Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Framtíðarhorfur í efnahagslífinu: Stjórnendur bjartsýnni en almenningur „Menn eru meö timburmenn eftir velgengni síöustu ára, ef kalla má þaö vei- gengni. Fyrirtækin halda aö sérhöndum ogeru allmörg yfirmönnuö, “ Þórir Þorvaröarson hjá Hagvangi IMG Gallup hefur í samstarfi við fjármálaráðuneytið og Seðlabanka íslands gert könnun um stöðu og framtíðarhorfur 400 stærstu ís- lensku fyrirtækjanna. Slíkar kann- anir hafa lengi tíðkast erlendis og til stendur að framkvæma slíkar kann- anir tvisvar á ári, í febrúar og sept- ember. Niðurstöður könnunarinnar voru þær helstar að stjómendur vom almennt bjartsýnir á efnahags- ástandið og framtíðarhorfur í efna- hagslífmu. 53,5% stjómenda telja efnahagsástandið verða betra eftir sex mánuði en það er nú í dag, 41% telur að það verði óbreytt og 5,5% stjómenda verra. Þannig virðast stjórnendur almennt vera mun bjartsýnni en almenningur. Vísitala um mat stjórnenda á efnahagslífinu er 167 stig en hjá almenningi er vísi- talan 130 stig. Frekari fækkun Þrátt fyrir að stjórnendur séu bjartsýnir á framtíðina em þeir ekki jafn bjartsýnir um rekstur eigin fyr- irtækja og búast við að fækka frekar starfsmönnum á næstu Sex mánuð- um en fjölga. Jafnframt búast þeir við að framlegð fari minnkandi þar sem þeir reikna með að verð á að- föngum hækki um 1,7% en verð eig- in vara hækki um 0,8%. Þessi niður- staða gefur þá vísbendingu að verð- bólguþrýstingur verði lítill á næsta ári og að stjómendur telji erfitt að velta kostnaðarhækkunum út í verð. Einnig búast stjómendur við að raunsamdráttur verði í veltu fyrir- tækja þeirra á þessu ári upp á 1,6%. Væntingar um álver Væntingar um álver skipta miklu máli og gætu að einhverju leyti út- skýrt þann mun sem er á vænting- um stjómenda um efnahagsástand og stöðu eigin fyrirtækja. Einnig er líklegt að mörg fyrirtæki standi nú frammi fyrir hagræðingaraðgerðum sem skýrir að fleiri fyrirtæki búast við að fækka frekar starfsmönnum en Qölga og sum hafa þegar fækkað starfsmönnum sem kunnugt er. í ljósi þessarar niðurstöðu er liklegt að atvinnuleysi eigi enn eftir að vaxa en það er nú um 3%. Spá Al- þýðusambands íslands og tölur frá Vinnumálasambandinu staðfesta það óyggjandi. Fjöldi um hvert starf Þórir Þorvarðarson hjá Hagvangi segir að fjöldi manns sæki um nán- ast öll störf sem losni og í mörgum tilfellum sé einfaldlega ekki þörf á því að auglýsa því það séií raun bara aukin vinna hjá ráðningar- þjónustum að svara þeim sem eru á skrá og eru að leita sér að vinnu. Sum opinber störf ber þó áð aug- lýsa lögum samkvæmt. „Þess eru dæmi, og i vaxandi mæli, að fólk er að ráða sig í störf sem gerðar eru minni menntunar- kröfur til en það býr yfir, t.d. við- skiptafræðingur i verslun eða sam- bærilegt. Þetta ástand nú minnir mig töluvert á það ástand sem rikti á árunum 1992 til 1994, þetta minn- ir á aðdraganda þess, en 1995 komst atvinnuleysi í hámark. Ég sé engin teikn á lofti um það að þeirri þróun verði snúið við, því miður. Menn eru með timburmenn eftir vel- gengni síðustu ára, ef kalla má það velgengni. Fyrirtækin halda að sér höndum og eru allmörg yfirmönn- uð. Ráðningarþjónusta eins og Hag- vangur hefur auðvitað ekki tilfinn- ingu eða yfirsýn yfir nema hluta markaðarins, en við vitum að það er verulegur samdráttur í störfum á skrifstofum, í verslunum og stjóm- un, og þó er hann ekki allur sýni- legur því margt af þessu háskóla- menntaða fólki á engan rétt, vill ekki fara á atvinnuleysisbætur og tekur kannski ákvörðun um að fara í framhaldsnám þegar uppsögn ligg- ur fyrir. Það er kannski framhalds- nám sem lengi hefur staðið til að fara í - nú er tækifærið. Atvinnu- leysið getur því verið talsvert dulið. Það er því talsvert af góðu og vel menntuðu fólki sem gengur um at- vinnulaust. Ef af stórvirkjunum á hálendinu verður hefur það auðvit- að jákvæð áhrif á atvinnulífið," seg- ir Þórir Þorvarðarson. -GG Islendingar erlendis: Frestur til að tryggja sér kosningarótt að renna út í vikulokin rennur út sá frestur sem íslendingar, sem búið hafa langdvölum erlendis, hafa til að tryggja sér kosningarétt við alþing- iskosningar 10. maí 2003. Reglan er sú að menn halda kosningEuétti í 8 ár eftir flutning af landinu og er miðaö við 1. desember næstan á undan kjördegi. Þetta þýðir að þeir sem flutt hafa fyrir 1. desember 1994 hafa ekki kosningarétt við komandi alþingiskosningar. Hins vegar öðlast menn kosninga- réttinn að nýju - án þess að lög- heimili breytist - með þvi að skila til Hagstofu tiltekinni umsókn þess efnis. Sú umsókn þarf að berast fyr- ir 1. desember nk., eða í síðasta lagi í dag, fostudag, þar sem 1. desember ber upp á sunnudag. Eyðublað fyrir þessa umsókn má nálgast á vef Hag- stofu íslands, www.hagstofa.is, með því að fara á undirsíðuna „Deildir & þjónusta", þaðan á undirsíðuna „Þjóðskrá - eyðublöð" og þá er það neðsta eyðublaðiö sem þar er að finna. Þetta eyðublað þurfa menn svo að prenta út, fylla út og senda Hagstofu i faxi í númer (354) 562 3312, fyrir 1. desember nk. -GG Frá undirskrift samnlngsins Halldór Guömundsson, útgáfustjóri Eddu útgáfu, Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri SÍBS, og Páll Bragi Kristjónsson, framkvæmdastjóri Eddu útgáfu. bttp://simnet. is/bomedecorl928/ Skoðið heimasíðuna okkar og kíkið á tilboðin Nýkotnin sending qfhinum heimsfrægu safndúkhum frá Arianna. A homi Laugavegar og Klapparstígs SÍBS semur viö Eddu útgáfu um bókakaup: Káupa bækur fyrir 70 milljónir Happdrætti SÍBS og Edda útgáfa hafa gert með sér samkomulag um að íslensk bókmenntaverk verði hluti af vinningaskrá Happdrættis- ins árið 2003. Um er að ræða tvö meistaraverk sem komu út í haust, bækumar íslensk orðabók sem hef- ur hlotið fádæma góðar viðtökur og ritsafh Snorra Sturlusonar, áhuga- vert safn sem einnig sætir tíöind- um. Happdrætti SÍBS hefur í meira en hálfa öld aflað fjár fyrir uppbygg- ingu endurhæfingar að Reykjalundi og víðar. Uppbyggingin og starfið að Reykjalundi hefur vakið eftirtekt langt út fyrir landsteinana og árlega njóta á annað þúsund íslendingar endurhæfmgar þar vegna sjúkdóma eða slysa. Að leggja rækt við and- lega velliðan er nauðsynlegt jafn- hliða þeirri líkamlegu. SÍBS hefur aUt frá upphafi lagt rækt við is- lenska menningu og með þessum samningi leggur Happdrættiö sitt af mörkum til ræktar hennar á heimil- um landsmanna. Heildarverðmæti vinninga Happ- drættis SÍBS árið 2003 verður yfir hálfur milljarður króna og að jafn- aði verða dregnar út 40-50 milljónir króna á mánuði. Pétur Bjamason, framkvæmda- stjóri SÍBS, segir þennan samning ánægjulegt framhald af starfi Happ- drættis SÍBS í þágu menningar og velferðar landsmanna. „í mörg ár hefur happdrættið verið með vinn- inga tengda íslenskri list en árið sem nú er að líða var hins vegar helgað útivist og hreyfingu. Á kom- andi ári verður með þessum samn- ingi lögð áhersla á gildi bókarinnar, íslenskrar tungu og menningararfs okkar sem þjóðar,“ segir Pétur Bjamason. -aþ MafjílVll/ÆJJ REYKJAVIK AKUREYRi Sólariag í kvöld 15:50 15:20 Sólarupprás á morgun 10:45 10:45 Síðdegisflóð 15:04 19:24 Árdegisflóð á morgun 03:42 08:02 Austanátt og blautt Austanátt, víða 8-13 m/s, dálítil væta sunnan og austan til á landinu en skýjað meö köflum og þurrt að mestu annars staðar. Vaxandi austanátt suðvestan til í nótt Rigning og skúrir Vestlæg eða breytileg átt, 3 til 10 m/s. Dálítil rigning eða skúrir en léttir til á Austurlandi. Hiti á bilinu 2 til 7 stig. Mánudagur Þriöjudagur Miðvikudagur Hiti 1“. Hiti 2° til 5- til 8“ til 9“ Vindur: Vindur: Vindur: 5-13 m/8 5-13 “V* 7-10 m's •b t * Norölæg átt Sunnanátt og Suövestanátt og 5-13 m/s. rigning. elnkum fremur hlýtt. Dálítii rtgning sunnan- og Skúrir sunnan- eöa slydda vestaniands. og vestanlands, noröan- og Hlýnandi veöur. Cn léttskýiaö austanlands en austaniands. skýjaö meö kögum sunnan- og vestanlands. Hltl 1 til 6 stlg. Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur Rok Ofsaveður Fárvlðri 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 AKUREYRI rigning 9 BERGSSTAÐIR alskýjað 9 BOLUNGARVÍK alskýjað 10 EGILSSTAÐIR súld 7 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 9 KEFLAVÍK rigning og súld 8 RAUFARHÖFN þoka 5 REYKJAVÍK skúr 9 STÓRHÖFÐI rigning 8 BERGEN rigning 3 HELSINKI snjókoma -13 KAUPMANNAHÖFN súld 5 ÓSLÓ alskýjaö 1 STOKKHÓLMUR 0 ÞÓRSHÖFN skúr 9 ÞRÁNDHEIMUR skýjað 2 ALGARVE heiðskírt 8 AMSTERDAM skýjað 7 BARCELONA heiðskírt 9 BERLÍN þokumóöa 5 CHICAGO hálfskýjað 1 DUBLIN léttskýjaö 5 HALIFAX iéttskýjað -6 FRANKFURT rigning 9 HAMBORG þokumóöa 7 JAN MAYEN skýjaö 3 LONDON rigning 8 LÚXEMB0RG skýjaö 6 MALLORCA heiðskírt 6 MONTREAL alskýjaö -4 NARSSARSSUAQ skýjað . 8 NEW YORK léttskýjaö 0 ORLANDO heiöskírt 9 PARÍS skýjað 9 VÍN þoka 6 WASHINGTON skýjaö -3 WINNIPEG skýjað 4 —aiaaAJ'18iAMmiJrJiilLMv.,lll:L-W,;áHI.'l>J.'l,M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.