Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 10
10 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plótugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fýrir viötól við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Staða Samfylkingarinnar Vandi Samfylkingarinnar á næstu misserum veröur aö haga sér eins og breiður jafnaöarmannaflokkur, jafnt í orði sem verki. Þingmenn og aðrir helstu áhrifamenn flokksins hafa meira og minna alist upp í litlum og afmörkuðum flokkum á vinstri væng íslenskra stjórnmála og hafa sjaldnast verið að höfða til meira en fimmtán prósenta af kjósendum landsins. Nú er öldin önnur. Stórflokkahugsun er af öðrum skóla og hef- ur aðeins verið kennd með ágætum árangri í einum stjórn- málaflokki til þessa, Sjálfstæðisflokknum. Það er á margan hátt eðli smáflokka að stökkva upp á nef sér og hlaupa út undan sér þó ekki sé til annars en að vekja á sér athygli. Kjósendur hafa gjarnan gaman af þess konar kerskni og kunna smáflokkum þakkir fyrir kryddið í tilver- una. Eðli stórra flokka sem höfða til alls almennings er ann- ars eðlis. Þar víkur gamansemi fyrir ábyrgð. Þeir fara væg- ar fram í málflutningi og málefnum; taka skrefið á meðan aðrir fara kollhnísa. Þeir eru ímynd stöðugleika og festu og halda kúrs þó hvessi á stórum fleti stjórnmálanna. Samfylkingin er að taka sér stöðu sem hófsamur félags- hyggjuflokkur. Forystumenn hans ætla sér að reka flokk sem hefur í fullu tré við Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu. Og það er út af fyrir sig markmið að vera stór. Það má hins veg- ar ekki veröa eina markmið flokksins. Á næstu árum ræðst hversu trúir forystumenn flokksins eru sígildri jafnaðar- mennsku og hversu auðvelt þeim reynist að móta íslenska leið að settu marki. Flokkurinn hefur verið leitandi og að mörgu leyti ómarkviss. Nú þarf hann að finna sig. Stefnumál Samfylkingarinnar í aðdraganda síðustu al- þingiskosninga voru að mörgu leyti óljós. Almennt var þar stefnt að betra og réttlátara samfélagi. Flokkurinn náði ekki frumkvæði í stjómmálabaráttunni að öðru leyti en því að talsmaður flokksins vakti reglulega athygli á sér fyrir harka- leg ummæli um menn og mátt. Og flokkurinn gerði það sem smáflokkum er svo gjarnt í hita leiksins: hann ruggaði bátn- um. Honum tókst að færa andstæðingum sínum þau vopn í hendur að allt færi á annan endann kæmist hann að. Ekki tók betra við að loknum kosningum. Formaður flokksins hafði vart fyrr fagnað dæmalaust góðum árangri í eigin kjördæmi og á landsvísu en hann var kominn í kapp viö talsmann sinn. Eftir stílhreina og stórmannlega baráttu var byrjað að berja sér á brjóst og róta til í höfði stuðnings- manna flokksins. Skilaboðin voru undarleg og í engu sam- ræmi við það sem að var stefnt, einmitt þau að helsta tromp flokksins í allri kosningabaráttunni væri ekki lengur gilt á spilaborðinu. Aftur var flokkurinn orðinn smár í hugsun. Samfylkingin þarf á öllu sínu afli að halda til að halda út sem stórflokkur í stjórnarandstöðu. Það er ekki sjálfgefið að hann fái aftur stuðning nálega þriðjungs kjósenda. Það er hins vegar lífsspursmál fyrir flokkinn að fá aðra eins kosn- ingu að fjórum árum liðnum; flokkurinn er ekki orðinn stór fyrr en hann getur sýnt að hann geti haldið miklu fylgi sínu. í þessum efnum þarf hann vitaskuld á sínum helsta tals- manni að halda. Annað væri það nú! Og þar er aðeins ein leið fær - foringi flokks á að vera formaður hans. Óþolinmóðir kjósendur munu fylgjast með stjórnarand- stöðustíl Samfylkingarinnar á næstu misserum. Þeir munu vega og meta hvert orð og látbragð. Þeir munu fylgjast með því hvort flokkurinn fari að haga sér í samræmi við stærð sína eða muni að einhverju leyti verða áfram til skemmtun- ar og afþreyingar á veðraskiptum vetrarþingum. Forystu- menn flokksins þurfa ekki einasta að stilla saman strengi sína heldur og að fínstilla stefnu flokksins og markmið. Og umfram allt þurfa þeir að halda stefnu sinni. Sigmundur Ernir LAUGARDAGUR 17. MAI 2003 DV Kosningarnar og fjölmiðlar Olafur Teitur Guðnason blaðamaður Ritstjórnarbréf Sjaldan er fylgst jafngrannt með frammistöðu fjölmiðla og í aðdrag- anda kosninga og stjórnmálamenn og stuðningsmenn flokka setja sig i steliingar, tilbúnir að gagnrýna þegar í stað það sem þeir telja minnstu frávik frá eðlilegum frétta- flutningi. Ég hef heyrt suma fréttamenn segja spaklega að þeir geti þá fyrst verið vissir um að þeir hafi staðið sig vel og gætt hlutleysis þegar jafnmikil óánægja er með störf þeirra hjá öllum flokkum. Sam- kvæmt því eru þeir aldrei ánægð- ari með sjálfa sig og störf sín en þegar skömmunum rignir yfir þá úr öllum áttum! Þetta hugarfar bendir ekki til þess að fréttamenn séu sérstakir snillingar í að taka gagnrýni. Vissulega hafa þeir sum- ir hverjir mátt sitja undir mjög hörðum og misjafnlega málefnaleg- um ásökunum. Þeir eru hins vegar ekki hafnir yfir gagnrýni og þegar dæmin eru skoðuð þarf engum að koma á óvart að ágreiningur sé um störf þeirra. í stjórnarandstöðu Hér veröa ekki dregnar stórar ályktanir um frammistöðu ein- stakra fjölmiðla í kosningabarátt- unni en bent á nokkur dæmi sem benda til þess að það hafi ekki ver- ið efst í huga þeirra að veita stjóm- arandstöðunni sama aðhald og stjómarflokkunum. Það viil svo til að dæmin varða málefni sem kjós- endum fannst varða mestu í þess- um kosningum samkvæmt skoð- anakönnunum; skattamál og vel- ferðarmál. Það er umhugsunarefni hvers vegna fjölmiðlar kynntu skattatil- lögur Samfylkingarinnar meö þeim orðum að flokkurinn vildi hækka skattleysismörk um 10 þúsund krónur á mánuði. Þetta er orðalag- ið sem flokkurinn notaði sjálfur en þetta segir kjósendum nákvæmlega ekki neitt og er reyndar beinlínis villandi framsetning því margir halda sjálfsagt aö þetta feli í sér 10 þúsund króna kjarabót. Fjölmiðli sem vill veita fólki góðar upplýs- ingar ber skylda til að sjá í gegnum þetta og útskýra fyrir fólki hvað þetta þýðir, sem var auðvitað að persónuafsláttur yrði hækkaður um 4 þúsund krónur á mánuði. Það er talan sem skiptir máli, hitt er fullkomið aukaatriði. Það er umhugsunarefni hvers vegna fjölmiðlar könnuðu ekki hvort það stæðist sem forystumenn Samfylkingarinnar héldu fram, aö þessi tillaga flokksins kæmi sér betur fyrir fólk með meðaltekjur en skattatillögur ríkis- stjórnarflokkanna. Þetta er mjög einfalt reikn- ingsdæmi og DV komst að því að þessi fullyrð- ing stóðst engan veginn. En engum fannst það fréttnæmt. Talsmaður Samfylk- ingarinnar dró frétt DV í efa og vísaði í útreikn- inga ríkisskattstjóra. Þegar útreikningar bár- ust frá ríkisskattstjóra kom í ljós að DV hafði rétt fyrir sér. Og enn fannst engum það frétt- næmt - að vísu fékk tals- maður Samfylkingarinn- ar pláss í Morgunblaðinu fyrir ein- hliða yfirlýsingu um máiið sem var sett í fréttabúning. Það er umhugsunarefni hvers vegna engum fjölmiðli fannst það fréttnæmt að formaður Frjálslynda flokksins skyldi vanreikna kostnað af skattatillögum flokksins um að minnsta kosti 10 milljarða króna. Tíu þúsund milljónir - hvorki meira né minna. Ég minnist þess ekki að hafa séð annan fjölmiðil en DV gera frétt mn það. Og til þess að koma kvótamálun- um að í þessari upptalningu minn- ist ég þess heldur ekki að aðrir fjöl- miðlar en DV hafi talið það frétt- næmt að oddviti Frjálslynda flokks- ins í stærsta kjördæmi landsins taldi í viðtali við Morgunblaðið fyr- ir nokkrum misserum að óþarft væri að „væla“ yfir ranglæti kvóta- kerfisins, enda væri pláss í kerfinu fyrir duglega menn. Málsvarar stjórnvalda Það er umhugsunarefni hvers vegna lítið bar á fréttum um það að í bók Hörpu Njáls um Fátækt á ís- landi er því haldið fram að Reykja- víkurborg hafi þrengt svo að hópi fátæks fólks skömmu eftir að fyrr- verandi borgarstjóri tók við völd- um að þetta fólk hafi beinlinis far- ið á mis við góðærið í landinu og í auknum mæli þurft að leita ásjár Mæðrastyrksnefndar og annarra góðgerðastofnana. Þessi sami fyrr- verandi borgarstjóri hafði hampað þessari bók í kosningabaráttunni sem biblíunni sinni, hvorki meira né minna. „Áfram heldur blaðid og segir að fyrir utan mis- jafnar áherslur í skatta- málum „nefna menn helst hugsanlegan ágrein- ing um skiptingu ráðu- neyta“. Sem sagt: enginn augljós ágreiningur en menn nefna „helst“ að „hugsanlega“geti orðið ágreiningur um skipt- ingu ráðuneyta. Þetta hljóta að vera heimildir úr innsta hring!“ Steininn tók hins vegar úr þegar sömu fjölmiðlar og fannst þetta ekki fréttnæmt sáu ástæðu til að mæta á blaðamannafund sem Fé- lagsþjónustan í Reykjavík efndi til í þeim eina tilgangi að mótmæla þessu sem Harpa Njáls heldur fram. Svör Félagsþjónustunnar voru svo ljósrituð og birt algjörlega gagnrýnislaust; í frétt Morgun- blaðsins var ekki minnst einu orði á gagnrýni Hörpu sem var þó til- efni blaðamannafundarins! Til samanburðar má nefna að DV fékk í kosningabaráttunni upp- hringingu frá ráðherra sem vildi freista þess að koma á framfæri svörum í blaðinu við frétt sem hafði verið á forsíðu Fréttablaðsins um morguninn. Auðvitað kom það ekki til greina. DV hafði ekki fjall- að um þetta tiltekna mál og hefði þess vegna orðið ómerkilegur málsvari stjórnvalda með því að verða við þessu erindi. Og hefði blaðið talið málið fréttnæmt hefði það að sjálfsögðu ekki bara birt svör ráðherrans heldur líka gagn- rýnina sem voru tilefni þeirra. í máli Félagsþjónustunnar gegn Hörpu Njáls gerðust sumir fjölmiðl- ar gagnrýnislausir málsvarar stjórnvalda, þ.e. Reykjavíkurborg- ar. í einum miðli var raunar gengiö svo langt að birt var viðtal við for- mann félagsmálaráðs sem sagði blákalt að umræðan um skýrslu Hörpu Njáls væru árásir frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins á fátækt fólk! Þarna hefði auðvitað átt að spyrja hvernig í ósköpunum það gæti verið árás á fátækt fólk að vitna orðrétt í biblíu talsmanns Samfylkingarinnar! Það var hins vegar ekki gert. Helsta ágreiningsefnið Fleiri dæmi mætti nefna. Nú, að loknum kosningum, virðist það til dæmis vera sumum fjölmiðlum mikið kappsmál að búa til ágrein- ing í stjómarmyndunarviðræðun- um. „Heilbrigðisráðuneytið helsta ágreiningsefnið," sagði Fréttablað- ið í fyrirsögn á fimmtudagsmorg- un. Af fyrirsögninni að dæma eru uppi ýmis ágreiningsmál en af öll- um ágreiningsmálunum stendur þetta tiltekna mál upp úr. Hvað segir svo í fréttinni? „Skiptar skoðanir eru um það á meðal viðmælenda blaðsins hvort verulegar hindranir séu í veginum fyrir því að flokkamir nái sam- komulagi." Látum nú vera að orða- lagið bendir til þess að blaðið hafi aðeins rætt við einn einstakling; aðalatriðið er að það er ekki ljóst að neinar hindranir séu í veginum! Áfram heldur blaðið og segir að fyrir utan misjafnar áherslur í skattamálum „nefna menn helst hugsanlegan ágreining um skipt- ingu ráðuneyta“. Sem sagt: enginn augljós ágreiningur en menn nefna „helst“ að „hugsanlega" geti orðið ágreiningur um skiptingu ráðu- neyta. Þetta hljóta að vera heimild- ir úr innsta hring! Og ef þetta „helst“ og „hugsan- lega“ gengur eftir, ja, þá er „einna helst talið líklegt að ágreiningur skapist um heilbrigðisráðuneytið". Fyrirsögnin, til upprifiunar: „Heilbrigðisráðuneytið helsta ágreiningsefnið." Þarf að koma nokkrum á óvart að fiölmiðlar verði stundum ágrein- ingsefni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.