Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Side 32
Helcj&rblað JOV LAUGARDAGU R IO. IVlA.f 2003 Atli hættir - Asgeir tekur við - áhersla lögð á sóknarleik í næstu leikjum, segir Ásgeir Sigurvinsson Það er einn besti knattspyrnumaður þjóðarinnar fyrr og síðar, Ásgeir Sigurvinsson, sem fær það erfiða hlutverk að taka við starfi landsliðsþjálfara næstu vikurnar. Ráðning Ásgeirs kemur ekki mörgum á óvart þar sem hann hefur setiö í landsliðsnefnd og var einn af aðstoðarmönnum Atla Eðvaldssonar. Ás- geir fékk ekki mikinn tíma til þess að melta tilboðið því Eggert Magnússon, formaður KSÍ, bauð honum starfið tveim dögum áður en tilkynnt var um ráðn- ingu. DV-Sport tók Ásgeir tali í Laugardalnum í gær. Nú spyrja menn sig, er þetta starf sem þú séró þig i, til frambúdar eöa verdur þetta eingöngu tímabundiö? „Þetta er tímabundið starf og ég lít eingöngu á það þannig. Ég er búinn að vera í kringum þennan fót- bolta í öll þessi ár og ég vonast til þess að þeir leikir, sem eru fram undan, muni þróast vel fyrir okkur og við þurfum að fá 7-9 stig í næstu þrem leikjum til þess að eiga einhvern möguleika í riðlinum." Ásgeir Sigurvinsson inun leiða íslenska landsliðið í næstu leikjuin og Eggert Magnússon, forinaður KSÍ, bauð hann velkoininn til starfa í gær. D-mynd E.Ól. Vantar sjálfstraust Hvaöa áherslubreytingar finnst þér þurfa aö gera á liðinu i dag? „í fyrsta lagi þarf að ná upp sjálfstrausti hjá liðinu. Það er einna helst það sem hefur vantað í undanförn- um leikjum en hvaða breytingar ég geri á eftir að koma í ljós.“ Nú þekkir þú vel til liósins þar sem þú hefur starfaö í kringum þaö undanfarin ár. Ætlar þú að gera miklar breytingar á hópnum? „Það verða einhverjar breytingar. Við erum að fara að spila tvisvar við Færeyinga og einu sinni við Lit- háa í næstu leikjum og það verður að spila þá leiki með öðru hugarfari en gert var gegn Skotum og með annarri uppstillingu. Við setjum okkur þau markmið að ná þessum 7-9 stigum út úr þessum leikjum og til þess að vinna leiki verður að skora mörk og aðal- áherslan verður á sóknarleik og það er helst sú breyt- ing sem verður í gangi. I þessum leikjum verður lögð höfuðáhersla á sóknarleik." Ef þessir leikir i júni vinnast ekki, er þá spiliö búiö og er þá aö þínu mati kominn tími á aö byggja upp á nýtt liöfyrir nœstu forkeppni? „Það tel ég vera alveg augljóst. Ég vil samt helst horfa bara til næstu leikja og horfa svo til framtíðar eftir það,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson að lokum en fyrsti leikur íslenska landsliðsins undir hans stjórn verður gegn Færeyingum á Laugardalsvellinum 7. júní næstkomandi. Ásgeir fyrsti valkostur Eggert Magnússon, formaður KSÍ, stóð í ströngu á fundinum í gærdag en fjölmiðlamönnum fannst illa að sér vegið með þeirri gagnrýni hans að Atli hefði mátt þola persónulegar árásir af hálfu fjölmiðla með- an á landsliðsþjálfaratíð hans stóð og voru heitar um- ræður um málið. DV-Sport náði tali af Eggerti eftir fundinn í gær. Var Ásgeir Sigurvinsson fyrsti valkostur hjá knattspyrnusambandinu? „Þetta var nú ekki langur tími og eins og staðan var þá var Ásgeir nokkurn veginn sjálfskipaður í starfið ef hann væri tilbúinn til þess að taka verkefn- ið að sér. Einfaldlega vegna þess að hann hefur starf- að náið með landsliðinu undanfarin sex ár og þekkir alla leikmennina og þekkir mjög vel til þess sem hef- ur verið að gerast hjá landsliðinu. Um leið og hann var tilbúinn var þetta sjálfgefið. Ásgeir var fyrsti og eini maðurinn sem leitað var til.“ Tími Ada var kominn Finnst þér aö Atli sé aö hlaupast undan merkj- um meö þvi aö segja starfinu lausu á þessum tima- punkti þar sem stutt er í mikilvœga landsleiki? Heföi ekki verið réttara af honum aö segja upp, ef hann œtlaöi sér að gera það, fyrir Skota-leikinn þar sem nýr þjálfari heföi þá haft nœgan tíma til þess að koma sér inn i starfiö og undirbúa sig? „Nei, alls ekki. Ég held að í fyrsta lagi hafi Atli ekki verið ánægður með gengi liðsins undanfarið. Ég held að hann hafi verið mjög svekktur og sár yfir Finnaleiknum og einhvern veginn fundist að hann næði ekki til leikmanna. Ég held að það hafi verið sá vendipunktur sem gerði það að verkum að hann óskaði þess að hætta störfum. Tímasetning er í sjálfu sér alltaf erfið og mér finnst hann ekki vera að hlaup- ast undan merkjum. Ef svo hefði verið hefði ég gert miklu meira til þess að sannfæra hann um að halda áfram en ég held einfaldlega að hann hafi verið búinn að fá nóg og að hans tími að hætta væri kominn." Var vilji innan knattspyrnusambandsins aö Atli héldi starfinu áfram eða tókuö þið uppsögninni mótþróalaust? „Það kemur skýrt fram að ég hafi tekið mér um- hugsunarfrest og ráðfært mig við ákveðna menn. Ég held að það hafi verið sú skoðun eftir þennan um- hugsunarfrest að þetta hafi verið rétta augnablikið til þess að skipta um þjálfara." Nú kemurfram i sameiginlegri yfirlýsingu ykk- ar Atla aö mikil neikvœö umrœða um störf Atla meö landsliöiö hafi haft slœm áhrif á gengi liös- ins. Þráttfyrir afleitt gengi undanfarin tvö ár er ekki hœgt aö sjá í yfirlýsingunni aö þjálfarinn taki á sig ábyrgö á þessu slœma gengi liðsins? Það kemur víst fram í yfirlýsingunni og ég mót- mæli þvi algjörlega. Ef þú lest yfirlýsinguna þá stend- ur „í þeirri von að liðinu takist að snúa við gengi liðs- ins“ og menn geta lesið það sem þeir vilja út úr þessu og ef þú lest þetta þá bara lestu það. Fyrst og fremst það sem verið er að visa tU er að gengi liðsins undan- farið hefur skapað neikvæða umræðu úti í þjóðfélag- inu og fólk er óánægt með gengi liðsins. Ég get ekki séð hvernig hægt er aö lesa þetta öðruvisi. Það er það sem við erum að reyna að snúa og kannski er það ástæðan fyrir því að verið er að fara þessa leið og að Atli ákveður að fara þessa leið að umræðan er orðin svo neikvæð úti í þjóðfélaginu." En ef þú skoðar árangur liðsins undanfarin tvö ár þá er ljóst að árangurinn er ekki beysinn og finnst þér þá þessi umræða ekki eiga rétt á sér? „Það hlýtur að vera ástæðan, annars skapast ekki þessi neikvæða umræða.“ Má alltaf deila um tímapunkta Miöaö viö árangur siöustu tveggja ára heföi þá ekki mátt fara i þessar aögeröir fyrr? „Það má alltaf deila um tímapunkta en það hefur ekki verið uppi á borðinu hjá okkur að fara í aðgerð- ir til þess að leysa Atla frá störfum þannig aö það má eflaust gagnrýna það að það hafi ekki verið gert fyrr en það hefur ekkert verið uppi á borðinu hjá okkur fyrr en núna.“ Hvenœr hefst svo leitin aö nýjum langtímaþjálf- ara? „Það verður strax farið að litast um og gá strax hvort einhvers staðar séu hæfir menn en það er alveg ljóst að það verður ekki ráðinn nýr þjálfari fyrr en í sumar. Það mun taka lengri tíma.“ Ef vel gengur í nœstu leikjum veröur þá metnaö- urfyrir því aö halda Ásgeiri í starfinu áfram? „Maður veit aldrei hvað tíminn ber í skauti sér. Það spilast fyrst og fremst eftir því hvort tekst að Finna hæfan mann sem við ráðum við fjárhagslega. Ef það tekst ekki þá þarf að skoða aðrar leiðir." Er sérstök ástceöa fyrir þvi aö þiö viljið frekar fá erlendan þjálfara en íslenskan? „Það eru 12 ár síðan við höfðum erlendan þjálfara. Fyrst Sigi Held og svo Bo Johansson og það er alveg ljóst að þessir menn komu með ákveðna nýja hluti inn í íslenska knattspyrnu og íslenska landsliðiö sér- staklega. Við höldum einfaldlega að á þessum tíma- punkti sé tíminn réttur til þess að gera þetta aftur og svo verður að koma í ljós hvort hæfur maður finnst,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, að lokum. -HBG Það sköpuðust heitar umræður um landsliðsþjálfaramálin á blaðamannafundinum í gær og Eggert Magnússon sést liér svara íþróttafréttaniönnum fullum hálsi en Ásgeir Sigurvinsson lætur sér fátt um finnast, sem og Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri sambandsins, sem skoðar símann sinn. DV-mynd E.Ól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.