Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 25
24 Helgarblací 1DV LAUGARDAGU R 17. MAÍ2003 Matur og vín Umsjón Gunnþóra Gunnarsdóttir Kúmen Kúmen erjurt af sveipjurtaætt sem talin er vera upprunnin íMiðjarðarhafsbotnum endur fyrir lönqu. Að minnsta kosti hafa fræ hennar fundist í8000 ára qömlum fornminjum. Kúmen vex villt víða f Evrópu, meðal annars á íslandi eftir að Vísi- Gísli Maqnússon, bóndi að Hlíðarenda íFljótshlíð, flutti plöntuna inn um 1660. Reyndar hefur þeim stöðum fækkað þar sem kúmen finnst hér á landi eftir að notkun tilbúins áburðar jókst. Kúmenjurtin verður 20-50 cm á hæð oq það eru fræ hennar sem þykja eftirsóknar- verð. Þau ilma vel oq eru nokkuð braqðmikið enda mikið notað krydd, bæði ímat- arqerð oq bakstur, svo oq osta oq áfenqi. Kúmenlíkjör var t.d. fyrsti líkjörinn sem Hollendinqurinn Lucas Bols qerði. Það var árið 1575 oq laqði sú framleiðsla qrunn- inn að Bols-verksmiðjunum sem enn eru í fullum qanqi. Kúmenkaffi þótti mikill kjarnadrykkur á íslandi fyrrum. Þá voru nokkur kúmenkorn möluð með baununum áður en hellt var á. Gefur mildan keim ef magnið er rétt - segir Sæmundur Kristjánsson, matreiðslumeistari Á næstu grösum enið og hvítlaukurinn er sett i pott og restin af ólífu- olíunni er sett í. Þetta er ristað þar til hvitlaukurinn er aðeins farinn að taka lit. Kælt og látið drjúpa yfir salatið. Lime-safinn kreistur yfir á eftir eða hrærður út í olíuna áður en henni er dreift. Gulróta- oq appelsínusúpa með kúmeni 1 msk. arænmetisolía 1 laukur. fínt saxaður 6 stórar aulrætur. skornar í sneiðar 2 msk. karrí „Kúmen hentar vel í margs konar mat og ég nota það talsvert en í litlu magni hverju sinni til aö keim- urinn veröi mildur og góður,“ segir Sæmundur Krist- jánsson, matreiðslumeistari á veitingastaönum Á næstu grösum á Laugavegi 20b. Hann kveðst oft nota kúmen í gulrótasúpu, til skiptis við anis, fennel, karrí eða hvert annað krydd. Sæmundur útbjó þrjá rétti fyrir DV og í þeim öllum kemur kúmen við sögu. Tzatziki-sósa með kúmeni 1 stk. stór aaúrka. rifin 500 a ióaúrt. hrein 12 sneiðar snittubrauð, fínt skorið 1 msk, kúmen. heilt 2 tsk. kúmen. ristað 3 kvistir mvnta. fínsöxuð 2 oeirar hvítlaukur. pressaður 1/2 búht steinselia. söxuð ?ygrtur pipar salt Blandið öllu saman í skál, setjið plastfilmu yfir og látið sósuna standa i að minnsta kosti klukkustund áður en hún er borin fram. Þetta er góð sósa með sal- ati, fisk- eöa kjötréttum eða sem ídýfa. Klettasalat með papriku oa steiktu kúmeni 300 q klettasalat 1 aræn oaprika 1 rauð paprika 1 eqqaldin 1 stk. lime 4 msk. ólífuolía 250 ml appelsínusafi 350 q kókosmiólk 500 ml arænmetissoð eða kiúklinaasoð 80 o kassiuhnetur. ristaðar oq qróft saxaðar söxuð mvnta 1 msk. kúmen 1 stk. ferskur mozzarella-ostur Salatið er sett í skál, mozzarella- osturinn skorinn í hæfilega þykkar sneiðar og bætt í ásamt paprikunni og eggald- ininu sem skorin hafa verið stórt og ristuð á pönnu. Snittubrauðið er steikt á pönnu með tveimur mat- skeiðum af ólifuolíu þar til það verður stökkt. Kúm- svartur pipar oo salt Hitið olíuna í stórum potti, setjið laukinn í og svitið í fimm mínútur eða þar til hann er orðinn gylltur. Bætið gulrótum út í, karríi, kúmeni, pipar og salti og svitið smástund. Bætið þá appelsínudjús í og sjóðið þangað til gul- ræturnar eru orðnar nijúkar, ca 10 mínútur. Hellið kókosmjólkinni og grænmetissoðinu út í og sjóð- ið í 10 mínútur eða lengur. Fjar- lægið pottinn af hellunni og mauk- ið súpuna, til dæmis með því að setja hana í matvinnsluvél. Setjið súpuna aftur yfir til suðu og hrærið vel í 4-5 mínútur. Smakkið hana til og berið fram með kassíuhnetum og saxaðri myntu. LAUGARDAGUR 17. IVIAÍ 2003 Helgarblað DV 25 DV-myndir Sigurður Jökull Sæmundur hefur hrært tzatziki-sósuna sanian og lát- ið hana standa í klukkutíma til að jafna sig áður cn hann ber hana fram í lítilli skál. Hún er góð með salati, ýms- um kjöt- og fiskréttum og af- bragð sem ídýfa. Hér er Sæmundur búinn að sjóða súpuna og hellir henni í blandaraboxið til að inauka hana vel. Síðan fer hún í pottinn aftur og er soðin í 4-5 mínútur og hrært vel í á meðan. Þegar hún er borin fram er ristuðum kassíuhnet- um og saxaðri myntu stráð yfir. Salatið er gróft. Sverustu stilkarnir eru skornir af klettasalatsblöðunum og blöðin notuð heil. Paprikan og eggaldinið eru í stórum bitum sem hafa verið léttristaðir á pönnu eða grilli. Osturinn er skorinn í sneiðar og brauðbitarnir létt- steiktir í olíu áður en þeim er blandað saman við. Ljúf kassavín frá Frakk- landi og Kalifomíu - er val Ómars S. Gíslasonar hjá víndeild Rafkóps-Samvirkis Meö hækk- cuiui sui og þeim léttu réttum sem framreiddir eru hér í opnunni mælir víndeild Rafkóps-Samvirkis með léttum og aðgengilegum vínum í þriggja lítra um- búðum. Kassavínin eru með mest seldu vínunum í ÁTVR og nú á allra síðustu árum hafa þau loks fengið þá athygli og virðingu sem þau eiga í raun skilið. Á heildina litið eru þessi vín yfirleitt „Vin de Pays“, hin einu sönnu borðvín sem henta yfir- leitt vel smekk hins almenna neytanda. Einn af helstu kostum þess að kaupa vin í þriggja lítra umbúðum er að hægt er neyta vínsins í allt að sex vikur eftir opnun og magnið í einum kassa dugir í allt að 30 glös. Eins og svo oft áður kemur margt til greina þegar velja skal vín með mat og leitar hugurinn um alla léttvínsflóruna. Þar sem sumarið er fram undan og sumarbústaðaferðir fyrirhugaðar hjá mörgum landanum varð kassavínið hjá RS-vín- um fyrir valinu, rauðvínið JP Chenet Cabernet Syrah o{ hvítvínið Landiras Califomi- an White. Þessi vín henta báðum réttum en smekkur hvers og eins ræður val- inu. JP Chenet Cabemet Syrah kemur frá Vin de Pays d’oc i suður Frakklandi og er framleitt af Les Grand Chais de France. Fyrirtækið var stofnað árið 1979 af Joseph Helfrich með því markmiði að framleiða ódýr og að- gengileg vin fyrir alþjóða- markað sem keppt gætu við vín frá nýja heimin- um. Fyrst og fremst með þarfir hins almenna neytanda í huga. Þessi hugmyndafræði hefur tekist afskaplega vel og er LGCF orðinn stærsti útflytjandi Frakka á vínum á alþjóðamarkaði. Litur JP Chenet Caber- net Syrah er plómurauður og meöaldjúpur. Ilmur- inn er í meðallagi opinn, sætur og þroskaöur: Má fNlAN m ne merkja kirsuberjasultu og möndlumassa. Þetta er meðalbragðmikið vín, einkar ljúft með mjúkt tannín. JP Chenet Cabernet Syrah er frábært með öllum kjöt- réttum, ekki síst þegar grillað er í sumarblíðunni. Kostar þetta kassavín 3.650 krónur í ÁTVR, Heiðrúnu og Kringlunni. Vín frá Bandaríkjunum hafa mikiö verið að ryðja sér til rúms hér á landi undanfarin ár og þá helst frá verðmætasta vínsvæði þeirra í Kaliforníu. Landirars California hvítvínið er frá Central Valley og San Joaquin. Þetta ljúfa vín, sem nýlega er komið í sölu í sérvörubúðum ÁTVR, er ein- göngu gert úr Colombard-þrúgunni. Litur þess er ljósgulur og ilmurinn einkennist mjög af blómum og sítrus- ávöxtum. Landiras California White er létt ferskt og ávaxtaríkt og hentar einkar vel sem fordrykkur, með salöt- um ýmiss konar og léttum fiskréttum. Landiras California White kostar 3.510 krónur í ÁTVR, Heiðrúnu og Kringlunni. Umsjón Iiaukur Lárus Hauksson 4»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.