Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Side 14
14 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 Frettir Leikfélag Reykjavíkur í langvarandi fjárhagskröggum vegna hallarekstrar Borgarleikhúss: Engfei loforð frá borginni Niöurskurðarhnífnum illræmda hefur nú verið sveiflað hátt og beitt á starfsemi Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins. Guðjón Ped- ersen leikhússtjóri sagði 38 starfs- mönnum upp fyrir nokkrum dögum en 14 hafði verið sagt upp á síðasta ári. Ástæðan: Stöðugur hallarekst- ur milli ára og afdráttarlaus bremsun borgaryfirvalda á frekari umframijárveitingar til leikhúss- ins. Óhætt er að fullyrða að flutning- ur Leikfélags Reykjavíkur, sem er eitt elsta starfandi menningarfélag á íslandi, stofnað 11. janúar 1897, úr Iðnó í Borgarleikhúsið hafi skipt sköpum í starfi LR á ýmsan hátt. Um bætta aðstöðu þarf ekki að fjöl- yrða. Rekstur hússins hefur hins vegar reynst LR afar þungur í skauti svo að félagið, sem stóð styrkum fótum fjárhagslega, þarf nú að draga seglin verulega saman. Borgarleikhúsið er enda ekkert smáhýsi, um 10.400 fermetrar að stærð, með rúmlega 1100 sæti í fjór- um sölum. Það var upphaflega byggt af Reykjavíkurborg í sam- vinnu og samráði við LR. Leikfélag- ið skyldi annast reksturinn. Á síð- ustu misserum hafa málin skipast á þann veg að rekstrarkostnaður hússins hefur að mestu hvílt á Reykjavíkurborg, auk framlaga og aukaframlaga. Samstarfssamningur Það var 11. janúar árið 2001 sem Leikfélag Reykjavíkur og Reykja- víkurborg gerðu nýjan samstarfs- samning um rekstur LR í Borgar- leikhúsinu. Samkvæmt honum skyldi leikhúsið rekið með mörk- uðu framlagi frá borginni. Sam- starfsnefnd um reksturinn hafði þá verið starfandi um árabil, eða frá 1992. Með nýja samningnum jókst eftirlitshlutverk hennar umtals- vert. í henni eiga sæti fulltrúar frá Reykjavíkurborg og Leikfélagi Reykjavíkm-. Formaður hennar er Örnólfur Thorsson. Samkvæmt upplýsingum frá Hjörleifi B. Kvaran borgarlög- manni, sem sæti á í samstarfs- nefndinni, var framlag Reykjavik- urborgar til Borgarleikhússins 180 milljónir árið 2001 en hafði verið 170 milljónir á árunum 1999 og 2000. Nýi samstarfssamningurinn 2001, sem gerður var til 12 ára, fól m.a. í sér að fast framlag borgarinnar til leikhússins væri verðtryggt með vísitölu. Það hækkaði samkvæmt því milli ára þannig að 180 milljón- imar eru orðnar 206 á þessu ári. Þá ber að hafa í huga að með samstarfssamningnum 2001 seldi LR hluta sinn í Borgarleikhúsinu fyrir um 195 milljónir króna. Það fé hefur verið notað til að greiða nið- ur hallareksturinn og er nú uppurið. s e s a g fi r | i Hugmyndir til hagræðingar Fjötmargar hugmyndir um hagræðingu í starfsemi Borgarieikhússins hafa verið uppi á borði samstarfsnefndarinnar, m.a. að dregið verði úr samningsbundnum skyldum sem hvíla á Leikfélagi Reykjavíkur og að dregið verði úr fjölda leik- sýninga sem því ergert að setja upp á hverju starfsári. Á leikárinu 2001/2002 komu ríflega 109 þúsund gestir í Borg- arleikhúsiö, þar af ríflega 67 þúsund á sýningar LR og rúmlega 7 þúsund á sýningar íslenska dansflokksins. Atburðir á sama tímabili voru 529, þar af 362 sýningar á vegum LR og 30 danssýningar á vegum íslenska dansflokksins. Aukin framlög Árið 2001 hækkaði framlag Reykjavíkurborgar ekki einungis um 10 milljónir króna þvi borgin tók einnig á sig reksturinn að hluta sem LR hafði áður séð um. Um var að ræða ákveðna viðhalds- þætti inni í húsinu sem LR hafði annast. Þá tók borgin á sig að greiða tryggingar og fasteignagjöld af húsinu, þ.e. tvo stærstu rekstr- arþætti hússins. Þessi aukaframlög námu á því ári í kringum 10-15 milljónum króna til viðbótar við fasta framlagið. Að vori ársins 2003 stendur dæmið þannig að hreint framlag samkvæmt sam- starfssamningnum á að vera 206 milljónir eins og áður sagði. Þá sér borg- in um allt viðhald húss- ins að utan og nánast algjörlega að innan líka, auk tryggingar og fasteignagjalda en sam- tals nema þessir liðir um það bil 60 milljón- um króna á árinu. Að auki fékk LR á síðasta ári og aftur nú 25 millj- óna króna aukafjárveit- ingu. Á þessu ári er Reykjavíkurborg því að veita 231 milljón króna til LR og Borgarleikhússins, auk 60 milljóna í réksturinn, samtals tæplega 300 milljónum á árinu 2003. Enn hallarekstur Leikfélagið greiðir enga húsa- leigu, sér einungis um minni hátt- ar viðhald sem kann að falla til á hverjum tíma. Þrátt fyrir þetta gerði sú rekstraráætlun sem for- svarsmenn Leikfélagsins kynntu ráð fyrir að LR yrði rekið með 44 milljóna króna halla á þessu ári. Fulltrúar Reykjavíkurborgar í samráðsnefnd gerðu forsvars- mönnum LR þá þegar grein fyrir því að þetta gengi ekki. Þeir yrðu að koma sér inn í þann fjárveiting- aramma sem þeir skurði til að koma rekstrinum aft- ur inn í þann ramma, sem þeir hafa.“ Launahækkanir á línuna Séu þessar staðreyndir skoðaðar hljóta að vakna spumingar varð- andi hallarekstur Borgarleikhúss- ins upp á milljónatugi. Breytingar á kjara- samningum árið 2001 í kjölfar undirritunar samstarfs- samnings- ins við borgina eiga þar stór- an þátt. Þá Alltaf ódýrast á Netinu www.icelandair.is ICELANDAIR sömdu forráða- menn LR við starfs- hefðu. „Þeir hafa verið að sækja á um frekari fram- lög en hafa fengið þau svör við því að það komi ekki til,“ segir Hjör- leifur. „Þeir hafa brugðist við því borgaryfirvöldum um sl. áramót og koma með tillögur um niður- Framsag jteýkjavsV.’íhoí^w © Sotaaífe&feáss menn sina um breytt launafyrirkomu- lag. Áður höfðu starfsmennirnir verið á tiltölulega lágum fastalaun- um en fengu síðan sérstaklega greitt fyrir æfmgar, sýningar o.s.frv. Með nýju kjarasamningun- um voru æfinga- og sýningagreiðsl- urnar settar inn i grunnlaunin. Leikaramir eru því nú að mestu leyti á fostum launum. Við þetta hækkaði launakostnaöur LR verulega. Hjörleifur telur að kjarasamningurinn hafi haft í för með sér 65 prósent launahækkun á línuna hjá starfsmönnum LR. Launakostnaður er nú um 80 pró- sent af heildarrekstrarkostnaði LR. „Það hafa engin loforð verið gefin um frekari fjárveitingar," segir Hjörleifúr, „og ég held að menn geri sér grein fyrir þvi að þau verða ekki gefin á næst- unni.“ Guðjón Pedersen. Þórólfur Ámason. Sérstakt rekstrarfélag Ýmsar hugmyndir hafa verið til umræðu hjá samráðsnefndinni að undanfomu. Til að mynda sú, að stofnað verði sérstakt félag um rekstur Borgarleikhússins, að leik- starfseminni undanskilinni. Félag- ið sæi um rekstur hússins, miða- og veitingasölu, ásamt rekstri tæknideildar, og Leikfélagið keypti þá þjónustu af rekstrarfélaginu. Þessar hugmyndir eru enn á við- ræðustigi en fjárhagslegar forsend- ur þeirra hafa ekki verið kannaðar til hlítar. Þá fer fram athugun á vegum borgarstjóra og menntamálaráð- herra hvort hagkvæmt kunni að vera að flytja íslensku óperuna í Borgarleikhúsið en flutningur ís- lenska dansflokksins í Borgarleik- húsið hefur styrkt starfsemi húss- ins. Fulltrúar Reykjavíkurborgar í samráðsnefndinni eru þeirrar skoðunar að leikstarfsemi í Borg- arleikhúsinu sé best komin á veg- um Leikfélags Reykjavíkur og hafa hafnað fram komnum hugmyndum um að gera alla starfsmenn Borg- arleikhússins að starfsmönnum Reykjavíkurborgar. í næstu viku er fyrirhugaður fundur samstarfsnefndarinnar með Þórólfi Ámasyni borgarstjóra. Þar verður væntanlega haldið áfram að fara yfir þær tillögur til hagræðingar sem liggja nú á borð- inu. Einnig verður farið yfir að- gerðir þær sem gripið hefur verið til í því skyni að minnka halla- reksturinn á leikhúsinu og hugað að hversu háum upphæðum þær muni skila. Borgarstjóri sagði að megin- áhersla yrði lögð á að finna rekstr- argrundvöll til framtíðar á grunni þess samstarfssamnings sem væri í gildi til næstu tíu ára. Þá yrði gengið í að sundurgreina rekstur hússins annars vegar og leikfélags- ins hins vegar sem væri ein af grunnforsendum þess að gera raunhæfar áætlanir. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.