Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 Helqarblaö H>'V 33 heldur bera framan í sig laxerol- íu sem gerir það að verkum að þeir glansa allir í framan eins og þeir séu að farast úr stressi og taugaveiklun. „Sérlega gott fyrir húðina," segir Steinn. Á undan sinni samtíð með Limbó - Steinn Ármann er ekki einn þeirra leikara sem voru ákveðnir í starfsvali frá barnæsku. Hann hætti í Flensborg og fór að vinna við smíðar og starfaði hjá Hag- virki. Síðan fóru þeir saman í inn- tökupróf í Leiklistarskólanum, hann og Davíð Þór Jónsson, félagi hans og vinur. Þeir komust báðir alla leið í hinn alræmda sextán manna hóp og sátu síðan hlið við hlið á tröppunum og opnuðu um- slögin sem fólu í sér þann dóm að Steinn kæmist inn en ekki Davíð. Steinn segir reyndar að sér hafi dauðleiðst um tima í skólanum, sérstaklega á öðrum vetri þegar hann segir að endalaus umræða og pælingar um leiklist hafi næstum hrakið sig út á götu. Það voru síðan Steinn Ármann og Davið sem segja má að hafi valdið kynslóðaskiptum í íslensku grini með þáttum sínum Radíus, Flugum í Dagsljósi og að ógleymd- um hinum frægu Limbó-skemmti- þáttum sem sýndir voru tvö eftir- minnileg laugardagskvöld í Sjón- varpinu fyrir 12-13 árum. Þeir þættir sem Steinn og Davíð gerðu í samvinnu við Óskar Jónasson fóru vægt sagt fyrir brjóstið á áhorfend- um og urðu aldrei nema tveir. „Fólk hringdi í okkur ofsareitt og spurði hvern djöfulinn þetta ætti eiginlega að þýða. Að vera að eyða peningum í svona fillagang," segir Steinn og glottir að endur- minningunni. - Bæði Skari skrípó og dúóið Jón Gnarr og Sigurjón komu fyrst fram í þessum undarlegu þáttum og þeir eru víða varðveittir á ís- lenskum heimilum og hafa í ár- anna rás öðlast nokkurs konar „cult“-status. í dag starfa Davíð og Steinn Ár- mann ekki saman en báðir hafa árum saman starfað sem skemmti- kraftar í mjög víðum skilningi þess orðs. Steinn hefur árum saman starfað á smíðaverkstæöi Sjón- varpsins og segist í rauninni stundum sjá eftir því að hafa ekki farið beint í Iðnskólann og tekið sveinspróf i húsasmíði. „Ég fæ alveg nóga útrás þegar ég er að leika og þarf ekkert að láta mikið á mér bera þess á milli. Ég fór að starfa sem skemmtikraftur því ég fékk ekki nóg að gera i leik- listinni og vissi aö ég gat þetta líka.“ Sannleikskomið í klisjunni Hann hefur sjaldan tekist á við dramatísk hlutverk heldur oftast verið í gamanleikjum, nú síðast í Með vífið í lúkunum sem gekk fyrir fullu húsi i nærri þrjú leik- ár í Borgarleikhúsinu. Það er hálfgerð klisja í leikhúsheimin- um að leikarar segjast festast í gamanrullum en kvörtunin heyr- ist eiginlega aldrei í hinn veginn því dramatískir leikarar vola sjaldan yfir því að fá ekki spreyta sig sem grínistar. Er það tilfellið að það leynist ófullnægður dramatískur leikari í brjósti allra gamanleikara? „Sambúð skemmtikraftsins og leikarans er góð og hvorugur tek- ur neitt frá hinum þótt annar þyki kannski ekki nógu fínn í sumum kreðsum. Skemmtikraft- ar eru færri en leikarar og hafa oft hærri laun. En ég held að það sé sannleiks- korn í klisjunni. Mér finnst alltaf afskaplega gaman þegar ég fæ tækifæri til aö takast á við dramatik og vildi gjarnan að þau væru fleiri." -PÁÁ Bk Goodrích rDekk - veldu aöeins það besta Vagnhöfða 23 • Sími 590 2000 www.benni.is BFCoodrích Umboösaðilar: Hjólbarðaverkstæði Bflabúðar Benna • Reykjavík Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns • Reykjavík Nesdekk • Seltjarnarnesi Dekk og smur • Stykkishólmi Léttitækni • Blönduósi Höldur • Akureyri Bflaþjónustan • Húsavík Smur og Dekk • Höfn Hornafirði IB Innflutningsmiðlun • Selfossi Góð verkfæri á fínu verði VISA-EURO LÉTTGREIÐSLUR í ÞRJÁ MÁNUÐI HJÁ BRÆÐRUNUM ORMSSON UMBOÐSMENN UM LAND ALLT AEG ©ORMSSON ÆlasCopco kr. 28.900.- AEGBORVB. 570 watt • 13 mm patróna kr. 34.900.- AEG BORVEL Rafhlöðuborvél • 12 volt • 1 rafhlaða kr. 21.900.- HÍTABLÁSARI Atlas-Copco •Hitablásari • 2000 w kr. 6.990.- kr. 9.900.- kr. 9.900.- SnNGSOG Atlas-Copco BSPE100 • 600 w RAFHLOÐU BORVÉL 12 volt»2 rafhlööur •13 mm patróna kr. 32.900. kr. 24.900- BROIHAMAR Atlas-Copco PFH20 • 560 w HJÓLSÖG Atlas-Copco K55 • 1500w kr. 24.900.- JUDARI Atlas-Copco VSSE20 • 260 w
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.