Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 11
LAU GARDAGUR 17. MAÍ 2003 11 Skoðun Suðrænn aðdáandi Jónas Haraldsson aöstoöarritstjóri Laugardagspistill Við gripum fyrsta borðið sem gafst, feðgar á ferð í stórborginni. Það sótti að okkur þorsti eftir margra tíma þramm um sali breska minjasafnsins. Bar fyrir framan safnið virtist vinsæll enda vel stað- settur, fólk streymdi að. Við komum okkur fyrir úti. Veðrið var milt þetta síðdegi í Lundúnum. í barátt- unni um borð á góðum stað kann það að hafa ráðið nokkru að við vor- um með bamavagn. Það er sama hverrar þjóðar menn eru, þeir taka tillit til komabama. Ég er vanur að drekka ljóst öl, lager eins og Bretar kalla það. Það er ljúf tilflnning, setjist maður nið- ur heitur og göngumóður, að teyga drykkinn. Þaö er skynsamlegt að láta það eftir sér að drekka í einum teyg niöur fyrir miðju fyrsta glass, finna hvemig ölið rennur út í kroppinn og þreytan líður úr út- limunum. Bragðið verður ekki það sama í næsta sopa og því síður næstu glösum. Gamlir taktar Sonur minn var hins vegar undir breskum áhrifum þama á barhom- inu. „Verum karlmenn," sagði hann, „og fáum okkur dökkan - og stóran,“ bætti hann við. „Hvað með kellurnar," sagði ég, „ef þær frétta af okkur þjórandi héma með bam- ið?“ Ungi maðurinn leit á fóður sinn með svip heimsborgarans. „Þær fá ekkert að vita’af þessu. Einn kaldur er nauðsynlegur til þess að halda sér gangandi, kannski tveir ef þannig stendur á. Þar fyrir utan eru þær svo hugfangnar í tuskubúðun- um að þær gleyma okkur alveg." „Kannski okkur," sagði ég, „en varla baminu, ef ég þekki þær rétt.“ Auk okkar í borgarheimsókninni vora eiginkona mín og um leið móð- ir hins unga manns, eiginkona hans og frumburður þeirra hjóna, rúm- lega þriggja mánaða gamall drengur í sinni fyrstu utanlandsferð. Kon- umar höfðu brugðið sér I búðaráp. Við, karlleggurinn völdum frekar minjasafnið. Afadrengurinn svaf safnheimsóknina af sér en lét vita af sér á bamum. Ég ruggaði vagninum í þeirri von að bamið sofnaði og beið eftir þeim dökka. Drengurinn róaðist við hreyfmg- una. Ég stakk upp í hann snuði og bar mig á allan hátt fagmannlega aö. „Gamlir taktar," sagði ég við son minn og lét vel af nýju afahlut- verkinu. „Það er ekki vandamál að svæfa bam,“ hélt ég áfram, „bara að vera nógu þolinmóður.“ Þessu hélt ég fram í þeirri fullvissu að kona mín var hvergi nærri og gat þvi ekki mótmælt karlagrobbinu. Hún hefur haldið því fram, með nokkram rétti, að ég hafi takmark- að komið áð uppeldi bama okkar. Nokkur borð á gangstétt Það er gaman að skoða mannlíf á útlendu veitingahúsi, ekki síst ef veður leyflr setu utan dyra. Þjónn bar í okkur þá dökku. Froðan var ljósbrún og þykk. Strákurinn tók vel á því, kláraöi fjórðung glassins í Ég hugaði að baminu í vagninum, hagrœddi sœng og kodda. Enn sást í augu en sýnilegt var að drengurinn litli var að sofna. Honum leið ekki síður vel á gangstéttar- veitingahúsinu en föð- umum og afanum. Enn einn barstyðjandi, karl- maður á órœðum aldri, nokkmm borðum frá kynslóðunum þremur, brosti kankvíslega til mín þar sem ég sinnti ungbaminu. fyrsta teyg. Hann strauk framan úr sér froðu. Ég fór varlegar í sakim- ar, óvanur maltinu og allur flnlegri í hreyfingum vegna þess, um leið og ég vaggaði afabaminu. Á næsta borði vora tvær konur, trúlega vinkonur í stuttu barstoppi milli verslanagatna. Þær töluðu hratt og mikið með handapati, samt í lágum hljóðum. Konur þessar tóku fullt tillit til nærveru barnsins. Þær voru með tvo poka hvor sem þær geymdu við fætur sér. Annað veifið nældu þær í föt upp úr pokunum, peysur og blússur. Þær toguðu í ermar og stroff og dásömuðu nýgerð kaup, eða svo þóttist ég skilja þótt ég greindi ekki orðaskil. Við hlið þeirra var ungt og ást- fangið par. Pilturinn og stúlkan héldust í hendur og drakku saman úr einu glasi. Það dugði þeim. Drykkurinn var aðeins átylla fyrir sæti, plássi við borð á gangstéttinni. Þau horfðust í augu, voru ein í fjöld- anum. Aðrir komu þeim ekki við. Fjær vora fullorðin hjón, karlinn með bjórglas, konan með hvítvíns- glas. Þau þurftu ekki að tala saman, því síður að haldast í hendur. Greinilegt var að þau þekktu hvort annað af áratugalangri sambúð, voru ánægð með ástandið eins og það var, lífsreynd og yfirveguð. Þau fylgdust frekar með fólki sem fór hjá en hvort meö öðru. Samt vissu þau nákvæmlega hvað hitt gerði og hugsaði. Suðrænn barstyðjandi Við feðgar kláraðum þá dökku. Sonurinn var á undan. „Annan?" spurði hann meira fyrir siðasakir og kallaði í barþjón. „Hafðu minn ljósan," sagði ég, „einn dökkur er nóg. „Kelling", sagði strákurinn stríðnislega en lét þetta þó eftir föð- ur sínum. Sjálfur fékk hann sér annan dökkan með þykkri froðu. Ég tók stærri upphafssopa af lagemum en maltinu. Satt að segja finnst mér gamla Egils maltölið bragðbetra en það engilsaxneska. Ég hugaði að baminu í vagnin- um, hagræddi sæng og kodda. Enn sást í augu en sýnilegt var að dreng- urinn litli var að sofna. Honum leið ekki síður vel á gangstéttarveitinga- húsinu en fóðumum og afanum. Enn einn barstyðjandi, karlmaður á óræðum aldri, nokkrum borðum frá kynslóðunum þremur, brosti kankvíslega til mín þar sem ég sinnti ungbaminu. Hann var suð- rænn í útliti, dökkur á hár, þrekinn til axla, tæplega meðalmaður á hæð. Ég kunni ekki við annað en svara þeirri velvild vingjamlega og brosti á móti. Taldi víst að maðurinn dáö- ist að því hve hönduglega mér tæk- ist til með bamið. Nettur í hnjáliðum Suðræni maðurinn stóð upp og kom yfir til okkar feðga þar sem við sátum sáttir við lífið og tilveruna, þétt saman með bamavagninn. Son- ur minn tók gúlsopa af öli, ég rugg- aði baminu. „Hvaðan komið þið?“ spurði maðurinn mjúkmáll og setti upp sitt sætasta bros. Ég sagði hon- um satt og rétt af því að við væram ofan af íslandi. „Ó,“ sagði maður- inn, greip um sig miðjan, sló með nettum hætti saman hnjánum og lyfti öðram hælnum um leið, „það er dásamlegt. Ég er frá E1 Salvador." Maðurinn leit til okkar, þó frekar til mín en sonarins sem ekki hafði haft sig í frammi. Suðrænt bros hans var innilegt en um leið dulúð- ugt, eiginlega í ætt við Mónu Lísu. „Þið erað með bam,“ stundi hann af augljósri aðdáun og horfði beint í augun á mér. Áður en ég náði að svara gaf son- urinn mér olnbogaskot og hvæsti milli samanbitinna vara á kjam- yrtri íslensku, í þeirri vissu að E1 Salvardorbúinn væri illa heima í henni, „sérðu ekki að gæinn er að reyna við þig!“ Þá var eins og skepnan skildi. Ég missti hökuna aðeins niður og er ekki viss um að ég hafi haldið bros- inu. „Ja, sjáðu til,“ sagði ég eins digram karlmannarómi og bjóram- ir tveir og aðstæður allar leyfðu um leið og ég benti á son minn. „Hann á bamið. Ég er afinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.