Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Page 30
30 H <> lc) (j rb la c) E>V LAUGARDACUR IO. MAÍ 2003 Björn Th. Árnason lærði á fagott og lék á það árum saman með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Fagottið liggur uni sinn á liillunni meðan Björn sinnir bar- áttumálum tónlist- armanna. DV-mynd Hari Tónlistarhreyfingin hefur ekki gleymt 11. apríl 2002 Það er urgur ítónlistarmönnum þessa lands veqna þess sem þeir telja vera svik og seinaqanq stjórnmálamanna veqna fqrirhuqaðrar bqqqinqar tónlistarhúss. Þeir telja siq setta hjá við skipan ínefnd veqna bqqqinqarinnar. Björn Th. Árnason, for- maður Samtóns, sameinaðra samtaka tónlistarmanna, seqir DV frá baráttunni oq vonbriqðunum. 20 ára á þessu ári án þess að húsið hafi risið. Á þess- um langa tíma hafa tónlistarmenn lært margt og eru nú að ganga í gegnum ákveðna naflaskoðun. Stjórn- málamenn hafa sagt að það sé ekki eining meðal tónlistarmanna hvernig tónlistarhús eigi að byggja en með rödd Samtóns tölum við einni röddu sem ekki er hægt að misskilja, viljandi eða óviljandi." Það er óhætt að segja að í Rauðagerði 27 í Reykja- vík séu margar vistarverur. Þar ægir saman tónlist- artengdum hlutum og hljóðfærum, ásamt því sem myndir og plaköt úr íslenskri tónlistarsögu blasa alls staðar við. í gegnum veggina heyrist ómur af tónlist og á kaffistofunni situr landsfrægur saxófón- leikari með bollann sinn og bíður eftir nemanda. Staðurinn sem hér er lýst eru höfuðstöðvar FÍH, Félags íslenskra hljómlistarmanna þar sem félagið rekur félags- og æfingaaðstööu fyrir félagsmenn, tónlistarskóla, sal þar sem haldnir eru tónleikar og sömuleiðis hafa Samtök um tónlistarhús þar aðset- ur sitt. Björn Th. Árnason, formaður FÍH, segir að hér hafi áður verið seldir bílar, rekin efnaverk- smiðja og hann heldur meira að segja að hluti húss- ins hafi einu sinni verið fjós. „í dag er rekið hér stéttarfélag, uppeldismiðstöð, félagsheimili, hljóðver og veitt ýmis þjónusta við fé- lagsmenn, allt í senn,“ segir Björn. Saga FÍH spannar rúmlega 70 ár frá árinu 1932 þegar félagiö var stofnað til þess að verja íslenskan vinnumarkað fyrir ásókn erlendra hljómlistar- manna og standa vörð um hagsmuni íslenskra hljómlistarmanna. Björn formaður segir að á þeim tíma hafi verið mjög vinsælt að flytja inn erlenda tónlistarmenn því íslenskir hljómlistarmenn voru ekki taldir nógu góðir. Hins vegar má til sanns veg- ar færa að koma erlendra hljómlistarmanna til landsins hafi haft jákvæð áhrif á þróun íslensks tón- listarlífs Allir undir einn hatt Samtökin Samtónn voru stofnuð 2. maí 2002 en að- ilar að Samtóni eru STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, og SFH sem er Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda. „Með stofnun þessa allsherjarfélags tónlistar- hreyfingarinnar var stigið stórt skref I sameiginleg- um réttindamálum með því að sameina krafta höf- unda, flytjenda og framleiðenda undir einn hatt,“ segir Björn Th. Árnason sem auk formennsku í stéttarfélagi hljómlistarmanna er formaður Sam- tóns. DV hitti hann á skrifstofu félagsins í Rauða- gerði og spurði hver væru helstu baráttumál Sam- tóns á eins árs afmælinu. Björn segir að baráttumál Samtóns séu fjölmörg en þrjú mál séu þó efst í forgangsröðinni. Stofnun Útflutnings- og þróunarsjóðs íslenskrar tónlistar sem við teljum að geti skipt sköpum hvað varðar brautargengi íslenskrar tónlistar á alþjóðleg- um vettvangi. Það er löngu sannað að tónlist er góð útflutningsvara. Því miður hefur stofnun sjóðsins dregist úr hömlu og lent á milli borða hjá núverandi ríkisstjórn þrátt fyrir mikinn þrýsting frá tónlistar- hreyfingunni í landinu. Við viljum hús „Virðisaukaskattur á geisladiskum er 24.5% en á bókum 14%. Þetta er óviðunnandi misrétti milli list- greina sem við krefjumst að verði leiðrétt. Á íslandi eru seldar hljómplötur fyrir um 1,2 milljarða á hverju ári og virðisaukatekjur ríkisins af þeirri sölu nema um 250 milljónum. Það er því eðlilegt að eitthvað af þessari skattlagningu renni aftur til list- greinarinnar til eðlilegrar uppbyggingar hennar. Bygging tónlistarhúss, sem hefur verið ofarlega á baugi undanfarin misseri, er eitt helsta baráttumál Samtóns," segir Björn. „Saga tónlistarhúss í Reykjavík er sorgarsaga sem sést best á því að Samtök um tónlistarhús eru Fullkomin samstaða Björn segir að nú sé fullkomin samstaða um þetta brýna mál. „Við höfum t.d. lýst fullum stuðningi við þau áform íslensku óperunnar að fá inni í hinu fyrir- hugaða tónlistarhúsi. Það eru geröar þær kröfur til tónlistarhússins að það rúmi margvíslega starfsemi en það dettur eng- um í hug að gera þessar kröfur til t.d. íþróttahúsa. Tónlistarhús eru hinar merkustu byggingar og end- urspegla menningu hvers lands með glæsilegum hætti. Við sjáum dæmi um þetta í öllum nágranna- löndum okkar þótt við höfum setið eftir hér á ís- landi.“ Tónhst á hralthólum Það er áætlað að árlega séu haldnir um 1800 tón- leikar eða tónlistarviðburðir á íslandi sem svara til tæplega fimm atburða á dag. Talið er að um 425 þús- und manns sæki þessa 1800 atburði. Hátt í 10% þjóð- arinnar taka þátt í og hafa atvinnu af tónlist á einn eða annan hátt. „Velta tónlistarhreyfingarinnar er hátt í 5 millj- arðar. Innifalið í þeim tölum er velta vegna sölu geisladiska, hljóðfæra, hljómtækja og rekstur tón- listarskóla, hljóðvera, Sinfóníuhljómsveitarinnar, íslensku óperunnar og ýmissa annarra minni sam- taka og félaga. Virðisaukaskattur vegna fyrr- greindrar tónlistartengdrar sölu er u.þ.b. milljarður árlega. Á Alþingi hafa fjórir menn tekið til máls um byggingu tónlistarhúss síðustu fimm kjörtímabil og talað samtals í 20 mínútur sem eru að meðaltali ein mínúta á ári. Sinfóníuhljómsveit Islands heldur tónleika í bíó- húsi, íslenska óperan sýnir óperur í bíóhúsi. Allir stórtónleikar á íslandi fara fram í íþróttahúsum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.