Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Gerald og Sara Murphy. Vellauöug, töfrandl hjón sem Francis Scott Fltzgerald notabl sem fyrirmyndlr aö aöalpersónunum í elnni bestu bók slnni, Tender Is the Night. Töfrandi fyrirmyndir Skáldsaga Francis Scott Fitsgeralds, Tender Is the Night, kom út áriö 1934. HOn fékk ekki góöa dóma en þykir nú meö athyglisveröustu verkum hans. Fyrirmyndir Fitzgeralds aö aöalpersónunum voru vinir hans, Gerald og Sara Murphy. Bókin kom út í íslenskri þýöingu Atla Magnússonar áriö 1998 undir heitinu Nóttin blíö. Þegar Francis Scott Fitzgerald byrjaöi að vinna að skáldsögunni Tender Is the Night not- aði hann í upphafi vin sinn Gerald Murphy sem fyrirmynd að aðalpersónunni, Dick Diver, en í miðri bók breyttist Diver í Francis Scott Fitzgerald. Þetta gerðist líka, í minni mæli þó, með kvenhetjuna Nicole Diver sem bar svip af Söru Murphy, eiginkonu Geralds, en breyttist síðan í Zeldu, eiginkonu Fitzgeralds. Fitzgerald var átta ár að skrifa bókina og endurskrifaði hana margsinnis. Skáldsagan kom út árið 1934 og var tileinkuð hjónunum. Skömmu síðar skrifaði Ernest Hemingway Fitzgerald bréf þar sem hann sakaði hann um svik með því að nota Murphy-hjónin sem fyrir- myndir en breyta þeim síðan í aðrar manneskj- ur. Gerald Murphy kom með svipaðar athuga- semdir þegar hann hafði lesið skáldsöguna. Fitzgerald svaraði honum með orðunum: „Inn- blásturinn kom frá ykkur Söru og tilfinningum mínum til ykkar og lífsstíls ykkar. Síðasti hluti verksins er um Zeldu og mig vegna þess að þið Sara eruð sömu manneskjur og við Zelda.“ Sara Murphy sagði að þessi orð Fitzgeralds bæru vott um að hann vissi afar lítið um fólk og alls ekkert um Murphy-hjónin. Mörgum árum seinna, þegar Gerald las bók- ina í annað sinn, tók hann eftir því sem hafði farið fram hjá honum við frumlestur, að á fyrstu hundrað blaðsíðunum var lýst atburð- um og samtölum sem höfðu raunverulega átt sér stað þegar Fitzgerald-hjónin og Murphy- hjónin dvöldu saman í París og á Rívíerunni. Fullkomið líf Þegar Fitzgerald-hjónin komu til Frakklands árið 1924 höfðu Murphy-hjónin dvaliö þar í þrjú ár. Sara og Gerald Murphy voru banda- rísk, bæði af vellauðugum ættum og höfðu þekkst í ellefu ár áður en þau giftust. Fyrstu árin bjuggu þau í New York en ákváðu svo að flytja til Evrópu með börnin sín þrjú. Þau sett- ust að í Frakklandi og bjuggu í París og á Ríví- erunni. Vinir hjónanna lýstu hjónabandi þeirra og lífi sem fullkomnu. Þetta var áhyggjulaust líf þar sem lifað og hrærst var í listastraumum samtímans. Hjónin eignuðust fjölmarga vini úr listaheiminum, þar á meðal Cole Porter, Hemingway og Picasso. Scott og Zelda Fitzgerald voru einnig meðal bestu vina Murphy-hjónanna. Gerald var ekkert sérlega hrifinn af Fitzger- ald sem höfundi og þótti tO dæmis ekki mikið til þeirrar bókar koma sem talin er meistara- verk hans, The Great Gatsby. Gerald sagði að þau hjón hefðu litið á vin sinn Ernest Hem- ingway sem alvöru rithöfund en ekki Fitzger- ald. Fitzgerald var heillaður af Söru og gat set- ið tímunum saman og starað á hana. Aðdáun hans var henni til nokkurs ama. Þegar hann ákvað að nota hjónin sem fyrirmyndir í skáld- sögu sinni fór hann að yfirheyra þau um smæstu atriði í lífi þeirra. Spurningar hans fóru í taugarnar á Söru en Gerald trúði því ekki að Fitzgerald væri alvara með því að gera þau að skáldsagnapersónum. Fjölskylduharmleikir Skáldsagan Tender Is the Night segir frá bandarískum geðlækni, Dick Diver, sem kynn- ist ungri konu, Nicole, á heilsuhæli. Þau giftast og eyða tíma sínum á Rívíerunni og víðar í Evrópu. En Nicole er ekki í andlegu jafnvægi og það fer að síga á ógæfuhliðina í sambandi þeirra. Þaö var ekki mikil gæfa í hjónabandi Fitz- geralds og Zeldu konu hans, hún varð geðveik og lést í bruna á geðveikrahæli. Hjónaband Geralds og Söru var hins vegar innilegt. Líf þeirra var lengi vel fullkomið en svo reið ógæf- an yfir. Áriö 1929 greindist yngsti sonur þeirra, Patrick, þá níu ára, með berkla. Hjónin fluttu með Patrick til Sviss þar sem hann dvaldist á heilsuhæli og þar bjuggu þau í átján mánuði. Vinir þeirra komu í heimsókn: Hemingway, Dorothy Parker og Fitzgerald. Gerald og Sara keyptu bar sem þau gerðu upp og réðu þýska hljómsveit til að leika þar um helgar. En hið hamingjuríka líf Murphy-fjölskyldunnar var senn á enda. Eldri sonur þeirra hjóna, Baoth, fékk heilahimnubólgu þar sem hann dvaldist á heimavistarskóla. Hann lést áður en foreldrar hans komust til hans. Einu og hálfu ári síðar lést Patrick. Hjónin sneru aftur tU Bandaríkjanna þar sem Gerald tók viö stjórn fyrirtækis fóður síns en reksturinn var í molum. Hann kom þvi aft- ur á kjöl en sagði sjálfur að sér heföi fundist eins og hann gengi í svefni. Bók með töfra Hjónin bjuggu vel og ríkmannlega. Þau héldu tryggð við Fitzgerald og lánuðu honum peninga svo að einkadóttir hans, Scottie, gæti stundað framhaldsnám. Árið 1940 skrifaði Fitz- gerald þeim frá HoUywood: „Oft fannst mér að sú aðstoð sem þið Sara veittuð mér væri það eina ánægjulega sem gerðist í heimi sem mér fannst hafa brugðist mér og gleymt mér aUtof snemma." Nokkrum mánuðum seinna voru hjónin viðstödd jarðarför hans. Þegar kvikmyndaútgáfa af Tender Is the Night kom á markað áriö 1962, með Jason Robards og Jennifer Jones í aðalhlutverkum, neitaði Sara að sjá hana. Gerald fór einn. Og hann var einn í kvikmyndahúsinu, fyrir utan gamla ræstingakonu sem var að sópa gólflð aft- arlega í kvikmyndasalnum. Honum fannst kvikmyndin ómerkileg. Eftir sýningu keyrði hann heim: „Þá sá ég Scott greinUega fyrir mér, eins og hann var fyrir mörgum árum þeg- ar ég skilaði honum bókinni og sagði honum hversu góðir mér þættu nokkrir hlutar hennar vera - án þess að segja honum skoðun Söru. Scott tók við bókinni með sínu sérkennUega, fjarræna augnaráði og sagöi: „Já, hún hefur töfra. Hún hefur töfra.“ Dýrmæt bók Brennu-Njálssaga Njála í nýrri útgáfu. Hér er fylgt texta Reykjabókar þar sem er að finna fleiri vís- ur en í ýmsum öðrum handrit- um sögunnar. Gunnar á Hlíð- arenda er hér tU dæmis óvenju skáldmæltur. Það þarf svo sem ekkert sérstaklega að mæla með Njálu - þeir sem hafa einu sinni lesið hana hljóta að lesa hana aftur. Ein af fáum bók- um sem fylgja manni alla ævi. - Skarphéðinn er sannur töffari og HaUgerður er alltaf sama leiðinda- ótuktin! Það er undarlegt að maður skuli alltaf verða að vinna sér inn peninga, eins og maður hafi ekki nóg ann- að að gera. Gisli Brynjólfsson Bókalisti Eymundssonar Allar bækur 1. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 2. Hver tók ostinn minn? Spencer Johnson 3. Mðmmur - Litla qjafabókin 4. Leggðu rsekt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir 5. Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 6. fsland í aldanna rás - pakki. Illuqi Jökulsson 7. Einfaldaðu líf þitt. Elaine St. James 8. Lögmálin sjö um velgengni. Deepak Chopra 9. Þú getur grennst og breytt um lífsstíl. Asmundur Stefánsson oq Guðmundur Bjðrnsson 10. Niður með kolvetnin. Amanda Cross Bókalisti Máls & Menningar Allar bækur 1. Hver tók ostinn minn? Dr.Spencer Johnsson 2. Lost in lceland. Siqurqeir Siqurjónsson 3. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 4. Þú getur grennst og breytt um lífsstíl. Ásmundur Stefánsson 5. Island í aldanna rás - pakki. Illuqi Jökulsson 6. Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 7. Learning lcelandic. Auður Eínarsdóttir 8. Ferðakort MM. 9. Aurora - liqht of the northern. 10. Amazing lceland. Siqurqeir Siqurjónsson Skáldverk: 1. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 2. Reisubók Guðriðar Símonardóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 3. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 4. Napóleonsskiölin. Arnaldur Indriðason 5. Mýrin. Arnaldur Indriðason 6. Kantaraborgarsdgur. Geoffrey Chauser______________ 7. Sérstakur dagur. Kristin Ómarsdóttir 8. Hvar sem ég verð. Inqibjðrq Haraldsdóttir 9. Grafarþöqn. Arnaldur Indriðason 10. Ævintýri qóða dátans Sveijk. Jaroslav Hasek Metsölulisti Bókabúöa Máls og menningar 7. til 14. mal Hjálparsveit hlátra Sigtryggur Magnason, fjölmiðlamaður og skáld, segirfrá uppáhaldsbókum sínum. „Æi, ég er þónokkuð mikill geðklofi þegar kemur að því að segja hverjar eftirlætis- bækurnar mínar eru. Best að byrja á því að taka fram að ég er í seinni tíð enginn bóka- sjúklingur. Tíminn er oftast naumur og fjölskyldan og leikhúsið ofar í forgangsröð- inni. Ég las mikið þegar ég var barn og eftirminnilegasta bókin er um dverginn Rauð- grana. Ofboðslega hræðileg bók og varla boðleg börnum. Las hana samt fyrir börnin mín um daginn og þau urðu, held ég, jafnhrædd og ég, framreiknað og miðað við hræðsluvísitölu. Kannski er það vegna hrifningar minnar á Rauðgrana, Dísu ljósálfi og Alfinni álfakóngi sem ein eft- irlætisbóka minna á síðari árum er Gangandi íkomi eft- ir Gyrði Elíasson. Myrkrið og furðuleikinn í „íkornanum" vekur líklega þessa gömlu hræðslu. Og talandi um skepnur: Hamskipti Kafka þótti mér mögnuð bók og Hundshjarta Búlgakovs einnig. Húmor er mér lífsnauðsyn- legur og í þunglyndisleið- öngrum er fátt betra en vita af Hjálparsveit hlátra í start- holunum. Þar er Woody Men stallari og formaður skemmtinefndar. Fyndnasta bók sem ég hef lesið er sam- safn prósaskrifa hans sem nefnist einfaldlega The Complete Prose of Woody Allen. Þar er að finna stuttar sögur, ritgerðir og undarlega texta - til dæmis ráðlegging- ar um borgaralega óhlýðni, frásagnir af rakara Hitlers og heimspekilegar hugleið- ingar. Ein sú besta án efa: „Það er ekki bara það að Guð sé ekki til heldur er ómögulegt að fá pípara um helgar“.“ Skáldverk 1. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 2. Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 3. Mýrin. Arnaldur Indriðason 4. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 5. Anna, Hanna, Jóhanna. Marianne Fredriksson 6. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 7. Dumasarfélagið. Arturo Perez-Reverte 8. Crazy. Benjamin Lebert 9. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 10. Alkemistinn. Paulo Coelho Barnabækur 1. Herra Latur. Roqer Harqreaves 2. Herra Fyndinn. Roqer Harqreaves 3. Geitungurinn 1. Árni Árnason oq Halldór Baldursson 4. Úti að leika - galdramyndabók 5. Herra Sterkur. Roqer Harqreaves Metsölulisti bókabúöa Eymundssonar 7.-13. mal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.