Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 52
HelQarblacf DV LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 5fe Reynsluakstur nr. 723 Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson Góöur akstursbíll á betra verði Kostir: Frágangur, aksturseiginleikar Gallar: Lágt undir hann, lykiakippa Lexus hefur nú sett á markað nýja gerð af Sport Cross og er eitt eintak komið til landsins. Bíllinn er með sama lagi og áður en fæst nú með tveggja lítra vélinni og kallast þá IS200 Sport Cross. Þannig er hann fáanlegur ódýrari og einnig beinskiptur sem gerir bílinn skemmtilegri, eins og DV-bílar reyndu á dögunum. Eins að innan Að innan er bíllinn líkur öðrum IS200 bílum að öðru leyti en því að komin er hefðbundin gírstöng. Virkar hún reyndar frekar mjóslegin miðað við aðra bíla en það hefur reyndar engin áhrif á notkun henn- ar. Mælum svipar til skifna i kafaraúri og innrétting- in er vönduð í flesta staði. Eitt var þó að fara í taug- amar á undirrituðum en það voru háværir smellir í lyklakippu þegar hún dinglaöi við hart plastefni í mælaborðinu, fyrir neðan svissinn. Hefði verið lítið mál að setja mýkra efni þar til að losna við þetta leið- indabank. Góður frágangur Bíllinn er ágætlega rúmgóður þótt hann taki minna heldur en helstu keppinautar. Hægt er að fella niður aftursæti til að skapa meira flutningsrými. Útsýni er ágætt fram á við en blindhornin fyrir aftan bilinn eru nokkuð stór. Athygli vekur góður frágangur á verk- færum og varadekki aftur í sem komið er fyrir í sér- hönnuðum hólfum. Annað sem vert er að nefna eru góö hljómtæki með geislaspilara og sex hátölurum sem er lágmarksbúnaður í Lexus. Bíllinn er hljóðlát- ur í akstri þrátt fyrir lágbarða dekk. Nýtur sín sem akstursbíll Sem akstursbíll fær bíllinn mest að njóta sín. Vél- in skilar ágætisafli þótt munurinn á henni og vélinni í IS300 sé auðfmnanlegur. Bíllinn er afturhjóladrifinn og búinn spólvörn svo að hann virkar öruggur í beygjum en þegar slökkt er á henni er hann fljótur að fara út í yfirstýringu nema að ökumaður sé vel vak- andi. Reyndar minnkaði þessi tilhneiging bílsins með fleiri farþegum. Þrátt fyrir lágbarða dekk og stórar felgur er ekki hægt að segja að fjöðrun í bílnum hafi verið óþægileg. Hún er kannski í stífari kantinum, enda hentar slík uppsetning bílnum afar vel. Stýrið er nákvæmt þótt það þurfi nokkra vinnu við það. Á viðráðanlegu verði Með tveggja lítra vélinni er bUlinn nú boðinn bein- skiptur á 3.100.000 kr. sem verður að teljast viðráðan- legt verð fyrir bíl í þessum tlokki. Hann er svipað bú- inn og Alfa Romeo 156 Sportwagon sem er aðeins ódýrari, á 2.960.000 kr. Lexus IS200 Sport Cross nær þó ekki að keppa við sambærilegar útgáfur Benz og BMW en þeir eru í báðum tiifellum nokkuð dýrari. -NG Vél: LEXUS IS200 SPORT CROSS 2ja lítra, sex strokka bensínvél. Rúmtak: 1988 rúmsentímetrar. Ventlar: 24 Þjöppun: 10,1:1 Gírkassi: Sex qíra beinskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Tvöföld klafafjöðrun Fjöðrun aftan: Tvöföld klafafjöðrun Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD, TRC Dekkjastærð: 215/45 ZR17 YTRI TOLUR: Lenqd/breidd/hæð: 4505/1725/1430 mm Hjólahaf/veqhæð: 2670/135 mm. Beyqjuradíus: 10,8 metrar. INNRI TOLUR: Farþeqar m. ökumanni: 5 Fjöldi höfuðpúða/öryqqispúða: 5/6 Faranqursrymi: 365-1010 lítrar. HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 9,8 litrar Eldsneytisqeymir: 70 lítrar Ábyrqð/ryðvörn: 3/12 ár Grunnverð: 3.100.000 kr. Umboð: P. Samúelsson Staðalbúnaður: Rafmagn í rúðum og speglum, upphitað- ir speglar, 6 öryggispúðar, geislapilari með 6 hátölurum, 16 tomma álfelgur, fjarstýrðar samlæsingar, armpúði, hæðarstilling á framsætum, niðurfellanlegt framsæti, loftkælinq, þokuljós, spólvörn, SAMANBURÐARTOLUR: Hestöfl/sn.: 155/6200 Snúninqsvæqi/sn.: 195 Nm/4600 Hröðun 0-100 km: 9,5 sek. Hámarkshraði: 215 km/klst. Eiqin þynqd: 1430 kq. o Vegna sveigjulagsins á afturenda tekur bíllinn ekki eins ntikið og hans helstu keppiuautar. © Vélin er sú saina og í fjögurra dyra bílnuni, þokkalega aflmikil en ekkert meira en það. ð Innréttingin er með hefðbundnu Lexus-útliti og vel útfærð. © Það er skemmtilegur frágangur á verkfæruin og þess háttar aftur í og undir þessu leynist vara- dekk í fullri stærð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.