Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Page 9
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003
Fréttir
DV
Verðhjöðnun
ógnar stöðugleikanum
Bardaginn við verðbólgudrauginn
hefur staðið yfir linnulítið síðan
heimsstríðið batt enda á efnahags-
kreppuna miklu og verðfallið sem
henni fylgdi á fjóröa áratug aldarinn-
ar sem leið. Dýrtíðin sem á eftir
fylgdi lék efnahag margra ríkja grátt
og óstöðugleikinn torveldaði stjórn
peningamála og ríkisstjórnir voru
dæmdar eftir því hvernig þeim gekk
að vernda gjaldmiðla sína með mis-
jafnlega gáfulegum bellibrögðum.
Samt varð þetta mesta framfaraskeið
í sögu mannkyns og lífshættir og al-
menn velmegun tók miklum breyt-
ingum til hins betra. En með nýrri
þúsöld fór að bóla á uppvakningi sem
nútíminn þekkir ekki nema af af-
spurn. Verðhjöðnun ógnar nú stöð-
ugleikanum og efnahagskerfunum og
alþjóðlegu bankastofnanirnar hvetja
til hóflegrar verðbólgu.
Um miðjan síðasta mánuð ráðlagði
yfirhagfræðingur Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins evrópska seðlabankanum í
Frankfurt að stefna að 2,5% verð-
bólgu í stað 2% en nú er takmark
evrulandanna að hún fari ekki yfir
2%. Seðlabankinn í Japan fær sömu
skilaboð en þar í landi hefur verð-
lækkun á hvers kyns vöru og þjón-
ustu dregið verulega úr hagvexti og
ef fram heldur sem horfir blasir al-
varleg verðhjöðnun viö með ófyrir-
sjáanlegum aileiðingum.
Eftir uppsveifluna miklu á árun-
um fyrir aldamótin hafa hlutbréfa-
markaðir látið mjög á sjá og er fjár-
hagur fyrirtækja og peningastofnana
víöa í uppnámi. Þýskaland er öflug-
asta ríkið innan ESB og þar er sam-
dráttar farið að gæta verulega með
tilheyrandi atvinnuleysi og annarri
óáran. í ár er spáð aðeins 1,1% hag-
vexti í Evrulöndum en 2,2% í BNA
sem þó dugir ekki til að draga úr at-
vinnuleysinu vestra. En í Þýskalandi
verður hagvöxtur ekki meiri en
0,5%.
Öfugt við hin svokölluðu iðnríki
er góður hagvöxtur í Kína og keppast
aðrar þjóðir við að efla viðskipti og
fjárfesta í fjölmennasta ríki heims.
Þá er Rússland að láta til sín taka í
heimsviðskiptunum og þar er hag-
vöxtur mun meiri en í ríkjum innan
ESB.
Kaupmátturinn
dýru verði keyptur
Svo virðist sem framleiðslugeta sé
komin langt fram úr þörfum markað-
anna. Styrkir og niðurgreiðslur til
valinna atvinnugreina geta virkað
öfugt við það sem til er ætlast og
skekkt alla samkeppnisaðstöðu. En
krafa neyslusamfélaganna er að fá
mikiö fyrir lítið og henni verður að
mæta.
Samkvæmt tilgátu sem sett er
fram í Newsweek eru það þrír höf-
uðþættir sem hafa mest áhrif á verð-
hjöðnunina í heiminum. Það er hrað-
vaxandi samkeppnishæfni Kína, Net-
ið og lágvöruverslunin Wal-Mart.
Lágur framleiðslukostnaður í Kína
ógnar öðrum samkeppnissvæðum.
Verslun gegnum Netið og sérstaklega
handhægur verðsamanburður á
næstum allri vöru og þjónustu lækk-
ar sjálfkrafa allt verðlag. Þar er jafn-
vel hægt að fá góð tilboð í vexti og
aðra skilmála varðandi lántökur.
Lágvörukeðjan Wal-Mart framkvæm-
ir það sem lýðskrumarar lofa en
standa ofast ekki við; að auka lífs-
gæðin með síminnkandi kostnaði.
Það gerir verslanakeðjan með því
að notfæra tækni Netsins til að
lækka kostnað og selja gífurlegt
magn af ódýrri framleiðsluvöru frá
Kína. Til að standast samkeppnina
feta önnur fyrirtæki í sömu fótspor
og verðlag lækkar um allan heim og
hjöðnunin fylgir í kjölfarið.
Til að standast samkeppnina frá
Kína hagræða framleiðendur í gömlu
iðnríkjunum hjá sér og segja upp
fólki og setja upp nýjar framleiðslu-
línur, sem aðeins auka framleiðslu-
getuna langt fram yfir þarfir markað-
arins og óþarfar fjárfestingar auka
aðeins á vandamálin.
Wal-Mart er orðið stærsta fyrir-
tæki í heimi og rekur 4.400 lágvöru-
verslanir í 10 löndum og stefnir í enn
meiri útþenslu. í krafti umsetningar
neyðir fyrirtækið birgja til að lækka
heildsöluverðið og þeir svara með
því að kvelja niður framleiðslukostn-
aðinn, oft niður fyrir kostnaðarverð.
Framleiðendur svara með því að hag-
ræða í rekstri og endumýja vélakost
en það gerir aðeins illt verra því það
eykur aðeins offramleiðslu á yfirfull-
um mörkuðum og tilheyrandi at-
vinnuleysi í þeim löndum sem ekki
standast samkeppnina. En kaupmátt-
urinn eykst, að minnsta kosti um
sinn.
Breytilegar kröfur
Stöðnun og margrómaður stöðug-
leiki er ekki eitt og hið sama. Nú tel-
ur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að
verðbólga megi ekki fara niður fyrir
2,5%, ella sé hætta á ferðum. Fjárfest-
ar miða lántökur við hóflega dýrtið
og helst óðaverðbólgu til að þeim
megi vel farnast. Verðhjöðnun fylgir
að öllu jöfnu einhver vaxtalækkun
en sé um verðhrun að ræða vegur
hún engan veginn á móti afborgunar-
byrðinni. Það hafa kaupendur hluta-
bréfa sem fjárfestu á öldufaldi bjart-
sýnisbylgjunnar fyrir aldamótin
fengið að kenna á þegar fjaraði und-
an hlutabréfamarkaðnum.
Fari svo að verðbólgan snúist í al-
varlega verðhjöðnun í einhverju eða
öllum stóru hagkerfanna, hinu
bandaríska, evrópska eða japanska,
skellur yfir kreppa sem erfitt verður
að losna úr og er síst skárri viður-
eignar en æðandi dýrtíð og verð-
bólga. Að hinu leytinu eru efnahags-
kerfin mun betur undir samdrátt
vegna verðhjöðnunar búin en til að
mynda eftir verðbréfahrunið um og
eftir 1930 og samdráttarskeiðið um
miðja 20. öldina. En kröfurnar eru
öðruvísi og það sem neyslusamfélög
nútímans kalla þrengingar þóttu
ekki fyrir svo löngu fullboðleg lífs-
kjör sem ekki þótti taka að fúlsa við.
Verðhjöðnuninni fylgja líka aug-
ljósjr kostir sem fólk almennt kann
vel að meta þótt hættumerkin blasi
við þeim sem fara halloka í sam-
keppninni og þeim fer óðum fjölg-
andi.
Þrátt fyrir gifurlega og vel tækni-
vædda framleiðslugetu og öflugan út-
flutning er bankakerflð í Japan kom-
ið að fótum fram. Afskriftareikning-
ar þeirra eru löngu uppurnir þar
sem skuldir fást ekki greiddar og þar
sem vextir eru í algjöru lágmarki
standa þeir ekki undir sjálfum sér og
er haldið gangandi af ríkissjóði. Al-
menningur dregur við sig alla eyðslu
því allt verður ódýrara á næsta ári
en það er nú og verðlagið miklu hag-
stæðara en það var fyrir aldamótin.
Fasteignaveröið æðir upp
Á einu mikilvægu sviði er dýrtíð-
in á hraðri uppleið og ýtir undir
kaupæðið sem aldrei fyrr. Fasteigna-
verð ríkur upp af jafnvel meiri krafti
en nemur lækkuninni á hlutabréfa-
markaði á nýhafinni öld. Eftir að sú
bóla sprakk og verðgildi hlutabréfa
og þar með fyrirtækja lækkaði snar-
lega hækkaði fasteignaverð upp úr
öllu valdi og er enn á uppleið. í iðn-
ríkjunum nemur hækkunin tugum
prósenta fram yfir verðbólgu og er
greinileg fylgni milli landa og jafnvel
hagkerfa. Síðan fasteignaverð var
hæst kringum 1990 hefur það hækk-
að að meðaltali um 28% í BNA. í Evr-
ópu er hækkunin mun meiri en mis-
munandi eftir löndum. í Bretlandi
hefur fasteignaverð hækkað um 70%
umfram verðbólgu, í Svíþjóð 35%,
49% í Danmörku og 100% í upp-
gangslandinu írlandi, svo að eitthvað
sé nefnt.
Meðal þess sem veldur mikilli
hækkun á fasteignaverði er að veð-
lán eru auðfengin og margir þeir sem
áður höfðu engin tök á að festa sér
íbúðir eiga nú auðveldara með að
kaupa sér þak yfir höfuðið. í BNA
þykja miklar byggingarframkvæmd-
ir bera vott um heilbrigt efnahagslif,
enda halda þær uppi mikilli atvinnu-
starfsemi. En mikill innflutningur
fólks á þátt í aukinni húsnæðisþörf
þar vesta.
Fari svo að verðhjöðnunin hafi
svipuð áhrif á fasteignamarkaðinn
og hlutabréfin er vá fyrir dyrum.
Veðlánin standa þá ekki undir skuld-
unum og keðjuverkunin mun fjótlega
breiðast út.
Óróinn í hagkerfunum er meiri en
ríkisstjórnir og peningastofnanir
kæra sig yfirleitt um að ræða af
hreinskilni, enda taka einstaka lærð-
ir menn í fræðunum það fram þegar
þeir fjalla um umrótið í nútímanum
að þeir viti hreinlega ekki hvert
stefnir; því við höfum aldrei verið
hér áður.
Því á eftir að koma í Ijós hvort
kaupmáttaraukningin og verðhjöðn-
unin séu slík blessun sem látið er í
veðri vaka.
(Heimildir m.a: Weekendavisen
og Newsweek)
Lág laun og langur vinnudagur gera hina kínversku framleiðslu ódýra
Konur á meginlandi Kína vinna í raftækjaverksmiöju sem stofnsett var af
kaupsýslumönnum frá Taívan. Lág laun og langur vinnudagur gera kínverska
framleiöslu ódýra og gömlu iönríkin standast ekki samkeppnina og lækka
sinn framleiöslukostnaö niöur fyrir skynsamleg mörk. En veröhjöðnunin setur
gömlu hagkerfin í hættu. Þar er hvatt til aukinnar veröbólgu.
UTBOÐ
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir
tilboðum í verkið: "Laugarnesskóli,
utanhússviðgerðir"
Helstu magntölur eru:
Múrhúðun undir glugga, 304 m
Endursteining 467 m*
Verklok: 10. ágúst 2003.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar gegn 5.000
kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: 23. maí 2003, kl. 11.00 á sama stað.
FAS 57/3
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir
tilboðum í verkið: "Selásskóli, frágangur bílastæða
og útigarðs"
Helstu magntölur:
Uppgröftur 1370 m3
Malbik 1460 m2
Gróðursetning 900 stk.
Verklok:10. ágúst 2003.Útboðsgögn fást afhent á skrif-
stofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: 23. maí 2003, kl. 10.00 á sama stað.
FAS 58/3
F.h. Fasteignastofu Reykjavfkurborgar er óskað eftir
tilboðum í verkið:
"Ingunnarskóli - jarðvinna og uppsteypa"
Helstu magntölur:
Gröftur: 11.500 m3
Fyllingar: 7.500 m3
Steypumót: 17.600 m2
Bendistál: 3001
Steinsteypa: 3.300 m3
Stálvirki: 801
Verklok: 1. ágúst 2004. Að auki eru kröfur um áfan-
gaskil einstakra verkhluta.
Útboð þetta er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu
(EES)
Útboðsgögn eru seld á skrifstofu okkar á kr.10.000 frá
og með 14. maí 2003.
Opnun tilboða: 4. júní 2003, kl. 14.00 á sama stað.
FAS 59/3
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir
tilboðum í reglubundið viðhald raflagna í 26 leik-
skólum Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn eru seld á skrifstofu okkar á kr. 3.000.
Opnun tilboða: 27. maí 2003, kl. 11.00 á sama stað.
FAS 60/3
F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir
tilboðum í eftirfarandi verk: Malbiksyfirlagnir í
Reykjavík 2003, útboð 1, vestan Elliðavogar
Helstu magntölur eru:
Útlögn yfirlagna og afréttinga 93.800 m2
Malbik 9.4001
Lokaskiladagur verksins er 15. september 2003.
Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000 á skrifstofu okkar
frá og með 13. maí 2003, kl. 09.00.
Opnun tilboða: 20. maí 2003, kl. 14.00 á sama stað.
GAT61/3
F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir
tilboðum í eftirfarandi verk: Malbiksyfirlagnir í
Reykjavík 2003, Útboð 2.
Helstu magntölur eru:
Útlögn yfirlagna og afréttinga 33.200 m2
Útlögn með "Repave"-aðferð 40.500 m2
Malbik 5.8001
Lokaskiladagur verksins er 15. september 2003.
Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000 á skrifstofu okkar
frá og með 13. maí 2003, kl. 09.00.
Opnun tilboða: 22. maí 2003, kl. 11.00 á sama stað.
GAT62/3
F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir
tilboðum í eftirfarandi verk: Malbiksyfirlagnir og
nýlagnir í Reykjavík 2003, útboð 3.
Helstu magntölur eru:
Útlögn yfirlagna og afréttinga 34.700 m2
Útlögn nýlagna 48.400 m2
Malbik 11.2001
Lokaskiladagur verksins er 15. september 2003.
Skiladagar nýlagna eru í áföngum.
Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000 á skrifstofu okkar
frá og með 13. maí 2003, kl. 09.00.
Opnun tilboða: 22. maí 2003, kl. 14.00 á sama stað.
GAT63/3
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík - Sími 570 5800
Fax 562 2616 - Netfang i
tfang isKfrhus.rvk.is