan texta að skoðanirnar skipta minnstu máli. Af öðrum uppáhaldsbók- um hlýt ég að nefna A Hi- story of the Jews eftir Paul Johnson sem ég get gripið í aftur og aftur og alltaf lært eitthvað nýtt um þá merki- legu þjóð. Ég held ég hafi les- ið hana þrisvar spjaldanna á mUli á tíu árum. Johnson sannar að vel skrifuð sagn- fræði er betri en nokkur skáldskapur enda er raun- veruleikinn miklu áhuga- verðari og skemmtilegri en það sem nokkur rithöfundur getur diktað upp. Að því sögðu er þó rétt að játa að á náttborðinu liggja Fótboltasögur Elísabetar Jök- ulsdóttur sem era hreint afbragð. Þaö er auðvelt aö halda fram hjá sagnfræðinni með þeim.“ Skáldverk 1. Röddin. Arnaldur Indriðason 1 j ~l 2. Hjarta, tungl og bláir fuglar. Viqdís Grímsdóttir 3. Veröld okkar vandalausra. Kazuo Ishiquro 4. Mýrin. Arnaldur Indriðason 5. Eldraun ástarinnar. Danielle Steel 6. Bridget Jones - Á barmi taugaáfalls. Helen Fieldinq 7. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 8. Stoiið frá höfundi stafrófsins. Davið Oddsson 9. Nafnlausir vegir. Einar Már Guðmundsson 10. Eins og vax. Þórarinn Eldjárn RODDIN Barnabækur 1. Eva og Adam - Martröð á Jónsmessunótt. Máns Gahrton 2. Einhyrningurinn minn - Gald- urinn. Linda Chapman 3. Gúmmí-Tarsan. Ole Lund Kirkeqaard 4. Dularfullar vísbendingar - Spæjarafélagið. Fiona Kelly 5. Marta smarta. Gerður Kristny Metsölulisti bókabúöa MM 18.11.-24.11. Metsölulisti Eymundssonar 20.11. - 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.