Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Side 21
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 2 Einfaldar máltíðir - Var eitthvað í vali fanganna á síðustu máltið sem kom þér á óvart? „Mér fannst sérstakt hvað sum- ar máltíðirnar voru óskaplega einfaldar. Mér fannst líklegt að í sumum tilvikum væri fólk að hverfa aftur til barnæsku sinnar með því að fá matinn sem það borðaði á sunnudögum í æsku. Sumar máltiðirnar virtust hafa mikla táknræna merkingu eins og hjá manninum sem valdi sér eitt epli sem síðustu máltíð. Hvort sem það var ætlunin þá fer maður ósjálfrátt að hugsa um ald- ingarðinn Eden og upphaf mann- kyns.“ Barbara segir að vegna þess að í öllum tilvikum fær áhorfandinn að vita hvaða glæp viðkomandi framdi að þá gefi það fólki færi á að draga sínar eigin ályktanir um samhengið milli máltíðarinnar og glæpsins. Hún segir að verk þetta sé ná- tengt öðrum verkum hennar sem fjalla um dauðann. Sem dæmi nefnir hún verk sem samanstóð af myndum af dánum börnum sem höfðu dáið snögglega og Bar- bara safnaði saman síðustu myndum af þeim. Hún safnaði einnig orðum í þýskri tungu sem lýsa því hvernig fólk deyr og saumaði þau í rúlluhandklæði, lík þeim sem sjást á almennings- klósettum. Síðan gátu menn dreg- ið sér nýjan og nýjan skammt af dauðaorðum. Þannig má segja að Barbara hafi lengi haft lifandi áhuga á dauðanum. „Það má eiginlega segja að ég sé að vinna með þá vissu að mannkynið sé ekki hamingju- samt þótt það reyni að vera það. Ég einbeiti mér að þessu ástandi." Myndi ekki vilja neitt - Þú hlýtur að hafa velt því fyr- ir þér við vinnslu verksins hvað þú myndir sjálf velja sem þína síðustu máltíð? „Ég held að ég hefði ekki lyst á neinum mat. Sérstaklega ekki þar sem ég fengi ekki að reykja." - Barbara segir að henni hafi borist boð um að sýna á Akureyri eftir að forstöðumaður safnsins sá verk hennar á sýningu í Berlín. Telur hún að list hennar sé mótuð af starfi hennar í leik- húsinu? „Ég held að innsetningar séu rökrétt framhald, af leikhúsinu því þær eru nokkurs konar leik- sýningar. Ég vann mikið með málverk og höggmyndir fyrst eft- ir að ég yfirgaf leikhúsið og býst við að það hafi verið einhvers konar hreinsun áður en ég sneri mér að innsetningunum. Svo fór ég að yfirtaka heil hús til að sýna í og fyrst í stað var það erfitt en nú sýna menn mér meiri skilning." - Sýningin á Akureyri var opn- uð í gærkvöld en Barbara kom til landsins fyrir rúmri viku til þess að annast uppsetningu sýningar- innar. En hvað er næst á dagskrá á ferli listamannsins? „Eftir þetta verk var mér boðið til Rússlands þar sem ég vann innsetningu. Síðan gerði ég verk sem heitir: I have a dream, sem hefur fengið verðlaun. Sú inn- setning hefur verið sýnd tvisvar sinnum en það er mikið verk að setja hana upp. Mitt næsta verkefni er að setja upp sýningu í Nebraska. Ég ætla að safna tárum fólks saman og HelQarhlacf 3Z>V KYPUR 10. - 24. apríl í lok apríl er veðrið á Kýpur óaðfinnanlegt. Meðalhiti er um 25°C og ávaxtaangan í lofti. Kýpverjar eru líka frábært fólk heim að sækja og í þessari Páskaferð bjóðum við einnig upp á tveggja daga skemmti- siglingu til Egyptalands með skoðunarferð til Kaíró og að Pýramídunum. Verð frá 87.500 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn á Ermitage Beach Hotel. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og föst aukagjöld. Verð frá 99.300 kr. Á mann í tvíbýli á Ermitage Beach Hotel í íbúð með einu svefnherbergi. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og föst aukagjöld. PORTUGAL 11. - 25. apríl Vorið í Portúgal er sólríkt og hlýtt og Páskaferðir okkar þangað fyllast æb'ð snemma. í Algarve bjóðum við vandaða gististaði og fyrirtaks fararstjórn auk skemmtilegra skoðunarferða. Verð frá 65.500 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn á Cantinho do Mar. í íbúð með einu svefnherbergi. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og föst aukagjöld. Verð frá 69.900 kr. Á mann í tvíbýli á Cantinho do Mar. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjóm og föst aukagjöld. MÁRITÍUS TERRA vyiv NOVA jsoi -SPENNANDI VALKOSTUR- Stangarhyf 3A 110 Reykjavik Sími: 591 9000 terranova.is 13. - 27. apríl Paradísareyjan í Indlandshafi með sínar sykurhvítu strendur og stórkostleg kóralrif verður ógleymanleg öllum þeim sem hana gista. Petta er ævintýralegt páskafrí! Verðfrá 158.300 kr. Á mann í tvíbýli á Hotel Le Surcouf. Innifalið: Flug, gisting, hálft fæði og ferðir til og frá flugvelli erlendis og föst aukagjöld. V/SA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.