Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Helgarblacf H>"V 45 Leilíhúslausa kynslóðin „Maður heyrir aftur og aftur að leikhúsið sé dautt,“ segir Gísli Örn. „Það er alls ekki dautt. Þaö er bara oft svo leiðinlegt. Ástæðan fyrir því að það verður leiöinlegt hlýtur að vera að það er of eins- leitt. Það er sama hvert maður fer (hvort sem er hér eða á Norðurlöndunum) í 90% tilfella er sami keim- urinn af sýningunum. Leikararnir gera svipaða hluti og áður og stundum er eins og einungis hafi verið skipt um nöfn á sýningunum. Þetta er áhyggju- efni, þvi nú vex úr grasi kynslóð sem fer varla í leik- hús. Hjá foreldrum mínum var ákveðin hefð tengd því að fara í leikhúsiö. Sú hefð gengur ekki í arf. Ég er svosem ekki með lausn á vandanum en okkur ber að huga að þessu. Ég skil að sumu leyti af hverju þetta verður svona. Hver einasta sýning kostar endalausa peninga og stjórnendur húsanna þurfa að fara vel með það fé sem þeim er treyst fyrir og velja þá gjarnan verk sem búið er að sannreyna nokkrum sinnum á síð- ustu öld og þá hittir maður allt í einu fræðimenn sem eru búnir að pæla í þessu fram og aftur og hafa mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig það eigi að gera hlutina. Sú afstaða smitast smátt og smátt inn í leikhúsið, hugsanlega ómeðvitað, og þá verður maður óöruggur gagnvart því sem maður er að búa til í stað þess að treysta sjálfum sér 100%. Ég er kannski ekki alltaf sammála vali þeirra á verkefn- um, þó að ég sem leikari sé sáttur við verkefnin sem ég hef tekið þátt í í Borgarleikhúsinu. En þessi eins- leitni býr til svigrúm fyrir hópa eins og Vesturport til að gera eitthvað allt annað. Samt verð ég að taka fram að ég er ekki hlynntur breytingum breyting- anna vegna, Vesturport er frekar á þann veginn hugsað að ef einhvern langar að prófa eitthvað, hvernig og hvað sem það er, þá er hægt að drífa það í gang í stað þess að þurfa að bíða eftir því að ein- hver annar búi til grundvöllinn fyrir því. Leikhús þarf að snúast um það að fylgja hjartanu.“ Mér var sagt að eitt af þvi sem hefði gert það mögulegt að setja Róme'ó og Júlíu upp í fjölleikahús- útgáfu hefði verið eitt karaktereinkenni Gísla Arnar sem sé mikil bjartsýni. ...eða heimska!“ segir Gísli Örn. „Hann er bara súpermann," segir Agnar. „Hann hefur haldið sér vel á flugi.“ „Þegar ég hugsa til baka,“ segir Gísli Örn, „hefur allt gerst. Það er bara eins og lífið; það kemur ýmis- legt fyrir, bæði gott og slæmt. Það sem skiptir öllu máli er fólkið sem er í kringum mann. Ég hef tekið þátt í verkefnum þar sem hópurinn svíkur verkefn- ið. Þessi sýning heföi getað orðið algjört helvíti. Þess í stað hefur þetta verið áhættunnar virði og ég held að við séum stolt af sýningunni og að við værum það óháð móttökunum og það er af hinu góða. Þegar fólk hefur farið handahlaup í mánuð er það orðið dálítið þreytt að bíða eftir heljarstökkinu. Þetta er ekki ósvipað Karate-Kid(!) sem þurfti að bóna í mánuð: þegar nemandinn er orðinn þreyttur og nennir ekki meiru, þá fyrst má halda áfram.“ „Borgarleikhúsið gefur sviðið,“ segir Agnar. „Það eru ekki mörg svið á íslandi, ekki margar skemmur sem hægt er að leika í. Frjálsir leikhópar hafa yfir- leitt ekki aðgang að sviðum á Islandi nema þeir séu búnir að sanna sig eða hafi með sér fræga stjörnu frá útlöndum. Ég þakka guði fyrir að hafa Gíó í Borgarleikhúsinu. “ Aðsvif í ullarsokkum Mér skilst að æfingatímabilið hafi ekki verið hefð- bundið. „Við byrjuðum hægt, æfðum þrisvar í viku í Ár- manni, tvo tima í senn,“ segir Gísli Örn. „í sumar æfðum við síðan fimleika tvo tíma á hverjum degi. Það er aukabónus að halda sér í formi.“ „Frumsýningunni var frestað út af sýningum á Gestinum," segir Agnar. „Við gátum ekki æft nema þrjá daga í viku. Fólk verður að eiga sér líf utan leikhússins og því fór mikill tími í að raða upp æf- ingum. Það voru allir launalausir í þessu verkefni; fólk tók þátt af einskærum áhuga en ekki út af launatékkum." „Svona verkefni er rosalega tímafrekt,“ segir Gísli. „Það var mjög mikilvægt að ná fullkomnu ör- yggi áður en áhorfendur komu inn. Það mátti ekki vera það mikið stress í leikurunum að það gleymd- ist að grípa fólk.“ „Ég er svo lofthræddur að ég fæ aðsvif ef ég fer í ullarsokka!" segir Agnar Jón. „Þegar ég sat úti í sal og horfði á fimleikaatriðin hugsaði ég oft með mér að ef þau lifðu atriðið af gæti ég haldið áfram að leikstýra. Þau gera þetta af fullkomnu öryggi en samt var alltaf lítill áhorfandi inni í leikstjóranum sem fannst þetta spennandi af því að þetta er hættu- legt. Ég hugsaði oft: ég vona að allir komist lífs af og slasi sig ekki í kvöld.“ „Það hefur enginn slasast á æfingunum sjálfum, oftast hefur það gerst í fótboltanum í upphituninni,“ segir Gísli. „Leikhúsið getur verið hættulegt." -sm Nína Dögg Filippusdóttir leikur Júlíu og Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutvérk fóstrunnar. DV-raynd Sigurður Jökull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.