Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Page 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 T>V TILBDÐS DAGAR 50% AFSLÁTTUR GUESS VERÐ KR . 4. 5 50 m/afslætti GIVENCHY VERÐ KR. 6 . □ 5 □ M/AFSLÆTTI Frakkar vara við einhliða aðgerðum - Saddam Hussein ávarpaöi írösku þjóðina í gær Jacques Chirac Frakklandsforseti varaöi í gær við hvers konar ein- hliða hemaðaraðgerðum gegn írak og sagði það vera klárt brot á alþjóð- legum lögum. Hann sagði að vopna- eftirlitsmenn SÞ þyrftu nægilegan tíma til að ljúka starfi sínu í trak eftir fund með Hans Blix, formanni vopnaeftirlitsnefndarinnar. Sá síð- amefndi hélt síðan til Bretlands þar sem hann ræddi viö Tony Blair for- sætisráðherra um ástandið í írak. Rússar vöruðu einnig við því að hrapa að ályktunum varðandi fund eftirlitsmannanna á tómum eld- flaugahylkjum sem eru hönnuð til að geyma efnavopn. Viðbrögð Bandaríkjanna voru hins vegar þau að fundurinn væri „áhyggjuvald- andi og alvarlegur". Saddam Hussein ávarpaði þjóð sína í gær í tilefni af þvi að 12 ár voru liöin síðan Persaflóastríðið hófst og sagði hann að innrásarher- menn Bandaríkjanna myndu mæta skjótum dauða. Að þeim hafi ekki tekist að hertaka landið í síðustu til- raun og þeim væri greinilega ófært að læra af mistökum sinum. Af ræðu hans má ráða að hann hefur engan áhuga á að fara í útlegð eins og gefið hefur verið í skyn en því var einnig hafnað af leiðtogum arabaríkjanna i gær. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir í viðtali við REUTERS Saddam hvattur tll dáöa Palestínsk ungmenni efndu til mótmæla í gær þar sem aögeröum ríkis- stjórna ísraels og Bandaríkjanna var harölega mótmælt. Þeir sýndu hins veg- ar Saddam Hussein íraksforseta mikinn stuöning. þýska blaðiö Súddeutsche Zeitung í dag að ríkisstjórn Bandaríkjanna telji að það verði sannað til fuÚnustu áður en mánuðurinn er liðinn að írakar hafi ekki sýnt vopnaeftirlitsmönnum fullan sam- starfsvilja. Margar þjóðir telja að ný ályktun frá Öryggisráði SÞ sé nauð- synleg fyrir réttlætingu stríðsrekst- urs í írak en Powell telur það óþarfa. „Við höfum ávallt haldið fram að SÞ þurfi ekki aðra ályktun Öryggisráðsins til að grípa til að- gerða, ef við erum vissir í okkar sök að írak hafi gereyðingarvopn í sín- um fórum eða vilji framleiða þau,“ segir Powell meðal annars i viðtal- inu. Blix og Mohamed E1 Baradei halda til íraks um helgina og ræða meinta vopnaeign íraka við þarlend yfirvöld á morgun og mánudag. Talibanar safna liði í Afganistan Ríkisstjórnin í Afganistan er að grípa til aðgerða vegna frétta um að talibanar og liðsmenn al-Qaeda væru að safna liði í suðurhluta landsins. Um fimm þúsund lögreglu- þjónar hafa verið sendir til borgar- innar Spin Boldak sem er nærri landamærunum við Pakistan. Fregnir hafa einnig borist af átök- um talibana og hersveitum ríkis- stjórnarinnar á þessu svæði. Yfirmaður öryggismála í Spin Boldak, Mama Ubaidullah, sagði fréttastofu BBC að hann hefði upp- lýsingar þess efnis að einn leiðtoga talibana, Hafiz Abdur Rahim sem hefur veriö á flótta undan handtöku síðan ríkisstjóm talibana var komið frá, héldi til i borginni. Ubaidullah var þó fullviss um að lítið mál yrði að halda friðinn í borginni og að talibanar, undir stjóm Mullah Muhammad Omar, hefðu engu áorkað. Pakistönsk yfirvöld fylgjast grannt með gangi mála og halda uppi strangri gæslu á landamærum þjóðanna. Fyrir tveimur vikum voru tveir Afganar handteknir fyrir Flóttamenn í Afganistan Fjöldi Afgana flúöi landiö þegar ríkis- stjórn talibana var viö völd. að reyna að komast ólöglega yfir landamærin en þeir voru handtekn- ir og sleppt skömmu síðar. Um 60 þúsund pakistanskir hermenn munu vera við gæslustörf á landa- mæranum. Bjóða upp á nekt- arflug til Mexíkós Castaway-feröaskrifstofan í Houston í Texas, sem sérhæfir sig í mjög svo undarlegum ferðapökkun, hefur ákveöið að bjóða upp á nekt- arflugferð í vor, þá fyrstu sinnar tegundar sem sögur fara af. í fréttatilkynningu frá ferðaskrif- stofunni segir að kynlíf verði ekki leyft í ferðinni, sem fyrirhuguð er þann 5. maí nk„ en flogið veröur frá Miami til Cancun í Mexíkó þar sem dvalið verður á glæsihóteli í nokkra daga. Farkosturinn er heldur ekkert slor, eða 170 sæta Boeing 727 leigu- þota og verður áhöfnin, bæði flug- freyjur og flugmenn, sómasamlega klædd. Farþegar þurfa að vera fullklædd- ir við bókun og alveg þar til slökkt verður á sætisbeltaljósunum, en eft- ir það er frjáls klæðnaður þar til aft- ur verður kveikt á sætisbeltaljósun- um fyrir lendingu. Að sögn James Bailey, eiganda ferðaskrifstofunnar, verður alls vel- sæmis gætt í ferðinni og ekkert dað- ur eða lauslæti leyft. „Við erum þeg- ar búnir að bóka í meira en helming sætanna, sem sýnir að fólk tekur þessu uppátæki fagnandi. Fjárglæframaður fær dóm bandarískum armi .0g^ r írska bandalags- - bankans var í gær svik sem hljóðuðu upp á tæpa 55 milljarða króna. Hann sagði fyrir rétti aö hann væri „mjög miður sín“. Fjöldi látinna 27 Tala látinna í aurskriðunum í Brasilíu er komin upp í 27 og óttast er að sú tala muni enn hækka. Björgunarmenn reyndu að grafa sig í gegnum rústirnar en þeir voru ekki vongóðir um að finna neinn á lífi. Hætta rikir enn á svæðinu og geta 7 þúsund manns ekki snúið heim til sín um sinn. Ný ríkisstjórn á Grænlandi Upp úr stjómarsamstarfi Siumut- flokksins og Inúítabandalagsins slitnaði vegna deilu um töfralækni sem var kallaður til að reka illa anda úr skrifstofum ríkisstjómar- innar fyrir nokkru. Nýja bandalagið er á milli fyrmefnds Siumut-flokks og Atassut-flokks frjálslyndra. Loksins fyrir rétt HBelgiskur dóm- stóll hefur úrskurð- að að réttað skuli yfir Marc Dutroux, sem er sakaður um að hafa nauðgað og myrt fjórar ungar stúlkur auk þess að hafa nauðgað tveimur til viðbótar sem fundust á lífi á heimili hans. Hann var hand- tekinn fyrir 6 ánun. Líklegt er þó að réttarhöldin yfir honum, konu hans og þriðja aðila, Michal Lelievre, hefjist ekki fyrr en seint á árinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.