Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 38
33 Helgarblac? 3D>"V UA.UOA.RDA.GUR 30. NÓVEM BER 2002 Tár í auga trúðsins Sverrir Þór Sverrisson er þekktasti óþekkti sjónvarpsmaður landsins. Hann fékk Edduna sem vinsælasti sjónvarps- maðurinn en hann er þekktur sem Sveppi á Popptfví. Hann sagði DV frá löngunum sín- um og þrám, grænmetislager og leiklist og harmleiknum sem hann var þátttakandi í þegar hann varsjö ára. Að baki fíflalát- anna glittir ítár íauga trúðsins. Þaö var hátíðleg stemning í Þjóöleikhúsinu á dög- unum þegar verið var aö afhenda Edduverðlaunin. Þar voru margir vinsælustu listamenn þjóðarinnar samankomnir í sínu finasta pússi með fullt fangið af styttum. Þegar valið á vinsælasta sjónvarpsmanni árs- ins var tilkynnt og Sverrir Þór Sverrisson rölti lang- ar krókaleiðir upp á sviðið af nærri aftasta bekk fór kliður um salinn. Hver hallaði sér að næsta manni og spurði: Hver er þetta eiginlega? Það sama hefur áreið- anlega átt sér stað í sófum margra íslenskra heimila en svo þegar maðurinn birtist á sviðinu sáu menn að þetta var bara Sveppi á Popptíví. Hann þekkja margir sem horfa á hinn ósvífna þátt, Sjötíu mínútur. DV settist niöur með Sveppa yfir sterku morgun- kaffi á Café Roma og vildi fá að vita hvernig væri að verða frægur undir gælunafni. „Það var tvennt sem var í gangi. Það voru margir sem áreiðanlega vissu ekkert hver ég er og margir sem vinna með mér föttuðu ekkert hver Sverrir Þór Sverrisson er þótt þeir þekki Sveppa. Það var fullt af fólki heima í stofu sem vissi ekkert hver Sverrir Þór var þótt ég umgangist það daglega. Unglingurinn á heimilinu veit hver Sveppi er,“ segir Sverrir Þór sem hér eftir verður ekki kallaður Sveppi í þessu viðtali. Þegar Sverrir Þór var kominn á sviðið beit hann höfuðið af skömminni með því að lýsa því hvernig ætti að svindla á netkosningu til að geta kosið tvisvar. Það á víst að fara i „Tools“ og síðan „Internet options" og taka „cookies" af. Þetta skýrði Sverrir út fyrir áhorfendum þegar ljóst var að hann hafði verið til- nefndur og réðst í málið eins og kosningabaráttu. „Ég trúði því ekki fyrst að ég hefði verið útnefndur, hélt það væri einhver alnafni minn. Svo sendi ég tölvupóst til allra sem ég þekkti og lét pabba hjálpa mér. Við erum með áhorfendur frá 8 til 25 ára og þaö eru þeir sem nenna að kjósa á Netinu," segir Sverrir og glottir. Vandlega undirbúið kæruleysi Þátturinn Sjötíu mínútur hefur verið í loftinu á Popptíví í rúmlega tvö ár. Hann er í umsjá Sigmars Vilhjálmssonar, Sverris Þórs og Auðunnar Blöndals en fjórði umsjónarmaðurinn, Jóhannes Ásbjörnsson, er í námi á Ítalíu en hann hefur verið með í áhöfninni nær allan tímann. Þetta er undarlegur þáttur sem var upphaflega út- varpsþáttur á Mono í umsjá Sigmars en varð að sjón- varpsþætti þegar Norðurljós eignaðist nær allan út- varpsmarkaðinn og endurskipulagði hann fyrir tveim- ur árum. Þátturinn virkar eins og spjallþáttur í frjálsu falli þar sem hlutir sýnast ekki vera mjög stíft undirbúnir. Er það svo? „Þetta er allt undirbúið en þátturinn á aö vera „loose“. Við erum í fullri vinnu frá 9-5 og byrjum alltaf daginn á að undirbúa okkur með því að lesa Net- ið, tala við samstarfsmenn okkar og síðan er fundur klukkan ellefu þar sem við leggjum línurnar fyrir þáttinn um kvöldið. Það gerist í rauninni ekkert óund- irbúið í þættinum og við þyrftum eiginlega lengri tíma til að taka upp allt sem við viljum gera og þurf- um að gera. Við gerum auðvitað fyrst og fremst grín að því sem er að gerast og er í rauninni ekkert heilagt í þeim efn- um. Okkur finnst t.d. Ástþór Magnússon alveg stór- kostlega fyndinn náungi og grínuðumst endalaust með fangelsisvist hans og bréfasendingar." Dansað á línunni Sverrir Þór segir að þeir félagar vilji vera á mörk- unum en gæta sín samt að stuða ekki áhorfendur. „Við erum að höfða til yngri en 25 og margt sem við gerum fer fyrir brjóstið á fólki sem er eldra en það en er að horfa á. Við verðum að dansa á línunni svo fólk horfi alltaf til að sjá hvaða vitleysa er í gangi næst.“ Sverrir segir að það fari mjög vaxandi að þátturinn og það sem er sagt í honum veki viðbrögð sem hlýtur að benda til þess að áhorf sé að aukast. „Helga Braga leikkona var í viðtali hjá okkur um daginn og sagði ríða i þættinum. Ég held að hún hafi sagt sem svo að unglingar riðu. Það var hringt út af þessu svo við verðum aö passa okkur. Þegar við vor- um að byrja sögðum við typpi og píka í þessum þátt- um hvenær sem okkur datt í hug en í dag erum við farnir að gæta okkar meira. Um daginn spurði ég Auð- un í útsendingu hvort hann væri þroskaheftur. Svona eins og maður segir. Það var kvartað undan því.“ Maður eins og Sverrir Þegar Sverrir Þór lýsir ævi sinni þá er ekki laust við að manni detti í hug aðalpersónan í kvikmynd eftir Róbert Douglas. Sverrir er alinn upp í Breið- holtinu og gekk i Fjölbraut I Breiöholti í fjögur ár LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 H i cj a rb lc*3 13>"Vr -4^ 3 ast inn í Leiklistarskólann. í fyrra skiptið komst hann alla leið í sextán manna úrslit eins og hann orðar það. Árið eftir reyndi hann aftur og þá var hann settur út á næsta þrepi fyrir neðan sem er 32 manna hópur. Þótt Sverrir tali kæruleysislega um þessa reynslu er ljóst að þetta hafa orðið honum nokkur vonbrigði. „Ég átti alveg heima í þessum hópi en mér fannst vont að lenda úti í seinna skiptið og gaf bara skít í skólann hérna og sagðist alltaf ætla í skóla úti þótt ég væri ekki að gera neitt í því. Ég er bara nett kæru- laus.“ Énn er ekki öll nótt úti þvi hafa ber í huga að Sverrir er aðeins 25 ára gamall og margir hafa farið í leiklistarnám á þeim aldri eða síðar. Eftir tvítugt fór Sverrir að vinna á grænmetislager á vöktum og í byggingarvinnu og viðurkennir að hafa í raun verið að bíða eftir einhverju sem hann vissi ekki almenni- lega hvað var. „Maður er bara eins og kamelljónið og reynir að aðlagast aðstæðum hverju sinni. Mér fannst fínt að vera á grænmetislagernum. Þetta voru skemmtilegir strákar. Mér finnst líka gaman að því sem ég er að gera í dag. Ég er ekki á neinu plani. Þetta bara gerist svona eitt af öðru.“ Þaraa er labbikallinn Hann var staddur í Bretlandi vorið 2000 þegar Sig- mar Vilhjálmsson hringdi í hann og bað hann að taka þátt í auglýsingaátaki fyrir útvarpsstöðina Mono undir slagoröinu: Gengur of langt. Hugmyndin var sú að Sverrir myndi ganga hringinn í kringum landið: Sveppi gengur of langt, eins og það var kall- að. Sverrir lét til leiðast og þetta sumar arkaði hann eftir þjóðvegi númer eitt með besta vin sinn sem að- stoðarmann og auk þess að vekja athygli á Mono átti að safna peningum fyrir langveik börn. „Það safnaðist kannski ekkert ógurlega mikið. Kannski voru þeir sem voru að hlusta ekki með mikla peninga til þess að gefa. En þetta var ógurlega skemmtilegt og var í rauninni mjög gefandi." Sverrir segist lengi vel hafa haldið að þetta væri það sem hann yrði frægur fyrir og þetta myndi loða við hann ævilangt. „Það var alltaf verið að benda á mig og segja: Labbikallinn, labbikallinn. Mér fannst það bara fínt.“ Borðið þér orma? Það var síðan um haustið 2000 sem Sigmar Vil- hjálmsson fékk Sverri til liðs við Sjötíu mínútur sem þá var að fara í loftið undir stjórn hans og Jóhannes- ar Ásbjörnssonar. Fyrst var Sverrir nokkurs konar „sidekick" sem fór aðallega í Földu myndavélina og þess háttar dagskrárliöi sem kröfðust þess að áhorf- endur þekktu ekki hrekkjalóminn en nú má halda því fram að aðstoðarmaðurinn sé búinn að taka yfir þáttinn. „Þessi þáttur er hugmynd Simma frá upphafi og mér finnst mjög gott að vinna með honum og hafa hann nálægt sér. Hann veit nákvæmlega hvað virkar í svona þætti og hvað ekki.“ Síðan tók Sverrir að sér að hjálpa Stöð 2 að vekja athygli á þáttaröðinni Fear Factor sem var að hefja sýningar á Stöð 2. Það gerði hann með því að mæta í morgunsjónvarpið einu sinni í viku og borða eitt- hvað sem almennt er ekki á matseðli venjulegs fólks. Margir muna sjálfsagt eftir að hafa séð Sverri borða orma í sjónvarpssal, sporðrenna kattamat og fleiri hlutum sem menn almennt treysta sér ekki til að borða. Grínið var reyndar látið ganga svo langt að áhorfendum var talin trú um að Sverrir væri að und- irbúa þátttöku sína í Fear Factor og allt þetta undar- lega mataræði væri í rauninni æfingar. Þessi brella hefur síðan lifað áfram á Popptíví þeg- ar félagarnir þrír mæta tvisvar í viku með einhvern undarlegan hlut sem þó þarf að vera ætur og síðan er öllu blandað saman með mjólk og þeir draga spil um það hver þeirra eigi að drekka samsetninginn. „Simmi er ótrúlega góður í þessu en Auðunn á erf- iðara með það. Auðunn er svona týpa sem missir matarlystina ef hann opnar isskápinn heima hjá sér og það er opin mjólkurferna þar. Hann verður að fá að opna hana sjálfur til að hafa lyst. Mér finnst þetta ekkert erfitt og mér hefur aldrei orðið meint af neinu sem ég hef látið ofan í mig. Ég hef reyndar ekki orðið veikur eða lasinn í mörg ár svo ég hlýt bara að hafa gott af þessu.“ Þetta er falin myndavél Sverrir og félagar hans hafa tekið upp 200 þætti af Falinni myndavél. Þegar þeir byrjuðu á því í Sjötíu mínútum sumarið 2000 var enginn slíkur þáttur í sjónvarpi á íslandi en í dag eru Candid Camera, Spy TV, Jamie Kennedy Experiment og fleiri þættir vin- sælir hjá öðrum. „Þetta verður stöðugt erfiðara því nú þekkja okk- ur allir og við verðum sennilega að fara að ráða nýj- an. Fyrst héldu menn að við værum að stæla Hemma Gunn og vissu ekkert að þetta er auðvitað eldgömul hugmynd bæði úr útvarpi og sjónvarpi. Við vildum bara gera þetta vel en við höfum oft lent í vandræð- um, fólk orðið reitt og svona. Einu sinni var hringt á lögguna þegar við létum fólk hjálpa okkur að brjót- ast inn í bíl. Löggan tók mig í yfirheyrslu og ætlaði fyrst ekki að trúa því að þetta væri falin myndavél. Þetta var svo sent út og löggan fékk meira að segja eintak og þeir voru ofsa ánægðir.“ Sverrir og unnusta hans, íris Ösp Bergþórsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta, komu heim frá Frakklandi í ágúst í sumar eftir að hafa dvalið í Montpellier í sex mánuði og lært frönsku. Sverrir segist hafa haft gott af hvíldinni og komið endurnærður heim aftur. En hvernig gekk að læra frönskuna? „Ég var orðinn vel mellufær en ég finn hvernig hún er að hverfa aftur síðan ég kom heim.“ Er töff að vera heimskur? Það er líklega sanngjarnt að segja að Sverrir sé fulltrúi ungu kynslóðarinnar sem enginn veit samt hvað er kölluð nákvæmlega. Er þetta popptívíkyn- slóðin eða er hún merkt einhverjum bókstaf? Glögg- ur samfélagsrýnir segir aö þessi kynslóð einkennist af því að það sé töff að vera heimskur. Er þetta rétt? „Ég vil ekki endilega meina að það sé rétt. Það er ekki í tísku að bera viröingu fyrir hlutum og þetta virðingarleysi sýnist áreiðanlega vera heimska. Mér finnst samt ungt fólk vera mjög ósvífið og rífa miklu meiri kjaft við allt og alla en það gerði áður. Mér finnst þetta ekki endilega gott.“ Ég reyni að móðga engan þegar ég spyr Sverri að því hvert hann ætli sér að fara þegar ferli hans í Sjö- tíu mínútum lýkur. Þótt þátturinn sé vinsæll sé ég hann ekki þar á skjánum eftir 10 ár eða 15 ár og hann reynist vera sammála því mati. Það kemur i ljós að hann er aö flytja úr bílskúrnum hjá foreldrum sínum í fyrstu íbúðina með kærustunni en þau er tvö sam- an í lítilli fjölskyldu „ennþá" eins og Sverrir orðar það. „Mig dreymir um að fá að standa á sviði og leika. Ég veit í rauninni ekkert hvernig ég ætla að fara að því en það er það sem mig langar til að gera. Ég veit ekkert skemmtilegra eða betra en að koma fólki til að hlæja. Samt er ég enginn sérstakur grínari. Ég get ekki staðið einn á sviði og verið með uppistand til að fá fólk til að hlæja. Það er svakalega erfitt og ég er hræddur viö það. Mér þætti auðveldara að standa uppi á sviði og gráta. En þegar þetta bara gerist þá er óskaplega gaman.“ Harmleikurinn í lífi Sverris Þótt Sverrir hafi dálæti á hlátri og fíflalátum hef- ur hann sannarlega fengið sinn skammt af alvöru lífsins og kynnst sorgum þess fyrr en margur teldi æskilegt en Sverrir var þátttakandi í miklum harm- leik í Elliðaárdal 9. júlí 1984. Þann dag var sólskin og logn í Reykjavík og 20 stiga hiti. „Við vorum á leikjanámskeiði undir stjórn frænku minnar á vegum Fellahellis þar sem pabbi minn var að vinna. Við vorum inni í Elliðaárdal við Indiána- gilið að busla og leika okkur í ánni í sólinni. Ég fór með Friðþjófi Inga, bróður mínum, sem var níu ára, og öðrum jafnaldra hans yfir að stóru Elliðaánum og við fengum leyfi til þess. Við vorum að henda spýtu í ána og láta hana fljóta. Hún festist upp við klett og Fiffó bróðir lá frammi á klettinum og var að teygja sig eftir henni til að losa hana þegar hann datt í ána. Viö hlupum eins og óðir í gegnum skóginn til baka og sóttum frænku mína sem hljóp eins og hún gat með okkur en þegar við komum aftur þangað var hann horfinn. Við hlupum svo upp i Rafveituhús og það var hringt í pabba. Svo man ég eftir fjórum eða fimm sjúkrabílum, löggubilum, þyrlu og köfurum. Það var leitað í marga klukkutíma alveg niður í sjó. Ég man eftir pabba rennblautum úti í miðri ánni að leita og ég man eftir mömmu hjá einhverjum lækni hágrátandi. Það voru bilar stopp eftir allri Höfðabakkabrúnni og þar sat fólk og fylgdist með og stóð við handriðið. Það sátu hópar af fólki í hlíðinni og fylgdist með leit- inni eins og bíómynd. Svo var flautað þegar þeir fundu hann og komu með hann inn í bíl en þá var hann dáinn. Ég man eftir ókunnugu fólki sem lagðist á gluggana á sjúkrabílnum þar sem ég og pabbi og mamma sátum hjá bróður mínum og þaö var ekið með okkur í burtu.“ Það snertír mig fátt Sverrir Þór var sjö ára og segist ekki muna alveg samfellt eftir þessum erfiðu stundum. Ingvar, elsti bróðirinn, var 14 ára í sveit og Sverrir segir hann minnast lengstu bílferðar ævinnar á heimleið eftir tíðindin. „Þetta var skelfilegur tími og átakanlegt fyrir fjöl- skylduna. Mamma átti mjög erfitt og fannst þetta ósanngjarnt og reiðin var mikil. Á þessum tíma var veriö að stofna samtök um Sorg og sorgarviðbrögð og þau hjálpuðu henni mikið og hún tók virkan þátt í því starfi. Ágangur fólksins sem stóð og glápti á staönum verður mér alltaf minnisstæður." - Breytti þessi reynsla þér sjálfum? „Þetta hefur áreiðanlega breytt mér en ég geri mér kannski ekki grein fyrir því hvernig nákvæmlega. Ég er mjög kaldur. Það snertir mig fátt mjög djúpt og það er sennilega vegna þessa," segir Sverrir Þór að lokum. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.