Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Side 11
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 11 Skoðun K j ördagur Kjartan Gunnar Kjartansson blaöamaður í dag er kjördagur og kannski einn sá sögulegasti í langan tíma, hvemig sem þessar kosningar fara. Skýrar línur - með og á móti Samstarf núverandi ríkisstjóm- arflokka hefur verið óvenju traust og þvi allar líkur á sama stjómar- mynstri ef stjómin heldur viðun- andi meirihluta. Leita þarf aftur til Viðreisnar- stjómarinnar til að finna dæmi um álíka hreinar línur í okkar íjöl- flokkakerfí. Islendingar hafa því sjaldan eða aldrei staðið í kjörklef- anum frammi fyrir jafn skýrum kostum um að kjósa með eða á móti tiltekinni ríkisstjóm. Þá setur það óneitanlega svip sinn á þessar kosningar að nú er i fyrsta sinn kosið samkvæmt breyt- ingum á kjördæmaskipan, róttæk- ustu breytingum í þeim efnum, a.m.k. frá 1959. Kjördagur og stjórnleysi Ég hef alitaf átt í basli með að flokka kjördaga með öðrum dögum. Þeir em auðvitað ekki hátíðir, hvað þá stórhátíðir, í hefðbundinni merkingu þess orðs. En þeir em heldur engan veginn hversdagsleg- ir. Kannski ættu kjördagar að vera lögbundnir hátíðisdagar stjómleys- ingja. Að vísu er landið ekki stjóm- laust á kjördag. En það er óneitan- lega sá dagur - strangt tekið - þeg- ar enginn veit hvað verður um stjórn landsins næsta kjörtímabil. Stjómskipulega séð er umboð Ai- þingis og stjómarinnar mnnið út og framtíðin er í höndum þjóðar- innar. Þetta er því sá dagur þegar valdhafarnir hafa ekkert umboð fyrir framtíðina. Á kjördag eru því engir valdhaf- ar í þessum skilningi og sú stað- reynd vekur óneitanlega tilfinn- ingu, tengda stjómleysi. Sumir fagna slíkri tilfinningu og hafa gaman af henni en aðrir óttast hana eins og gegnur. Ríkisstjórnir vinna alltaf Að öðm leyti em stjómleysingjar líklega ekkert hrifnir af kjördegi því það er sá dagur þegar þjóðin kýs sér nýtt þing og þar með nýja ríkis- stjóm. Það er athyglisvert að á þessum degi eiga stjórnleysingjar engra kosta völ, því eins og þeir segja sjálfir: „Það er alveg sama hvað maður kýs, maður kýs alltaf ríkis- stjóm.'“ Ég á mér draum Frá því ég varð pólistiskur á ung- lingsárunum hef ég alltaf verið svo- lítið beggja blands með þennan merka dag. Ég fmn óneitanlega fyr- ir öryggisleysi óvissunar en nýt hennar engu að síður eins og góðr- ar spennumyndar. Hún jafnvel kitl- ar stjómleysingjann sem blundar i mér - þann draum, að einhvem tíma geti einstaklingar fyrst og fremst látið stjómast af eigin skyn- semi og sanngimi, í stað þrúgandi stofnana með sínum tilvísunum í valdbeitingu. Dagur sundrungar og sáttar Kjördagur er um margt merkileg- ur og mótsagnakenndur. Hann er dagur hvíldar og þagnar eftir ær- andi kosningabaráttu stríðandi fylk- Að öðru leyti eru stjórn- leysingjar líklega ekkert hrijnir af kjördegi því það er sá dagur þegar þjóðin kýs sér nýtt þing og þar með nýja ríkis- stjórn. Það er athyglis- vert að á þessum degi eiga stjómleysingjar engra kosta völ, því eins og þeir segja sjálfir: „Það er alveg sama hvað mað- ur kýs, maður kýs alltaf ríkisstjóm. “ inga. En hann getur einnig verið lognið á undan storminum ef kosn- ingaúrslitin verða óvænt eða af- drifarik. Kjördagur er dagur hinna striðandi afla og andstæðra skoð- ana. En hann er á sama tíma dagur sameiningar og sátta því hann stað- festir gríðarlega víðtækt og veiga- mikið samkomulag um þann grund- vallarvanda hvemig eigi að velja samfélaginu valdhafa. Að elska frið og halda ró Eftir því sem menn taka afdrátt- arlausari pólitíska afstöðu og vinna meira að framgangi síns flokks aukast líkurnar á sterkri geðshrær- ingu þegar tölurnar birtast. Þá skiptir öllu máli að hver hugi að sér og haldi ró sinni. Það er því miður alltof algengt að menn láti spenn- una, sigurvímuna eða vonbrigöin hlaupa með sig í gönur. Þá er hætt á að friðsamleg fjölskyldusam- kvæmi og notalegir vinafundir breytist í allsherjar pólitískt upp- gjör, bræður berjist, fjölskyldur klofni og vinir hætti að tala saman næsta hálfa kjörtímabilið. Reglur kosningavökunnar Til að draga úr hættunni á slík- um uppákomum er ágætt að setja sér nokkrar reglur til að fara eftir þegar kosningavakan nálgast. Þær gætu t.d. verið eitthvað í þessum dúr: 1. Búðu þig undir verri úrslit fyrir þinn flokk en þú telur raun- hæf. Það dregur úr vonbrigðum þínum ef illa fer. 2. Búðu þig undir betri úrslit fyrir þinn flokk en þú telur raun- hæf. Það dregur úr hroka þínum ef vel gengur. 3. Forðastu alla pólitíska of- stækismenn, kverúlanta og bess- erwissera þegar úrslitin nálgast. Þeir gætu æst þig upp. 4. Láttu áfengi alveg eiga sig ef þú átt það til að missa stjóm á drykkju þinni. Þú gætir vaknað á morgun inni í Hverflssteini með líkamsmeiðingar á samviskunni. 5. Ekki hóa saman póiitiskum andstæðingum í kvöld. Á þessu kvöldi fer best á þvi að flokks- bönd ráði mannamótum, ekki fjölskyldu- eða vinabönd. 6. Ef þú af einhverjum ástæð- um lendir meðal póUtískra and- stæðinga í kvöld skaltu vera við- búinn að breyta umræðuefninu ef hitnar í kolunum. Veldu þá umræðuefni sem eykur samstöðu póUtískra andstæðinga. Ef þeir em báðir KR-ingar er upplagt að ræða um íslandsmótið í sumar. Eins getur verið gott að hafa brandara, ferskeytlur og limmr á hraðbergi. 7. Minnstu þess, hvemig sem aUt fer, að þrátt fyrir allt - og umfram aUt - emm við ham- ingjusöm þjóð í góðu landi. Það er því engin þörf á því að fara að pakka saman og flytja úr landi. Það gengur bara betur næst. Stjórnmálin og Lao Tse Þetta eru auðvitað fyrst og fremst reglur fyrir þá sem eiga það á hættu að æsa sig yfir pólitískum stórtíð- indum - og líklega er ég meöal þeirra. Lengi vel fannst mér eitt- hvað bogið við þá sem láta sér fátt um finnast þegar kosningaúrslit eru annars vegar. En ég hef róast með aldrinum. Heimurinn ef fullur af fólki með mismunandi skoðanir, röksemdir og framtíðarsýn - sem betur fer. Það getur verið gaman að keppa og gleyma sér 1 hita leiksins. En það er líka margt til í því sem Lao Tse seg- ir í Bókinni um veginn: „Enginn sigrar mig því ég keppi ekki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.