Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 30
30 /7 e l c) ci rb / ct ö 33'V LAUCARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Stórleikur á Anfield Road í hádeginu á sunnudaginn fer fram einn af leikjum ársins í enska boltanum þegar erkifjendurnir í Liver- pool og Manchester United mætast á heimavelli Liver- pool, Anfield Road. Það er alltaf mikið um dýrðir þeg- ar þessi tvö stærstu og vinsælustu félög Englands mæt- ast. Jafnar tölur Liverpool hefur haft gott tak á Man. Utd. undanfar- in ár og sigrað i fimm síöustu viðureignum liðanna. Fjórir af þessum sigrum voru í deildinni og einn í leiknum um Góðgerðarskjöldinn. Áður en kom að þessari sigurhrinu Liverpool hafði United haft álíka sterkt tak á strákunum úr Bítlaborg- inni og ekki beðið lægri hlut fyrir þeim í ein fimm ár. Leikur liðanna á Anfield í fyrra var eign Liverpool sem vann sanngjarnan 3-1 sigur með tveim mörkum frá Michael Owen og einu frá Norðmanninum John Ame Riise með einu flottasta skoti sem sést hefur á Anfield og rennur mönnum vafalítið seint úr minni. Til marks um jafnræði liðanna er árangur þeirra í innbyrðisviðureignum jafn en bæði lið hafa unnið 48 leiki í deildinni og 42 sinnum hafa leikir liðanna end- að með jafntefli. Mætiiig snemma Það er ekki eins mikið um dýrðir hjá Manchester United-klúbbnum á íslandi enda segjast þeir standa frekar fyrir uppákomum þegar þessi viðureign fer fram á heimavelli þeirra, Old Trafford. „Við stefnum á að safnast saman á Champions Café og er vonandi að menn mæti snemma og myndi góða stemningu fyrir leikinn. Ég hef fulla trú á sigri minna manna þrátt fyrir slæmt gengi gegn Liverpool undan- farin ár og við vinnum 2-1. Van Nistelrooy og Paul Scholes skora fyrir okkur en ætli Owen setji ekki fyr- ir Liverpool," sagði Guðbjörn Ævarsson, formaður Manchester United-klúbbsins, en formenn félaganna munu mætast í sjónvarpssal fyrir slaginn mikla. Leikurinn hefst stundvíslega klukkan 12.15 og mað- urinn sem kemur til með að stjórna umferðinni á An- field Road er hinn góðkunni dómari Alan Wiley en þetta verður fyrsti leikurinn með þessum félögum sem hann dæmir í vetur. Þess má síðan geta að þetta verður væntanlega tíma- mótaleikur fyrir þýska landsliðsmanninn Dietmar Hamann því ef hann byrjar inn á, sem fastlega má bú- ast við, þá verður það hundraðasti leikur hans í byrj- unarliði Liverpool. -HBG Misjafnt gengi Gengi liðanna upp á síðkastið hefur þó verið gjöró- likt því Man. Utd. hefur verið á góðri siglingu undan- farið eftir frekar rólega byrjun í vetur og ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum, vann til að mynda góð- an 5-3 sigur á Newcastle um síðustu helgi. Þeim sigri var fylgt eftir með 1-3 sigri á Basel I Sviss en Basel hafði einmitt slegið lið Liverpool út úr Meistaradeild- inni á sama stað fyrir ekki löngu. Áður en Liverpool lagði hollenska liðið Vitesse í Evrópukeppni félagsliða á fimmtudaginn hafði liðinu ekki tekist að sigra í fjór- um leikjum í röð. Þar af var leikurinn gegn Basel sem lauk með 3-3 jafntefli og markaði endalok félagsins í Meistaradeildinni þetta árið. Markalaust jafntefli gegn Sunderland og tap gegn Fulham gerði svo lítið til þess að styrkja sjálfstraust Rauða hersins. Sterkir heima Liverpool er gríðarlega erfítt heim að sækja og það hefur ekki tapað í deildinni á heimavelli síðan rétt fyr- ir síðustu jól, samtals 18 leikir án taps á heimavelli í deildinni. Vörn liðsins er gríðarlega sterk, því hefur tekist að halda marki sínu hreinu 8 sinnum í vetur og ekkert annað lið í ensku úrvalsdeildinni getur státað af slíkum árangri. Sóknarleikur United hefur að sama skapi verið að batna mikið undanfarið og hefur liðinu tekist að skora í níu leikjum í röð í deildinni þannig að eitthvað verður undan að láta á morgun. Heitur Hollendingur Ef Liverpool á að takast að leggja United þriðja árið í röð á heimavelli verður það að stöðva einn heitasta framherja deildarinnar þessa dagana, Hollendinginn Michael Owen hefur verið að leika vel með Liverpool í vetur og hann verður í sviðsljósinu í stórleiknum á Anfield á morgun. Reuter Ruud Van Nistelrooy, en hann hefur verið óstöðvandi undanfarið með þrjú mörk um síðustu helgi gegn Newcastle og svo tvö gegn Basel í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Þrátt fyrir mikil meiðsl lykilmanna á borð við Beckham, Keane og Rio Ferdinand hefur United haldið ágætlega velli. Helsta vandamál liðsins er eins og oft áður varnarleikurinn en það hefur feng- ið á sig mark í síðustu sex leikjum í deildinni. Öflug vöm Aðalsmerki Liverpool hefur aftur á móti verið varnarleikurinn þar sem Finninn sterki, Sami Hyypia, fer fyrir sínum mönnum. Hinn ungi Djimi Traore hef- ur einnig verið að koma á óvart með afbragðs frammi- stöðu. Á milli stanganna stendur síðan Pólverjinn Jerzy Dudek sem hefur undanfarið ár stimplað sig inn sem einn öflugasti markvörður heims. Hann hefur ver- ið að sýna veikleikamerki undanfarið sem er svolítið sem Liverpool á ekki að venjast. Mikil pressa var á Gerard Houllier, stjóra Liverpool, að gefa hinum efni- lega Chris Kirkland tækifæri en Houllier hefur ákveð- ið að standa með Dudek og hann verður örugglega í markinu á morgun. Fánadagur á Altureyri Það er mikið í gangi hjá Liverpool-klúbbnum á ís- landi í tilefni leiksins en þó er óhætt að segja að stemningin verði einna mest á Akureyri. Þar verður svokallaður Fánadagur þar sem stuðningsmenn félags- ins eru hvattir til þess að mæta í fullum herklæðum með trefla, fána og annað sem þeim dettur i hug. Horft verður á leikinn í stóra sal Nýja Biós og byrjar dag- skráin þar klukkan 11 með léttri upphitun þar sem sýnd verða vel valin atriði úr leikjum Liverpool. Liverpool-klúbburinn ætlar ennfremur að gera vel við norðlenskar konur að þessu sinni og þær sem mæta í búningi félagsins í Nýja Bíó fá glaðning frá klúbbnum. í Reykjavík hittast stuðningsmenn Liverpool á Ölveri, eða litla Anfield, eins og venjulega og opnar húsið þar væntanlega um tíu leytið en öruggara er fyrir áhuga- sama að mæta snemma því iðulega er húsið orðið fullt klukkutíma fyrir leik. Owen og Gerrard skora „Það verður mikið um dýrðir á Akureyri og vonandi verður góð mæting. Það hefur verið mikil gróska í fé- lagsstarfinu hjá okkur undanfarið sem er skila góðum árangri. Ég á ekki von síðri stemningu á Ölveri eins og venjulega en þó má búast við því að húsið fyllist fljótt eins og oft áður þvi mæli ég með því að menn mæti snemma á svæðið. Þetta verður skemmtilegur leikur en við vinnum 2-0 með mörkum frá heimalning- unum Owen og Gerrard, ekki spurning," sagði Sigur- steinn Brynjólfsson, formaður Liverpool-klúbbsins á íslandi. Liðsmenn Man. Utd. hafa skorað í síðustu 9 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og hér sjást þeir Ryan Giggs, Ole Gunnar Solskjær og Paul Scholes fagna einu niarka United í Meistaradeildinni í vetur. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.