Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 43
~~r' . dmaK LAUCARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 /7 e / c) cj rb l ct ö DV ■A7 ákvarðanir. Eftir þetta hætti for- maðurinn upplestraræfingum sín- um fyrir nefndarmenn. Sú þing- nefnd, sem bar af öðrum í fagleg- um vinnubrögðum á minni tíð á Alþingi, var efnahags- og við- skiptanefnd, undir forystu Vil- hjálms Egilssonar hagfræðings." Svona hefur þetta alltaf verið Jón Baldvin rekur einnig veru sína í fjárlaganefnd haustið 1978 þar sem hann tók sæti sem vara- maður Sighvats Björgvinssonar. Formaður nefndarinnar var Geir Gunnarsson, þingmaður Alþýðu- bandalagsins úr Reykjaneskjör- dæmi: „Fjárlaganefndarmenn sátu alla morgna og kölluðu fyrir sig fulltrúa ríkisstofnana, sveitar- stjórna og hagsmunaaðila og hlustuðu á þá fara með óskalista um meiri fjárveitingar í hitt og þetta, sem undir þá heyrði. Þing- menn hripuðu niður hjá sér töl- urnar. Ef óskalistinn var ættaður úr þeirra kjördæmi settu þeir á innblásnar ræður um hina brýnu nauðsyn sem bar til að verða við ýtrustu óskum og hældu bæna- gjörðarmönnum á hvert reipi. Að lokum var ég orðinn svo leiður á þessu að ég bað nefndarformann og fundarstjóra að gera fundarhlé og ræða vinnubrögð. Ég benti á að miðað við stöðu ríkisfjármála væri engin innistæða til fyrir þessum óskalistum. Ég bað for- mann að beita sér fyrir því að fjár- málaráðherra legði fyrir nefndina forsendur og fjárhæöir tekjuáætl- unar næsta árs, áður en áfram yrði hlustað á bróderingar óska- listamanna. Þá fyrst, þegar niður- stöður tekjuáætlunar lægju fyrir, væri hægt að huga að forgangsröð varðandi óskalista - ef eitthvað væri þá afgangs. Svar formanns- ins, Geirs Gunnarssonar, var mér minnisstætt: „Svona hefur þetta alltaf verið og svona verður þetta, meðan ég er formaður." Svarta skýrslan Jón Baldvin Hannibalsson setti saman „svarta skýrslu" um Al- þýðuflokkinn haustið 1984 þar sem hann lagði meðal annars til að skipt yrði um kallinn í brúnni og felldi nokkrum vikum síðar Kjartan Jóhannsson í formanns- kjöri á flokksþingi Alþýðuflokks- ins. Skýrslan er birt í fyrsta sinn opinberlega í ævisögu Jóns Bald- vins. Þetta haust hafði fylgi Alþýðu- flokksins verið á stöðugri niður- leið frá kosningasigrinum mikla 1978 þegar hann hlaut 22% at- kvæða og fjórtán þingmenn. Hann var orðinn minnsti stjómmála- flokkurinn samkvæmt skoðana- könnunum, minni en Bandalag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista. „Metnaði mínum fyr- ir hönd jafnaðarstefnunnar á ís- landi var stórlega misboðið. Ég minntist þess að átta árum áður hafði birst svört skýrsla fiskifræð- inga um yfirvofandi hrun helstu nytjastofna á fiskimiðunum í kringum landið. Nú settist ég nið- ur og samdi „svarta skýrslu" þar sem ég braut til mergjar orsakir og skýringar á óforum flokksins og velti upp spurningunni um yf- irvofandi hrun „kratastofnsins". Skýrslan hefur allt til þessa dags verið því sem næst leyniskjal; allavega komu fjölmiðlar á þess- um tíma ekki höndum yfir hana. Ég gerði mér fullkomlega ljóst að ég var með sprengiefni í höndun- um. Það var ekki reynt að fela neitt. Staðreyndir mála voru ein- faldlega settar á blað og látnar tala sínu máli og gat hver tekið til sín þá sök sem honum eða henni bar. Ég var á þessum tíma farinn að velta því alvarlega fyrir mér að nú væri rétti tíminn og tækifærið Fræga fólkið Nicholas Cage og Lisa Marie Presley hafa skilið eftir þriggja inánaöa hjónaband. skilur Ef það er eitthvað sem vekur meiri athygli en brúð- kaup fræga fólksins þá eru það skilnaðir þess. Það má reyndar heita að jafnt og þétt berist fréttir af skilnuð- um þeirra sem stíga í hnapphelduna í skini sviðs- ljóss fjölmiðlanna. Það vakti mikla athygli fyrr á þessu ári þegar þau giftu sig, leikarinn Nicholas Cage og Lisa Marie Presley, dóttir rokkgoðsins Elvis Presleys sem flestir telja að sé látinn. Nicholas hafði árum saman safnað minjagripum, tengd- um EÍvis, af mikilli ástríðu og söng mjög eftirminnilega vel að hætti goðsins í kvikmyndinni Wild at Heart fyrir mörgum árum. Þegar hann síðan giftist Lisu fannst mörgum að með hjónaband- inu væri hann annaðhvort búinn að missa stjórn á söfnunarástríðu sinni eða að hann hefði fullkomnað hana meö næstum því óhugnanleg- um hætti. Hvorugt þeirra hjóna tjáði sig reyndar neitt um tengsl ástarsambandsins við arfleifð fóð- ur brúðarinnar. Nú er þessi draumur á enda því Cage og Presley hafa skilið að skiptum og hvort í sínu lagi hafa þau lýst því yfir við fjölmiðla að hjónaband þetta hafi verið einn herfilegur misskilningur og mis- tök, nema þá sambland af hvoru tveggja. Hér mætti rifja upp að næsti eiginmaður Presleys á und- an Cage var Michael Jackson svo það er auðvitað full ástæða til þess að efast um dómgreind hennar á þessu sviði. Michael og Lisa voru gift alllengi en eignuðust ekki böm saman og þeir voru reyndar til sem efuðust um að hjónaband þeirra væri nema orðið eitt. Engar slíkar efasemdir heyrðust um hjónaband Cage og Lisu enda kynlifsímynd Cage mun heilsteyptari og hefð- bundnari en ímynd Jacksons í þeim efnum. „Ólafur Ragnar Grímsson var at- vinnumaður í pólitískum áróðurs- brögðum og hikaði aldrei við að snúa staðreyndum á haus, ef það mátti verða til framdráttar röngum málstað." fyrir mig til þess að bjóða mig fram til formennsku. Alþýðuflokk- urinn væri einfaldlega svo að- framkominn að trúnaðarmenn flokksins, sem kjörnir væru á flokksþing, yrðu aö horfast í augu við sjálfa sig, hvort þeir kysu óbreytt ástand sem leiddi til hæg- færa dauða? Eða væru þeir reiðu- búnir að taka áhættu, sem gæti þó gefið flokknum von um uppreisn æru?“ Jón Baldvin leitaði til Birgis Dýrfjörö „og ræddi ítarlega við hann efni svörtu skýrslunnar, sem eftir atvikum gat skoðast sem „dánarvottorð“ eða „sjúkdóms- greining og læknisráð" fyrir Al- þýðuflokkinn. Niðurstaða okkar Birgis varð sú að við efndum til fundar í Félagsmiðstöð jafnaðar- manna (Rósinni) í Alþýðuhúsinu, þar sem Birgir flutti efni svörtu skýrslunnar, þótt hann lagaði það í hendi sér eftir þörfum. Þar með var þeirri hættu bægt frá, ef skýrslan læki út, að ég yrði sakað- ur um allsherjarárás á flokksfor- ystu og trúnaðarmenn Alþýðu- flokksins. Skýrslan var svo áhrifa- mikil í flutningi Birgis að fundar- menn setti næstum hljóða. Síðar spunnust um hana miklar umræð- ur. Þegar nær dró flokksþingi hcifði efni hennar borist víða svo að Birgir ákvað að lokum að senda hana, ásamt trúnaðarbréfi, til líklegra flokksþingsfulltrúa, en sem algert trúnaðarmál." í skýrslunni er m.a. spurt að því hvers vegna fylgi flokksins hafi hrunið, hverjir beri ábyrgðina og síðan: „Hvað er gert til sjós ef skipstjóri fiskar ekki? a) Áhöfnin rekin. b) Skipstjórinn rekinn. c) Hætt að gera út?“ Athyglisvert er að ekki er sett spurningamerki við það að skipt verði um kall í brúnni en nokkrum vikum síðar hafði það gerst - Jón Baldvin Hannibalsson hafði fellt Kjartan Jóhannsson úr sæti formanns Alþýðuflokksins á flokksþingi hans. til miðvikudags 4. dés Pioneer DV-350 DVD spilarí AC-3. DTS, MP3 Verö áöur 34.300.- nú kr. 27.920,- afsláttur 20% Pioneer DEH-1400 Bílgeislaspilari 4x4sw Verö áöur 29.300.- nú kr. 23.920,- afsláttur 20% Beko 20" sjónvarp Black matríx lampi, Islenskt textavarp, scarttengi, Ijarstýríng Verð áöur 25.900,- nú kr.22.900,- afsláttur 1 Sharp XL-1500 hljómtækjastæða Geislaspilari og útvarp, 2 xlOW magnarí, fjarstýring Verö áöur 29.300,- nú kr.23.920,- afsláttur 20% Sharp UX-P400 faxtæki & sími Prentar á A4 pappír, 10bl fmmritamatari. SObl pappírsbakki Verö áður 24.300,- nú kr.19.920,- afsláttur 20% AEG Eldavél F 5003 V-w keramik Verð áöur kC9fc€€B. - nú kr. 74.900, - afláttur 23% AEG Þvottavél L-1230 12001600 snúninga Verö áður kr.'8S?9143- nú kr. 64.900, - afsláttur 24% AEG Frystikista EC 39HL 401 lítrar Verö áður krTS&SOO. - nú kr. 45.520, - afsláttur 20% AEG Ryksuga CE 235,1 1700 wött Verö áöur kr.T4í€313- nú kr. 10.900, - afsláttur 26% AEG Uppþvottavél Favorít 40210 U-w tjögur kerfi tvö hitastig Verð áður kr.~B*#t6: - nú kr. 54.653, - afsláttur 20% Þetta eru bara smá sýnishorn af þeim vörum sem við bjóðum meö góðum afmælisafslætti Komdu og fáðu þér bita afkökunni! Þér er boðið til veislu ! Viðskiptavinum Bræðrannn Ormsson er boðið til tertuveislu í dagí Lágmúla 8 og tilefnið er 80 ára afmælis fyrirtækisins. Komdu í dag og fáðu þér tertusneið, kaffisopa eða svaladrykk. BRÆÐURNIR ©OEMSSON LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.