Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 12.JÚLÍ2003 Líkur á hækkun stýrivaxta VEXTIR; Greining (slandsbanka spáir í hvað Seðlabankinn muni gera þegar hann birtir ársfjórðungsrit sitt, Peninga- mál, 31.júl(. Frá þvíbankinn gaf út síðustu verðbólguspá hefur krónan lækkað og vís- bendingar komið fram um nýtt hagvaxtartímabil. Verðbólgan er hins vegar nokkuð undir 2,5% verðbólgumarkmiði bankans. Hann þarf hins vegar að horfa til þeirrar verðbólgu sem, miðað við óbreytt að- haldsstig, myndi verða eftir 18 til 24 mánuði.TelurGreining íslandsbanka líklegt að Seðla- bankinn muni hækka stýrivexti sína um allt að 0,5 prósentu- stig fyrir árslok. Ekki er þó úti- lokað að Seðlabankinn hækki vexti í lok júlímánaðar. Atvinna eykst ATVINNUMÁL: Atvinnuleysi í júnímánuði mældist 3,2% en það er rúmlega 40% meira at- vinnuleysi en á sama tíma í fýrra. Samkvæmt því var 5081 að meðaltali á atvinnuleysiskrá síðasta mánuð. Það er breyting til batnaðaren atvinnuleysi í maí reyndist vera 3,6% og hef- ur það því minnkað um 0,4% á milli mánaða. Börnin í belti ÖRYGGISBELTI: Lögreglan á Akureyri hefurstöðvað marga ökumennþar sem þeir hafa ekki spennt öryggisbeltin. Nokkuð var um að börn yngri en 14 ára væru ekki með beltin spennt. Foreldrar bera ábyrgð á því að börn undir 15 ára aldri séu spennt í bílunum og varðar það 10 þúsund króna sekt að fram- fylgja ekki þeim reglum. Hlýindi og ríkjandi vindáttir settu svip sinn á dýralífið straxí vor: Fjórir nýfuglar verptu úrval fáanlegt. HLUIUR. Urval Valpadaha'dráttavéla ' 18-SOhestotl idim ogValpad; sýningarvélar á staðnum Lynghálsi 11 sími 555 6433 . Tilvalin fyrir garðyrkjumenn, verktaka, sveitar- og bæjarfélög Óvenjumikið hefur sést af flæk- ingsfuglum hér á landi það sem af er sumri, sem menn þakka ríkjandi vindáttum. Rétt eins og listaskáldið Jónas kvað forðum hefur suðrið sæla andað vindum þíðum. Sunnan frá Evrópu hafa suðaustlægar áttir ver- ið ríkjandi. Þær hafa borið fugla himinsins yfir hafið sem aftur hefur fyllt fuglaáhugamenn áhuga á því að fylgjast með þessu gangverki náttúrunnar. Staðfest hefur verið í sumar varp fjögurra nýrra fuglateg- unda hér á landi; skógarsnípu, íjall- kjóa, dvegmávs og eyruglu. Einnig leikur grunur á að rósafinka hafi reynt varp en það hefur ekki verið staðfest. Holudúfur á Hornafirði Fugla sem koma frá Evrópu ber fyrst að landi á suðausturhorninu og á Höfn í Homafirði fylgist Björn Amarson safnvörður grannt með komu far- og flækingsfugla. „í vor höfum við séð hér holudúfu sem ekki er vitað til að hér hafi verið áður. Einnig má nefna hringdúfu og landsvölu og bæjarsvölu," sagði Björn. Hjá Náttúrufræðistofnun íslands fylgjast menn einnig með fuglalíft og skrá komu flækingsfugla. Af sjaldgæfum varpfuglum á þessu vori má nefna bleshænur, vepju og landsvölu. Er þetta fyrsta sumarið í nær fimmtíu ár sem bleshæna verpir hér. Glóbrystingsvarpið nú er talið vera í þriðja sinn, að sögn Þorvalds Björnssonar, hamskera hjá fugladeild stofnunarinnar. Sannleikurinn er úreltur Af öðmm sjaldséðum fuglum, NÝFUGLAR: Þorvaldur Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun, með uppstoppaðar þrjár þeirra tegunda sem staðfest er að hafi verpt í fyrsta sinn á íslandi í vor. Frá vinstri talið; eyrgula, skógarsnípa og fjallakjói. DV-myndir sbs sem em að festa rætur hér á landi, má nefna brandönd, svartþröst og glókoll. „Þessar tegundir em að verða æ meira áberandi hér. Eftir því sem skógrækt hefur aukist hef- ur svartþöstum og glókollum sér- staJdega fjölgað," segir Þorvaldur og bætir við að það sé einkum á höfuðborgarsvæðinu sem svart- þrösturinn hafi náð sér á flug - þá í tvíeinni merkingu þeirra orða. Um glókollinn segir Þorvaldur að hann sé minnsti fuglinn sem verpi hér á landi. „Áður var alltaf sagt að músarrindill væri minnsti fuglinn. Nú hefur glókollurinn tekið við því hlutverki og sannleikurinn um músarrindilinn sem maður lærði í náttúmfræði í bamaskóla er úrelt- ur,“ segir Þorvaldur og bætir við að á vefsióð Náttúmfræðistofnunnar, sem er www.ni.is, sé að finna marg- víslegan fróðleik um fúgla. Flækingsfiðrildi I sæluveðri sumarsins hefúr það einnig gerst að hér hafa sést ýmis fiðrildi sem telja má í flokki flæk- inga. Á Höfn í Hornafirði hefur til dæmis sést til þistiifiðrilda, sem ekki hefur sést mikið af hér á landi þótt koma þeirra sé ekki algjört ný- mæli. Hafa þau verið að dreifa sér norður eftir Austfjörðunum og vestur á bóginn um Suðurland, að sögn Björns Arnarsonar. sigbogi@dv.is Sjómannadagsráð byggir dýrar íbúðir við Hrafnistu: Þriðjungi íbúða óráðstafað BLOKKIRNAR: Sjómannadagsráð hefur byggt 64 nýjar leiguíbúðir í Hafnarfirði. Mánaðarleigan er 77 þúsund krónur. og þriggja herbergja íbúðir sem em 147 fermetrar. „Þarna getur fólk fengið þjón- ustu, svo og mat, félagslíf og fleira. Þetta fæst keypt frá Hrafnistu en þangað er innangengt. Þá er í íbúð- unum fullkomið neyðarkallskerfí." Ásgeir segir fólk sýna þessu bú- setuformi áhuga, en mánaðarleiga fyrir minni íbúðir er 77 þús. kr. á mánuði og svo bætist við 30% af- notaréttur sem fæst endurgreiddur eftir ákveðnum reglum. sigbogi@dv.is Eftir er að ráðstafa um þriðj- ungi íbúða í nýjum leiguíbúð- um fyrir fólk sextugt og eldra í fjölbýlishúsum sem Sjómanna- dagsráð hefur byggt við Hrafn- istu í Hafnarfirði. Þetta em tvær byggingar sem komust í gagnið fyrr á þessu ári og í hvorri um sig em 32 íbúðir, eða samanlagt 64. „Við emm alltaf að þróa nýja búsetumöguleika fyrir eldra fólk. Þó við höfum enn ekki ráðstafað öllum íbúðunum er það ekkert óeðlilegt," sagði Ásgeir Ingvason, framkvæmdastjóri Sjó- mannadagsráðs, við DV. Ibúðirnar em flestar í tveimur stærðum; annars vegar 98 fer- metra, sem em tveggja herbergja, "/ ICELANDAIR www.icelandair.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.