Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________py Skýringar Heildarfj Idi fullor inna og barna sem lifa me HlV/aln mi. - Hlutfall fullor inna* sem lifir me HlV/aln mi. Hlutfall milli kynjanna -------- (HlV-j kv ir fullor nir) Alnæmi hefur oröið meira en 25 millj. manna aö bana frá því aö sjúk- dómurinn uppgötvaðist á sföari hluta áttunda áratugar síöustu aldar. Œ sumum Afr kur kjum, ar sem fj r ungur e a ri jungur b anna er smita ur af HIV veirunni, sj kd murinn sinn tt urrkum og hungursney sem ar eru. K na og Indland g tu reynst tifandi t masprengja komandi rum. tla ur fj Idi n smita ra 2002' '15-49 ára "fullorðnir og börn 3,5 milljónir 2,4 milljónir SHiBk REUTERS # Heimild: UNAIDS, WHO UTBREIÐSLA HIV/ALNÆMIS 2002 0,55 0,3% 45#55 83.000 ■ 37.000 Alnæmisfaraldurinn hefur orðið 25 milljónum manna að bana á tuttugu árum: G j örey ðingarvopn sem látið er óáreitt „Þetta er gjöreyðingarvopn og það er látið óáreitt.“ Hinn 42 ára gamli Tymm Walker frá Filadelílu er hér ekki að tala um sýklavopn eða efnavopn eða kjarn- orkuvopn sem eru á allra vörum þessa dagana heldur alnæmi. Tymm Walker smitaðist af HIV- veirunni, sem veldur alnæmi, fyrir átján árum. Bróðir hans er einnig smitaður og annar bróðir lést úr sjúkdóminum fyrir sjö árum. „Ég vil ekki horfa upp á móður neins ganga í gegnum það sem móð- ir mín hefur mátt þola,“ sagði Walk- er þegar hann tók þátt í kröfugöngu í Washington, höfuðborg Bandaríkj- anna, í vikunni til að krefja stjóm- völd um meiri framlög til barátt- unnar gegn alnæmi. Tilefni mótmælaaðgerðanna er al- þjóðlegi alnæmisdagurinn á sunnu- dag, 1. desember. Andlit konu í Afríku Gjöreyðingarvopn er svo sannar- lega réttnefni á þessum sjúkdómi sem fyrst gerði vart við sig fyrir rétt rúmum tuttugu árum, og þá meðal samkynhneigðra karlmanna í Bandaríkjunum og víðar. Á þessum tíma hefur sjúkdómurinn orðið um tuttugu og fimm milljónum manna að aldurtila. Og lif mörgum sinnum fleiri hefur verið lagt í rúst. „Enn einu sinni er þetta sorgar- saga. Andlit faraldursins er sí- breytilegt. Andlit faraldursins er í auknum mæli konuandlit, einkum þó í Afríku,“ sagði Peter Piot, fram- kvæmdastjóri UNAids, þeirrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem glímir við alnæmisfaraldurinn, þeg- ar stofnunin hafði kynnt nýjustu tölur. Og þær voru svo sannarlega enginn skemmtilestur. í fyrsta sinn í tuttugu ára sögu sjúkdómsins er nú svo komið að konur standa jafnfætis körlunum hvað fjölda smitaðra áhrærir. í Afr- íku sunnan Sahara eru konurnar hins vegar þegar komnar í meiri- hluta smitaðra, eða um sextíu pró- sent þeirra. Visindamenn UNAids telja að 42 mUljónir manna í heiminum séu með HIV eða alnæmi; og þar af smituðust um fimm milljónir manna bara á þessu ári. Alnæmi eykur hungursneyð Um tvær milljónir kvenna og um átta hundruð þúsund börn smituð- ust af HlV-veirunni á árinu; lang- flest þeirra í sunnanverðri Afríku þar sem matarskortur og hungur hafa verið viðvarandi um langa hríð. Sjúkdómurinn gerir síðan illt verra þar sem það eru aðallega kon- ur sem vinna úti á ökrunum og afla matar fyrir fjölskyldur sínar. „Þar sem milljónir manna hafa látist úr sjúkdóminum og milljónir til viðbótar eru veikar hafa heOu samfélögin staðið uppi vamarlaus þegar þurrkurinn kemur,“ sagði Peter Piot. „Við verðum að grípa til aðgerða núna og miklu viðtækari en nokkru sinni fyrr; ekki aðeins til að aðstoða þær þjóðir sem þegar eru hart leiknar heldur einnig til að stöðva ógnarhraða útbreiðslu al- næmis í þeim hlutum heimsins þar sem faraldurinn er að skjóta upp kollinum." Ungar konur í hættu Ekki er talið líklegt að hlutfallið miUi smitaðra kvenna annars vegar og karla hins vegar í sunnanverðri Afríku muni breytast á næstunni. Tíðni HlV-smits meðal stúlkna á aldrinum 15 til 24 ára er um það bil tvisvar sinnum meiri en meðal pilta á sama aldri, eða ellefu prósent á móti sex prósentum. Fjölmargar ástæður eru fyrir því að afrískar stúlkur eru í meiri smit- hættu. Makar þeirra eru yfirleitt eldri en þær og þar af leiðandi eru meiri líkur á því að þeir séu smitað- ir af HIV. Þá segir í skýrslu UNAids að margar stúlknanna, þar á meðal þær giftu, eigi erfitt með að krefjast þess af bólfélögum sinum að þeir stundi öruggt kynlíf, til dæmis með því að nota smokka. Þá gera líf- fræðilegir þættir ungar konur við- kvæmari fyrir smiti en þær sem eldri eru. Milljónir munaðarlausar Vísindamenn UNAids telja að al- næmisfaraldurinn í sunnanverðri Afriku hafi ekki enn náð hámarki. Þeir hafa þó tekið eftir jákvæðum breytingum á kynhegðun unga fólksins. Tíðni HlV-smits meðal suð- ur-afrískra kvenna undir tvítugu sem koma í mæðraskoðun er byrjuð að lækka sem þykir benda til þess að fræðsluherferðirnar séu famar að bera árangur. Afrísk börn hafa að vonum orðið illa úti vegna alnæmisfaraldursins. Talið er að tólf milljónir bama hafi misst annað foreldri eða bæði af völdum sjúkdómsins. Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) fór í vikunni fram á aukna aðstoð fyrir böm sem hafa orðið munaðarlaus vegna alnæmis. Samtökin telja mikla hættu á að af- leiðingamar verði aukin vinnu- þrælkun barna, aukið vændi og að heimilislausum bömum eigi eftir að fjölga til muna. Þá segja forráðamenn UNICEF að mUljónir bama til viðbótar eigi eft- ir að verða munaðarlausar af völd- um alnæmis á allra næstu árum. Fulltrúar tuttugu og tveggja Afr- íkulanda hittust í Windhoek, höfuð- borg Namibíu, í vikunni til að ræða viðbrögð sín við því sem Carol Bellamy, forstöðukona UNICEF, kallar versta ástand munaðarleysis í sögu mannkynsins. Bellamy sagði í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í vikunni að mun- aðarleysingjar af völdum alnæmis væru oft útskúfaðir, vannærðir, fengju litla menntun og væru skað- aðir á sálinni. „Athafnir sem þeir hafa enga stjórn á og eiga engan þátt i bitna á þeim,“ sagði Bellamy. Aukning í Asíu Ástandið er slæmt víðar en í Afr- íku. Alnæmi hefur farið eins og eld- ur í sinu um lönd Austur-Evrópu og sérfræðingar eiga von á því að inn- an tíðar verði gífurleg aukning á fjölda smitaðra í Asíu, einkum í fjöl- mennustu löndunum, Kina, Ind- landi og Indónesíu. Nærri hálf milljón manna lést úr alnæmi í Asíu og löndunum við Kyrrahafið í fyrra. Hugsanlegt er að fyrir lok þessa áratugar verði ellefu milljónir manna í þessum löndum smitaðar af HlV-veirunni. Bara á þessu ári smitaðist um ein milljón manna. Þótt tíðni smits á landsvísu sé kannski ekki mikil í þessum fjöl- mennu löndum gefur það þó ekki rétta mynd af ástandinu. Bæði í Kína og á Indlandi er alnæmisfar- aldurinn á alvarlegu stigi á ákveðn- um svæðum og hefur áhrif þar á líf miiljóna manna, að því er fram kemur í skýrslu UNAids og Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar. „Ástandið er mjög ógnvekjandi," sagði Werasit Sittitrai, deildarstjóri hjá UNAids, þegar skýrslan var kynnt í Bangkok á Taílandi. Lyfjafyrirtæki hafa sætt harðri gagnrýni fyrir hátt verð á alnæmis- lyfjum um langa hríð. Og enda þótt þau hafi lækkað verðið á lyfjum þessum í ýmsum löndum sagði Pet- er Piot að aöeins litill hluti sjúk- linga fengi lyf. „Verðlækkunin er raunveruleg en þótt lyfin kosti bara einn dollar á dag verður einhver að borga fyrir þau,“ sagði Peter Piot, framkvæmdastjóri UNAids. Byggt á efni frá Washington Post, Independent, Reuters og BBC. Árásir á ísraela í Keníu Þrír ísraelskir borgarar og níu Keníumenn létu líf- ið þegar þrír hryðju- verkamenn sprengdu sjálfa sig og bO sinn í loft upp við ferðamannahót- el í strandbænum Mombasa í Keníu á fimmtudags- morgun. Hópur ísraelskra ferða- manna var þá nýkominn á hótelið. Skömmu áður var tveimur flug- skeytum skotið á ísraelska farþega- þotu eftir flugtak frá Mombasa. Flugskeytin hæfðu ekki og engan um borð sakaði. Áður óþekkt sam- tök, Her Palestínu, lýstu ábyrgð á tilræðunum á hendur sér. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, hét því að ísraelar myndu hafa hendur í hári hinna seku. Kenísk yfirvöld handtóku þrjá erlenda borgara vegna málsins. Vopnaeftirlit hafið í írak Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna eru byrjaðir að starfa aft- ur í írak eftir fjögurra ára hlé. Þeim er ætlað að kanna hvort írakar eigi gjöreyðingarvopn, eins og George W. Bush Bandaríkjaforseti og ýmsir aðrir ráðamenn á Vesturlöndum halda fram. Sjálfir segjast írakar ekki eiga nein slík vopn og ekkert hafa að fela. Eftirlitið hefur gengið snurðulaust til þessa, að sögn starfs- manna SÞ. Bresk blöð fullyrtu á föstudag að Saddam Hussein íraks- forseti hefði skipað hundruðum starfsmanna sinna að fela hluti úr gjöreyðingarvopnum heima hjá sér til að villa um fyrir eftirlitsmönn- um. Sharon kjörinn leiðtogi Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, sigraði keppinaut sinn, Benjamin Netanyahu utanríkisráð- herra, með mikl- um yfirburðum í kjöri um leiðtoga hægriflokksins Likud á fimmtu- dag. Hryðju- verkaárásirnar í Keníu og árás heima í ísrael skyggðu hins veg- ar á kosningamar. Talið er næsta vist að Sharon verði áfram forsætis- ráðherra eftir þingkosningamar i lok janúar þar sem ísraelskir kjós- endur hafa snúið sér æ meir að hægriflokkunum vegna tíðra sjálfs- morðsárása Palestínumanna. Skuggi á vináttuna Bandarískir ráðamenn þrýsta nú mjög á stjómvöld i Sádi-Arabíu að leggja sig harðar fram í baráttunni við hryðjuverkamenn. Ásakanir hafa komið fram um fjárstuðning háttsettra manna í Sádi-Arabíu við hryðjuverkasamtök. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, neitaði í vikunni að Sádum hefðu verið sett- ir úrslitakostir um að koma bönd- um á fjárhagslega bakhjarla hryðju- verkamannanna, ella myndu Banda- ríkjamenn sjálfir grípa til sinna ráða. Hann sagði að Sádar væru traustir bandamenn. Haider tapaði stórt Frelsisflokkur hægriöfgamanns- ins Jörgs Haiders galt mikið afhroð í þingkosningun- um í Austurríki um síðustu helgi og missti tvo þriðju hluta fylg- is síns. Haider, sem ekki gegnir lengur for- mennsku í flokknum, sagði eftir að úrslitin lágu fyrir að hann væri búinn að fá nóg af stjórnmál- um og að hann ætlaði að segja af sér héraðsstjóraembætti. Æðstu ráða- mönnum flokksins tókst hins vegar að telja honum hughvarf. Spenna á Grænlandi Jafnræði er með tveimur stærstu stjórnmálaflokkunum á Grænlandi, jafnaðarmönnum og vinstrisinnuð- um sjálfstæðissinnum, fyrir kosn- ingarnar á þriðjudag. Útlit er því Frelsisflokkur ins Jörgs Haiders
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.