Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 46
50 Helgarölaö J3V LAUGARDACUR 30. NÓVEMBER 2002 Sakamál Eitraði fyrir eiginmenn sína og börn: Myrti alla sem henni þótti vænst um „Að eitra fyrir fólk er það eina sem hægt er að seqja Ijótt um mig þó ég þgkist aldrei i/era fullkomin. Hversem heldur að ég hafi drepið einhvern til að haqnast á þvíþekkir mig illa. Allirsem þekkja mig vita að ég er ekki slæm manneskja. Éq sá um að allir sem ég sálgaði fenqju fína útför og íhverri viku hefég laqt blóm á qrafir þeirra.“Sú sem þetta mælti degddi að minnsta kosti sex fjölskgldumeðlimi sína með eitri og lamaði þann sjöunda sem tókst að bjarga. Rhonda Bell Martin var 45 ára gömul gengilbeina í Alabama þegar hún var handtekin fyrir að hafa kom- ið fjölda manns fyrir kattarnef með eiturgjöfum. Hún var sökuð um sex morð. Meðal hinna myrtu voru móðir hennar, þrjár dætur og að minnsta kosti tveir af fimm eiginmönnum sem hún eignaðist um ævina. Aldrei féll grunur á Rhondu fyrr en hún giftist stjúpsyni sínum sem þá var 26 ára gamall dáti í sjó- hernum. Eftir brúðkaupið fór hún að gefa manni sin- um skordýraeitur og arsenik að staðaldri. En hann var stálhraustur og þoldi einhver ósköp af eitrinu. Það vakti hins vegar forvitni læknis nokkurs að svo ungur maður væri með slæmt magasár en hann varð veikur af eiturgjöfunum og var með einkenni maga- sárs. Sjóliðinn ungi var sendur á spítala og þar komust læknarnir að því hvernig stóð á kvalaköstunum, nið- urgangi og uppgangi. í lífsýnum sem rannsökuð voru kom í ljós arsenik og var bersýnilegt að eitrað hafði verið fyrir manninn í lengri tíma. Grunur féll þegar á stjúpuna sem orðin var eigin- kona hans. Hún heimsótti mann sinn á spítalann Stjúpsonurinn Ronald leit ekki við öðru kvenfólki og kvæntist stjúpmóður sinni þrátt fyrir að hún var nær helmingi eldri en hann. kvölds og morgna og færði honum smágjafir. Var nú farið að rannsaka nánar hin tíðu dauðsfoll sem urðu í fjölskyldu Rhondu. Eiturmorðin voru framin á 20 ára tímabili og þegar farið var að bera dánarorsakirn- ar saman var engu líkara en nánustu ættingjar kon- unnar hefðu fengið heiftarleg magasár. Einn af fyrrum eigimönnum var líftryggður og fékk Rhonda drjúgan skilding í bætur þegar hann lést. Einnig var síðasti eiginmaðurinn líftryggður. Líkamsleifar eins af eiginmönnum Rhondu voru grafnar upp og rannsakaðar. Hann hafði dáið af völd- um eiturgjafa. Þótt konan væri gift á ný sótti hún ekknalaun sem hún fékk frá hinu opinbera. Hún falsaði heimilisfang til að komast upp meö að fá meira en henni bar frá félagsmálastofnun. Magnið sem fannst af arseniki í líkamsleifum eig- inmannsins sem var grafinn upp nægði til sálga fjölda manns. Rhonda var handtekin í veitingahúsinu þar sem hún vann. Hún sagði handtökuna fáránlega og lögreglan mætti alls ekki láta mann sinn vita af henni því það mundi ríða honum að fullu þar sem hann lá sjúkur í spítala. Ákveðið var að grafa upp lík fyrsta eiginmanns Rhondu, móður hennar og fimm barna. Ekki voru samt rannsökuð nema þrjú þar sem Rhonda játaði að hafa deytt sex manns með eitri. Þegar játningin lá fyrir sagðist konan hafa elskað hina látnu ættingja út af lífinu og hefði hún dekrað við þau öll þegar þau voru á lífi. En hún sagðist alltaf hafa haft þörf fyrir að eyðileggja það sem henni þótti vænst um. Dætur sínar myrti konan þegar þær voru tveggja, sex og ellefu ára gamlar. Hún átti þrjár dætur til við- bótar, sem allar voru látnar, og sagði móðirin þær hafa látist af öðrum orsökum en eiturgjöfum. Óþarft þótti að grafa þær upp því nægar sannanir lágu fyrir til að ákæra morðóðu konuna. Móðir Rhondu fékk að lifa lengst. Síðasta ár sitt var hún orðin rúmfost en henni var að lokum gefið eitur til að flýta fyrir dauða hennar. Rhonda viður- kenndi einnig að hafa gefið síðasta eiginmanni sínum eitur, en hann var að ná hægum bata á sjúkrahúsi þegar yfirheyrslur og réttarhöld fóru fram. Stutt réttarhöld Réttarhöldin voru ekki löng. Rhonda viðurkenndi nokkur morðanna og það tók kviðdóminn ekki nema þrjár klukkutundir að komast að niðurstöðu. Mælt var með dauðarefsingu. Viðtal var tekið við Rhondu á meðan hún beið í dauðadeild eftir að dómnum væri fullnægt. Það sem haft er eftir hér er úr því viðtali. Hún sagðist ekki geta gert sér nokkra grein fyrir hvers vegna hún gerðist raðmorðingi. Hún sagði að það hefði örugg- lega ekki verið vegna liftrygginga sem hún fékk greiddar. Hún sagðist ekki vera þess konar mann- eskja. Hún sagðist til dæmis hafa greitt meira fyrir jarðarfór eins manns síns en hún fékk í trygginga- bætur eftir hann. Hún hafi aldrei grætt peninga á morðunum né drepið neinn í ábataskyni. Næstsiðasti eiginmaður Rhondu var Claude, faðir Ronalds hins unga sem lá sjúkur á spítala eftir að hún var búinn að eitra fyrir hann í lengri tima. Við veikindi og dauða Claudie hafði ekkjan mörg orð um hve vænt henni þótti um hann og hve vel hún reynd- ist honum í veikindunum. Fyrst hjúkraði hún honum heima og nuddaði og stjanaði við hann þegar honum leið sem verst og svo bætti hún reglulega eitri i kaffi- bollann hans. Þegar maðurin var lagður inn á sjúkra- hús heimsótti eiginkonan hann reglulega og sá um að honum liði sem best. Þegar Claude sá hvert stefndi bað hann konu sína endilega að sjá vel um son sinn, stjúpson Rhondu. Hún sveikst ekkert um að annast stjúpsoninn og umgekkst hann eins og sinn eigin son. En skömmu eft- ir dauða fóður hans bað hann Rhondu að giftast sér. í fyrstu færðist hún undan og benti á aldursmuninn og að það væri ekki rétt að ekkja giftist syni fyrrver- andi eiginmanns síns. Væri honum nær að leita yngra kvonfangs. En Ronald sat við sinn keip og sagðist aldrei hafa lagt hug á aðra konu og vildi hann giftast Rhondu og engri annarri. Svo giftust þau og kærðu sig kollótt um hvað fólk sagði um ráðahaginn, aldursmun þeirra hjóna og að konan hefði látið eftir sér að kvænast fyrrum stjúp- syni. Hjónin voru saman öllum stundum og var sam- komulag þeirra gott. Ekki leið á löngu þar til frúin Rhonda gekk í augun á karlmönnum þótt hún væri ekki beinlínis nein draumadís að ytra útliti. En hún skildi ekkert í eigin innræti fremur en aðrir. fór að setja eitur í mat og drykki eiginmannsins. Eft- ir að hann var lagður inn áttu læknar í vandræðum með að greina sjúkdóminn þar sem þeim datt lengi vel ekki eitrun í hug. En eiginkonan kom með kökur og sælgæti og það dró af manninum dag frá degi. Skildi ekld gjörðir sínar Um dauða dætra sinna sagði Rhonda að eftir að hafa sett eitur í mjólk þeirrar yngstu hefði hún orðið snögglega veik og dáið tveimur og hálfri klukkustund eftir að hún var flutt á sjúkrahús. Sú næsta var sex árra og var nýbyrjuð skólagöngu þegar móðir hennar setti eitur út í mjólk sem hún drakk. Henni gekk námið vel og allt virtist leika í lyndi og var framtíð stúlkunnar björt. Móðirin varð að eitra mjólk hennar tvisvar eða þrisvar áður en eitrið verkaði svo að hún varð fáveik og var flutt á sjúkrahús þar sem hún dó skömmu síðar. Næst í röðinni var 11 ára gömul dóttir Rhondu. Hún var lasburða fyrir og bar dauða hennar brátt að eftir að hún fékk eiturskammtana. Svo var það mamman. Hún bjó hjá Rhondu eftir að maður hennar dó og voru þær mæðgur samrýndar. Sú gamla ræktaði blóm í garði Rhondu og tók að sér sauma og hjálpuðust þær mæðgur að við blómarækt- ina og fóru afurðirnar á markaðstorgið. Allt í einu kom enn eitt morðæðið yfir Rhondu og hún gaf móð- ur sinni skordýraeitur og mamman dó. Svo var það dag nokkurn að maður kom inn í veit- ingahúsið þar sem Rhonda vann og þambaði kaffi nær daglangt og fylgdist með hverri hreyfingu geng- ilbeinunnar. Að lokum gekk hann til hennar og sýndi henni lögreglumerki sitt og sagði að lögreglustjórinn vildi hafa tal af henni. Fyrstu þrjár til Qórar klukkustundir yfirheyrslunn- ar neitaði Rhonda öllum sökum en þegar henni var sagt að farið væri að grafa upp lík ættingja hennar leysti hún frá skjóðunni og játningarnar komu eins og á færibandi. Hún hafði engar skýringar á hraðbergi um hvers vegna hún myrti allt þetta fólk. En hún sagði að morðin og þögnin um þau hefði legið á sér eins og mara og væri henni mikill léttir að geta játað sekt sína og viðurkennt illvirki sín. Karlmenn drógust mjög að Rhondu og hafði hún þá skýringu á því að hún hefði verið öllum mönnum sín- um hin fullkomna eiginkona, séð vel um heimilið og kjassað karlana og verndað. En hún gat aldrei gefið neina viðhlítandi skýringu á hvers vegna hún sálgaði mönnum sínum og börn- um. Hún hafði bara einhverja ómótstæðilega þörf fyr- ir aö koma þeim sem hún elskaöi mest fyrir kattar- nef. Rhonda Bell Martin var dæmd til dauða. Hún fór fram á að fá dómnum breytt í lífstíðarfangelsi án náð- unar því hún sagðist ekki treysta sér til að fara ekki að eitra fyrir aðra ef henni yrði sleppt lausri. En til þess kom ekki því dauðadómnum var fullnægt og var konan tekin af lífi í rafmagnsstólnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.