Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 32
32 H&Igarblað 33"Vr LAUGARDACUR 30. NÓVEMBER 2002 Ast Hitlers á Geli frænku sinni var eigingjörn, ofstopafull og í henni birtist óeðli sem foringinn var lialdinn. Morð, sjálfsmorð eða slys? Hver drap hina stóru ást Hitlers? Foringinn hreifst meira af frændkonu sinni en nokkurri annarri manneskju fyrr eða síðar Ávallt er álitið að Eva Braun hafi verið hin eina og sanna ást Adolfs Hitlers, enda qift- ust þau og létu lífið saman. En konan ílífi forinqjans var önnur og minna þekkt, enda var allt gert til að breiða gfir líf hennar og sambandið við Hitler. Geli var kornunq frænka Hitlers og hún dó áður en hann komst til æðstu valda. Hvort stúlkan framdi sjálfsmorð eða var mgrt verður ekki vitað með nein- um ógggjandi hætti. En saqt er að dauði hennar hafi haft meiri áhrif á Hitler en öll þau mannslát önnur sem hann hafði á samviskunni. Árið 1927 flutti Adolf Hitler, þá 38 ára gamall, til bæjarins Obersalzenberf í bajemsku ölpunum. Þar ætlaði hann að íhuga og móta framtíðaráform nasista og skrifa um hugsjón- ir sínar. Hann bauð hálfsystur sinni, Angelu, að gerast ráðs- kona, sem var nokkur upphefð vegna þess að hún var þá ekkja og starfaði sem stofustúlka í Vínarborg. Hún flutti með tveimur ungum dætrum sínum á heimili Hitlers. Elfriede var ósköp venjuleg stúlka sem ekki vakti neina sérstaka athygli. Hið sama var ekki hægt að segja um hina dótturina, Geli, sem þegar á unga aldri hafði mikla útgeislun. Nasistaflokkurinn var ungur að árum á þessum tíma og einkennist þá þegar af persónuleika leiðtogans. Harðjaxl eins og Göring sagðist alltaf verða eins og litli karlinn í námunda við Hitler og Göbbels skrifaði í dagbók sína að hann yrði alltaf taugastrekktur í félagsskapnum. Það hlýtur að hafa haft mikil áhrif á Geli að koma úr einu af fátækari hverfum Vinar og verða heimilisfost hjá áhrifa- miklum flokksforingja. Hún hafði engan áhuga á stjómmál- um. Geli var falleg stúlka, óstýrilát og stundum eins og stráks- leg í framkomu og frá henni geislaði óútskýrðum kynþokka, eftir því sem vinkona hennar lýsti síðar. Sjálfur sagði Hitler að honum hefði fundist Geli vera fremur bam en stúlka. En ekki fór á milli mála að hann kunni vel við sig í námunda við frænku sína. Samstarfsmönnum sínum til undrunar kallaði hann Geli „litlu prinsessuna“ og sjálf fékk hún að kalla hann „Alf frænda“. Annars vom gælunöfn óhugsandi í námunda við foringjann. Næsta haust er farið að hitna í kolum stjómmálalífsins og Hitler flytur til Múnchen. Systir hans og dætur verða eftir en brátt flytur Geli lika til Múnchen og hefur nám i læknisfræði. Hún fær herbergi í námunda við bústað Hitlers. Hún gefst upp á náminu um miðjan vetur. Hitler kynnti hana fyrir nokkrum flokksfélögum sínum og fer ekki leynt með vinskap sinn og frænkunnar. Hann fer með henni í innkaupaferðir í tískuhúsin, í leikhús og tekur hana með sér á uppáhaldsveitingahús sitt og býður henni með sér á óperuhátíðina í Bayreuth og á flokksþingið í Num- berg. Óeðlilegar hvatir Þegar Geli var orðin 19 ára var ekkert opinberað um hvaða hug þau bára hvort til annars, Hitler og hún. En til var bréf þar sem hún segist vera í trúlofunarhugleiðingum. Er hallast að því að hún hafi orðið ástfangin af manni sem hún og Hitler vora meira samvishnn við en nokkum annan. Það var einkabílstjóri foringjans, Maurice. Hann hafði gegnt þvi starfi síðan 1919 er hann gekk í flokkinn. En þegar grunur lék á að samband væri á milli Geli og Maurice hætti Hitler að greiða bílstjóranum laun og neyddi hann til að ganga úr sinni þjónustu, Hann þoldi enga keppinauta, hvorki í ástarmálum né pólitík. í september 1929 leigði Hitler sér níu herbergja íbúð í Múnchen. Tveimur mánuðum síðar flutti Geli þangað inn. Þá var ákveðið að Geli gerðist Wagner-söngkona. Kennarinn sem hún hóf nám hjá sagði að hún væri einn lélegasti nem- andi sem hann hefði kynnst. Hún mætti illa í tíma og þegar hún loks lét sjá sig hafði hún ekkert æft og ekkert lært. Samt sem áður sækist Hitler eftir að mæta í söngtímana og hlusta á nemandann sýna hæfileikaleysi sitt á sviði Nú var samband foringjans og frænku hans orðið svo þvingað að þegar hann var ekki í námunda við hana urðu einhveijir af hans nánustu samstarfsmönnum að vera með henni og hún gat ekki farið út fyrir dyr nema hafa einhvem úr þjónustuliðinu með sér. Ekki fór á mili mála að Hitler var haldinn sjúklegri afbrýðisemi. Innan nasistaflokksins var farið að pískra um samband foringjans, sem orðirrn var 41 árs, við komunga frænku sína. Þau voru saman öllum stundum og sögusagnir voru á kreiki um að flokkurinn hefði þurft að greiða allháar upphæðir fyr- ir myndir sem fjárkúgarar komust yfir. Það voru miður sið- legar teikningar af Geli sem frændi hennar teiknaði sjálfur en hann var ágætur teiknari og ætlaði í fyrstu að gerast list- málari. Líka var pískrað um bréf sem Hitler skrifaði Geh en hún fékk aldrei í hendur en flokkurinn varð að kaupa. I bréf- inu lýsir hann masókiskum draumórum um samband sitt og stúlkunnar. Ef gögn af þessu tagi kæmu í dagsljósið ylli það flokknum og foringja hans miklum skaða. Því var ekki um annað að gera en að borga þegar fjárkúgarar komust yfir plöggin. Otto Strassner hét blaðamaður sem var í miklu afhaldi hjá flokknum en bilaði síðar í trúnni og flúði til Bandaríkjanna. Þegar hann var enn í náðinni bauð hann Geli eitt sinn út. Á heimleiðinni stöldraðu þau við í almenningsgarði og Geli létti á hjarta sinu. Hún sagði að henni þætti vænt um frænda sinn en hann væri henni erfiður. Væri svo komið að hún þyldi ekki meira af samskiptunum við hann. Afbrýðiköstin væra ekki hið versta þótt slæm væra. Það sem hún átti erfiðast með að þola vora viðbjóðsleg tiltæki sem hann ætlaðist til að hún geröi. Hún hafði ekki getað ímyndað sér að slíkt væri hægt. Hitler ætlaðist til að hún afklæddist og hann lagðist á gólfið og hún átti að beygja sig yfir hann og þegar leikur stóð sem hæst hjá honum átti hún að pissa yfir hann. Geli sagðist hafa mikla andstyggð á svona athöfnum og alls ekki geta þolað að taka þátt í þeim. Morð eða sjálfs- morð? Eftir verðbréfahrunið í New York 1929 var stórskuldugt Þýskaland nær gjaldþrota og í kosningunum næsta ár fékk Nasistaflokkurinn 6,4 milljónir atkvæða og 107 þingmenn en hafði 12 áður. Eftir kosninga- sigurinn þótti æðstu mönnum flokksins að þeirra tími væri að koma og þeir mundu ná völdum í Þýskalandi. Nú fyrst gátu nasistam- ir farið að sýna veldi sitt og aðrir stjómmála- flokkar börðust hat- rammlega gegn þeim. Adolf Hitler var orðinn mest áberandi persóna Þýskalands. Ekki er vitað hvort það var að ráðum hans nánustu samstarfs- manna í flokknum eða af öðrum orsökum að tímabært þótti að Geli hyrfi úr lífi foringjans, sem nú losaði tökin á henni. Til stóð að hún flytti til Vínar með haustinu. Árið 1931 var Geli 23 ára gömul og hið síðasta sem hún skildi eftir sig var hálfskrif- að bréf til vinkonu sinnar þar sem hún sagðist hlakka mjög til að fara til Vínar. En að morgni 18. september fann þjónustustúlka Geli liggj- andi á gólfinu í herberginu hennar. Hún var látin og við hlið hennar var skammbyssa sem var í eigu Hitlers. Sjálfur hafði hann yfirgefið íbúðina kvöldið áður. Um nóttina svaf Hitler á hóteli í Númberg og hélt þaðan áleiðis til Hamborgar um morguninn. Á leiðinni var honum sagt frá láti Geli og var bílnum þegar snúið aftur til Múnchen. Kvöldið áður var bíll Hitlers stöðvaður af umferð- arlögreglumanni fyrir of hraðan akstur. Var sektarmiðinn síðar talin sönnun þes að Hitler hefði hvergi verið nærri þeg- ar frænka hans dó. Þar sem Hitler var ekki í húsinu þegar Geli fannst látin lét þjónustufólkið nokkra æðstu menn flokksins vita og komu nokkrir þeirra þangað til skrafs og ráðagerða. Haft var sam- band við upplýsingadeild flokksins og þaðan var send út fréttatilkynning um að foringinn væri djúpt hrærður vegna sjálfsmorðs frænku sinnar. Tuttugu mínútum síðar var aftur tilkynnt að Geli hefði látist af slysforam en það var of seint. Fréttatilkynning flokksins var þegar send út þar sem dánar- orsökin var tilgreind sem sjálfsmorð. Eftir að fréttatilkynn- ingin var send var lögreglunni tilkynnt um lát stúlkunnar. Hvemig lát hennar bar að verður að líkindum aldrei fylli- lega upplýst. Þeim sem þekktu Geli best þótti með miklum ólikindum að hún hefði framið sjálfsmorð og dagana fyrir dauða sinn benti ekkert í fari hennar tfl að hún væri þunglynd eða í sjálfs- morðshugleiðingum. Lík hennar var flutt til Vínar og þar var hún jarðsett að kaþólskum sið og sagðist presturinn sem framkvæmdi athöfhina aldrei óhlýðnast þeirri skipun kirkj- unnar að jarða sjálfsmorðingja í vígðri mold. Meira gat hann ekki sagt vegna þagnarskyldu sinnar. Sporin hulin Fyrst eftir dauða Geli varð Hitler eins og viti sínu fjær og hótaði að taka eigið líf. Göring tók við flestum pólitískum skyldum foringjans og hann var sendur með trúnaðarvini sínum, Hoftmann, á afskekktan sveitabæ. Þar óð hann svefh- vana um gólf og neitaði að éta eða drekka. Byssa hans var tekin af honum. Einu sinni var honum smyglað á laun til Austurríkis þar sem hann dvaldi í hálftíma við leiði Geli. Smám saman sætti Hitler sig við dauða Geli og fór í her- bergið hennar, þar sem allt var óbreytt, daglega. Hann lét gera styttu af sinni heittelskuðu og þegar hann flutti skrif- stofu sína í Riksdagen var styttan sett upp þar. 16 mánuðum eftir dauða Geli tóku nasistar völdin í land- inu og þá var öllum gögnum, sem álitin voru að komið gætu flokknun illa, eyðilögð. Þar á meðal mun margt af gögnum um samskipti Hitlers og Geli hafa farið forgörðum. Dauði stúlkunnar sem Hitler unni verður ávallt hulinn einhverjum leyndardómi en margt bendir til að þótt hún hafi í fyrstu hrifist af frænda sinum hafi næstum ómennskar kröf- ur sem hann gerði til hennar orðið óbærilegar og hún aldrei verið annað en fangi hugaróra marmsins sem fyrirskipaði dauða milljóna manna en syrgði dauða ungu stúlkunnar sem hann tók að sér svo að lá við örvinglan. (Grein þesi styðst við frásögn í Politiken en heimildir eru sóttar í fimm bækur þar sem getið er um Geli og samband hennar við Adolf Hitler.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.