Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 6
Notadir bílar hjá Suzuki bilum hf. Suzukl Baleno GLX, 4 d., bsk. Skr. 8/99, ek. 39 þús. Verö kr. 990 þús. Suzuki Swrft GLX, 5 d., bsk. Skr. 11/96, ek. 67 þús. Verð kr. 450 þús. Suzuki Vrtara JLX, 5d., bsk. Skr. 6/00, ek. 74 þús Verð kr. 1290 þús. Suzuki Sidekick JX, 5 d., bsk. Skr. 9/96, ek. 88 þús. Verð kr. 780 þús. Hyundai Accent GLS, bsk. Skr. 7/98, ek. 45 þús. Verð kr. 550 þús. Hyundai Accent 1,5, bsk. Skr. 12/99, ek. 27 þús. Verð kr. 690 þús. Daewoo Lanos SX bsk. Skr. 10/98, ek. 78 þús. Verð kr. 590 þús. Hyundai Accent 1,5, bsk. Skr. 9/98, ek. 67 þús. Verð kr. 490 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---✓/// — SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 Fréttir I>V Útlit fyrir atvinnuleysi skólafólks í sumar: Fænri Vinnumiðlun skólafólks í Reykjavík hefur borist mikill flöldi umsókna um sumarstörf en hætt var að taka við umsóknum um síðustu mánaðamót. Alls bár- ust 2588 umsóknir inn á borð en upphaflega var áætlað að ráða í 950 stöður hjá Reykjarvíkurborg en vegna aðstæðna veitti Borgar- ráð aukafjárveitingu til verkefnis- ins upp á 150 milljónir. Því verður unnt aö ráða um 450 manns til við- bótar. Alls verður því ráðið í 1400 störf og samkvæmt því verða rúm- lega þúsund manns frá að hverfa. Auður Kristín Welding, verkefnis- stjóri Vinnumiðlunarinnar, segir ástandið þó vera svipað og árið á undan. „Við fórum mánuði fyrr af stað núna þar sem að slæmt ástand skapaðist í fyrra og margir sem sótt höfðu um komust ekki að. Núna áttuðum við okkur aðeins betur á stööunni og gátum brugð- komast að en vilja Ungt fólk í garðyrkju Útlit er fyrír aö fjöldi menntaskólanema veröi án atvinnu í sumar. ist fyrr við en því miður lítiu- út fyrir að einhver fjöldi verði samt sem áður án atvinnu í sumar. Auðvitað fær einhver hluti þeirra sem sækir um starf hjá okkur vinnu annars staðar þannig að það er ekkert hægt að fullyrða um hvemig ástandið verður en við erum einmitt að athuga stöðuna á því núna. Annars bitnar þetta verst á þeim sem yngstir eru, þ.e.a.s. þeir sem em fæddir árin 1985 og 1986, því það er aðeins hægt að ráða þann aldur í ákveðn- ar stöður, s.s. garðyrkju," segir Auður Kristín. Vinnumiölun skólafólks tekur einungis við umsóknum frá fólki sem er meö lögheimili í Reykjavík og hefur verið í skóla á árinu en ástandið hjá öömm bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu mun vera svip- að. Það er því útlit fyrir að fjöldi framhalds- og háskólanema muni verða án atvinnu í sumar. -áb Héraösdómur: Skynsamlegun vafi á sekt Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í gær mann sem sakaður var að hafa nauðgað konu á heimili hennar í nóvember 2002. Maðurinn og konan höfðu hist við veitingastaðnum Players fyrr um kvöldið og fóra svo saman heim til hennar. Að sögn mannsins fóra þau inn í svefnherbergi hennar og höfðu sam- farir. Konan lýsti atburðarásinni á allt annan veg og sagði að hún hefði fljótlega orðiö syfjuð vegna þreytu og ölvunar og því beðið manninn um að fara. Hún hefði síðan lagst til svefns og vaknað viö þaö að maður- inn væri að hafa við hana samfarir. Hún sagði síðan fyrir dómi að henni hefði rétt tekist að hringja í lögregl- una og hrópa að verið væri að nauðga sér áður en maðurinn þreif af henni símtólið. Fyrir dómi lá upptaka af sím- hringingu konunnar i neyöar- línunna þar sem hún sagði að verið væri að nauöga sér. í niðurstöðu dómsins segir að dómurinn hefði hlýtt margsinnis á hljóðritun af um- ræddu símtali og að ekki væri hægt að heyra að einhver átök hefðu ver- ið í gangi. Dómurinn taldi aö allt eins gæti framburður mannsins ver- ið réttur og þegar allt væri virt léki skynsamlegur vafi á sekt mannsins og því bæri aö sýkna hann. -EKÁ DV-MYND ÞÖK Ertu í hringnum? DV heldur áfram aö gleöja lesendur sína meö margvíslegum vinningum. Konan sem hér lendir innan hringsins var stödd í Smáralind á dögunum. Hún hreppir góöan vinning, gjafabréf frá Smáralind aö upphæö krónur 5.000. Hægt er vitja vinningsins í DV-húsinu, Skaftahlíö 24, 105 Reykjavík. Kötturinn Moli útskrifast af dýraspítala eftir miklar hremmingar í rúman mánuö: Van matarlaus uppi á heiði Kötturinn Moli var í gær útskrif- aður af Dýraspítalanum í Víðidal en þar hefur hann dvalið síðan hann fannst á Holtavörðuheiðinni fyrr í mánuðinum. Moli er fatlaður á öðr- um framfæti og á því erfitt um gang. Hann komst fyrst í fréttimar þeg- ar starfsmenn Kattavinafélags ís- lands fundu hann vegalausan á göt- um Reykjavíkur síðastliðinn vetur. Honum var því komið fyrir á Katt- holti þar til nýir eigendur fyndust. Þegar það hafði tekist vildi ekki bet- ur til en svo aö nýju eigendumir lentu í bílslysi á Holtavörðuheiðiimi þar sem Moli var með í för og þar týndist hann. í rúman mánuð ráfaði hann matarlaus um heiðina þar til vökull vegfarandi kom auga á hann og kom honum til lögreglunnar í Borgamesi. Þaðan var Moli síðan fluttur á Dýraspítalann í Víöidal, þaðan sem hann útskrifaðist í gær, og nú er hann aftur kominn í umsjá Kattavinafélagsins. Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélagsins, var að vonum glöð í gær 'eftir að hafa endurheimt Mola eftir allar þær hremmingar sem hann hefur þurft að ganga í gegnum. „Dýralæknamir segja að enn geti ýmislegt komið í ljós þannig að hann verður héma hjá Káttavinafélaginu, allavega fyrst um sinn. Kötturinn er, eins og gefur að skilja, mjög slappur eftir allar þessar hremmingar og við erum alsæl að hann skuli kominn aftur til okkar heill á húfi. Ég vil bara koma á framfæri þökkum til Moli kominn í örugga höfn Ólöf Loftsdóttir, dýralæknir í Víöidal, afhendir Sigríöi Heiöberg köttinn Mola sem hefur lent í miklum hremmingum síöustu mánuöi. allra þeirra sem hjálpuðu til við að finna Mola en ég hef fengiö hringing- ar frá fjölda fólks sem hefúr verið að svipast um eftir honum þegar það hefur ferðast þama um. Þá vil ég þakka sérstaklega Sigurði Ólafssyni sem hafði uppi á Mola á Holtavörðu- heiðinni og kom honum til lögregl- unnar,“ sagði Sigríður. -áb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.