Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 H&t<ga rblctcf H>V 55 vinna fylgi og sjá áhrif þeirra meiri i samfélaginu. Ég tel að ég hafi fengið kosningu út á mínar skoð- anir.“ - Sigurður er þarna að vísa til þess að hann er fulltrúi frjálshyggjumanna í Sjálfstæðisflokknum eða frjálslyndra íhaldsmanna eins og hann kýs að kalla þá. „Ég held að ég vilji ganga miklu lengra í því að minnka ríkisafskipti en margir félagar mínir í þingflokknum. Það er nauðsynlegt og gott, ekki bara fyrir almenning heldur velferðarkerfið í heild.“ - Hefur þá núverandi ríkisstjórn ekki aðhafst nóg í þessum efnum? „Nei, alls ekki. Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri einn í ríkisstjórn hefðum við áreiðanlega gengið lengra í frjálsræðisátt en raun hefur orðið á. Það er eðli samsteypustjórna að gera málamiðlanir. Það sem gert hefur verið er gott en það hefði átt að ganga enn lengra." Seljum Landsvirkjun - Hvar þarf að ganga lengra? „Það þarf að einkavæða Landssímann þegar í stað og það er mjög mikilvægt að fara að huga að einkavæðingu í orkugeiranum. Til dæmis með því að selja Landsvirkjun." - Er eitthvað af hinu opinbera kerfi sem ætti ekki að einkavæða? „Ég sé ekki að neinn hafi áhuga á að kaupa spít- alana, svo dæmi sé tekið, en ég vil gjarnan koma þar á einkarekstri meira en verið hefur. Við eigum að standa vörð um heilbrigðiskerfið og menntakerf- ið en margt í heilbrigðiskerfinu kallar á breytingar. Það er alveg sama hvað ríkið setur mikinn pening i heilbrigðiskerfið, endar ná aldrei saman og það hlýtur eitthvað að vera að.“ - Sigurður segist telja að þessum hugmyndum sé að vaxa fylgi innan Sjálfstæðisflokksins. „Andstæðingar einkareksturs, eins og t.d. Ög- mundur Jónasson, virðast algerlega misskilja hug- tökin einkavæðing og einkarekstur og blanda því saman að vild. Ég tel að hugmyndir um einkarekst- ur í heilbrigðismálum og breytingar á yfirstjórn heilbrigðismála eigi góðan hljómgrunn innan Sjálf- stæðisflokksins." Étur bylting börn? - Um þessar mundir eru 30 ár síðan ungir menn ruddust inn í Sjálfstæðisflokkinn undir slagorðinu Báknið burt og einn þeirra er nú forstjóri Lands- virkjunar sem þú segist vilja selja. Eru þessar hug- myndir ekki uppreisn ungra manna sem virðist dæmd til að daga uppi? „Þetta er alrangt. Þeir sem vildu báknið burt hafa fengið miklu áorkað síðan þeir komust til valda. Samfélagið hefur breyst mikið síðan og búið að einkavæða ríkisfyrirtæki í stórum stíl. Ég held að Friðrik Sophusson styðji mig hvað varðar einka- væðingu í orkugeiranum." - Úrslit prófkjörsins hafa kallað fram umsagnir eins og aö jafnréttissjónarmið hafi látið i minni pokann og uppeldisstöðvar flokksins framleiði ein- ungis unga lögfræðinga sem séu allir eins. Er þetta rétt? Að gjalda karlmennskunnar „Þetta er algerlega óréttmæt gagnrýni. Viö erum tveir lögfræðingar sem komum nýir inn, ég og Birg- ir Ármannsson, og það heldur þvi enginn fram að við séum eins. Það er ekkert skrýtið þótt lögfræð- ingar sæki inn á Alþingi þar sem það er æðsta stofnun löggjafarvaldsins. Það felst mikil pólitík í lögum. Þegar menn lesa eignarétt og stjórnskipun- arrétt og frelsisákvæði af ýmsum toga þá fer ekki hjá þvi að þeir fari að hugsa um pólitík. Þetta er innbyggt í fagið. Hvað varðar jafnréttið þá hefur á rúmlega 70 ára sögu Heimdallar og SUS aðeins ein kona gegnt for- mennsku í hvoru félagi. Ástæðan er ekki sú að kon- ur séu verri en karlar heldur sú að karlar taka miklu meiri þátt í þessu pólitíska starfi og taka óhræddir slaginn þegar svo ber undir. Konur hafa verið ragari við að koma sér á framfæri og þær hafa verið hvattar til þess að taka virkari þátt en eiga samt dálítið í land. Ég myndi vilja sjá meira frumkvæði kvenna á þessu sviði. Þetta eru allt ein- staklingar en ekki karlar og konur. Það liti betur út miðað við stemningu í samfélag- inu ef það væru fleiri konur á listanum en ég held að karlar geti verið jafnmiklir jafnréttissinnar og konur. Hvaða umræða er þetta eiginlega um slakan hlut kvenna i þessu prófkjöri? Á að refsa mér fyrir að vera karl af því það eru færri konur en karlar á þingi? Ég á bara að njóta minna verðleika og það eru bæði konur og karlar sem kjósa i þessu próf- kjöri," segir Sigurður Kári og telur að pólitísk og strategísk mistök hafi átt sinn þátt í því hvernig fór. „Karlar eru fylgnari sér en konur en auðvitað snýst þetta um það sem fólk hefur að segja frekar en það hvernig það er skapað.“ Hælavík og „Djöflaeyjan“ - Það er ekki hægt að skiljast við unga frambjóð- endur án þess að forvitnast um ætt þeirra og upp- runa. Það kemur í ljós að Sigurður er eldri bróðir sem á eina systur og er alinn upp frá tveggja ára aldri í blokk í Breiðholtinu, hluti af mannmörgum fjölskyldum. Það fólk hallaðist frekar til vinstri í stjórnmálum en er upprunnið vestan af Snæfells- nesi og reyndar allar götur vestan úr Hælavík á Hornströndum þar sem fólk ólst upp við svo harð- neskjuleg skilyrði að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir var aldrei hægt að rækta þar kartöflur. Þar ólst Bjarney, amma Sigurðar, upp sem kenndi honum að tefla og hann segist hafa verið orðinn fullorðinn þegar hann fór að hafa í fullu tré við ömmu sína í skákinni. “Það var geysilega gaman að alast upp í Breið- holtinu þar sem voru stórir árgangar og mikið íþróttastarf." Sigurður og vinir hans spiluðu fótbolta með Fram vegna þess að Marteinn Geirsson, faðir Pét- urs Marteinssonar fótboltakappa, var Framari og duglegur að aka strákunum á æfingar. Faðir Sigurðar er forstöðumaður við Sundlaug- arnar í Laugardal en móðir hans er sjúkraliði. Kristján, faðir Sigurðar, ólst upp á Skólavörðuholt- inu i jaðri þess fræga braggahverfis sem Einar Kárason og Friðrik Þór Friðriksson gerðu ódauð- legt í sögum og kvikmyndum um Djöflaeyjuna. Það er sagt að faðir hans sé fyrirmyndin að Lúí Lúi í sögunni en Sigurður vill ekki meina að það sé alls kostar rétt. “Hann hefur oft sagt mér frá þessum tíma og besti vinur hans var líklega fyrirmynd Danna í sög- unni og fórst í flugslysi en hét Robbi í raunveru- leikanum. Hann var hluti af þessum heimi og um- gekkst mikið þá sem er lýst í bókinni en ég held að hann sé þar ekki sjálfur. Þetta voru erfiðir tímar og fólk þurfti virkilega að hafa fyrir lífsbaráttunni. Afi og amma voru verkafólk með sex börn og þetta var harður heim- ur. Ég hef aldrei skilið þá fátæktarrómantík sem margir vinstrimenn vilja sveipa þessa tfma og lífíð í bröggunum. Það er ekkert rómantískt við fátækt og engin dýrð yfir bröggunum heldur óregla, fátækt og erfiðleikar." Framboð og eftirspum Sigurður er ólofaður og telur ekki að velgengni sín í kvennamálum muni aukast viö frama í stjórn- málum og segist reyndar ekki hyggja á nein stóra- frek á því sviði og skopast að þessum málum i heild sinni. “Fram til þessa hefur verið meira framboð af mér á þessu sviði en eftirspurn. Það hlýtur að fara að koma að því að fjölskylduhagir mínir breytist." - Sigurður Kári sást í blöðunum á dögunum sem einn málsvara Regnbogabarna sem Stefán Karl Stef- ánsson stofnaði til gegn einelti. “Stefán er góður kunningi minn og ég hef lagt þessu góða málefni lið með lögfræðiþjónustu. Ég sá þetta oft í Breiðholtinu i gamla daga þótt það héti þá ekki einelti heldur voru menn einfaldlega lamd- ir og þeim var strítt. Við vorum svo sterkur vina- hópur sem gekk vel þannig að við vorum hvorki fórnarlömb né gerendur.“ -PÁÁ m. grind Rekkjan hf. Skipholti 35 • Sími 588 1955 Verð frá Bergþór Pálsson Söngvari ^ota^ „Margir heillast af útliti og Established in Switzerland 1895 fegurö ROTARY úranna. Bræðumir Ormsson verða 80 ára í þessarí viku. Komdu og fáðuþérsneið afkökunni. Fjöldi vörutegunda með 20% afmælisafslætti! ©OKMSSON________ EXPO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.