Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 10
70 SKOÐUN LAUGARDAQUR 12.JÚLÍ2003 I **8i Ríkið ryður einkaaðilum út Einhver ánægjulegasta þróun sem átt hef- ur sér stað á íslenskum fjölmiðlamarkaði síðustu ár er uppgangur Útvarps Sögu þar sem áherslan er lögð á hið tafaða mál. Á nokkrum misserum hefur eigendum og starfsfólki Útvarps Sögu tekist að mynda mikilvægan og merkilegan vettvang þjóð- málaumræðu - vettvang skoðanaskipta og farveg upplýsinga. Á litlum markaði er langt frá því sjálfgefið að hægt sé að reka útvarpsstöð af þeim myndarbrag sem einkennt hefur Útvarp Sögu. Þegar hörð og ósanngjörn samkeppni við Ríkisútvarpið bætist við er slíkur rekstur nær útilokaður. Starfsemi Ríkisútvarpsins hefur því miður orðið til þess að ryðja úr vegi einkareknum ljósvakamiðlum - hefur kom- ið í veg fyrir fjölskrúðugri flóru ljósvaka en raun ber vitni. Samkeppnisstaða einkarek- inna útvarps- og sjónvarpsstöðva gagnvart ríkinu tryggir Ríkisútvarpinu yfirburða- stöðu, óháð því hvernig menn þar á bæ standa sig. Er nema furða þótt Útvarpi Sögu - mikilvægum vettvangi þjóðmálaumræðu og góðum farvegi upplýsinga - verði að óbreyttu lokað innan skamms eða breytt í sí- bylgjustöð dægurlaga? Ríkisútvarpið teygir sig á hverjum degi í vasa skattgreiðenda til að standa undir um- fangsmikilli starfsemi sem því miður snýst að stórum hluta um að endurvarpa miður merkilegum amerískum sápuóperum og skemmtiþáttum. Það er eitthvað öfugsnúið þegar ríkisvaldið telur það sitt hlutverk að keppast við amerískt endurvarp af því tagi í samkeppninni við einkareknar sjónvarps- stöðvar um áhorf og vinsældir. Hið sama á við um síbylgju útvarps. Á nokkrum misserum hefur eig- endum og starfsfólki Útvarps Sögu tekist að mynda mikilvægan vett- vang þjóðmálaumræðu - vettvang skoðanaskipta og farveg upplýsinga. Á litlum markaði er langt frá því sjálfgefið að hægt sé að reka út- varpsstöð afþeim myndarbrag sem einkennt hefur Útvarp Sögu. Þegar hörð og ósanngjörn sam- keppni við Ríkisútvarpið bætist við er slíkur rekstur nær útilokaður. Tíminn er löngu kominn til að skilgreina að nýju þátt ríkisins í rekstri fjölmiðla. Ósanngirnin sem einkennir íslenskan fjöl- miðlamarkað hefur staðið of lengi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem tek- ur við embætti menntamálaráðherra um komandi áramót, þekkir íslenska fjölmiðla ágætlega af eigin reynslu. Ætla má að hugur hennar standi til þess að ná fram raunveru- legum breytingum í starfsemi Ríkisútvarps- ins, en til þess þarf ekki aðeins pólitíska samstöðu innan ríkisstjómarinnar heldur öflugan stuðning þeirra sem gera sér grein fýrir hversu mikilvægar breytingarnar eru. Sá stuðningur er tif staðar. Enn eitt fyrirtækið selt Loksins hefur tekist að selja Sementsverk- smiðju ríkisins og skapa þannig eðlilegan gmnn að samkeppni á sementsmarkaði. Sérkennilegt er að ríkið skufi enn hafa staðið í sérstökum verksmiðjurekstri á fyrstu árum 21. aldarinnar. En nátttröllum í eigu ríkisins fækkar. Skýr stefna ríkisstjórnarinn- ar í einkavæðingu ríkisfyrirtækja hefur hægt en örugglega náð fram að ganga. Valgerður Sverrisdóttir hefur, sem ráð- herra viðskipta og iðnaðar, staðið fyrir um- fangsmikilli einkavæðingu ríkisfýrirtækja - einkavæðingu sem lagt hefur styrkan gmnn undir framsókn íslensks efnahagslífs á kom- andi ámm og heilbrigða samkeppni. Pólitísk og hugmyndafræðileg staða Valgerðar er því sterk í upphafi nýs kjörtímabils og enn sterk- ari þegar uppbygging stóriðju er höfð í huga. 1 Reglugerðartúlkun fáránleikans Brotamenn verndaðir aflögreglu í skjóli ESB-reglna RITSTJÓRNARBRÉF k Hörður Kristjánsson ■ A hkr@dv.is Ofurtúlkun lögreglu á reglu- gerð ESB er farin að valda vandræðum í fjölbýlishúsum hérlendis. íbúar standa nú ráðþrota gagnvart vand- ræðafólki sem nýtur verndar lögreglu í skjóli erlendrar reglugerðar sem gerir íslensk lög í raun óvirk. Mjög skýr lög eru til um réttar- stöðu íbúa fjöleignarhúsa hér á landi. Þau lög, sem samin voru á sínum tíma af núverandi formanni llúseigendafélagsins, Sigurði Helga Guðjónssyni, hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Samein- uðu þjóðirnar munu t.d. hafa notað þessi lög sem fyrirmynd að laga- smíð um fjöleignarhús fyrir ríki Austur-Evrópu. Þessi lög eru mjög ítarleg og skýr varðandi rétt íbúa fjölbýlishúsa gagnvart eigendum eða íbúum sem til vandræða eru. Þrátt fyrir það - og þá staðreynd að lögin eru notuð sem fyrirmynd að lagasmíð erlendra ríkja - eru þau nú gagnslaus fyrir fjölmarga ís- lendinga. Það er vegna reglugerðar ESB sem verndar þá íbúa fjöleign- arhúsa sem gerast brotlegir gagn- vart nágrönnum sínum. Brotamenn verndaðir af lögreglu Svo virðist sem lögregluyfirvöld, sérstaklega í Reykjavík, telji sér skylt að túlka reglugerðina bókstaf- lega og þá rétthærri íslenskum lög- um. Þannig hefur Húseigendafé- laginu t.d. verið ítrekað neitað um aðgengi að lögregluskýrslum sem samkvæmt íslensku lögunum eiga að gegna lykilhlutverki í sönnun húsfélaga á því að einhverjir íbúar hafl verið til vandræða. Þar með eru stjórnir húsfélaga með báðar hendur bundnar og geta lítið að- hafst þótt lögregla sé kölluð til og stöðugar aðgerðir séu í gangi gagn- vart vandræðafólki. Ekki dugar (GfSUNGU: (búar fjölbýlishúsa, sem verða fyrir barðinu á brotlegum nágrönnum, mega sæta þvf að geta ekkert að gert þrátt fyrir greinargóð íslensk lög um slík mál. Lög- regla neitar húsfélögum og Húseigendafélaginu um skýrslur um þá brotlegu nema brotamennirnir samþykki það sjálfir. einu sinni til að slíkt fólk hafi kom- ið nágrönnum sínum í stórkostlega hættu með ítrekuðum flcveikjum sem orsakast hafa af því að menn Brotlegur eigandi, sem húsfélag er að reyna að koma út úr húsi, þarf að veita samþykki sitt fyrirþví að nota megi lögregluskýrslur sem sönnunargögn. hafa sofnað í ölvímu út frá logandi sígarettum. Þannig er íbúum íjöl- margra fjölbýlishúsa í Reykjavík nú haldið í gíslingu vandræðafólks. Samkvæmt heimildum DV mun þessi túlkun lögregluyfirvalda þó ekki algild, m.a. hjá lögregluemb- ættunum í Kópavogi og Hafnar- firði. Ekki er vitað hvers vegna. Hugsanlega hafa menn þar um slóðir hreinlega ekki frétt af þessari merkilegu ESB-reglugerð, eða taka einfaldlega íslensk lög fram yfir er- lendar reglugerðir. Fólker hjálparvana Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigendafélagsins, hefur ritað dómsmálaráðherra bréf vegna þessa og krefst úrbóta. Þetta snýst um erlend ákvæði sem hér hafa verið tekin upp um persónu- vernd brotlegra manna í lögreglu- skýrslum. Umrædd reglugerð hefur valdið því að úrræði húsfélaga sámkvæmt 55. gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994 gagnvart brotlegum eig- endum eða íbúum hafa í mörgum tilvikum reynst orðin tóm. „Fólk er hrætt og hjálparvana og finnst í flest skjól fokið þegar sjálf lögreglan virðist láta persónuhagi brota- og vandræðafólks vega þyngra en rétt þeirra löghlýðnu til að búa í friði og nota lagaleg úrræði gagnvart hinum brotlegu," segja lögfræðingarnir Sigurður Helgi og Hrund Kristinsdóttir í grein í Lög- reglumanninum fyrr á þessu ári. Neitað um skýrslur Lögreglan í Reykjavík hefur ítrek- að synjað Húseigendafélaginu og fleiri um lögregluskýrslur í slíkum tilvikum og byggt á því að ekki sé heimilt að afhenda þær nema með samþykki þeirra einstaklinga sem í hlut eiga. Brotlegur eigandi, sem húsfélag er að reyna að koma út úr húsi, þarf sem sagt að veita sam- þykki sitt fyrir því að nota megi lög- regluskýrslur sem sönnunargögn gegn honum. Varla verður lengra komist í fárán- leikanum. Menn hljóta f framhaid- inu að spyrja sig; hvemig í ósköpun- um ætla menn að rannsaka, hvað þá sanna, brot manna ef ekki má nota skýrslur um brotin nema með sam- þykki brotamannanna sjálfra? Guð hjálpi mönnum ef þessi túlk- un verður tekin upp á breiðari grunni en lýtur að fjöleignarhúsum. Að vísu er þó einn ljós punktur í því máli-fangelsiverðaóþörfá íslandi. I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.