Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 58
tirt • MSHSIKGiSTOFA 62 Helqarblað I>V LAUCARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 PHILCO Traustar og ódýrar þvottavélar Skákþátturínn Umsjón Sævar Bjamason m 8 • SÍMI 569 1500 .. I ^— Efhún erekki E 1 Ð F A X 1 Hestaheilsa eftir Helga Sigurösson, dýralækni er firábær handbók b'l gjafia fyrir alla þá sem áhuga hafia afihestum og heilsufiari þeirra. Verð 6.900.- WILDLIFE THI lUIOflAN NATUII EUROPE MIM rllIIVAl IN IWIOfN 1. verðlaun f flokknum Maður og náttúra á . MeritAward Isaldarnestuririii Margverölaunað myndband eftir Pál Steingrimsson. Góö gjöf til vina og ættingja heima og erlendis. lVleö íslensku og ensku tali. Verð 3.990.- www.eidfaxi.is Sími 588 2525 • eidfaxi@eidfaxi.is Hvað varð um Bobby Fischer? Fullur beiskju og haldinn gyðingahatri Robert James Fischer, eins og hann heitir, verður 60 ára i mars á næsta ári! Og það eru rúm 30 ár síð- an hann varð heimsmeistari í skák í Laugardalshöllinni og bókstaflega hvarf að mestu af yfirborði jarðar. Allir héldum við skákmenn að þá væri að hefjast nýtt tímabil í skák- inni og vissulega hófst það, en án þátttöku meistarans. Nú nýlega hafa þó verið aö birtast greinar í virtum bandarískum blöðum, eins og t.d. The Philadelphia Inquirer og netrit- inu The Atlantic on Line, þar sem hulunni er svipt af ýmsum leyndar- málum sem varða líf Fischers. Það hefur komið í ljós að FBI fylgdist lengi með móður hans, Reginu Fischer, sem nú er látin, og meistar- anum sjálfum. Móðir skákmeistarans var mjög sérstök kona og róttæk í skoðunum. Hún aðhylltist kommúnískar skoð- anir á sínum yngri árum og dvaldi í nokkur ár í Sovét fyrir seinni heims- styrjöldina. Skjöl þessi, sem voru stimpluð sem leyniskjöl, komust í hendur bandarískra fjölmiðla vegna þess að ákveðinn tími er liðinn frá andláti Regínu og FBI því ekki leng- ur stætt á því að halda þeim leynd- um samkvæmt bandarískum lögum. Fullkoimnn stríðsmaður Bobby Fischer var hinn fullkomni stríðsmaður kalda stríðsins. Hann niðurlægði hinn mikla sovéska skák- skóla og helstu meistara hans með því að ná af þeim þeim titli í grein sem þeir voru óumdeUanlega bestir í. Á því tímabili, einmitt þar sem keppnin við Sovétmenn var mæld í geimskotum og fjölda kjarn- orkuflauga, þá vann Bobby þann tit- U sem Sovétmönnum var verst við að tapa, í þeirra eigin leik eða keppni, skák. Þvílíkur sigur! En hans eigin stjórnvöld njósnuðu um hann og móður hans og komust að ýmsu. Fischer fór aðeins einu sinni tU Sovétríkjanna, Moskvu, 1958. Sjálfur var hann lítt hrifinn af þeirri fór, enda aðeins 15 ára gamaU, og hringdi í móöur sína, sem var frumkvöðuU ferðarinnar, og vildi koma heim sem fyrst. „Ég fæ bara að tefla við ein- hverja liðléttinga!" Það er þó ekki al- veg rétt því hann tefldi hraðskákir við Tigran Petrosjan sem varð heimsmeistari 1963. En Bjarmalands- förin varð sem sagt ekki löng. FBI hélt þó áfram og athugaði gaumgæfi- lega hvort Rússarnir hefðu reynt að fá unglinginn til að njósna fyrir sig. Um hvað er mér þó reyndar spurn. FBI njósnar Þetta byrjaði allt með móður Bobby Fischers, Regínu. FBI-menn skoðuðu og rannsökuðu vel og lengi uppruna hennar, fæðingarvottorð, lásu allan hennar póst, „spjölluðu" við nágranna hennar og kunningja o.s.frv. Þeir fengu það á hreint að lokum að hún væri varla njósnari en komust að ýmsu öðru sem hún vUdi fyrir alla muni halda leyndu. Faðir Fischers hefur verið talinn efnafræð- ingurinn og Þjóðverjinn Hans-Ger- hardt Fischer, enda var hann giftur móður hans. FBI fylgdist gaumgæfi- lega með honum líka. En þeir komust einnig-að því að hann var ekki faðir Bobbys heldur allt annar maður. Hans-Gerhardt Fischer hafði barist gegn fasistum í borgarastyrj- öldinni á Spáni og var að auki gyð- ingur. LeynUegur ástmaður Regínu var Ungverjinn og gyðingurinn Paul Nemenyi og báðir þessir menn voru, ð íHi i é v-i Bobby Fischer Óumdeilanlega einn inesti skák- maður sem uppi hefur verið. líkt og Regína, sannir vinstrimenn og „vinveittir" Sovét. Paul Nemenyi var betur menntaður en Hans-Ger- hardt Fischer. Hann var efnaverk- fræðingur og sérfræðingur í hvernig hlutir hreyfast í vökva, allt frá blóð- kornum til eldsneytis eldflauga! Regína, móðir Bobbys, var stórgáfuð kona, talaði 8 tungumál en þjáðist af vænisýki (paranoid) er niðurstaða geðlæknis sem talaði við hana 1943. Faðir Fischers 1942 fór FBI að gramsa í skjölun- um hennar og hringdi í aðalskrifstof- una. Athygli FBI var vakin og fylgd- ust menn þar með henni eftir það. 1957 sáu þeir á eftir henni inn í Sov- éska sendiráðið í Washington og ráku upp stór augu. Hún fór til að biðja um skákaðstoð fyrir fermingar- barnið og skákmeistara Bandaríkj- anna, son sinn! En bjöllunum var hringt. Það var fylgst vel með Bobby í Sovét og það eina sem þeir komust að var að Bobby var mjög einþykkur og skapmikill unglingur! FBI lét þó ekki þar við sitja. Af skjölunum má ráða að þeir fóru að rannsaka hver faðir hans væri. Hans-Gerhardt Fischer og Regína Wender giftu sig í Moskvu 1933. Þau skildu 1945 í stríðslok (!) tveimur árum eftir fæðingu Bobbys. En FBI- menn eru sannfærðir um að þau hafi ekki haft samband síðan 1939, er hún fluttist heim til Bandaríkjanna. Eig- inmaður hennar dvaldi allan stríðs- tímann í Chile. Hann vann þar sem ljósmyndari og sölumaður. FBI fékk áhuga á ástmanni Regínu, Paul Nem- enyi. Hann kom til Bandaríkjanna í kreppunni miklu og kenndi í byrjun stæðfræði í ýmsum háskólum. Hann hitti Regínu fyrst 1942. Paui Nem- enyi var mjög annt um Bobby. Þótt hann byggi ekki með móður hans þá borgaði hann með drengnum og kvartaði yfir við barnaverndaryfir- völd hvernig högum og uppeldi Bobbys væri háttað. Ömurlegt endatafl Eftir 1972 er saga Fischers enn furðulegri. Hann bjó í Kalifomíu en vel var tekið á móti kappanum eftir sigurinn í Reykjavík. Hann var gerö- ur að heiöursborgara í New York en var sár yfir að vera ekki boðið í Hvíta húsið. Seinna sagði Bobby: „Enginn einstaklingur hefur gert meira fyrir Bandarikin en ég. Ég náði dýrmætasta djásninu úr hönd- um Rússa. Þegar ég vann heims- meistaratitilinn i skák héldu allir að það eina sem Bandaríkjamenn gætu i íþróttum væri að keppa í okkar furðulega fótbolta og hafnabolta! En að við værum gáfaðir, nei!“ Næstu 20 ár fóru í það að eyða peningunum í fyrirbæri sem heitir á ensku „Church of God“, sértrúar- söfnuði sem heldur því fram að heimsendir verði innan 4-7 ára og hefur haldið þessu fram mun lengur en það. Fischer dró sig enn meira inn í skel sína, varð alvarlega væni- sjúkur og þjáðist sennilega af geð- klofa líka, en af og til bráði þó af honum. Tefldi aftur við Spassky Fischer hreifst ungur mjög af Ad- olf Hitler - í fyrstu ekki vegna gyð- ingahaturs hans heldur sterks per- sónuleika. Þetta gyðingahatur hefur síðan vaxið með árunum og er nú orðið að algjörri þráhyggju. Á þess- um árum var reynt að bera ógrynni fjár á kappann til að tefla en alltaf varð eitthvað furðulegt í veginum að lokum. Það voru margar miljónir dollara sem hann hafnaði á þessum árum en 1992 tefldi hann svo loks aft- ur við Borís Spasskí í Stefi Svetan í Júgósiavíu. Eftir að Bobby Fischer mætti til leiks í Júgóslavíu braut hann bæði viðskipta- og keppnisbann Samein- uðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn lýsti því yfir að hann yrði dreginn fyrir dómstóla þegar hann sneri heim aftur. Með furðulegri fram- komu sinni - m.a. hrækti hann á bréf dómsmálaráðuneytis Bandaríkj- anna - braut hann allar brýr að baki sér. Enginn hefur t.d. ásakað Boris Spasski um neitt sem hann naut þarna góðs af og komst loks í þokka- legar álnir. Og samband Zitu Rajcsanyi og Bobbys varð ekki lang- vinnt. Hann settist þó að lokum að í Búdapest og þar til nýlega er lítið vitað um ferðir hans þar. Hann var þó til heimilis hjá gyðingafjölskyld- unni Polgar og kom ágætlega saman við stelpurnar þrjár, Szuzu, Sofíiu og Judit, og móður þeirra og tefldi löng- um stundum við þær. Pabbi þeirra gerði þá skyssu að ræða pólitík við Fischer, þraut að lokum þolinmæð- ina og rak meistarann á dyr. „Þetta eru gyðingaræflar!" sagði Bobby. Judit Polgar segir hann þó vera geðþekkan mann, enda hún næstum því (?) jafnoki hans i skák- inni, sennilega þá í hraðskák. Einnig virðast þær systur vera umburðar- lyndar með afbrigðum, og þó - kannski sjá þær eitthvað í fasi Fischers sem hann dylur svo vel fyr- ir umheiminum. Síðastliðinn áratug hélt Bobby mest til í Ungverjalandi og Mið-Evrópu en stórmeistaranum Eugene Torre tókst þó að lokka hann til Filippseyja af og til og viti menn: það voru ekki bara furðulegar yfir- lýsingar í útvarpsviðtölum sem hann dundaði sér við, hann eignaðist stúlkubarn með 20 ára filippseyskri stúlku, Justine, árið 2000. Ekki sinnir hann þó þeim mæðg- um mikið enda illa sinnaður uppeld- islega. Hann er fullur beiskju út í Bandaríkin. Hann hafði náð nokkurs konar sáttum við Regínu, móður sína, og systur, Joan, en þær létust fyrir fáeinum árum og komst Bobby ekki í jarðarfarirnar vegna handtök- unnar sem yfir honum vofir. Hann er mislyndur sem fyrr og gerði þá vitleysu 11. september 2001 að fagna árásunum á Tvíburaturnana í fæð- ingarborg sinni, New York, örfáum tímum eftir þær í útvarpsviðtali svo ekki bætir það úr skák. Skáksnillingurinn Bobby Fischer er víst búsettur í Tokyo í Japan þessa dagana og hefur fundið þar aðra fylgdarkonu. Hann kann mjög vel við sig í þeirri borg - engir gyð- ingar að þvælast fyrir honum nema hann sjálfur auðvitað. Ekki er öll vit- leysan eins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.