Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 18
I 8 Helgarblað 1OV LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 Afmælisáiöf Ólafs Olafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, kom þjóðinni á óvart þegar hann kvæntist heitkonu sinni, Dorrit Moussaieff, á laun að kuöldi sextugasta afmælisdags síns. Hann gaf þannig sjálfum sér eiginkonu í afmælisgjöf eða fékk eiginkonu íafmælis- gjöf, eftir þvt hvernig á það er litið. Það er óhætt að segja að íslenska þjóðin hafi hrokkið í kút þegar hún frétti það í hádeginu á fimmtudaginn að Ólafur Ragnar Grímsson og Dor- rit Moussaieff hefðu gengiö i hjónaband í stofunni á Bessastöðum að kvöldi miðvikudags. Athöfnin fór fram að loknum veisluhöldum í tilefni af sex- tugsafmæli Ólafs Ragnars fyrr um daginn. Aðeins nánasta fjölskylda forsetans var viðstödd en ekkert skyldmenna brúöarinnar og þaö var sýslumaður- inn í Hafnarfirði sem gaf þau saman. Með þessu er bundinn endi á þriggja ára trúlof- un Ólafs Ragnars og Dorritar. í skoðanakönnun DV í október 2002 töldu tæplega sjö af hverjum tíu kjósendum tímabært að hann giftist henni, svo segja má að þjóðin hafi veriö farin að bíða með óþreyju. Samband þeirra Ólafs og Dorritar hefur verið á vitorði almennings síðan vorið 1999 en um mitt sumar birtust fyrstu myndir af þeim opinberlega og forsetinn lýsti samdrætti þeirra í sjónvarpi og bað þjóð sína um „tilfinningalegt svigrúm" til að þroska sambandið. Ólafur Ragnar var alltaf óhræddur við að beita sérstæðum meðulum til þess að vekja athygli á sér í stjórnmálum og hér stendur hann uppi á kassa í stórversluninni Miklagarði og messar yfir lýðnum árið 1988. Ólafur Ragnar kjörinn formaður Alþýðubandalagsins árið 1987. Það er Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, fyrrum eiginkona hans, sem samfagnar manni sínum. p n'* TT 7* lijj Á þessari skemmtilegu ljósmynd Vigfúsar Sigurgeirssonar sést Ólafur Ragnar átta ára á bryggjunni á Þingeyri. Hann horfir á ljósmyndarann en aðalefni myndarinnar er bíll forseta íslands, Sveins Björnssonar, sem vekur aðdáun barnauna á staðnum. Ólafur Ragnar var fjármálaráð- herra þegar virðisaukaskattkerf- ið var tekið upp. Hér sést hann með fjárlög ársins 1989 undir hendinni og myndin er tekin í Alþingishúsinu. Ólafur Ragnar lærði stjórnmála- fræði í Bretlandi og kleif til met- orða í Framsóknarflokknum eftir heimkomuna, síðan í Möðru- vallahrcyfingunn.i sem var klofningur úr Framsókn, og end- aði á því að verða formaður Al- þýðubandalagsins. Hann kenndi stjórnmálafræði í Háskóla ís- lands og á þessari mynd sést hann kenna fag sitt árið 1977. Ólafur Ragnar hefur alltaf stundað reglubundna hreyfingu og líkamsrækt af ýmsu tagi, allt frá hestamennsku og skokki til skíða. Á myndunum sést hann skokka með eld á þjóðhátíðarárinu 1994 og trimma á Seltjaruar- nesi 1996. Það var margt við þetta sam- band sem minnti á söguna af Öskubusku og prinsinum, með ýmsum sérstæðum og öfugsnún- um formerkjum þó. Ólafur var forseti í litlu landi, kallaður bóndi í breskum blöðum sem fjölluðu um ástarævintýrið. Dor- rit er breskur gyðingur, vellauð- ug dóttir gimsteinasala í London og harðsnúinn viðskiptajöfur. Með þeim er sjö ára aldursmunur og Dorrit hefur verið gift einu sinni áður, í kringum 1970, en það varði skammt og Dorrit á ekki börn. Þótt margt hafi verið kallsað um samdrátt þeirra og því jafnvel haldið fram að Ólafur hafi með langvinnri trúlofun þeirra löggilt trúíofunarstand sem hjónaband - en íslendingar hafa löngum látið sér í léttu rúmi liggja hver hjú- skaparstaða sambýlisfólks nákvæmlega er - þá hef- ur stöðugt umtal um hugsanlegt eða væntanlegt hjónaband þeirra bent til þess að þjóðin hafi gjarn- an viljað sjá brúðkaup í líkingu við þau þjóðhöfð- ingjabrúðkaup sem farið hafa fram í nágrenni við okkur. Segja má að í sambandi þeirra felist ákveðin hagkvæmni þar sem bæði geta lagt í púkkið eitt- hvað sem þau hvort í sínu lagi geta ekki eignast með öðrum hætti. Auðæfi Dorritar tryggja Ólafi aðgang að samkvæmislífi sem honum hefði annars ekki staðið opiö, og fjárhagslegt öryggi. Staða hans opnar Dorrit dyr sem annars standa aðeins opnar þjóðhöfðingjum og kóngafólki og engin auðæfi geta keypt boðskort í veislur þjóðhöfðingja eða brúð- kaup. Auðkýfingnum Dorrit hefði aldrei verið boð- ið í brúðkaup norska ríkisarfans en íslenski forset- inn með unnustu sinni er allt annað mál. Umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Ólaf Ragnar Grímsson og einkalíf hans hefur verið umfangs- meiri og víðtækari en gerðist með fyrirrennara hans í embætti. í umfjöllun um embættistíð hans hefur stundum verið talað um „Séðogheyrt-væð- ingu“ embættisins og leynt og ljóst hafa menn tal- að um að Ólafur hafi reynt að gefa embættinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.