Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Fréttir DV Jólabókastríðið mikla hefur staðið í 22 ár Harðari átök en nokkru sinni miskunnarlaust beitt blekkingaleik og hvítri lygi Verðstríð í jólabókaflóðinu er orðið árlegur og fastur liður í tilveru Islend- inga og er nú harðara en nokkru sinni. Víst er að þetta hefur hleypt lífi í bóksölu- markaðinn og neytendur telja sig fá bækur á mun betra verði en þekkist á öðrum tímum ársins. Það sérstaka við þetta langvinna stríð er að stórmarkaðimir sem þar berjast hafa fram til þess tekið sér vopnahlé í 10-11 mánuði á ári, en það kann þó líka að vera að breytast. Blekkingaleikur Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöf- undur og tónlistarmaður, sem jafnframt er formaður Rithöfundasambands ís- lands, segir að líklega sé það smásalan sjálf sem beri hitann og þungann af þeim afslætti sem gefmn er. „Þetta jólabókastríð er töluvert rætt í okkar hópi en skoðanir eru vissulega skiptar. Það slæma við það er að mínu mati að þetta leiðir tii fákeppni þar sem aðaláherslan er lögð á að selja þá fáu titla sem best ganga. Þá er margvíslegur blekkingaleikur í gangi sem auðvitað ruglar kaupandann." Aðalsteinn telur t.d. tvíbent að verið sé að gefa út viðmið- unarverðskrár útgefenda sem sýna sí- fellt hærra verð. Það virðist vera gert í þeim tilgangi að markaðimir sem em að berjast sín á milli fái svigrúm til að gefa tuga prósenta afslætti áður en þeir eru komnir niður í raunverulegt sölu- verð sem útgefendur hyggjast fá. Þetta geti verið tvíbent því hátt viðmiðunar- verð hafi án efa fælingarmátt á kaup- endur í upphafi. Síöan valdi þetta stríð Guömundur Marteinsson Framkvæmdastjóri Bónuss því að sölutíminn styttist æ meir þar sem kaupendur eru alltaf að bíða eftir lægsta verðinu. Aðalsteinn telur rétt að velta fyrir sér hvort íslendingar geti ekki tekið upp svip- aða hætti og tíðkast víða í Evrópu. Þar er gefið út fast bókaverð sem ekki er hvikað frá, líkt og á mjólkinni hér heima. Þetta er gert til að verja þessa grein menningarinnar. Á móti sé það sjónarmið að erfltt geti reynst að snúa til baka eftir 22 ára verð- stríð á bókamarkaði. 22 ára stríð Jólabókastriðið hófst hér á landi fyr- ir 22 árum. í byrjun jólafóstu 1980 varp- aði Pálmi í Hagkaupi fyrstu sprengj- unni í þessu stríði sem stendur enn. Ráðinn var Guðjón Guðmundsson sem eins konar hershöfðingi til að stýra hemaði Hagkaups í Skeifunni. Sagði hann verslunina þá vera búna að bíða í þrjú ár eftir að fá bóksöluleyfi og nú yrði ekki beðið lengur. Einkasala viður- kenndra bóksala á bókum var þar með afnumin. Bóksalar með Oliver Stein í fararbroddi mótmæltu harðlega og vora þess fullvissir að þeir gætu stöðvað snarlega þessa árás Hagkaups. Ekki varð þó af þvi og stríðið breiddist út og Kaupfélag Ámesinga fetaði í fótspor Hagkaupsmanna með 10% afslátt á bók- um. Samkeppnisstofhun bakkaði Hag- kaup reyndar upp er hún kvað upp þann úrskurö eftir aðeins vikulöng stríðsátök að geðþóttaákvarðanir bóka- útgefenda um bóksöluleyfi væra ólög- legar. Eðlisbreyting átakanna Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar en til tíðinda dró á nýjan leik er Bónus hóf innkomu á bóksölumarkað- inn í Holtagörðum árið 1994. Þá breytt- ist eðli bókastríðsins sem í upphafi snerist um rétt ólíkra verslana til að selja bækur. Enn ætluðu bókaútgefend- ur að ströggla en varð lítið ágengt. Nú var kominn nýr tónn og stríðið tók á sig annan svip meö hörðum orrastum á rniiii stórverslana Bónuss og Hagkaups sem þá vora ótengd fyrirtæki. Síðan hef- ur fyrir hver jól staðið verðstríð stór- markaðanna á bókum og sennilega aldrei eins áberandi og einmitt fyrir þessijóL Höröur Krístjánsson blaðamaöur Fréttaljós EINSTAKLEGA MATARMIKLAR PIZZUR > sú eina sanna! opið 11:30 - 23:30 Brekkuhúsum, við hliðina á Bónusvídeó Guðjón Guðmundsson Stóð keikur í Hagkaupum fyrir 22 árum í upphafi stríösátaka á bókamarkaði sem standa enn prátt fyrir áherslubreytingar í átökunum. Elías Þorvarðarson Verslunarstjóri Nettós Snýst allt um betra verð Guðmundur Marteinsson, verslunar- stjóri hjá Bónus, segir söluna fyrir þessi jól fara vel af stað, en Bónus hefur m.a. sett upp sérstakan bókamarkað á Smáratorgi, í hluta af því húsnæði sem Hagkaup var með áður. Hann segir bók- sölu þeirra byggjast á eftirspum við- skiptavina. Það ráði m.a. ferðinni varð- andi þann fjölda titla sem á boðstólum er í Bónusverslununum. Varðandi verð- stríðið segir Guðmundur að verð bóka sé í raun afstætt. Deila megi um hvað sé að marka uppefið svokallað „leiðbein- andi verð“ bókaútgefanda. Það sé verð sem enginn selur á. Hvað menn gefl síð- an í afslætti hijóti að fara eftir því á hvaða verði verslanir geti fengið við- komandi bækur. Þar hljóti magninn- kaup verslana að vega þungt. „Þetta snýst um aðgengi viðskipta- vina að bókum og betra verð,“ segir Guðmundur. Á gömlum merg Bryndís Loftsdóttir stýrir nú bóksöl- unni hjá Pennanum Eymundsson en var áður í Máli og menningu I Austur- stræti. Penna- og Eymundsson-verslan- imar era 15 talsins og reknar um allt land með samræmda verðstefhu. Ey- mundsson er elsta bókaverslun landsins -130 ára einmitt núna um þessar mund- ir. Bryndís segir að þær taki því virkan þátt í samkeppninni við stórmarkaðina. „Starfsfólk okkar er hvatt til bóklest- urs og umsagnir alls starfsfólksins era svo hafðar til hliðsjónar þegar við ákveðum hvaða bækur við viljum aug- lýsa í tilboðum eða leggja áherslu á í verslunum okkar. Við hömpum því hvorki gömlum útsölubókum né nýjum leirburöi.“ Hún segir að áberandi aukning sé nú í sölu erlendra bóka. Þá sé almenningur farinn að kaupa kiljur í mun meiri mæli en áður hefur þekkst. Harðara stríð en nokkru sinni Elías Þorvaröarson, verslunarstjóri í Nettó í Mjódd, segir bóksöluna stóran lið í innkaupum fjölskyldna fyrir jólin. Nettó taki því þátt í bóksölustríðinu til að sinna sínum viðskiptavinum sem best. „Við gefum okkur út fyrir að vera ávallt með hagstæðustu heildarinn- kaupin fyrir heimilin." Elías segir þrengra í búi hjá mörgum og það komi niður á versluninni og samkeppnin harðni. „Ég held að slagurinn hafl aldrei ver- ið eins harður og nú.“ Elías segir að verðstríðið á bókunum hafi síðan áhrif á verð á öðrum vöra- flokkum. Kjötvörur hafi t.d. snarlækkað á tilboðum og era nú boðnar á mun lægra verði en í fyrra. Þá segir harm að tilraun hafi verið gerð í ár að selja kilju- bækur í versluninni utan hins hefð- bundna jólabókaflóðs og það hafi gefist mjög vel. „Hvíta lygin" Annar angi þessa stríðs er allt það brölt sem lítt eða ekki er sýnilegt al- menningi, enda hálfgerður skotgrafa- hemaður. Margvislegt „plott" er í gangi á milli höfunda, útgefenda, auglýsinga- stofa, bóksala og prentsmiðja. Fólk heyr- ir m.a. upphrópanir í fjölmiðlum um grfðarlega sölu bóka, um röðun á vin- sældalistum og að bækur séu uppseldar hjá forlaginu og önnur prentun á leið- inni. Margt af þessu er þó, eins og gjam- an er sagt, ekkert nema „hvít lygi“. Þeir sem til þekkja vita vel af hlaup- um áhugasamra höfunda milli verslana þar sem þeir reyna að passa upp á að þeirra bækur lendi ekki á slæmum stað í staflanum. Stundum hafa komið upp vandræðaleg tilvik þegar tveir höfundar eða fleiri hafa mætt í sömu verslunina við að „hagræða" sínum bókum á kostn- að hinna. Menn vita líka vel af því að keppst er við að koma sumum bókum snemma í verslanir til að geta síðan auglýst að þær séu númer eitt á sölu- lista, þó aðeins örfá eintök séu í raun seld. „Ónnur prentun á leiðinni“ Gamla „trikkið" að segja að bækur séu uppseldar og ný prentun á leiðinni hljómar afskaplega vel en er líka meira og minna plat - nema í einstökum tilfell- um. Þeir sem þekkja til í prentsmiðjum vita vel að þár era menn ekkert að dunda sér við að prenta aftur og aftur fá hundrað eintaka. Gangurinn er yflrleitt sá að prentaður er sá skammtur sem líklegt er talið að seljist og þá aðeins rúmlega það. Annað væri óskynsamlegt og óheyrilega dýrt. Síðan taka útgefendur út hluta af stæðunni til dreiflngar í versianir en restin stendur ýmist áfram á gólfmu í prent- smiðjunni eða á lager úti í bæ. Fréttin um að önnur eða jafhvel þriðja prentun sé á leið- inni þýðir oftar en ekki að útgefandinn sé á leiðinni í aðra eða þriðju ferðina á sendi- bíinum sínum að sækja birgðir á lagerinn. DVJVIYND E.ÓL Bryndís Loftsdóttir Starfsmaður Pennans Eymundsson Lögreglurannsókn Sigurður Gizurarson, skiptastjóri þrotabús Frjálsrar fjölmiðlunar, hefur vísað ákveðnum þáttum gjald- þrotsins til ríkislögreglustjóra. Ósk- að er opinberrar rannsóknar vegna sölu á netmiðlinum Vísi.is sem var í eigu FF sem lýst var gjaldþrota í júlí með úrskurði Hæstaréttar. Fyrsti skiptafundur í þrotabúi FF var haldinn á miðvikudag. Alls eru 189 lýstar kröfur í búið sem kynnt- ar voru á fundinum og nema þær tæpum 2,2 miiljörðum króna. For- gangskröfur nema rúmum 70 millj- ónum króna en stærstu kröfuhafar eru bankar og eigendur FF. Ástþór haföi í hótunum —^ ^ Ástþór^ Maiþiús- grun um að hryðju- verk yrðu framin í íslenskum flug- vélum. Málið var tekið mjög alvar- lega. Rannsakað hefur verið hvort póstsendingar Ástþórs hafi raskað samgöngum og skapað ótta meðal alþjóðar en við slíku eru hörð viður- lög. Kristján vill öruggt sæti Kristján Pálsson er ekki á sakra- menti upp- stillingar- nefndar Sjálfstæð isflokksins í Suðurkjördæmi vegna framboðslista flokksins í kjördæm- inu fyrir næstu kosningar. Hann sagði við DV í vikunni þetta vera „ótrúlega ruddalega aðgerð“ eins og hann komst að orði. Hann hélt í vik- unni fjölmennan fund með stuðn- ingsmönnum sínum og þar krafðist hann öruggs þingsætis. Fundur kjördæmisráðsins er í dag þar sem gengið verður frá skipan listans. Þrír komast á þing Þrír ungir menn, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Krist- jánsson og Birgir Ármannsson, náðu allir næsta öruggum þingsæt- um í prófkjöri flokksins í Reykjavík um sl. helgi. Gengi kvenna í próf- kjörinu var dapurt og sitjandi þing- konur féllu niður um sæti. Aldraðir hækka áfengið Alþingi samþykkti á fimmtudag frumvarp fjármálaráðherra um hækkun á verði áfengis og tóbaks. Eftir helgina mun sígarettupakkinn kosta rúmar 500 krónur og sterkt vín, til dæmis 700 ml Smimoff, fer upp í 2.800 krónur. Hækkun þessi er sögð meðal annars komin til vegna aukinna útgjalda vegna málefna aldraðra. Gæluverkefni Nýjar tillögur meirihluta fjárlaga- nefndar Alþingis um aukin ríkisút- gjöld sýna að af 4.341 milljón króna era um 729 milljónir framlög til verkefna sem kalla má „gæluverk- efni“. Vinsælasta gæluverkefnið eru hvers konar söfn - framlög til þeirra hækka um á þriðja hundrað milljóna króna. Skógrækt og endur- bætur á gömlum húsum eru einnig ofarlega á óskalista þingmanna. HKr./ÓTG/sbs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.