Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Fréttir DV Upplýsingar sem liggja fyrir hjá dómsmálaráðuneytinu og héraðsdómi: Áberandi fjölgun forsjár- mála á Reykjanesi - feður virðast farnir að taka meiri þátt í uppeldi en áður og krefjast forsjár Forsjármálum hefur fjölgað mik- ið hjá Héraðsdómi Reykjaness á ár- inu. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu og dómstól- unum eru málin í dag nánast jafn- mörg og þau voru í stærsta umdæm- inu, Reykjavík, allt síðasta ár. í Reykjaneskjördæmi búa um 85 þús- und manns en til samanburðar eru um 112 þúsund ibúar i Reykjavík. Meiri harka en áður Forsjármálin hjá Héraðsdómi Reykjaness hafa öll verið í höndum Jónasar Jóhannssonar héraðsdóm- ara. Hann hefur dæmt eða fjallað um 25 mál það sem af er ári - meira en tvö í hverjum mánuði aö jafnaði. Jónas segir að miðað við tilhneig- inguna áður fyrr - þegar oftast tókst að sætta foreldra vegna forsjár og umgengni - sé meiri harka farin að færast í málin ef svo megi segja. „Ágreiningurinn virðist orðinn meiri en áður var. í dag tekst okkur að leysa færri mál með dómsátt þar sem ákveðið er að annað foreldrið fái forsjá eða að sameiginleg forsjá var ákveðin. Nú er meira um að dæma þurfi öðru foreldrinu forsjá." Jónas segir að hann hafi á árinu þurft að dæma i flestum forsjármál- unum. - En af hverju þessi aukna harka? „Skýringin á því að málunum hef- ur fjölgað gæti verið sú að feður virð- ast koma sífellt meira að uppeldi barnanna - þeim flnnist jafneðlilegt að þeir fái forsjá og mæður. Þannig hefur ágreiningur stundum orðið.“ Jónas segir að þegar ljóst sé að skera þurfi úr forsjármálum með dómsuppkvaðningu í snúnum mál- um séu sérfróðir meðdómendur, oft- ast sálfræðingar, kallaðir til. „Niðurstöður matsmanna eru oft- ar en ekki á þann veg að báðir for- eldrar reynast forsjárhæfir. Þetta gerir málin enn erfiðari og styður þá skoðun manna að feður séu sí- fellt að koma meira að uppeldinu." Samkvæmt upplýsingum DV hef- ur álit margra verið að flest mál- anna komi frá þeim grunni að sam- eiginleg forsjá hafi ekki gengið upp og því hafi foreldramir leitað tU dómstóls. Mestar deilur í þéttbýli Á síðasta ári voru 26 forsjármál í Héraðsdómi Reykjavíkur en sex fyrstu mánuði ársins höfðu 14 mál borist dómstólnum. Á Suðurlandi voru 7 forsjármál í fyrra en 3 voru afgreidd á fyrri helmingi þessa árs. Hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra (m.a. Akureyri) varð einnig fjölgun. Þar voru 4 mál afgreidd á fyrri helmingi ársins en voru 3 allt árið í fyrra. Ekkert forsjármál hefur kom- ið upp hjá Héraðsdómi Norðurlands vestra, hvorki í ár né í fyrra, en töl- ur liggja ekki fyrir um Héraðsdóm Vesturlands og Austurlands en eitt mál var þingfest bæði framangreind tímabil á Vestfjörðum. -Ótt Vegageröin: Allir þjóðvegir landsins færir Allir þjóðvegir landsins eru fær- ir, hvergi er snjór og aðeins á Lág- heiði, milli Ólafsfjarðar og Fljóta, eru einhverjir hálkublettir. Ófært er þó um Þorskafjarðarheiði, norð- ur á Hólasandi en rennifæri um Kjöl, þó mælt sé með því að Kjalveg- ur sé aðeins farinn á jeppum og helst ekki einbíla. Þoka var í gær á Hellisheiði, milli Héraðs og Vopna- fjarðar, Brekknaheiöi og Öxnadals- heiði, en heiðamar færar. Hannes Már Sigurðsson, forstöðu- maður fjárreiðu hjá Vegagerðinni, segir að ekki hafi sparast svo mikl- ir fjármunir vegna þess að ekki sé mikið um snjómokstur. Aurskriður um allt Austurland hafi verið kostn- aðarsamar. Rétt áður en hlýinda- og vætukaflinn hafi skollið á hafi kom- ið gott skot sem orsakaði snjómokst- ur. Venjulega er rólegt fram til jóla en febrúar og mars erfiðastir. Spáð er rigningu eða súld um allt land á næstunni og hlýindum. -GG DV-MYND HARI Lenti úti i á Bílslys varö viö Hólmsá, rétt viö Geitháls, seinnipartinn í gær. Ökumaöur, sem var meö þrjú börn í bílnum, missti stjórn á honum á leiö sinni til Reykjavíkur. Fór bíllinn yfir brúarhandriö og hafnaöi á hvolfi úti í ánni. Vegfarendur náöu ökumanni og börnunum þremur út úr bílnum. Tókst aö endurlífga ökumanninn, konu, og eitt barn. Tvö börn viröast hafa sloppiö lítiö meidd. Voru þau öll flutt í sjúkrahús. Vegurinn viö Hólmsá var lokaöur um stund vegna slyssins. H J A RTA, TUNGL OG BLÁIR FUGIAR nór. <: jgr' Srsfr #§r ViGDIS GRIMSDD TT Seiðmagnaður frásagnarstíll Vigdísar Gríms- dóttur nýtur sín hértil fulls þegar fólkið úr síðustu bók hennar, Frá Ijósi til Ijóss, tekst á við nýjan veruleika í litriku 5 É s umhverfi-þarsem bláfuglar verpa í trjám og kraftaverkin gerast. 2. PRENTUN VÆNTANLEG „Litrík og seiðandi... afburðavel gert ... (Vigdís) skapar heillandi heim.“ Þorgeröur E. Siguröardóttir/ KASTJÓS „ ... sterkt andrúmsloft hennar á sér varla hliðstœðu í annarri íslenskri skdldsögu.“ Soffía Auöur Birgisdóttir/ MORGUNBLAÐIÐ „Þetta er frdbœr bók.“ Gísli Marteinn SJÓNVARPIÐ „Þetta er alveg yndisleg bók sem maður vill ekki að endi ...ótrúlega skemmtilegtpersónugallerí.“ Súsanna Svavarsdóttir / STÖÐ 2 JPV ÚTGÁFA Bræðraborgarstígur 7 • Sími 575 5600 óvissan að baki Viöskiptavinir Kolaportsins geta glaöst þar sem samkomulag hefur tekist um áframhaldandi leigu í Tollstöövarhúsinu. Kolaportið: Farsæl lending Óvissuástandi um framtíð Kola- portsins í Tollhúsinu hefur verið afLétt með nýjum samningi milli Þróunarfélags Reykjavíkur og Mark- aðstorgsins ehf. Tekist hefur sam- komulag um uppgjör leiguskuldar Markaðstorgsins ehf. vegna Kola- portsins viö Þróunarfélag miðborg- arinnar. Gerður hefur verið nýr leigusamningur milli aðila og mun starfsemi Kolaportsins vera óbreytt hér eftir, enda er það eindreginn vilji beggja aðila,“ segir í fréttatil- kynningu frá lögmönnum aðilanna. Það var sumarið 1989 sem Kola- portið hóf starfsemi sína í bíla- geymslunni í Seðlabankahúsinu og var þá hugsað sem tilraun til að hleypa nýju blóði í miðbæ Reykja- víkur. Vel tókst til og strax frá fyrsta degi fékk Kolaportið frábærar viðtökur. Það eru ekki bara höfuö- borgarbúar sem sækja Kolaportið; fólk af landsbyggðinni sleppir því ógjaman að heimsækja Kolaportið á ferð sinni um suðvesturhomið. Dæmi em um að Kolaportið hafi reynst stökkpallur yfir í stærri fyr- irtækjarekstur. Kolaportið er opið alla laugardaga og sunnudaga. Mánudaginn 2. des- ember hefst svo hinn árlegi Jóla- markaður Kolaportsins og verður opinn alla virka daga fram að jólum. Að fullu upplýst ...» upplýst hvernig á 1 2000. Það hafi ver- ið fyrirframgreiðsla vegna lög- fræðivinnu hans fyrir fyrirtækið. Hreinn neitar því að hafa fengið lán hjá Baugi en slíkt er óheimilt samkvæmt hlutafélagalögum. RÚV greindi frá. Rannsókn hætt Embætti lögreglustjórans í Reykjavík hefur lokið opinberri rannsókn vegna flugslyssins í Skerjafirði um verslunarmanna- helgina í hittifyrra. Niðurstaða rannsóknarinnar er að rannsókn- argögn gefi ekki tilefni til frekari aðgerða í málinu og hefur það verið fellt niður. RÚV greindi frá. Gagnrýna hækkun Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna hækkun áfengisgjalds sem ákveðið var á Alþingi í fyrra- kvöld og segir að með þessu versni starfsumhverfi í ferðaþjón- ustu. Best í Ölfusi Sveitarfélagið Ölfus var í ár efst á lista Vísbendingar þegar vegnir voru og metnir nokkrir þættir i rekstri sveitarfélaga með fleiri en þúsund íbúa. Garðabær er í 2. sæti, eins og á síðasta ári, með 5,8 í einkunn. Seltjarnarnes- kaupstaður, sem var efstur í fyrra, er nú í 4. sæti. Reykjavík- urborg fer úr 14. sæti í það fimmta. Ástþór til saksóknara lögreglustjóra hef- 9 ur sent mál Ást- \ 'v W þórs Magnússonar ■; ; ;_ b ‘ til ríkissaksókn- HÉSGfiÍB ara en lögreglan Wk telur að brot hans Ólöglegt er að veita vísvitandi rangar upplýs- ingar, sem vakið geta ótta, í tengslum við loftferðaröryggi eða öryggi í flughöfn. Fjárnám heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur úrskurðaö að Samkeppnis- stofnun sé heimilt að gera fjár- nám hjá Skífunni hf. fyrir stjórn- valdssekt og innheimtukostnaði, að upphæð 12,5 milljónir króna. Jólaverslun vestra Jólavertiðin er farin af stað hjá verslunareigendum á ísafirði, að visu af mismiklum þunga, þrátt fyrir að tæpur mánuður sé til jóla. Bæjarins besta greindi frá. Hraðaksurssektir 4.538 hraðakstursbrot í Hval- fjarðargöngum voru kærð á fyrsta heila árinu eftir að eftir- litsmyndavélar voru teknar þar í notkun. Fjárhagsvandi ■ Tómas Ingi 01- rich menntamála- ráðherra hafnar því að fjárhags- vanda framhalds- skólanna megi rekja til reiknilík- ans sem ákvarðar þeim framlög. Hann sagði RÚV að unnið væri að því að leysa bráðan fjárhags- vanda þeirra með fjárframlagi við 3. umræðu um fjárlög. -hlh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.