Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 42
% 46 OVHELGARBI.AD LAUGARDAGUR 12.JÚU2003 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð _______________á henni sjálfri sem hér segir:________ Gil, Jökuldalshreppi, þingl. eig. Ásta Bryndís Sveinsdóttir og Emil Jóhann Árna- 3P3n, gerðarbeiðendur Lánasjóður landbúnaðarins og Norður-Hérað, miðvikudag- inn 16. júlí 2003 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN Á SEYÐISFIRÐI UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Dalshraun 11,0104, Hafnarfirði, þingl. ^eig. Dalshraun 11 ehf., gerðarbeiðend- ''ur Hafnarfjarðarbær og Landsbanki fslands hf., aðalstöðv., miðvikudaginn 16. júlí 2003 kl. 13.00. Dalshraun 11,0203, Hafnarfirði, þingl. eig. Dalshraun 11 ehf., gerðarbeiðandi Hafnarfjarðarbær, miðvikudaginn 16. júlí 2003 kl. 13.30. Fagrihvammur 2b, 0202, Hafnarfirði, þingl. eig. Elísabet Guðrún Nönnu- dóttir og Hermann Ingi Hermannsson, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarbær og fbúðalánasjóður, miðvikudaginn 16. júlí 2003 kl. 14.00. Hnotuberg 1, eignarhl. gerðarþola, Hafnarfirði, þingl. eig. Sófus Berthel- sen, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hafn- arfjarðar, miðvikudaginn 16. júlí 2003 kl. 10.30. Hvaleyrarbraut 35, 0201, Hafnarfirði, þingl. eig. Septem ehf., gerðarbeið- endur Hafnarfjarðarbær og Hafnar- fjarðarkaupstaður, miðvikudaginn 16. júlí 2003 kl. 11.00. Hvaleyrarbraut 35, 0202, Hafnarfirði, þingl. eig. Hlynur Ingi Grétarsson, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarbær og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 16. júlí 2003 kl. 11.30. SÝSLUMAÐURINN f HAFNARFIRÐI t UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftir- _________farandi eignum:________ Akursbraut 9, 6 íbúðir m. fastanúmer 210-2229, 210-2230, 225-6494, 225-6495, 225-6496 og 225-6497, Akra- nesi, þingl. eig. ÁF-hús ehf., gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður verslunar- manna, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., fimmtudaginn 17. júlí 2003 kl. ' 14.00.________________________ Háholt 9, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Jóharin Öm Matthíasson, gerðar- beiðendur Fróði hf. og Leifur Áma- son, fimmtudaginn 17. júlí 2003 kl. 14.00.__________________________ Höfðabraut 5, hluti 0202, Akranesi, þingl. eig. Vilhjálmur Hendriksson og Aðalheiður Amóra Oddsdóttir, gerðar- beiðandi íbúðalánasjóður, fimmtudag- inn 17. júlí 2003 kl. 14.00. Höfðasel 5, fastanúmer 225-1887, Akranesi, þingl. eig. Júlíus Magnús Ólafsson, gerðarbeiðendur Byggða- stofnun og Sýslumaðurinn á Akranesi, fimmtudaginn 17. júlí 2003 kl. 14.00. Jaðarsbraut 35, hluti 0201, Akranesi, ■ ý fastanúmer 210-0965, þingl. eig. Guðni Jónsson og Ingveldur M. Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Akra- neskaupst., Sýslumaðurinn á Akranesi og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, fimmtudaginn 17. júlí 2003 kl. 14.00. Mb. Andrea AK, skipaskrámúmer 2241, þingl. eig. Viktoríu bátar ehf., gerðarbeiðendur Ferðamálasjóður og Lánasjóður Vestur-Norðurlanda, fimmtudaginn 17. júlí 2003 kl. 14.00. Skagabraut 15, Akranesi, þingl. eig. Haraldur Gauti Hjaltason og Hjördís Líndal Guðnadóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki fslands hf., fimmtudag- inn 17. júlí 2003 kl. 14.00. Skagabraut 39, Akranesi, þingl. eig. Unnur Leifsdóttir, gerðarbeiðandi Líf- eyrissjóðir Bankastræti 7, fimmtudag- inn 17. júlí 2003 kl. 14.00. Skólabraut 2-4, íbúð 0202, fastanúmer 210-2215, Akranesi, þingl. eig. Guðni Hjalti Haraldsson og Marie Ann Butler, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og Og fjarskipti hf., fimmtudaginn 17. júlí 2003 kl. 14.00. Stekkjarholt 13, Akranesi, þingl. eig. Svanborg Eyþórsdóttir, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóðurinn Framsýn, fimmtudaginn 17. júlí 2003 kl. 14.00. Stillholt 2, fastanúmer 210-1339, Akra- nesi, þingl. eig. Gunnar Kristinn Bald- ursson, gerðarbeiðandi Akraneskaup- staður, fimmtudaginn 17. júlí 2003 kl. 14.00. Suðurgata 107, fastanúmer 210-2377, Akranesi, þingl. eig. Edda Björk Arn- ardóttir og Svanur Þór Pálsson, gerð- arbeiðendur Akraneskaupstaður og íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 17. júlí 2003 kl. 14.00. Vallholt 11, hluti 0201 auk bílskúrs, Akranesi, þingl. eig. Þórdís Kristjáns- dóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður- inn Lífiðn, fimmtudaginn 17. júlí 2003 kl. 14.00. Vesturgata 19, íbúð 0301, fastanúmer 210-2433, Akranesi, þingl. eig. Valdi- mar Þór Valdimarsson, gerðarbeið- andi Akraneskaupstaður, fimmtudag- inn 17. júlí 2003 kl. 14.00. Vitateigur 5, hluti 0001, Akranesi, fastanúmer 210-2276, þingl. eig. Garð- ar Bjöm Sigurðsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 17. júlí 2003 kl. 14.00. Víðigrund 1, Akranesi, þingl. eig. Berglind Guðmundsdóttir, gerðarbeið- andi Akraneskaupstaður, fimmtudag- inn 17. júlí 2003 kl. 14.00.______ SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Grænlandsmótið Skákhátíðin á Grænlandi heppn- aðist ákaflega vel og var Skákfélag- inu Hróknum til mikils sóma. Greinarhöfundur tók þátt í aðal- mótinu og það var gaman að sjá hversu vel Hrafn Jökulsson og liðs- menn hans úr ýmsum áttum í ís- lenska þjóðfélaginu stóðu að fram- kvæmd mótsins. Það var boðið upp á fjölbreytilega dagskrá og þessi vika á Grænlandi verður mér ógleymanleg. Ég fékk að kynnast gestrisni heimamanna í Qaqartoq (sem Danir nefna Julianeháb) af eigin raun og það var vel! En Græn- land er land hinna miklu and- stæðna, svo mikið er vfst. Stofnað var Skáksamband Grænlands og þeir Hróksmenn komu færandi hendi með töfl og klukkur og skák- bækur. Það hefur margt verið skrif- að um mót þetta og ég vil benda á heimasíðu Hróksins, www.hrokur- inn.is, áhugasömum til frekari fróð- leiks. í litlum skákþætti er erfitt að gera öllu skil. Athyglisvert fannst mér greinarkorn sem össur Skarp- héðinsson þingmaður skrifaði á heimasíðuna. Töfl úr rostungstönnum Þótt skákmótið í Qaqartoq sé fyrsta alþjóðlega skákmótið á Grænlandi hafa leiðir íslendinga og Grænlendinga legið saman áður á skáksviðinu. Manntöfl úr rostungs- tönnum, tálguð á miðöldum af fs- lendingum og hugsanlega Græn- lendingum lfka, hafa fundist bæði á írlandi og á skosku eyjunum. Össur Skarphéðinsson hefttr kynnt sér sameiginlega sögu íslands og Grænlands, ekld síst íslensku ný- lendubúanna sem lifðu einangraðir á Grænlandi milli 985 og fram und- ir 1500, og því spurði Hrókurinn hann um það í hverju þetta hefði verið fólgið. En Grænland er land hinna miklu andstæðna, svo mikið er víst. Stofn- að var Skáksamband Grænlands og þeir Hróksmenn komu fær- andi hendi með töfl og klukkur og skákbækur. „íslensku nýlendurnar í Eystri- og Vestri-Byggð stóðu undir mikilvæg- asta hluta af milliríkjaverslun ís- lendinga á miðöldum. Grænlensku íslendingarnir öfluðu tannvöru, skinna og svarðar, eins og rostungs- húðin var kölluð, og jafnvel lifandi hvítabjarna. Dýrmætasta varan voru tennur náhvalsins, en tarfur- inn hefur allt að sjö álna snúna tönn, sem vex út um efri vörina, og var á miðöldum rokdýr, raunar jafnvirði þyngdar sinnar í gulli, enda var jafnan gefið til kynna að hér væri á ferðinni einhyrnings- horn. Náhvalur var veiddur nyrst í Grænlandi, þar sem styst er yfir til þar sem nú er Ellesmere-eyja í Kanada. Islendingarnir fóru frá ný- lendunum tveimur í suðurhluta Grænlands, og keyptu tennurnar af frumbyggjum." Vegalengdin frá Eystri-Byggð og norður eftir var og er um tvö þús- und kílómetrar. íslensku kaup- mennirnir höfðu jafnan vetrardvöl þar sem kölluð var Norðurseta í ís- lendingasögunum. Þar eyddu þeir heimskautanóttinni meðal annars í að veiða rostunga, og smáhveli, og úr tönnunum skáru þejr til dæmis taflmenn. Þessir taflmenn voru seldir sem sérstakar gersemar til Evrópu frá íslandi. Þeir hafa fundist við uppgröft í haugum við Dyflinni, en einnig í hinum fræga Orkahaug á Orkneyjum. „Þar fundust leifar Englendingurinn Luke McShane fagnar sigri á Grænlandsmótinu.Hrafn Jökuls- son er ánægður líka. hvorki fleiri né færri en fjögurra manntafla úr rostungstönn, og því greinilegt að þar hafði kaupmaður af Grænlandi verið á ferð," segir Össur. „Það vita allir hve geysihagir in- úítarnir eru að tálga í tré, bein og tennur, jafnvel mjúkt berg, og því hef ég lengi haft uppi þá kenningu að séðir kaupmenn íslendingarnir hafi fengið Grænlendingana til að skera úr tönnunum og búa þannig til verðmæta útflutningsvöru. Sem af leiðir er þá fyrsta samvinna ís- lendinga og Grænlendinga á skák- sviðinu. Hrókurinn er í raun nú að taka upp þráðinn á nýjan leik.“ Gáfu töfl á barnadeild Þess ber að geta að þeir Hróks- menn hafa ekki gert það endasleppt eftir heimkomuna. Regina Pokoma heimsótti Ólafsvík og þau Ivan Sokolov lögðu leið sína á Barnaspft- ala Hringsins ásamt driffjöður Hróksins, Hrafni Jökulssyni, og gáfu þar töfl, klukkur og bækur. Skákhátíð áfram Minningarmótinu um Daniel Willard Fiske, Greenland Open 2003, er lokið í Qaqortoq (Juli- aneháb) á Grænlandi. Efstur varð Englendingurinn Luke McShane sem vann með yfirburðum, með átta og hálfan vinning af níu mögu- legum. Jóhann Hjartarson sýndi enn og sannaði hvers vegna hann er stigahæsti skákmaður Norðurlanda og varð í öðru sæti, en í hinu þriðja lenti Bosníumaðurinn Predrag Nikolic. 4.-11. Nick de Firmian (2536) ,Ivan Sokolov (2677), Flóvin Þór Næs (2324), Tomas Oral (2537), Regina Pokoma (2418), Róbert Harðarson (2278), Frank Wuts (2308) og Sævar Bjarnason. Þetta sómafólk varð verðlaunahafar mótsins en keppendur vom 51. Regina Pokorna frá Slóvakíu varð efst kvenna, en af heimamönnum varð Hans Christian Dahl hlut- skarpastur og fær hann að launum ferð fyrir tvo til íslands með Air Iceland. Þótt skákmótinu sé lokið heldur skákhátíðin á Grænlandi áfram um ókomin ár. Það er óhætt að segja að grænlenska skákvakningin hafi gengið vonum framar. Norðursjávarmótið Luke McShane er nú á skákmóti í Danmörku, svokölluðu Norðursjáv- armóti, og er efstur ásamt Indverj- anum Krishnan Sasikiran. Hér sést vel hversu Luke hefur þroskast á skáksviðinu og hann á örugglega eftir að gera betur í framtíðinni. Hvítt: Luke McShane (2614) Svart: Lazaro Bruzon (2610) Spánsld leiloirinn Esbjerg (5), 8.7. 2003 1. e4 e5 2. R£3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5.0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 cxd4 13. cxd4 Rc6 14. Rb3 a5 15. Be3 a4 16. Rbd2 Bd7. Allt er nú þetta vel þekkt og blessað og margþvælt í fræðunum - en það getur verið erfitt að ná mótspili í þessari byrjun ef menn gæta sín ekld, jafnvel þótt þeir séu með yfir 2600 Elo-stig. 17. Hcl Db7 18. Rfl Hfe8 19. Rg3 h6 20. Dd2. Hér er nauðsynlegt að leika 20. - exd4 21. Rxd4 d5 með um það bil jöfnu tafli og er það þó ekki víst! En nú lendir svartur í erfiðleikum: 20. - BflB 21. d5 Ra5 22. Bd3 Heb8 23. Hc2 Rc4? Lfldega er betra að leika 23. -b4 24. Hecl Re8 þótt svarta staðan sé þröng. Svörtu peðin verða nú skot- spónn hvíts. 24. Bxc4 bxc4 25. Dcl Da6 26. Rd2 Bb5. stöðu þar sem a4-peðið verður al- varlegur veildeiki. 27. Rxc4 Bxc4 28. Hxc4 Hxb2 29. Dxb2 Dxc4 30. Hcl Dd3 31. Db7 Hd8 32. Db4 Ha8 33. Það er athyglisvert að sjá piltinn sveifla stórskotaliðinu eftir b- og c- línunum og bæta stöðu sína með hverjum leik! 35. Hc6 Dd3 36. Db7 Hd8 37. Hc8 Hxc8 38. Dxc8 Db5. Eftir 38. -Rf6 hefði komið 39. Rf5 og öll barátta er vonlítil. En nú kem- ur vinningsleikur! 39. Dc6 1-0. A- peðið fellur og frekari barátta er vonlaus! Búdapest Skyttumar þrjár og vinimir, Arn- ar Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson og alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson, sitja nú að tafli á stór- meistaramóti í Búdapest. Arnar er á höttunum eftir lokaáfanga sínum að alþjóðlegum meistarititli, Bragi hefur náð öllum áföngunum en hefur ekki enn náð 2400 alþjóðleg- um Elo-stigum sem þarf til að fá tit- ilinn viðurkénndan en ef svo fer sem horfir ætti það að takast. Jón Viktor er að reyna að bæta sig á stig- um en byrjar illa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.