Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 20
20 t-f&lgarbfacf 13 "V LAUGARDAGUR 17. MAf 2003 Sokkabuxur eru vanrækt- ar flíkur Sokkabuxur eru flík sem konur elska að hata. Þrátt fyrir lykkjuföll og wandamál við að kom- ast íþær og úr vilja konur þó alls ekki án sokkabuxnanna vera. Guðrún Ragna Sigur- jónsdóttir færir flíkina sem venjulega er falin undir pilsum og kjólum ínijjar hæðir á út- skriftarsgningu Listaháskólans en hennar framtíðarsgn ersú að sokkabuxurnar sem slíkar geti staðið sem sjálfstæð flík. „Sokkabuxur eru flík sem maður notar mikið en úrvalið af þeim er frekar litlaust. Þegar maður er líka kominn úr kjólnum eða pilsinu þá eru sokka- buxur sem slíkar frekar ljótar og mig langaði ein- faldlega til þess að gera þær meira spennandi og áhugaverðar," segir Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir sem stillir út óvenjulegum útgáfum af sokkabuxum á sýningu Listaháskólans sem er í fullum gangi í Hafnarhúsinu um þessar mundir. Guðrún segir að sokkabuxur séu vanrækt flík sem tími sé kominn til að hressa upp á, en til þess notar hún t.d. hekl og alls konar skrautbönd. „í tengslum við þetta verkefni mitt, sem ég hef kallað „Peepshow", hef ég heyrt það frá mörg- um konum að þeim finnist vanta að sokkabuxur séu meiri tískuvara heldur en bara eitt- hvað sem þær neyðast til að nota af því að þær eru ekki búnar að raka á sér fæturna, „seg- ir Guðrún. Eins og sést á sýningunni hefur Guðrúnu tekist að hressa vel upp á fimm sokkabuxur, bæði nælon-, net- og prjónabuxur. „Ég ákvað að ein- beita mér fyrst og fremst að efri hlut- anum, þ.e.a.s. mjöðmunum og þeim hluta sem fer ofan í skóinn. Mig langaði að skreyta og fegra þetta svæði. Ég fór þá leiö að ég lét prjóna fyrir mig buxur, saumaði líka sjálf úr teygjutjulli og síðan fékk ég sokkabuxur hjá Danól sem er með umboð fyrir Oru- blu. Þannig gafst Brot af sokka- buxnahönnun Guð- rúuar Rögnu sein er ein þeirra sera sýna á útskriftarsýningu Listaháskólaus í Hafnarhúsinu um þessar mundir. Myndir: Kjartan Kjartansson hún búin að ráða sig til prjónafyrirtækis í Nottingham í sumar, enda segist hún hafa mikinn áhuga á prjóni. „Það sem er svo heillandi við prjón er aö maður býr ekki bara til flíkina heldur líka efnið,“ segir Guðrún. Hvað litaval varðar segist hún oft velja sér liti sem hún sé í raun ekkert hrifin af. „Ef ég prófa þá ekki þá veit ég ekki hvort mér líka þeir. Maður þarf að prófa sig áfram og þora að fara út fyrir öryggisrammann." „Persónulega finnst mér líka svo gott þegar ég kem lieim og fer úr pilsinu eða kjóln- uin að vera bara heima að þvælast á sokkabuxunum og ég er viss unt að ég er ekki ein utn það - þannig að það væri gaman að geta líka verið fín á sokkabuxunum þegar maður er kominn úr kjólnum," segir Guðrún Ragna. DV-mynd Sigurður Jökull mér tækifæri til að prófa mig áfram með efnið, eins og t.d. að lita það og slíkt,“ upplýsir Guðrún. Hrifin af prjóni Guðrún segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á hönnun en þó hafi hún ekki endilega séð fyrir sér að hún færi inn á þá braut því vísindi hafa líka heillað hana. „Á sama tíma og ég sótti um í Lista- háskólanum þá skráði ég mig einnig í stærðfræði í Háskóla íslands. Áhugasviðin liggja algjörlega á báðum stöðum. Mér finnst stærðfræði skemmtileg og vísindi mjög áhugaverð. Það er aldrei að vita nema maður sameini þetta tvennt framtíðinni, t.d. með því að finna upp einhver ný efni,“ segir Guð- rún og vill lítið gefa upp um framtíðarplönin. Þó er Fallegur efri hluti Guðrún segist hafa fengið góð viðbrögð við sokkabuxum sín- um frá sýningargest- um en þó finnist mörgum undarlegt að hún stilli þeim ekki upp á sýningunni heldur sýni þær ein- ungis sem slides- myndir. „Sokkabuxur verða að engu þegar maður er kominn úr þeim. Mig langaði ekki til að hafa gínur í þeim heldur langaði mig til að hafa meira líf í þeim og því valdi ég þessa leið. Föt eru einfaldlega fallegust þegar þau eru komin á líkamann, þá lifna þau við,“ segir Guð- rún og heldur áfram: „Ég ákvað að leggja mesta áherslu á að fegra efri hluta sokka- buxnanna því það er sá staður sem er yfir- leitt frekar óspenn- andi á sokkabuxum. Það er líka sá staður sem sést ekki þannig aö þetta svæði er kannski meira fyrir konuna sjálfa eða manninn hennar. Persónulega finnst mér líka svo gott, þeg- ar ég kem heim og fer úr pilsinu eða kjólnum, að vera bara heima að þvælast á sokkabuxunum og ég er viss um að ég er ekki ein um það - þannig að það væri gaman að geta líka verið fín á sokkabux- unum þegar maður er kominn úr kjólnum." - Séröu sem sagt fyrir þér aö sokkabuxur sem slíkar geti staöiö einar og sér sem flík? „Vonandi. Ég sé það ekki alveg gerast í nánustu framtíð en þó er það ekki svo fjarstæöukennd hug- mynd miðað við það að einu sinni voru allir í legg- ings einum og sér og þetta er ekkert svo langt frá því.“ -snæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.