Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 DV Fréttir Jón Gerald gegn Jóhannesi í Bónus vegna skemmtibátsins: Stefnir fyrir meint meinsæri - fyrir bandarískum dómstól Lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers hefur sent bandarískum dómstólum er- indi þar sem Jó- hannesi Jóns- syni, kenndum við Bónus, er borið á brýn að hafa framið meinsæri i réttarhöldum í Flór- ídaríki á dögunum. Réttarhöldin fóru fram vegna málaferla Gaums, fjárfestingarfélags feðganna Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu, annars vegar og Jóns Geralds Sullenbergers hins vegar. Jón Gerald staðfesti þetta við DV í gærkvöld. Erindið er í framhaldi af vitna- leiðslum fyrir dómi í Flórida vegna harðra átaka Jóns Geralds og feðganna um yfirráð yfir skemmtibátnum Thee Viking, sem er í eigu New Viking, félags Jóns Jóhannes Jón Ásgeir Jónsson. Jóhannesson. Geralds. Dómari í Flórída ógilti sl. mánudag kyrrsetningaraðgerð feðganna á skemmtibátnum. Áður en málsókn þeirra vegna margum- rædds skemmtibáts og kyrrsetn- ingar hennar var tekin fyrir í rétti í Flórídaríki skrifaði Jóhannes undir skjal hjá lögmanni sínum þar sem lagður er eiður að því að atvikalýsing í skjalinu sé rétt. Þetta skjal er grundvöllur þess að mál eru tekin fyrir. Við yfirheyrslur í réttinum gaf Jóhannes hins vegar svör sem lög- maður Jóns taldi að ekki væru í samræmi við þetta skjal. í endurriti dómsins kem- ur síðan fram að Jóhannes skilji ensku illa og hafi ekki vitað undir hvað hann var að skrifa né held- ur að þetta væri opinbert skjal sem tengdist mála- ferlunum. Þegar dóm- arinn spyr Jóhannes hvort hann hafi ekki vitað hvað hann hafi verið að undirrita svarar hann að það hafi veriö dóttir hans, sem hann treystir, sem hafi lesið skjal- ið yfir. Þá segir dómarinn (lauslega þýtt): „Svo hún sagði í rauninni, ég hef lesið þetta. Þér er óhætt að skrifa undir.“ Jóhannes: „Já.“ Þá kveður dómarinn upp úr um það að eiðfesta skjalið sé ómerkt og að krafa lögmanna Jóns um að kyrrsetning skemmtibátsins verði felld nið- ur sé samþykkt. Dómarinn segir að tímabundin kyrrsetning hafi verið byggð á þessari eiðsvörnu yfirlýsingu en maðurinn sem undirritaði yfirlýs- inguna hafi yfirhöfuð ekki þekkt efni hennar. Að þvi loknu sleit dómarinn réttarhaldinu og neitaði lögmönn- um Gaums um svigrúm til lög- fræðilegra bolialegginga. -hlh/JSS Jón Gerald Sullenberger. Frétt DV sl. miðvlkudag. Skíðasvæðin: Ráðgert að opna í Hlíðarfjalli „Snjórinn er nægur og hér fyrir norðan er veturinn kominn," segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðu- maður skíðasvæðisins í HlíðarfjaUi, ofan Akureyrar, í samtali við DV í gær. Ráðgert hefur verið að opna þar í dag en endanleg ákvörðun veltur á þvi að veður verði þokkalegt. í Bláfjöllum er snjór nú 10 til 15 cm en er ekki jafnfallinn. Snjóa þarf annað eins til að gott færi myndist. Á Isafirði var ekki mikill snjór í gær og skíðasvæðiö lokað. Ef áhug- inn var mikill mátti fara á göngu- skíði. -sbs DV-MYND TEITUR Tilbúln í Evróvisjón Þetta erJúróvison lag söng Spaugstofan um áriö og nú hafa bæst viö fimmtán júróvisionlög sem keppa um þann eft- irsótta póst aö vera framlag íslands í næstu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstööva, eöa Evróvisjón eins og keppn- in eryfirleitt nefnd. Sjónvarpiö kynnti flytjendur laganna í gær og má segja aö kynslóöaskipti séu aö veröa í þeim hópi, en ungir söngvarar eru áberandi eins og sjá má á myndinni. Hvaöa lag hlýtur heiöurinn veröur ekki Ijóst fyrr en í beinni útsendingu í sjónvarpinu frá Háskólabíói, þar sem keppnin fer fram 15. febrúar. Aöalkeppnin fer síöan fram í Riga í Lettlandi 24. maí og er íslenska lagið fyrst í röðinni. íslensk heilbrigðisyfirvöld í samvinnu við aðrar Norðurlandaþjóðir: Kaupmannahöfn: Engar nýjar vísbendingar Leitin að Guðrúnu Björgu Svan- björnsdóttur, 31 árs konu frá Akur- eyri, sem leitað hefur verið í Kaup- mannahöfn und- anfarið, hefur enn ekki borið árangur. Eins og fram kom í DV í gær var í fyrra- dag tvígang tekið út bankareikn- ingi hennar þar ytra, það er í hraðbanka í mið- borginni. Það eru fyrstu og hingað til einu vísbending- amar sem hingað til liggja fyrir um ferðir hennar, frá því að hún fór af landi brott sem var þann 27. desem- ber. Kaupmannahafnarlögreglan annast leitina ytra og hér heima í sambandi við alþjóðadeild Ríkislög- reglustjóra vegna málsins. -sbs Guörún Björg Svanbjörnsdóttir. ER FULLREYNT MEÐ GLEÐI- BANKANN?!! Safna bóluefni gegn sýklahernaði _ 40-50.000 skammtar af bóluefni gegn bólusótt nú til í landinu íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa, í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld hinna Norðurlandaþjóðanna, hafið söfnun bóluefnis gegn bólusótt í Ijósi þess að til sýklahemaðar gæti komið. Að sögn Haraldar Briem sóttvama- læknis era nú til 40-50.000 skammtar í landinu. Stefnt er að því að afla frek- ari birgða til að eiga tiltækar, bæði hér á landi og annars staðar á Norður- löndunum. Haraldur sagði að heilbrigðisráð- herrar Norðurlandanna hefðu unnið að því á síðasta ári að marka skýra, sameiginlega stefhu landanna í ljósi þess að til sýklahernaðar gæti komið. Ráðherrarnir hafi óskað eftir tillögum um hvemig bregðast ætti sérstaklega við bólusótt. Danir hefðu síðan gefið íslendingum það magn sem nú væri til í landinu. „Mjög mikilvægt er að ákveða hvemig menn ætla að nota þetta," sagði Haraldur. „Það er þrennt sem Hataldur Brlem. fmhnigAin miirtf. um öðrum sýkla- vopnum því hún smitast svo auðveld- lega mUli manna og getur náð mikiUi útbreiðslu. Ef aUar þessar þrjár að- ferðir eru notaðar telja menn að ekki þurfi að bólusetja aUa í þjóðfélaginu heldur einungis þá sem eru í kringum tilfeUi sem kynnu að koma upp. En svo væri hugsanlegt að árás gæti ver- ið með þeim hætti að bólusótt kæmi upp víða í þjóðfélögunum. Þess vegna vUja meni],eiga nóg af bóluefni." Haraldur sagðist telja ólíklegt að menn vörpuðu yfir Island eiturefna- vopnum sem verkuðu staðbundið á landsmenn. Ef, hins vegar, yrði gerð bólusóttarárás á alþjóðlegan flugvöU erlendis þá gæti smitað fólk ferðast hingað tU lands. Smitið kæmi ekki i ljós fyrr en eftir viku tU tíu daga. Haraldur sagði enn fremur að met- ið yrði hvort farið yrði út í almennar bólusetningar í samræmi við mat á þeirri áhættu sem fyrir hendi væri. „Áhættan er mjög lítU,“ sagði hann. „En afleiðingarnar af bólusótt yrðu mjög miklar. Þó búið sé að útrýma þessum sjúkdómi í heiminum þá er vitað að veiran er geymd í Bandaríkj- unum og Rússlandi. Einnig er vitað að hún var tU víða í gömlu Sovétríkj- unum, þar sem hún var ætluð tU þess að nota í hemaði. Ekki er vitað hvort náðist í aUt efnið eða hvort eitthvað af því lenti hjá einhverjum sem síst skyldu hafa það undir höndum." -JSS Fékk kvígu að gjöf Guðni Ágústs- son fékk góða gjöf í gær þegar bónda- konur færðu hon- um kvíguna Fram- tíð að gjöf. Guðni á hins vegar ekki fjós og þess vegna gaf hann Land- búnaðarháskólan- um á Hvanneyri kvíguna og kvaðst að sögn vonast tU að Framtíð væri góð mjólkurkýr. Ráðherrann fékk gjöfina í tUefni af undirritun samstarfssamn- ings um verkefnið GuUið heima en það er grasrótarhreyfing bænda- kvenna, Lifandi landbúnaður, sem stendur að því. mbl.is greindi frá. Sekt fyrir brot á lögum KauphöU íslands hefur ákveðið að sekta Búnaðarbanka íslands um 4,5 mijljónir króna fyrir að hafa brotið lög þegar tveir af æðstu stjómendum bankans gerðu samning við félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fleiri um að félagið gæti fest kaup á hlutabréfum bankans í Fjárfestingafé- laginu Straumi. Viðskiptin tengdust baráttunni um yfirráð yfir íslands- banka. RÚV greindi frá. Flug til Kanada að hefjast Kanadíska flugfélagið HMY Air- ways hefur fengið leyfi til farþega- flugs mUli landanna. Út næsta mánuð mun fargjaldið báðar leiðir verða um 25 þúsund krónur. Flugfélagið hóf reglulegt flug mUli Kanada og megin- lands Evrópu í síðasta mánuði, með miUUendingu hér á landi. Stefnt er að "ugi tU Kanada fimm sinnum i viku. Snjóflóð féll Snjóflóð féU í Vattarnesskriðum á Austfjörðum í gær. Vegurinn lokaðist i kjölfarið. Virkjað i Albaníu Landsvirkjun ihugar nú að taka þátt i byggingu vatnsaflsvirkjunar í Albaniu. FuUtrúar fyrirtækisins hafa kannað aðstæður og undirbúa nú hag- kvæmniathugun á verkefninu. RÚV greindi frá. Þjóðin andvíg spilavítum MikUl meirihluti þjóðarinnar er andvigur því að spUaviti eigi að vera lögleg hérlendis. Þetta er meðal niður- staðna nýrrar könnun IBM Business. Úrtakið var 600 manns og sögðust 67,8% andvíg lögleiðingu spUavita, 27,6% voru því fylgjandi en 4,5% tóku ekki afstöðu. mbl.is greindi frá. Hundrað hús rísa MikU gróska er í húsbyggingum í Hveragerði um þessar mundir. Um 100 ný íbúðarhús munu í byggingu en fyrir eru 500 hús í bænum. Nýju íbú- arnir koma víða að en flestir þó úr höfuðborginni. RÚV greindi frá. Lyfjaverð verði endurskoðað Stjóm Landspítalans telur nauð- synlegt að verðmyndun lyfja verði tekin tU skoðunar. Stjómin hefur far- ið þess á leit við heUbrigðisyfirvöld að þau endurskoði reglur er varða skrán- ingu lyfja. Þetta kemur fram í viku- legu fréttabréfi heUbrigðisráðuneytis- ins sem er að finna á Netinu. Ritstýrir Kistunni Soffia Auður Birgisdóttir hefur ver- ið ráðin ritstjóri Kistunnar. Soffia Auður hefur lokið cand.mag. prófi í bókmenntum frá Hí og stundað dokt- orsnám við háskólann í Suður-Kar- ólínu. ,aþ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.