Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 Fréttir DV Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstööva verður haidin eftir viku: Mem eru bjantsynr á gott gengi ísienska lagsins Nú er aðeins vika þangað til Birgitta Haukdal og hljómsveit henn- ar stíga á svið í Riga i Lettlandi og flytja lagiö Open Your Heart fyrir hönd íslands í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Eins og venja er hefur mikið verið fjallað um keppnina á netinu og harðir evró- visjónaðdáendur spá og spekúlera í gengi laganna. Margar skoðanakann- anir standa nú yfir og athygli vekur að íslenska laginu er yfirleitt spáð mjög góðu gengi. Flestir spá því að Birgitta lendi í þriðja sæti en ein- hveijir hafa þó meiri trú á íslenska laginu og telja að það muni ná öðru sætinu. Spænska lagið Dime þykir hins vegar sigurstranglegast í ár. Gengi íslensku laganna misjafnt íslendingar tóku fyrst þátt í evró- visjónkeppninni árið 1986 en þá var hún haldin í Bergen í Noregi. íslend- ingar höföu þó lýst áhuga sínum á því að taka þátt í keppninni mun fyrr en þar sem við höfðum ekki efni á því að halda slíka keppni ef við skyldum vinna var ákveðið að bíða aðeins með það. Miklar vonir voru bundnar við I.C.Y.-hópinn sem fór til Noregs það árið og töldu margir að ekkert annað en sigur kæmi til greina. Okkur tókst þó ekki ætlunar- verkið og hafhaði Gleðibankinn í 16. sæti sem átti eftir að verða kunnug- legt sæti fyrir okkur íslendinga. Gengi íslensku laganna i evróvisjón Birgitta Haukdal ásamt evróvisjónhljómsveitinni Þau munu stíga fyrst allra keppenda á sviö í Riga í Lettlandi á laugardaginn kemur. og óskir geta ræst. Um 2500 manns frá mörgum lönd- um hafa kom- ið að keppn- inni síðasta mánuðinn og búist er við að heildarfjöldi áhorfenda verði svipaður og í fyrra, en þá fylgdust 160 milljónir manna með henni í sjón- hefur verið upp og ofan og okkur hef- ur ekki enn tekist að sigra í keppn- inni. Aldrei vorum við þó eins ná- lægt því og í Jerúsalem árið 1999, þegar Selma Bjömsdóttir lenti í öðru sæti meö lagið sitt, „All out of Luck“, og voru nú flestir á því að hún hefði átt sigurinn skilinn. Sviðið í Riga baðað ljósum Keppnin í ár fer fram í Ólympíu- höllinni í Riga og eru rúmlega 6000 sæti fyrir áhorfendur i höllinni. Að- standendur keppninnar lofa glæsi- legri sýningu, enda mikið verið lagt í alla umgjörð hennar. Hið gríðarlega stóra svið hallarinnar verður baðað ljósum og bogum sem mynda ein- hvers konar himinhvelfingu og á að tákna stað þar sem draumar manns varpinu. Verðum meðal þriggja efstu Selma Bjömsdóttir er á leiðinni til Lettlands með íslenska hópnum en hún mun sjá um sviðssetninguna og framkomu Birgittu. „Ég er náttúr- lega mjög hlutdræg að þessu sinni en ég held að við verðum ömgglega á meðal þriggja efstu sætanna. Þetta er mjög gripandi lag og það er auövelt að lika vel við það eftir eina hlustun sem er náttúrlega það sem skiptir máli í svona keppni. Svo er atriðið mjög flott og Birgitta verður stór- glæsileg á sviðinu," sagði hún. Selma segir að erfitt sé að spá fyrir um hvaða lag muni sigra þar sem bestu lögin vinni yfirleitt aldrei. „Ég spái því að Spánn, Tyrkland, Rússland, Holland og ísland berjist um efstu sætin.“ 1986 Gleöibankinn I.C.Y 19 16 1987 Hægt og hljótt Halla Margrét 28 16 1988 Sókrates Beethoven 20 16 1989 Það sem enginn sér Daníel Ágúst 0 22 1990 Eitt lag enn Stjórnin 124 4 1991 Nína Stefán&Eyfi 26 15 1992 Nei eöa já Heart 2 Heart 80 7 1993 Þá veistu svariö ingibjörg Stefáns 42 13 1994 Nætur Sigga Beinteins 49 12 1995 Núna Björgvin Halldórs 31 15 1996 Sjubidu Anna Mjöll 51 13 1997 ' Minn hinsti dans Páll Óskar 18 20 1998 Duttum úr keppninni 1999 All out of Luck Selma 146 2 2000 Tell me! Einar Ágúst og Telma 45 12 2001 Angel Two-Tricky 3 23 2002 Duttum úr keppninni Engin hætta á að við dettum úr keppninni Gísli Marteinn Baldursson sjón- varpsmaður verður sem fyrr kynnir söngvakeppninnar í ár og mun sjá um að flytja áhorfendum heima í stofu alls kyns fróðleik um keppnina sjálfa og keppenduma eins og honum einum er lagið. Hann er tiltölulega bjartsýnn fyrir hönd Birgittu. „Ef ég á að spá einhverju þá held ég að það sé alveg öruggt að við verðum ein af tíu efstu þjóðunum. Ég held að það sé engin hætta á því að við dettum út úr keppninni i ár. Mér finnst hins vegar spænska lagið, sem spáð er sigri, ekkert sérstakt." Ekki gera of miklar kröfur Helga Möller tók þátt í fyrstu evró- visjónkeppninni okkar þegar hún flutti Gleðibankann ásamt þeim Pálma Gunn- arssyni og Eiríki Haukssyni. Hún hafði ekki heyrt framlag hinna þjóðanna í keppninni en sagðist vera rosalega hrif- in af íslenska laginu. „Ég er sérstaklega hrifm af Birgittu og hún á örugglega eft- ir að standa sig vel. Ég vona bara að þau eigi eftir að hafa gaman af þessu og stressi sig ekki á því að standa ekki undir væntingum heillar þjóðar. Fólk verður að passa sig á þvi að gera ekki of miklar kröfur. Þetta er mjög skemmti- legt lag og alveg ekta evróvisjónlag." -EKÁ ________' - - "X STICKS ' N ' SUSHI tmiKtit »tt rtttttrtnt sushi -meðheím smantb sms V....... J Sendu okkur SMS skeytl með vali þínu og þú gætir unniö gjafabréf frá Sticks n Sushi eða miða á sjálfa krýninguna á Broadway 23. maí. Þú sendir t.d. SMS skeytið SL 7 á númerið 1919 ef þú vilt gefa stúlku nr. 7 þitt atkvæði. (s|á myndir af stúlkunum á síðum 34-35). Sú stúlka sem er valin af lesendum DV.fær að launum út að borða á Sticks n' Sushi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.