Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Side 41
LAUGARDAGUR IO. MAÍ 2003 Helcjctrblaö 13V 4- 5 Eirðarleysi á útjaðrinum Smásagnasafhið Ristavél eftir danska rithöfundinn Jan Sonnergaard er nýkomið út hjá bókaútgáfunni Bjarti. Bókin kom út í Danmörku árið 1999 og hlaut þá afbragðs- góðar viðtökur. í smásögunum, sem eru níu talsins, er lýst lífi ungs undirmálsfólks í Kaupmannahöfn samtimans, rótleysi, óstöðugu umhverfl og þrá þess eftir merkingu. „Sögumar fjalla um eirðarleysi á útjaðrinum. Ég kann ekki að flokka það betur,“ segir Hjalti Rögnvalds- son leikari, þýðandi bókarinnar. „Þama ríkir ákveðið andrúmsloft drunga og vonleysis en um leið er bókin full af húmor.“ Þýðir sér til gamans Ristavél er fyrsta bókin í trílógíu Sonnergaards en Hjalti segir ekkert enn ákveðið með þýðingu á hinum bókum tveimur en lokabindið er nýlega komið út í Dan- mörku. Hjalti segir að Snæbjöm Amgrímsson, útgáfu- stjóri Bjarts, hafi átt hugmynd að þýðingunni á Ristavél. „Ég sagði honum að ég gæti hugsað mér að taka aö mér þýðingar og hann fann þessa bók. Ég hef verið að dunda mér háiflaumulega viö þýðingar í nokkur ár og langaði til að glíma við þær af alvöru. Hjalti hefur þýtt nokkur leikrit úr Norðurlandamálum og sömuleiðis ljóð. „Ég hgg með ýmislegt frá síðustu tíu árum,“ segir hann. „Ég þýði mér til gaman, til viðhalds þeirri tungumálakunnáttu sem ég hef komið mér upp. Ef maður fæst við þýðingar getur maður frestað því aö hún hrapi." Er undirbúningsmaður Hjalti er landsþekktur leikari og einn af bestu upplesur- um landsins. Er það ekki vanþakklátt starf, launalega séð, að taka að sér upplestur? „Það er ailur gangur á því en oftast er uppskeran lítil miðað við fyrirhöfn. Ég er undirbúningsmaður, vinn mikla heimavinnu og það er sárasjaldan sem það er virkilega metið. Oftar en ekki koma menn alveg af fjöllum þegar þeir heyra að maður vinni heimavinnu og vilji selja undirbún- inginn," segir Hjalti. Hann les mikið og mest ljóðabækur. „Þessa stundina er ég heiilaður af Gunnar Björling, sem er finnsk-sænskur risi og ég tek þetta ár í að kynna mér verk hans. Annars á maður að fara varlega í að nefna einstaka höfunda því ef maður nefnir einn höfund þá er maður að útiioka annan. Af hérlendum prósamönnum fell ég einna helst fyrir Halldóri Laxness, Þórbergi og Thor Vilhjálms- syni. Þegar kemur að yngri mönnum þá er ég afskaplega veikur fyrir Gyrði Ehassyni í eiginlega öhlu sem hann ger- ir. Ég freistast til að kaha hann hér um bil eina im- pressjónistann meðal yngri höfunda. En ég segi „hér um bil“ því það er hugsanlegt að þeir séu fleiri.“ í Strindberg-félagi „Svo hef ég nokkra útlendinga í huga eins og til dæm- is Taije Vesas, Knut Hamsun og Ágúst Strindberg. Ég er í Strindberg-félagi sem hefur aðsetur í Stokkhólmi. Þar er mikil starfsemi og ég fylgist meö öhu sem félagsmenn þar taka sér fyrir hendur í kynningu á Strindberg og verkum hans. Það er skemmtilegra að vera í Strindberg-félaginu en í íslenska þjóðfélaginu. Og fyrst ég er byijaður að nefna nöfn þá bæti ég við Kirkegaard og H.C. Andersen sem eru töfrandi menn. En nú verðum við að hætta því annars held ég áfram og tel upp nöfn fimmtíu skálda sem ég hef dálæti á. Annars er það nú þannig að þegar maður eldist að þá sekkur maður sér ofan í verk færri höfunda og skrúfar nokkuð niður í því að kynna sér aht mihi him- ins og jarðar umfram það sem berst með vindinum.“-KB „Ég þýði mér til gamans, til viðhalds þeirri tungumálakunnáttu sem ég hef komið mér upp. Ef maður fæst við þvðingar getur maður frestað því að hún hrapi,“ segir Hjalti Rögnvaldsson leikari. þýðandi smásagnasafns- ins Ristavél eftir danska rithöfundinn Jan Sonnergaard. Vinstrihreyfingin - grænt framboð þakkar öllum félögum, sjálfboðaliðum, stuðningsmönnum sínum og starfsfólki um land allt fyrir ánægjulegt samstarf og skemmtilega baráttu Verið velkomin í kosningakaffi á kosningaskrifstofum okkar og til kosningavöku um land ailt yU VINSTRIHREVFINGIN græntframboð Akranes - Kirkjubraut 18, frá kl. 11 Kosningavaka frá kl. 22 Borgarnes - Borgarbraut 44, frá kl. 14 Kosningavaka frá kl. 21 Grundarfjörður, Borgarbraut la, frá kl. 12 Kosningavaka frá kl. 21 ísafjörður - Hafnarstræti 14, frá kl. 11 Blönduós - Húnabraut 13, frá kl. 14 Sauðárkrókur - Aðalgata 20, frá kl. 14 Kosningavaka Hótel Tindastóli, frá kl. 20 Siglufjörður - Grundargata 3, kl. 11-17 Kosningavaka frá kl. 21 Ólafsfjörður - Aðalgata 1, frá kl. 12 Dalvík - Leikfélagshúsið, frá kl. 12 Akureyri - Hafnarstræti 94, frá kl. 11 Kosningavaka frá kl. 21 Húsavík - Neðri-Vör, frá kl. 10 Kosningavaka í Skipasmíðastöðinni frá kl. 21 Þórshöfn - Kosningavaka í Félagsheimilinu Þórsveri frá kl. 21 Fellabær - Gömlu TF-búðinni, frá kl. 14 Kosningavaka frá kl. 21 Neskaupstaður - Slysavarnafélagshúsið, frá kl. 14 Selfoss - Austurvegur 44, Kosningavaka frá kl. 21 Keflavík - Hafnargata 54, Hafnarfjörður - Fjarðargata 11, Kópavogur - Bæjarlind 12, Reykjavík - Ingólfsstræti 5, Mosfellsbær - Háholt 14, Sameiginleg kosningavaka VG í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi verður í Iðnó og hefst kl. 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.