Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Qupperneq 50
54
H e lc) o r b /o c) TDTSr LAUCARDACUR IO. MAÍ 2003
>
->
>
Kynlífsþögnin rofin
Svo virðist sein aðaláherslan sé lögð á kynfærin,
getnað og æxlun í kynfræðslu íslenskra
grunnskólabarna en minni áhersla liigð á siðfræði
kynlífsins. Iiér má sjá indversk skólabörn fá
kynfræðslu í borginn Bombav en þar er að finna
stórt og mikið kynlífsssafn þar sein ekki bara
unglingar heldur fólk á ölluin aldri getur fræðst um
kynlíf.
Reuters
Hverniq útskýrir þú fullnægingu fgrir //
ára gömlu barni? Er rétt að segja ungling-
um frá þwíhversu gott það sé að stunda
kgnlíf? £r endaþarmskgnlíf eðlilegt? Þetta
er bara brot af þeim spurningum sem þrjár
konursem ferðast hafa á milli grunnskóla
á höfuðborgarsvæðinu í vetur hafa fenqið
frá foreldrum qrunnskólabarna. Konurnar
hafa boðið upp á fræðslukvöld þar sem for-
eldrar og börn þeirra eru leidd saman íum-
ræður um kgnlíf. Markmiðið er að rjúfa
þögnina á heimilinu svo foreldrar og börn
þeirra geti talað betur saman um þessi mál.
„Rannsóknir sýna að ef foreldrar ræða við ungling-
ana sina um kynlíf þá eru meiri líkur á því að þeir
fari að stunda kynlíf seinna, að þeir verði ábyrgari í
kynlífi og noti frekar getnaðarvarnir. Það er afskap-
lega mikilvægt fyrir foreldra að vita þetta því það get-
ur breytt viðhorfum þeirra til kynfræðslu barna
sinna. Það er sem sagt hægt að ræða við börnin okk-
ar um kynlífslöngun, ást og gagnkvæma virðingu og
að báðir aðilar eigi alltaf að fá jafnmikið út úr kyn-
lífi, með góðri samvisku. Við þurfum ekki að vera
hrædd um að við séum samtímis að ýta börnunum
okkar allt of snemma út á kynlífsmarkaðinn, heldur
þvert á móti. Opin og jákvæð umræöa inni á heimil-
unum um þessi mál eins og önnur mál hefúr þegar
allt kemur til alls mikla og jákvæða þýðingu.“ Þetta
segir félagsfræðingurinn Sigurlaug Hauksdóttir sem
ásamt þeim Guðbjörgu Eddu Hermannsdóttir félags-
ráðgjafa og Dagbjörtu Ásbjömsdóttir, verkefnisstjóra
ÍTR, stendur fyrir fræðslukvöldum um samskipti for-
eldra og unglinga um kynlíf. Fræðsla þessi er ætluð
nemendum í 7.-10. bekk grunnskóla þar sem foreldr-
ar og unglingar koma saman til að ræða um kynlíf.
Um er að ræða eina kvöldstund, um ein og hálf
klukkustund þar sem þau hlýða á fyrirlestur en er
síðan skipt upp í vinnuhópa. Foreldrar og unglingar
eru sitt í hvorum vinnuhópnum en að lokum eru hóp-
arnir sameinaðir og frarn fara paliborðsumræður.
„Kynlíf er viðkvæmt málefni og oft og tíðum mikið
feimnismál, jafiit fyrir fullorðna sem unglinga. Það
reynist foreldrum og unglingum oft erfitt að ræða
saman um málefni er lýtur að kynlífi en það er þessi
þögn sem við erum að reyna að rjúfa með fræðsl-
unni,“ segir Dagbjört. „Við erum að hjálpa foreldrun-
um að fmna út hvert hlutverk þeirra sé varðandi kyn-
fræðslu í lífi unglingsins og tölum um þær leiðir sem
hægt er að fara til þess að tala við böm sín um þessi
mál og ekki síst hvað þarf að tala um. Við tölum svo
um sama efni við unglingana, hvemig þeir geta talað
við foreldra sína um þessi mál,“ segir Guðbjörg.
Reynsluheimar foreldra og bama tengdir
Það að þessar þrjár konur taka sig saman og ákveði
að brúa bilið milli foreldra og bama hvað kynfræösl-
una varðar upp á sínar eigin spýtur sem freelance-
fyrirlesarar má rekja til sameiginlegs áhuga þeirra á
kynfræðslu. Guðbjörg vann í 7 ár á kvennadeildinni
sem félagsráðgjafi þar sem hún talaði við konur á öll-
um aldri sem voru á leið í fóstureyðingu. „Þar hitti
ég mikið af ungum stelpum sem höfðu ekki treyst sér
til að leita til foreldra sinna og ræða um þessa óvel-
komnu þungun. Þannig kviknaði áhugi minn á kyn-
fræðslu og ég fann þörf á því að brúa þetta bil milli
foreldra og bama,“ segir Guðbjörg. Dagbjört heftu-
nokkuð annan bakgrunn en hún hefur unnið fyrir
íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í á fimmta ár,
þ.á m sérstaklega unnið að málefnum er varða kynlíf
og kynhegðan unglinga. Hún hefur nýlokið við
mastersgráðu í kynja- og kynlífsfræðum þar sem
meginviðfangsefni lokaritgerðarinnar var kynhegðun
og sjálfsmynd íslenskra unglinga.
„Ég hef verið að vinna með HIV-jákvæða síðan 1997
á Landspítalanum og þar hef ég séð fólk sem hefur
smitast af alvarlegum kynsjúkdómiun auk þess sem
hef ég unnið í Neyðarmóttökunni vegna nauðgana en
stærsti hópurinn sem leitar þangað em einmitt ung-
ar stúlkur, 18 ára og yngri. Þessi störf kveiktu hjá
mér áhuga á því að leggja mitt af mörkum til þess að
fyrirbyggja að svona lagað gerist," segir Sigurlaug,
aðspurð um sinn bakgrunn, og bætir við: „Maður veit
að foreldramir geta gert meira en þeir em að gera
því það era þeir sem standa bömum sínum næst og
sem bömin líta upp til og þeir em nú þegar að gera
marga góða hluti með þeim.“ Meginmarkmið fræðsl-
unnar er að sögn kvennanna að koma á tengslum
milli foreldra og unglinga varðandi kynlíf sem liðs í
forvömum. „Ég verð mikið vör við samskiptaleysi
unglinga og foreldra í málefnum er varða kynlíf í
gegnum starf mitt hjá ÍTR. Þegar ég hef bent ungling-
um á mikilvægi þess að ræða við foreldra sína um
kynlíf fæ ég stöðugt þau viðbrögð að þeim fmnist það
ekki viðeigandi. Mikilvægt er að tengja þessa tvo
reynsluheima og það gemm við með þessari fræðslu.
Þarna gefst tækifæri til að leiða saman foreldra og
unglinga á hlutlausum vettvangi þar sem við rjúfum
þögnina þeirra á milli. Þetta verður þess valdandi að
þegar þau koma heim gefst tækifæri til að ræða þessi
mál enn frekar án feimni," segir Dagbjört og bætir
við að þær hafi ekki fengið önnur en jákvæð viðbrögö
frá bæði foreldum og unglingum við þessari fræðslu.
Hræða krakkana frá liynlífi
Kynfræðsla er partur af námsefni allra gmnnskóla
en það er þó misjafnt hvenær hún hefst og hvemig
skólamir taka á þessum málum. En er sú kennsla
ekki nóg fyrir krakkana, verða foreldrar endilega aö
standa fyrir einhverri aukakennslu á þessu sviði?
„Auðvitað ættu foreldrar og skóli líka að hafa um
þetta samvinnu eins og svo margt annað. Ég tel afar
misjafnt hvað skólamir eru að leggja mikla áherslu á
þennan þátt, flestir era að fræða um líffræði kynlífs,
t.d. kynfærin, getnað og æxlun, en minni áhersla er
lögð á siðferði kynlífsins.“ Þetta segir Sigurlaug og
bendir á að mörgum finnist mjög erfitt að ræða þessi
mál, kennurum líka og það geti orðið til þess að það
sé minna tekið á þessu en ætti að vera. „Unglingun-
um fmnst heldur ekki nóg að heyra bara talað um
getnaðarvamir og sjúkdóma og það sem neikvætt er
í kynlífi, þótt það sé mikilvægt líka. Þeir era líka að
velta fyrir sér ýmsu öðra, eins og hvað sé gott kynlíf
og hvemig maður eiginlega stundi það svo vel sé. Oft
geta þeir verið með brennandi spurningar sem þá
langar að tala um við foreldra sína en þora ekki að
taka af skarið. Þess vegna getur frumkvæði foreldr-
anna á þessu sviði verið nauðsynlegt. Ég held að for-
eldrar vilji gjama vera þeir sem helst sinna kyn-
fræðslu bama sinna og telji sig gjama gera það. Það
er mjög eðlilegt þar sem það era þeir sem bera höfuð-
ábyrgð á sínum bömum og standa þeim næst,“ segir
Sigurlaug.
„Eitt stærsta viðfangsefni kynlífs er eflaust sið-
fræðin. í dag þurfa unglingar allra helst að fá þau
skilaboð frá umhverfmu að þeir ráði ferðinni, þeir
hafi þann valmöguleika að velja og hafna í málefnum
er varöa kynlíf. Kynlíf er gott og á að vera ánægju-
legt. Þetta era mjög mikilvæg skilaboð sem við þurf-