Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Side 4
4 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 T>V Fréttir í fyrsta skipti verður engin kjördeild í Hnífsdal: íbúar ósáttir og íhuga að Kjósa ekki íbúar í Hnífsdal á Vestfjörðum eru mikið fyrir að halda í hefðina og þar hafa menn ætíð haft sína eigin kjördeild fyrir kosningar. Fyrir nokkrum áratugum sam- einuðust byggðirnar í Skutuls- firði í eitt sveitarfélag, ísafjarðar- kaupstað, en alltaf héldu Hnífs- dælingar sinni kjördeild. Nú hef- ur hins vegar bæjarstjórn ísa- fjarðarbæjar samþykkt tillögur yfirkjörstjórnar þess efnis að kjördeildin fyrir íbúa Hnífsdals verði í grunnskólanum á ísafirði og er það i fyrsta skipti sem það hefur verið gert. Um 300 manns búa í Hnífsdalnum og eru 177 manns á kjörskrá. íbúar þar eru ekki ánægðir með þessa ákvörð- un og heyrst hefur að einhverjir þeirra muni jafnvel ekki kjósa í dag vegna þessa. Margrét Skúladóttir Hnífsdæl- ingur sagði í samtali við DV í gær að gömul hefð væri fyrir því að hafa kjördeild í Hnífsdal og því væru menn afar ósáttir við þessa ákvörðun bæjaryfirvalda á Isafirði. „Hnífsdalur er aðeins fimm kílómetra fyrir utan ísa- fjörð en þetta er spurning um prinsipp hjá okkur og við viljum halda í hefðina," sagði Margrét. „Við erum ekkert endilega að tala um að það þurfi að vera opið I tólf klukkutíma heldur dygði til dæmis að hafa opið í tvo til þrjá tíma bara til þess að fólk gæti mætt á staðinn og kosið.“ Spurð sagðist Margrét ekki vera búin að ákveða hvort hún myndi gera sér ferð til ísafjarðar til þess að kjósa. „Þetta er spurning um hversu þrjósk ég verð. Ég veit um marga sem hafa sagst ætla að vera heima á kjördag en svo get- ur vel verið að þeir hafi í staðinn kosið í utankjörfundaratkvæða- greiðslunni hjá sýslumannin- um,“ sagði Margrét. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri ísafjarðarbæjar, sagði að yf- irkjörstjórn hefði lagt fram þessa tillögu og hefði hún verið sam- þykkt þar sem menn hefðu talið að þetta myndi ekki breyta neinu fyrir íbúana, enda um mjög stuttar vega- lengdir að ræða. Hann benti þó á að Hnífsdalur væri gamalt byggðarlag með sínar hefðir og skildi hann því vel gremju þeirra. Hins vegar hefðu menn ekki séð fyrir að ákvörðunin myndi hafa þessi áhrif og þætti honum það mjög miður. -eká Halldór Halldórsson. Bankastræti: Vepslunareigendup fagna fpamkvæmdum Eins og borgarbúar hafa ef- laust tekið eftir standa yfir miklar lagfæringar i Banka- strætinu. Götunni hefur verið lokað og vinnutæki og tól eru þar allsráðandi. Aðgengi að verslununum er því ekki eins og best verður á kosið en þrátt fyrir það kvarta verslunareig- endur ekki heldur fagna margir þeirra því að verið sé að fegra borgina. Einn þeirra er Sævar Karl Ólason sem rekur verslun og gallerí í götunni. „Þetta er eins og alltaf þegar fólk er aö laga til hjá sér þá er alltaf drasl á meðan,“ sagði hann þegar DV náði tali af honum í gær. „Framkvæmdirnar eru á áætl- un og allt er til fyrirmyndar. Ég fagna þessum aðgerðum og hlakka til að sjá hvað allt verð- ur fínt að þeim loknum." Sæv- ar sagði að aðgengi að verslun- unum væri gott þar sem ágætar brýr hefðu verið settar upp fyr- ir framan þær. „Verktakarnir eru búnir að standa sig mjög vel og þegar einhver kemur að versluninni hætta þeir alltaf að vinna svo að fólk geti komist inn. Þetta líkist nánast móttök- um þjóðhöfðingja," sagði hann. Hann sagðist ekki hafa fundið mikið fyrir því að viðgerðirnar hefðu haft áhrif á reksturinn. „Það er helst að túristunum hafi fækkað því þeir finna okk- ur ekki. Hins vegar var ég að fá yfirlit frá Taxfree þar sem fram kom að við værum með 60 prósent af allri túristaverslun á Laugaveginum þrátt fyrir þess- ar raskanir. Ég get því ekki kvartað og ég mun bjóða viö- skiptavinum mínum í heljar- innar veislu þegar þessu lýk- ur,“ sagði Sævar Karl aö lok- um. -EKÁ Viðgerðir í Bankastræti Bankastræti hefur veriö iokaö um hríö vegna viögeröa og stendur til aö þeim ijúki 17. júní. DV-MYND GVA Olíubíll valt á Kjalarnesi Stór olíubíll, fullur af gasolíu, valt á Kjalarnesi um klukkan fimm í gærdag. Bíllinn mun hafa runnið á hliðina út af veginum er vegkantur gaf sig. Að sögn slökkviliðsins í Reykjavík voru þrjú þúsund og fimm hundruð lítrar af gasolíu í bílnum og mikil mildi að ekki fór verr. „Bíllinn valt rétt vestan við áhaldahúsið á Brautarholtsveginum.“ Að sögn slökkviliðsmanna urðu ekki slys á mönnum og ekki var heldur sjáanlegt að leki hefði komið að tanknum þannig að ekki er reikn- að með mengun af völdum slyss- ins. -Kip DV-MVND ÞÖK Mlldi að ekki fór verr Olíubíll, fullur af gasolíu, valt á Kjalarnesi í gærdag. í bílnum voru þrjú þús- und og fimm hundruö lítrar afgasolíu. Terra Nova og Portúgal: um nýtt hótel Nýtt hótel Terra Nova Sól í Portúgal íbúöahóteliö Hotel Vila Petra veröur nú helsti gististaöur íslendinga á Albufeira í Portúgal. Samið Ferðaskrifstofan Terra Nova Sól hefur gert nýjan samning um gist- ingu farþega sinna á hinum vin- sæla ferðamannastað, Albufeira í Portúgal. Samningurinn er við íbúðahótelið Hotel Vila Petra sem nú verður helsti gististaður ís- lendinga á þessum slóðum. Á sama tíma hefur Terra Nova-Sól slitið samningum við Paraiso de Albufeira-íbúðahótelið sem í gildi hafa verið undanfarin tvö ár. Við val á þessum gististað eru hafðar í huga allar þær kröfur sem til að mynda fjölskyldufólk gerir. Vila Petra er fjögurra stjarna glæsilegt íbúðahótel með afar vönduðum íbúðum. Þá eru þar veitingastaður, sundlaug, leik- herbergi barna og margt fleira - einnig stór og glæsilegur sund- laugargarður og tennisvöllur. Að sögn Goða Sveinssonar, markaðsstjóra Terra Nova-Sólar, þá er ferðaskrifstofan afar stolt að hafa náð samningum við Vila Petra. „Markmið okkar er að bjóða aðeins það besta sem völ er á hverju sinni á hverjum áfanga- stað. Við teljum aö með Vila Petra séum við nú með slíkan gististað undir höndum enda viðtökur á fyrstu tveimur dögum í sölu afar góðar." í gegnum tíðina hefur sólarbær- inn Albufeira verið einn vinsæl- asti viðkomustaður íslenskra ferðamanna erlendis og þúsundir fólks héðan sótt þar í sól og sælu. Farþegar Terra Nova-Sólar fljúga til Portúgals í beinu dagflugi með íslandsflugi. -sbs Upplýsingap um kjöp- deildlp og kjöpstaðl í gærmorgun hafði verið flett rúmlega 25 þúsund sinnum upp í kjörskrá Reykjavíkurkjör- dæmanna á vef Reykjavíkurborg- ar. Kjörskráin var sett á veflnn þann 30. apríl sl. og hafa fletting- ar verið 1 til 3000 á hverjum degi síðan og farið fjölgandi síðustu daga. Til þess að fletta upp í kjör- skránni á vefnum þarf einungis að fara á www.reykjavik.is, fara inn á kjörskrá 2003, slá inn kennitölu eða nafn og heimilis- fang og þá fást upplýsingar um þann kjörstað sem kjösa skal á og i hvaða kjördeild. í ljósi þess að Reykjavík er nú í fyrsta sinn skipt í tvö kjördæmi er nokkuð um að fólk sé í vafa um hvoru kjördæminu það tilheyrir og kemur þessi mikla aðsókn að raf- rænu kjörskránni því ekki á óvart. Kjörskráin verður opin á vefnum í dag þar til kjörstöðum verður lokað en nánari auglýsing um kjörstaði í Reykjavík er einnig í DV í dag. -EKÁ Menntaskólinn á Akureyri: Jón Már veröur skólameistari Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra hefur skipað Jón Má Héðinsson í embætti skóla- meistara Menntaskólans á Akur- eyri frá 1. ágúst nk. Jón Már hóf störf hjá MA árið 1980 og hefur gegnt embætti aðstoðarskóla- meistara frá árinu 1996. Alls sóttu sjö um embættið en skóla- nefnd var einróma í umsögn sinni til menntamálaráðherra að Jón Már yrði skipaður í embætt- ið. Byrgið fær nýtt húsnæði: Þakkap fypjp stuðning og velvild Byrgið hefur skrifað undir samning við Fasteignir rík- isins vegna Efri-Brúar sem fjármálaráðu- neytiö keypti á dögunum sem meðferðarheim- ili fyrir Byrgið. Byrgið hefur haft aðsetur sitt í Rockville en mun yfirgefa það 1. júní nk. Þá er verið ganga frá afnotasamn- ingi á húseign Landspítala - há- skólasjúkrahúss á Vífilsstöðum sem heilbrigðisráðuneytið, sjúkrahúsið og Byrgið koma að. í næstu viku verður síðan und- irritaður þjónustusamningur á milli félagsmálaráðuneytisins og Byrgisins vegna vistunar 55 ein- staklinga í hverjum mánuði. Áfangahús verður starfrækt á vegum Byrgisins í Reykjavík fyrir 20 manns og einnig er í undirbúningi samningur á veg- um dómsmálaráðuneytisins og Byrgisins vegna fanga í fíkn. I tilkynningu frá Byrginu þakkar Guðmundur Jónsson forstöðu- maður íslensku ríkisstjórninni, forsvarsmönnum Landspítala - háskólasjúkrahúss, Pokasjóði verslunarinnar og öðrum fyrir- tækjum og einstaklingum fyrir einstakan stuðning og velvild í garð Byrgisins. -EKÁ Guðmundur Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.