Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 50
54 Helqarblaö JÖV LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Sextán ára í flokkinn Með þvíað tryggja sér öruggt þingsæti íprófkjöri sjálfstæðis- manna fgrir viku verður Sigurður Kári Kristjánsson íhópi gngstu þingmanna. Hann er strákur úr Breiðholtinu sem ólst upp við fót- bolta og smitaðist snemma af ólæknandi áhuga á stjórnmálum. Sigurður Kári Kristjánsson er tæp- lega þrítugur lögfræðingur sem verð- ur i öruggu þingsæti á lista sjálf- stæðismanna í Reykjavík í þingkosn- ingunum í vor. Þær fara fram nánar tiltekið 10. maí eða daginn eftir að Sigurður Kári verður þrítugur. Þetta gerir hann líklega að yngsta þing- manni á því þingi sem þá verður skipað og í sögulegu samhengi lend- ir hann í flokki fárra en harðsnú- inna þingjaxla sem eiga það eitt sam- eiginlegt að hafa sest á þing innan við þrítugt þótt það standi auðvitað glöggt í hans tilviki. í þessum hópi er að finna menn eins og Eystein Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Hall- dór Ásgrímsson, Steingrím J. Sigfús- son, Guðmund Ágústsson og Ragnar Amalds og eru þá líklega ekki allir taldir. Þrítugt er frekar ungt í hópi þar sem meðalaldurinn hefur vafrað frá 47 til 51 síðustu 60 árin. Sigurður Kári er lögfræðingur eins og fyrr segir og starfar á lög- mannastofunni Lex í hópi nokkurra lögfræðinga sem sumir eru þekktir en aðrir ekki. Við tölum saman á skrifstofu hans í Olís-húsinu við Sundagarða þar sem er útsýni til austurs. „Ég er mjög ánægður með þetta, finnst ég vera kominn í virðulegan hóp,“ segir Sigurður þegar hans ungi aldur samanborið við þingmenn er til umræðu. Krossaði við allt Sigurður Kári Kristján.sson trj’ggði sér öruggt þiugsæti í prófkjöri sjálfstæðismauna í Reykjavík. Hann er strákur úr Breið- holtinu sem verður í liópi allra yngstu þingmanna. Sigurður Kári fór í gegnum Hóla- brekkuskóla, Verslunarskóla íslands og lagadeild Háskóla Islands. Á leið sinni um skólakerfið hafði hann við- komu á mjög mörgum þeirra við- komustaða sem ungir og upprenn- andi stjórnmálamenn eiga leið um. Hann var framarlega í félagslífi, var formaður Nemendafélags VÍ, keppti af hörku i ræðuliði skólans 1 Morfís ásamt vinum sínum, Rúnari Frey leikara, Ólafi Teiti blaðamanni og Gísla Marteini sjónvarpsmanni, og þeir félagar voru býsna harðir í hom að taka. Sigurður var einnig í liði sins skóla í Gettu betur sem komst í úrslit. Síðan var hann aðsópsmikill í stúdentapólitíkinni en segir sjálfur að hann hafi ákveðið að hella sér út í stjórnmál af alvöru þegar hann sett- ist í stjórn Heimdallar 1995. Hann settist síðan í stjórn SUS 1997 og varð formaður þar 1999 eftir að hafa verið kosningastjóri forvera síns í embætti, Ásdísar Höllu Bragadóttur. Formaður SUS hefur seturétt og málfrelsi á fundum þingflokks sjálfstæð- ismanna og Sigiu'ður Kári segir að þegar hann lét af formennsku í SUS haustið 2001 hafi hann i raun ákveðið að taka þátt í þessu prófkjöri sem nú er ný- afstaðið og kynni hans af þingflokki sjálfstæðis- manna hafi ráðið úrslitum. Félagar fljúgast á Margir spáðu því fyrirfram að framboð Ingva Hrafns, aðstoðarmanns Sólveigar dómsmálaráð- herra, og Sigurðar kynnu að taka fylgi hvert frá öðru en þeir eru næstum jafnaldrar og félagar úr lagadeildinni. Annað kom á daginn. Segja má að í næsta holli á undan séu Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson sem eru 5-6 árum eldri en Sigurður en hafa átt mjög áþekka leið gegnum skólakerfi og æfingabúðir í stjórnmálum sem þar er að finna. Af þessu öllu saman má ráða að í skóla- kerfinu eru starfandi nokkrar félagsmaskínur sem virðast framleiða stjómmálamenn. „Ég skráði mig í Sjálfstæðisflokkinn 1989 til þess að kjósa Birgi Ármannsson, formann Heimdallar, í erfiðri kosningabaráttu. Þá var ég sextán ára,“ seg- ir Sigurður Kári. Það er nánast hefð fyrir harðvítugum átökum um forystu í ungliðasveitum Sjálfstæðisflokksins og sjálfur barðist Sigurður eins og ljón á SUS-þingi í Eyjum við Jónas Þór Guðmundsson 1999. Það er hægt að stikla eftir ártölunum inn í fortíðina og sjá Guðlaug Þór takast á við Jónas Fr. Jónsson, Árna Sigfússon og Sigurbjörn Magnússon allt aftur til 1973 þegar Friðrik Sophusson og Björn Bjarnason tókust á um forystu í SUS á frægu þingi á Egilsstöð- um. Af hveiju pólitík? - Nú ert þú lögfræðingur í góðu starfi og getur tekið mörg þúsund krónur á tímann. Hvað færðu í staðinn fyrir að vasast í pólitík? „Ég hef svo mikinn áhuga á þessu. Maður verður ekki ríkur af þvf að sitja á Alþingi. Það er alveg klárt enda ekkert sérstakt keppikefli hjá mér að verða ríkur. Ég er að elta mín áhugamál. Þetta er mikið félagslíf og maður sækir í samstarf með fólki og ég hef ákveðna lífssýn og skoðanir sem ég vil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.