Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Blaðsíða 56
o H e /c) a rb la cf 3Z>V LAUGARDAGU R 30. NÚVEMBER 2002 Islendingaþættir Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson < Þorsteinn Stefánsson rithöfundur í Kaupmannahöfn verður 90 ára á morgun Þorsteinn Stefánsson rithöfundur, Teglgardsvej 531, Humlebæk, Kaupmannahöfn, Danmörku, er níræöur í dag. StarfsferiU Þorsteinn fæddist á Nesi í Loðmundarfirði og ólst þar upp til 1926 er fjölskyldan flutti að Sómastaðagerði í Reyðarfirði, og síðar til Fáskrúðsfjarðar. Þorsteinn vann fyrir sér við almenn landbúnaðar- störf á Fáskrúðsfirði, lengst af á prestsetrinu Kol- freyjustað. Þorsteinn ákvað ungur að árum að verða rithöfund- ur. Hann lærði erlend mál, einkum ensku, og las mik- ið enskar bókmenntir í frístundum frá erfiðisvinnu. Fyrsta bók hans, Frá öðrum hnetti, kom út 1935 og sama ár flutti hann til Danmerkur og sótti nám í einn vetur við lýðháskóla á Suður-Jótlandi. Hann flutti sið- an til Kaupmannahafnar og hefur síðan átt heima í Danmörku. Þorsteinn kenndi ensku fyrstu árin en vann síðan eingöngu að ritstörfum. Hann þýddi íslensk skáldverk, s.s. rit Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, auk skáldverka eftir Stefán Júlíusson, Ármann Kr. Einarsson og Krist- mann Guðmundsson. Þá stofnaði hann, ásamt seinni konu sinni, útgáfufyrirtækið Biblioteksforlag, sem gaf út verk íslenskra höfunda á dönsku. Ritverk Þorsteins: Dalen, skáldsaga, útg. 1942 og í ís- lenskri þýðingu 1944 en hún hefur auk þess komið út á ensku, frönsku og íleiri tungumálum og fékk hann H.C. Andersen-verðlaunin fyrir þá skáldsögu; Mens nordlyset danser, eftir Þorstein og Friðjón, bróður hans, útg. 1949; Den gyldne fremtid, útg. í enskri þýð- ingu 1974; The Engagement Ring, útg. í íslenskri þýð- ingu, Heitbaugurinn 1997; Dybgronne tun, skáldsaga útg. 1977; Solv-glitrende hav, skáldsaga útg. 1977; Du som kom, ljóðmæli í þremur bindum, útg. 1979; Vinden blæser, skáldsaga, útg. 1983; Men det koster, skáldsaga, útg. 1986; Grettir sterki, unglingabók, útg. á íslensku 1991; Horft til lands, útg. 1992. Fjölskylda Fyrri kona Þorsteins var Astrid Hoyer-Finn, d. 1981, af norskum ættum. Síðari kona Þorsteins var Rigmor Birgitte Hovring, d. 1978, bókasafnsfræðingur. Systkini Þorsteins: Björn Stefánsson, f. 7.4. 1910, d. 5.8. 1997, kaupfélagsstjóri á Stöðvarfirði, Siglufirði og Egilsstöðum, kvæntur Þorbjörgu Einarsdóttur hús- móður og eignuðust þau fimm börn; Friðjón Stefáns- son, f. 12.10. 1911, d. 27.7. 1970, rithöfundur og kaupfé- lagsstjóri á Seyðisfirði og á Akranesi en lengst af skrif- stofumaður hjá STEF í Reykjavík, kvæntur Maríu Þor- steinsdóttur húsmóður og eignuðust þau þrjú börn; Margrét Stefánsdóttir, f. 7.9. 1918, húsmóðir í Reykja- vík, ekkja eftir Benedikt Einarsson sem lést 2001, tré- smíðameistara og eignuðust þau fjögur börn; dr. Unn- steinn Stefánsson, f. 10.11. 1922, fyrrv. prófessor í haf- John Earl Kort Hill lögreglufulltrúi í Sandgerði er 60 ára í dag John Earl Kort Hili lögreglufulltrúi, Bjarmalandi 18, Sandgerði, er sextugur í dag. Starfsferill John fæddist í Reykjavík en ólst upp í Sandgerði. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum í Reyk- holti, stundaði nám við Lögregluskóla ríkisins, lauk fyrri hluta prófi þar 1967 og síðan seinni hluta prófi 1968. Þá sótti hann yfirmannanámskeið, námskeið fyrir rannsóknarlögreglumenn, byssunámskeið, flkniefna- námskeið og endurmenntunarnámskeið. John stundaði síðan almenna verkamannavinnu eft- ir gagnfræðapróf hjá Útgerðarstöð Guðmundar Jóns- sonar í Sandgerði. Hann hóf vörubílaakstur hjá fyrir- tækinu 1965 og stundaði akstur næstu tvö árin. John hóf störf hjá lögreglunni í Sandgerði í ársbyrj- un 1967 og var fyrsti lögreglumaðurinn sem var fastráð- inn í Sandgerði allt árið. Hann var skipaður rannsókn- arlögreglumaður í Keflavík og Gullbringusýslu í árs- byrjun 1973 og skipaður lögreglufulltrúi og yfirmaður rannsóknarlögreglunnar við sama embætti 1978. Hann fékk ársleyfi frá lögreglustörfum 1986 og vann þann tíma sem verkstjóri Rækjuverksmiðju Sigurðar Guðmundssonar í Garði. John var einn af stofnendum Félags íslenskra rann- sóknarlögreglumanna og sat í nokkur ár í stjórn og varastjórn þess frá stofnun félagsins. Hann sat í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 1990-94 og í stjórn byggingarnefndar grunnskóla Sandgerðishrepps um skeið frá 1990. Hann var varamaður í bæjarstjórn Sandgerðishrepps 1990-94. Fjölskylda John kvæntist 1.10. 1966 Þór- unni Kristínu Guðmundsdóttur, f. 8.5. 1947, myndlistarmanni. Hún er dóttir Guðmundar í. Ágústs- sonar, útgerðarmanns í Vogum, frá Halakoti á Vatnsleysuströnd, og k.h., Guðríðar Þórðardóttur frá Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysu- strönd. Börn Johns og Þórunnar Krist- ínar eru Guðný Hafdís Hill, f. 15.2. 1966, leirlistakona, búsett í Njarðvík og er synir hennar Ásgrímur Þórhallsson og Jón Þór Jakobsson; Sigrún Erla Hill, f. 13.8. 1967, hús- móðir, búsett í Njarðvík, og eru börn hennar ívar Ar- on Hinriksson, Isak John og Þórunn Hafdís en maður hennar er Ævar Örn Jónsson flugumferðarstjóri; Lauf- ey Svala Hill, f. 4.12. 1979, húsmóðir, búsett í Sandgerði en maður hennar er Daníel Ámason og eru synir þeirra Eiríkur Svan og Aron Freyr. Sonur Johns frá því fyrir hjónaband er Jónsveinn Joensen, f. 20.1. 1960, yfirvélstjóri á flutningaskipinu Blikur, kvæntur Mary Joensen og eiga þau þrjú börn, Hildi, Valborgu og Berg. Foreldrar Johns: John Paul Hill, f. 12.1. 1921, nú lát- inn, frá Chincinati, Ohio, Bandaríkjunum, og Laufey Svala Kortsdóttir, f. 20.1. 1920, fyrrv. verslunarmaður í Sandgerði. Ætt Foreldrar Laufeyjar voru Kort Elísson, frá Fit undir Eyjafjöllum, b. að Melabergi i Miðneshreppi, og Guðný Gísladóttir frá Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit. John verður að heiman á afmælisdaginn. fræði við HÍ, ekkill eftir Guðrúnu Einarsdóttur, d. 1995, húsmóður og eignuðust þau þrjú börn. Foreldrar Þorsteins voru Stefán Þorsteinsson, f. 28.2. 1882, d. 15.9.1958, bóndi á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð, á Nesi í Loðmundarfirði, í Sómastaðagerði í Reyðar- firði, og að Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði, og k.h., Her- borg Björnsdóttir, f. 1.1. 1883, d. 23.7. 1971, húsfreyja. Afmæli Laugard. 30 nóvember 95ÁRA_____________________ Ólína Þórðardóttir, Dvalarh.Höfða, Akranesi. 90 ÁRA Anna Bierlng, Fossvogsbletti 2, Reykjavík. Guðrún M. Jónsdóttir, Erluhrauni 11, Hafnarfirði. 85ÁRA_____________________ Valgerður Björnsdóttir, Melateigi 15, Akureyri. 80 ÁRA Svanhildur Snæbjarnardóttir, Hrafnistu, Reykjavík. 75 ÁRA____________________ Inga Jóhanna Halldórsdóttir, Sólhllð 19a, Vestmannaeyjum. Ólöf Fríba Gísladóttir, Hrosshaga 1, Selfossi. Torfi Björnsson, Hjallavegi 6, ísafirði. 70ÁRA Gunnar Karl Graenz, Hrlsholti 24, Selfossi. Ingibjörg Jónsdóttir, Engjavegi 20, ísafirði. Unnur Lovísa Friöriksdóttir, Túngötu 1, Ólafsfirði. 60 ÁRA Hreiðar Þ. Skarphéðinsson, Furugrund, Reykjavík. Pálmi A. Sigurðsson, Holtsbúð 22, Garðabæ. 50 ÁRA____________________ Gunnar Albert Arnórsson, Fagraholti 7, Isafirði. Ingibjörg Marteinsdóttir, Aflagranda 21, Reykjavík. Margrét G. Einarsdóttir, Grettisgötu 86, Reykjavík. Sigurveig S. Róbertsdóttir, Kolbeinsgötu 24a, Vopnafirði. Þorlákur Karlsson, Litluvöllum 1, Grindavik. 40 ÁRA____________________ Ása Guðrún Guömundsdóttir, Háengi 10, Selfossi. Ásgeir Jónsson, Frakkastíg 19, Reykjavík. Ásta Laufey Sigurðardóttir, Króktúni 9, Hvolsvelli. Birkir Þór Fossdal, Hraunbæ 38, Reykjavík. Elínborg Högnadóttir, Furugrund 19, Selfossi. Garðar Skarphéðinsson, Viðiteigi 34, Mosfellsbæ. Gísli Þorgeir Einarsson, Laugum, Rúðum. Hjördis Kristjánsdóttir, Skálatúni, Mosfellsbæ. Hlín Ástþórsdóttir, Lækjarbergi 33, Hafnarfiröi. Jónatan Ragnarsson, Laufási 8, Hellissandi. Kolbrún Ásmundsdóttir, Nýbýlavegi Lundi 3, Kópavogi. Pálína Gunnarsdóttir, Smáratúni 35, Keflavík. Sigfús Óli Moriz Sigurðsson, Víðihvammi 11, Kópavogi. Sigurlína G. Siguröardóttir, Gullsmára 1, Kópavogi. Sunnud. 1. desember 85ÁRA Gunnar Baldur Guðnason, Hraunbæ 116, Reykjavík. 80ÁRA Sigríður Benediktsdóttir, Eyjaholti lOa, Garði. Hún tekur á móti ættingjum og vinum að Giljaseli 6, Reykjavík, á morgun kl. 15.00. Gunnar H. Jónsson, Snorrabraut 58, Reykjavík. Magnús St. Magnússon, Miðvangi 165, Hafnarfirði. Sigríður Jónsdóttir, Lagarási 12, Egilsstöðum. 75ÁRA Guðmundur Helgason, Akurgerði 60, Reykjavík. Margrét Friðriksdóttir, Grettisgötu 46, Reykjavík. Margrét S. Jóhannesdóttir, Skarösbraut 15, Akranesi. 70 ÁRA Kristín Magnúsdóttir, Unufelli 23, Reykjavík. Örn Norðdal Magnússon, Heiöarbrún 63, Hveragerði. 60 ÁRA Hrollaugur Marteinsson, ^-1 Silfurbraut 6, | Höfn. ^ann er a® heiman á | afmælisdaginn. Eggert Ólafsson, Jörfa, Reykjavík. Einar Gestsson, Árskógum 6, Reykjavík. Guðbjarni Jóhannsson, Vesturgötu 98, Akranesi. Jón Sverrir Jónsson, Varmadal 2, Reykjavík. Kjartan Friðgeirsson, Urðarbraut 3, Kópavogi. Lára Hafdís J. Óskarsdóttir, Irabakka 28, Reykjavík. Oddur Gunnarsson, Greniteigi 36, Keflavík. 50 ÁRA Alba Lucia Alvarez, Vesturgötu 19, Keflavík. Anna K. Þorsteinsdóttir, Víðigrund 17, Kópavogi. Bjarma Didriksen, Nökkvavogi 42, Reykjavík. Bryndís K. Sigursteinsdóttir, Hlíðarvegi 29, Ólafsfiröi. Elísa J. Sigursteinsdóttir, Haukshólum 7, Reykjavík. Guðmundur Benjamínsson, Árnatúni 2, Stykkishólmi. Lárus Þórarinn Blöndal, Lautasmára 1, Kópavogi. Sigríður Tómasdóttir, Mosarima 7, Reykjavík. Símon Kristjánsson, Blómahæð 5, Garðabæ. Þorsteinn Rúnar Eiríksson, Garðarsvegi 26, Seyöisfirði. Þórunn Ragna Óladóttir, Fellsbraut 3, Skagaströnd. 40 ÁRA Elías Bergmannsson, Skálatúni, Mosfellsbæ. Ester Ólafsdóttir, Vorsabæ 20, Reykjavík. Freyr Baldursson, Urðarbakka 18, Reykjavík. Guðrún Lára Brynjarsdóttir, Óöinsvöllum 13, Keflavík. Hafdís Sturlaugsdóttir, Húsavík, Hólmavík. Hugrún Gunnarsdóttir, Sunnuflöt 11, Garöabæ. Margrét Óskarsdóttir, Hjaltabakka 20, Reykjavík. Óðinn Vermundsson, Smáratúni 14, Selfossi. Ólafur Þórir Hansen, Laugalind 4, Kópavogi. Snorri Ingvarsson, Laugarnesvegi 74, Reykjavlk. Snorri Traustason, Framnesvegi 11, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.