Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Side 2
2 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 DV Fréttir Jón Gerald gegn Jóhannesi í Bónus vegna skemmtibátsins: Stefnir fyrir meint meinsæri - fyrir bandarískum dómstól Lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers hefur sent bandarískum dómstólum er- indi þar sem Jó- hannesi Jóns- syni, kenndum við Bónus, er borið á brýn að hafa framið meinsæri i réttarhöldum í Flór- ídaríki á dögunum. Réttarhöldin fóru fram vegna málaferla Gaums, fjárfestingarfélags feðganna Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu, annars vegar og Jóns Geralds Sullenbergers hins vegar. Jón Gerald staðfesti þetta við DV í gærkvöld. Erindið er í framhaldi af vitna- leiðslum fyrir dómi í Flórida vegna harðra átaka Jóns Geralds og feðganna um yfirráð yfir skemmtibátnum Thee Viking, sem er í eigu New Viking, félags Jóns Jóhannes Jón Ásgeir Jónsson. Jóhannesson. Geralds. Dómari í Flórída ógilti sl. mánudag kyrrsetningaraðgerð feðganna á skemmtibátnum. Áður en málsókn þeirra vegna margum- rædds skemmtibáts og kyrrsetn- ingar hennar var tekin fyrir í rétti í Flórídaríki skrifaði Jóhannes undir skjal hjá lögmanni sínum þar sem lagður er eiður að því að atvikalýsing í skjalinu sé rétt. Þetta skjal er grundvöllur þess að mál eru tekin fyrir. Við yfirheyrslur í réttinum gaf Jóhannes hins vegar svör sem lög- maður Jóns taldi að ekki væru í samræmi við þetta skjal. í endurriti dómsins kem- ur síðan fram að Jóhannes skilji ensku illa og hafi ekki vitað undir hvað hann var að skrifa né held- ur að þetta væri opinbert skjal sem tengdist mála- ferlunum. Þegar dóm- arinn spyr Jóhannes hvort hann hafi ekki vitað hvað hann hafi verið að undirrita svarar hann að það hafi veriö dóttir hans, sem hann treystir, sem hafi lesið skjal- ið yfir. Þá segir dómarinn (lauslega þýtt): „Svo hún sagði í rauninni, ég hef lesið þetta. Þér er óhætt að skrifa undir.“ Jóhannes: „Já.“ Þá kveður dómarinn upp úr um það að eiðfesta skjalið sé ómerkt og að krafa lögmanna Jóns um að kyrrsetning skemmtibátsins verði felld nið- ur sé samþykkt. Dómarinn segir að tímabundin kyrrsetning hafi verið byggð á þessari eiðsvörnu yfirlýsingu en maðurinn sem undirritaði yfirlýs- inguna hafi yfirhöfuð ekki þekkt efni hennar. Að þvi loknu sleit dómarinn réttarhaldinu og neitaði lögmönn- um Gaums um svigrúm til lög- fræðilegra bolialegginga. -hlh/JSS Jón Gerald Sullenberger. Frétt DV sl. miðvlkudag. Skíðasvæðin: Ráðgert að opna í Hlíðarfjalli „Snjórinn er nægur og hér fyrir norðan er veturinn kominn," segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðu- maður skíðasvæðisins í HlíðarfjaUi, ofan Akureyrar, í samtali við DV í gær. Ráðgert hefur verið að opna þar í dag en endanleg ákvörðun veltur á þvi að veður verði þokkalegt. í Bláfjöllum er snjór nú 10 til 15 cm en er ekki jafnfallinn. Snjóa þarf annað eins til að gott færi myndist. Á Isafirði var ekki mikill snjór í gær og skíðasvæðiö lokað. Ef áhug- inn var mikill mátti fara á göngu- skíði. -sbs DV-MYND TEITUR Tilbúln í Evróvisjón Þetta erJúróvison lag söng Spaugstofan um áriö og nú hafa bæst viö fimmtán júróvisionlög sem keppa um þann eft- irsótta póst aö vera framlag íslands í næstu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstööva, eöa Evróvisjón eins og keppn- in eryfirleitt nefnd. Sjónvarpiö kynnti flytjendur laganna í gær og má segja aö kynslóöaskipti séu aö veröa í þeim hópi, en ungir söngvarar eru áberandi eins og sjá má á myndinni. Hvaöa lag hlýtur heiöurinn veröur ekki Ijóst fyrr en í beinni útsendingu í sjónvarpinu frá Háskólabíói, þar sem keppnin fer fram 15. febrúar. Aöalkeppnin fer síöan fram í Riga í Lettlandi 24. maí og er íslenska lagið fyrst í röðinni. íslensk heilbrigðisyfirvöld í samvinnu við aðrar Norðurlandaþjóðir: Kaupmannahöfn: Engar nýjar vísbendingar Leitin að Guðrúnu Björgu Svan- björnsdóttur, 31 árs konu frá Akur- eyri, sem leitað hefur verið í Kaup- mannahöfn und- anfarið, hefur enn ekki borið árangur. Eins og fram kom í DV í gær var í fyrra- dag tvígang tekið út bankareikn- ingi hennar þar ytra, það er í hraðbanka í mið- borginni. Það eru fyrstu og hingað til einu vísbending- amar sem hingað til liggja fyrir um ferðir hennar, frá því að hún fór af landi brott sem var þann 27. desem- ber. Kaupmannahafnarlögreglan annast leitina ytra og hér heima í sambandi við alþjóðadeild Ríkislög- reglustjóra vegna málsins. -sbs Guörún Björg Svanbjörnsdóttir. ER FULLREYNT MEÐ GLEÐI- BANKANN?!! Safna bóluefni gegn sýklahernaði _ 40-50.000 skammtar af bóluefni gegn bólusótt nú til í landinu íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa, í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld hinna Norðurlandaþjóðanna, hafið söfnun bóluefnis gegn bólusótt í Ijósi þess að til sýklahemaðar gæti komið. Að sögn Haraldar Briem sóttvama- læknis era nú til 40-50.000 skammtar í landinu. Stefnt er að því að afla frek- ari birgða til að eiga tiltækar, bæði hér á landi og annars staðar á Norður- löndunum. Haraldur sagði að heilbrigðisráð- herrar Norðurlandanna hefðu unnið að því á síðasta ári að marka skýra, sameiginlega stefhu landanna í ljósi þess að til sýklahernaðar gæti komið. Ráðherrarnir hafi óskað eftir tillögum um hvemig bregðast ætti sérstaklega við bólusótt. Danir hefðu síðan gefið íslendingum það magn sem nú væri til í landinu. „Mjög mikilvægt er að ákveða hvemig menn ætla að nota þetta," sagði Haraldur. „Það er þrennt sem Hataldur Brlem. fmhnigAin miirtf. um öðrum sýkla- vopnum því hún smitast svo auðveld- lega mUli manna og getur náð mikiUi útbreiðslu. Ef aUar þessar þrjár að- ferðir eru notaðar telja menn að ekki þurfi að bólusetja aUa í þjóðfélaginu heldur einungis þá sem eru í kringum tilfeUi sem kynnu að koma upp. En svo væri hugsanlegt að árás gæti ver- ið með þeim hætti að bólusótt kæmi upp víða í þjóðfélögunum. Þess vegna vUja meni],eiga nóg af bóluefni." Haraldur sagðist telja ólíklegt að menn vörpuðu yfir Island eiturefna- vopnum sem verkuðu staðbundið á landsmenn. Ef, hins vegar, yrði gerð bólusóttarárás á alþjóðlegan flugvöU erlendis þá gæti smitað fólk ferðast hingað tU lands. Smitið kæmi ekki i ljós fyrr en eftir viku tU tíu daga. Haraldur sagði enn fremur að met- ið yrði hvort farið yrði út í almennar bólusetningar í samræmi við mat á þeirri áhættu sem fyrir hendi væri. „Áhættan er mjög lítU,“ sagði hann. „En afleiðingarnar af bólusótt yrðu mjög miklar. Þó búið sé að útrýma þessum sjúkdómi í heiminum þá er vitað að veiran er geymd í Bandaríkj- unum og Rússlandi. Einnig er vitað að hún var tU víða í gömlu Sovétríkj- unum, þar sem hún var ætluð tU þess að nota í hemaði. Ekki er vitað hvort náðist í aUt efnið eða hvort eitthvað af því lenti hjá einhverjum sem síst skyldu hafa það undir höndum." -JSS Fékk kvígu að gjöf Guðni Ágústs- son fékk góða gjöf í gær þegar bónda- konur færðu hon- um kvíguna Fram- tíð að gjöf. Guðni á hins vegar ekki fjós og þess vegna gaf hann Land- búnaðarháskólan- um á Hvanneyri kvíguna og kvaðst að sögn vonast tU að Framtíð væri góð mjólkurkýr. Ráðherrann fékk gjöfina í tUefni af undirritun samstarfssamn- ings um verkefnið GuUið heima en það er grasrótarhreyfing bænda- kvenna, Lifandi landbúnaður, sem stendur að því. mbl.is greindi frá. Sekt fyrir brot á lögum KauphöU íslands hefur ákveðið að sekta Búnaðarbanka íslands um 4,5 mijljónir króna fyrir að hafa brotið lög þegar tveir af æðstu stjómendum bankans gerðu samning við félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fleiri um að félagið gæti fest kaup á hlutabréfum bankans í Fjárfestingafé- laginu Straumi. Viðskiptin tengdust baráttunni um yfirráð yfir íslands- banka. RÚV greindi frá. Flug til Kanada að hefjast Kanadíska flugfélagið HMY Air- ways hefur fengið leyfi til farþega- flugs mUli landanna. Út næsta mánuð mun fargjaldið báðar leiðir verða um 25 þúsund krónur. Flugfélagið hóf reglulegt flug mUli Kanada og megin- lands Evrópu í síðasta mánuði, með miUUendingu hér á landi. Stefnt er að "ugi tU Kanada fimm sinnum i viku. Snjóflóð féll Snjóflóð féU í Vattarnesskriðum á Austfjörðum í gær. Vegurinn lokaðist i kjölfarið. Virkjað i Albaníu Landsvirkjun ihugar nú að taka þátt i byggingu vatnsaflsvirkjunar í Albaniu. FuUtrúar fyrirtækisins hafa kannað aðstæður og undirbúa nú hag- kvæmniathugun á verkefninu. RÚV greindi frá. Þjóðin andvíg spilavítum MikUl meirihluti þjóðarinnar er andvigur því að spUaviti eigi að vera lögleg hérlendis. Þetta er meðal niður- staðna nýrrar könnun IBM Business. Úrtakið var 600 manns og sögðust 67,8% andvíg lögleiðingu spUavita, 27,6% voru því fylgjandi en 4,5% tóku ekki afstöðu. mbl.is greindi frá. Hundrað hús rísa MikU gróska er í húsbyggingum í Hveragerði um þessar mundir. Um 100 ný íbúðarhús munu í byggingu en fyrir eru 500 hús í bænum. Nýju íbú- arnir koma víða að en flestir þó úr höfuðborginni. RÚV greindi frá. Lyfjaverð verði endurskoðað Stjóm Landspítalans telur nauð- synlegt að verðmyndun lyfja verði tekin tU skoðunar. Stjómin hefur far- ið þess á leit við heUbrigðisyfirvöld að þau endurskoði reglur er varða skrán- ingu lyfja. Þetta kemur fram í viku- legu fréttabréfi heUbrigðisráðuneytis- ins sem er að finna á Netinu. Ritstýrir Kistunni Soffia Auður Birgisdóttir hefur ver- ið ráðin ritstjóri Kistunnar. Soffia Auður hefur lokið cand.mag. prófi í bókmenntum frá Hí og stundað dokt- orsnám við háskólann í Suður-Kar- ólínu. ,aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.