Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Side 50
54 Helqarblaö JÖV LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Sextán ára í flokkinn Með þvíað tryggja sér öruggt þingsæti íprófkjöri sjálfstæðis- manna fgrir viku verður Sigurður Kári Kristjánsson íhópi gngstu þingmanna. Hann er strákur úr Breiðholtinu sem ólst upp við fót- bolta og smitaðist snemma af ólæknandi áhuga á stjórnmálum. Sigurður Kári Kristjánsson er tæp- lega þrítugur lögfræðingur sem verð- ur i öruggu þingsæti á lista sjálf- stæðismanna í Reykjavík í þingkosn- ingunum í vor. Þær fara fram nánar tiltekið 10. maí eða daginn eftir að Sigurður Kári verður þrítugur. Þetta gerir hann líklega að yngsta þing- manni á því þingi sem þá verður skipað og í sögulegu samhengi lend- ir hann í flokki fárra en harðsnú- inna þingjaxla sem eiga það eitt sam- eiginlegt að hafa sest á þing innan við þrítugt þótt það standi auðvitað glöggt í hans tilviki. í þessum hópi er að finna menn eins og Eystein Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Hall- dór Ásgrímsson, Steingrím J. Sigfús- son, Guðmund Ágústsson og Ragnar Amalds og eru þá líklega ekki allir taldir. Þrítugt er frekar ungt í hópi þar sem meðalaldurinn hefur vafrað frá 47 til 51 síðustu 60 árin. Sigurður Kári er lögfræðingur eins og fyrr segir og starfar á lög- mannastofunni Lex í hópi nokkurra lögfræðinga sem sumir eru þekktir en aðrir ekki. Við tölum saman á skrifstofu hans í Olís-húsinu við Sundagarða þar sem er útsýni til austurs. „Ég er mjög ánægður með þetta, finnst ég vera kominn í virðulegan hóp,“ segir Sigurður þegar hans ungi aldur samanborið við þingmenn er til umræðu. Krossaði við allt Sigurður Kári Kristján.sson trj’ggði sér öruggt þiugsæti í prófkjöri sjálfstæðismauna í Reykjavík. Hann er strákur úr Breið- holtinu sem verður í liópi allra yngstu þingmanna. Sigurður Kári fór í gegnum Hóla- brekkuskóla, Verslunarskóla íslands og lagadeild Háskóla Islands. Á leið sinni um skólakerfið hafði hann við- komu á mjög mörgum þeirra við- komustaða sem ungir og upprenn- andi stjórnmálamenn eiga leið um. Hann var framarlega í félagslífi, var formaður Nemendafélags VÍ, keppti af hörku i ræðuliði skólans 1 Morfís ásamt vinum sínum, Rúnari Frey leikara, Ólafi Teiti blaðamanni og Gísla Marteini sjónvarpsmanni, og þeir félagar voru býsna harðir í hom að taka. Sigurður var einnig í liði sins skóla í Gettu betur sem komst í úrslit. Síðan var hann aðsópsmikill í stúdentapólitíkinni en segir sjálfur að hann hafi ákveðið að hella sér út í stjórnmál af alvöru þegar hann sett- ist í stjórn Heimdallar 1995. Hann settist síðan í stjórn SUS 1997 og varð formaður þar 1999 eftir að hafa verið kosningastjóri forvera síns í embætti, Ásdísar Höllu Bragadóttur. Formaður SUS hefur seturétt og málfrelsi á fundum þingflokks sjálfstæð- ismanna og Sigiu'ður Kári segir að þegar hann lét af formennsku í SUS haustið 2001 hafi hann i raun ákveðið að taka þátt í þessu prófkjöri sem nú er ný- afstaðið og kynni hans af þingflokki sjálfstæðis- manna hafi ráðið úrslitum. Félagar fljúgast á Margir spáðu því fyrirfram að framboð Ingva Hrafns, aðstoðarmanns Sólveigar dómsmálaráð- herra, og Sigurðar kynnu að taka fylgi hvert frá öðru en þeir eru næstum jafnaldrar og félagar úr lagadeildinni. Annað kom á daginn. Segja má að í næsta holli á undan séu Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson sem eru 5-6 árum eldri en Sigurður en hafa átt mjög áþekka leið gegnum skólakerfi og æfingabúðir í stjórnmálum sem þar er að finna. Af þessu öllu saman má ráða að í skóla- kerfinu eru starfandi nokkrar félagsmaskínur sem virðast framleiða stjómmálamenn. „Ég skráði mig í Sjálfstæðisflokkinn 1989 til þess að kjósa Birgi Ármannsson, formann Heimdallar, í erfiðri kosningabaráttu. Þá var ég sextán ára,“ seg- ir Sigurður Kári. Það er nánast hefð fyrir harðvítugum átökum um forystu í ungliðasveitum Sjálfstæðisflokksins og sjálfur barðist Sigurður eins og ljón á SUS-þingi í Eyjum við Jónas Þór Guðmundsson 1999. Það er hægt að stikla eftir ártölunum inn í fortíðina og sjá Guðlaug Þór takast á við Jónas Fr. Jónsson, Árna Sigfússon og Sigurbjörn Magnússon allt aftur til 1973 þegar Friðrik Sophusson og Björn Bjarnason tókust á um forystu í SUS á frægu þingi á Egilsstöð- um. Af hveiju pólitík? - Nú ert þú lögfræðingur í góðu starfi og getur tekið mörg þúsund krónur á tímann. Hvað færðu í staðinn fyrir að vasast í pólitík? „Ég hef svo mikinn áhuga á þessu. Maður verður ekki ríkur af þvf að sitja á Alþingi. Það er alveg klárt enda ekkert sérstakt keppikefli hjá mér að verða ríkur. Ég er að elta mín áhugamál. Þetta er mikið félagslíf og maður sækir í samstarf með fólki og ég hef ákveðna lífssýn og skoðanir sem ég vil

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.