Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 53
vmm LAUGARDAGUR 12.JÚLÍ2003 TILVERA 57 Sjötíu og fimm ára Júlíus Gestsson rafvirkjameistari í Reykjavík Júlíus Gestsson raivirkjameistari, Melgerði 9, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Júlíus fæddist í Reykjavík. Hann lærði rafvirkjun hjá Jóhanni Rönn- ing og lauk námi 1948. Júlíus var rafvirki í Reykjavík og á Keflavikurflugvelli til 1957. Þá flutti hann til Grundafjarðar og var þar rafvirkjameistari um langt árabil. Júlíus stofnaði fiskvinnslufyrir- tækið Sæfang og starfrækti það í samstarfi við aðra til 1986. Hann flutti til Reykjavíkur 1987 og var raf- virki á Keflavíkurflugvelli til 2000. Fjölskylda Júlíus kvæntist 21.5. 1963 Hall- dóru Guðmundsdóttur, f. að Selj- um í Helgafellssveit 30.5. 1937, húsmóður. Hún er dóttir Guð- mundar Bjarna Halldórssonar, f. 6.2. 1895, d. 14.2. 1950, sjómanns og bónda, og Petrínu Guðlaugar Sæmundsdóttur, f. 9.7. 1893, d. 26.10. 1986, húsfreyju. Börn Júlíusar og Halldóru eru Bjarni Júlíusson, f. 3.4. 1961, tölv- unarfræðingur, kvæntur Þórdísi Klöru Bridde og eru börn þeirra Guðný Klara og Sigurjón Bjarni en börn Bjarna eru Júlíus Bjarni og Jó- hanna; Hrönn Júlíusdóttir, f. 28.6. 1962, bankastarfsmaður en eigin- maður hennar er Ársæll Hreiðars- son og eru börn þeirra Halldóra, Guðbjörg Erla og Júlía Ýr; Signður Rut Júlíusdóttir, f. 3.4. 1975, lög- maður. Börn Júlíusar: Jón Júlíusson, sagnfræðingur í Uppsölum í Sví- þjóð, en synir hans eru Bjarni og Friðrik; Sigríður S. Júlíusdóttir, starfsmaður við Ráðhús Reykjavík- ur, en dætur hennar er Laila Sif Cohagen og Nina Cohagen; Helga Júfíusdóttir, kennari f Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Arnfinn- ur Róbert Einarsson og er dóttir Helgu Afba Solís. Alsystkini Júlíusar: Inga S. Gests- dóttir, f. 1918; Rósa Gestsdóttir, f. 1920, d. 2001; Guðný Gestsdóttir, f. 1922; Róbert F. Gestsson, f. 1924. Hálfbróðir Júlíusar, samfeðra, var Gestur Janus Gíslason, f. 1903, d. 1931. Foreldrar Júlíusar voru Guð- mundur Gestur Pálsson, f. á Brennistöðum á Mýrum 24.2.1877, d. 7.1. 1963, sjómaður og Sigríður Júlfusdóttir, f. í Skrapatungu í Húnaþingi 19.8.1894, d. 28.3.1976, húsfreyja. Júlíus fagnar þessum tímamót- um með fjölskyldu og vinum í Raf- veituheimilinu við Elliðaár laugar- daginn 12.7., kl. 16.00-18.00. Fimmtíu ára t Helgi Vilberg Sæmundsson húsasmíðameistari í Grindavík Helgi Vilberg Sæmundsson húsasmíðameistari, Leynisbrún 4, Grindavík, verður fimmtugur á morgun, Starfsferill Helgi fæddist í Reykjavík en ólst upp á Melstað í Grindavík. Hann stundaði nám við Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar, lauk gagnfræðaprófi 1971, stundaði nám við FS, lærði húsasmíði og lauk sveinsprófi 1975 og öðlaðist meistararéttindi 1978. Þá hefur hann sótt íjölda nám- skeiða sem tengjast starfi hans. Helgi flutti til Vestmannaeyja 1975 og starfaði þar m.a. við smíð- ar og sjómennsku. Hann flutti aftur til Grindavíkur 1980 og stundaði þar smíðar, m.a. hjá Fiskanesi hf. á árunum 1985-2000. Þá stöfnaði hann fyrirtækið HH smfði með sonum sínum sem þeir starfrækja í dag. Helgi hefur starfað f Slökkviliði Grindavíkur frá 1986 og er félagi í Lionshreyfingunni í Grindavík. Fjölskylda Helgi kvæntist 25.12. 1974 Haf- dísi Björgu Hilmarsdóttur, f. 29.6. 1953, húsmóður. Þau slitu samvist- um 2001. Hún er dóttir Hilmars Rósmundssonar og Rósu Snorra- dóttur. Böm Helga og Hafdísar Bjargar eru Hilmar Þór, f. 4.7. 1974, d. 11.4. 1991; Hafþór Bjarni, f. 13.10. 1978, og eru börn hans Sara Dögg, f. 23.1. 1999, og Aron Atli, f. 12.10.2002, en sambýliskona Hafþórs er Guðríður Sæmundsdóttir; Hlynur Sæberg, f. 17.3. 1980, en unnusta hans er Sig- urbjörg Eyfeld Skúladóttir; Heiðar Elís, f. 8.11.1985. Systkini Helga em Elís Jón, f. 20.6. 1935; Kristín Þóra, f. 27.1. 1937; Sigurveig Agnes, f. 5.12.1938; Jón Eyjólfur, f. 27.10. 1942; Ólaíúr Guðjón, f. 20.11. 1949. Foreldrar Helga: Sæmundur Kristjánsson, f. 23.5. 1910, búsettur á Hrafnistu í Hafnarfirði, og Bjarn- laug Jónsdóttir, f. 9.12. 1911, d. 20.9. 1972, húsmóðir. Helgi Vilberg býður ættingjum og vinum að gleðjast með sér í húsi slysavarnafélagsins Þorbjörns í Grindavík föstudagskvöldið 11.7. frá kl. 19.30. Sm áauglýsingar % DV 550 5000 ^ Ué Höfuðstafír Umsjón: Ragnar Ingi Aðalsteinsson ÞÓttUt Netfang: ria@ismennt.is Árið 1990 kom út bókin f Forsæludal, ljóð og vísur eftir Ólaf Sigfús- son. Ólafur yrkir m.a. skemmtilega um árstíðirnar. Við grípum fyrst niður í Vetrarvísum: Faðmlög stríð við frost og snjó fæstir lýðir velja. Ei skal kvíða köldum þó kossum hríðarélja. Ein vorvísan er þannig: Flúin njóla blökk á brá, blikar sól á stráum. Vetri sjóla vikið frá valdastóli háum. Og haustinu lýsir Ólafur svo: Sveitir laðar svefninn vær, sólin glaða í djúp er hnigin, er sem vaði máninn mær myrkar traðir gegnum skýin. Margar stökur Ólafs em afar vel gerðar, mjög oft hringhendur: Nóttin hljóða hlýjan gefur hljóm í ljóðastreng, örmum góðum um mig vefur eins og móðir dreng. Sú næsta er ort til stúlku: Bjartur himinn hlýr og fagur hvelfist yfir þér, þú ert eins og aprfldagur inn í desember. Og það hefur verið þungt yfir honum þegar hann orti vísuna um gæfuleysið: Stundum vonir bjartar bera blik um víðan sjónar hring. En gæfan ekki virðist vera til viðtals, fyrir almenning. Næstu vísu kallar hann Á heimleið: Okkar hjóla- efldan -jó öngvar þvinga skorður. Minn er hálfu hraðar þó hugurinn floginn norður. Að lokum er ein um stökuna: Eins og lítill engill til okkar væri sendur, getur stakan gleði og yl glætt, á báðar hendur. Sjötíu ára Boris Bjarni Akbachev fyrrv. landsliðsþjálfari sovéska karlalandsliðsins í handbolta Boris Bjarni Akbachev, Ásbraut 17 lc, Kópavogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Boris Bjarni fæddist í Moskvu í Rússlandi og ólst þar upp. Hann lauk prófum frá íþróttakennarahá- skóla í Moskvu 1956. Boris Bjarni var í sovéska hern- um 1950-52, spilaði fótbolta með háskólaliðinu á námsámnum, stofnaði handboltalið 1961 sem hét Tmd en er nú íþróttafélag Kunt- sevo og var þjálfari þess. Boris Bjarni var landsliðsþjálfari Sovétríkjanna, meistaraflokks karla, í lok sjöunda áratugarins. Undir hans stjórn varð lið hans, Kuntsevo, þrefaldur Sovétrfkja- meistari í meistaraflokki karla, þre- faldur silfurhafi og þrefaldur brons- hafi á Sovétríkjamótum en karla- landslið Sovétríkjanna tók þátt í Ólympíuleikunum 1972 í Múnchen. Boris tók líka að sér að þjálfa unglingalandslið karla á átt- unda áratugnum og urðu þeir þá heimsmeistarar. Boris hefur hlotið fjölda viður- kenninga, m.a. heiðursnafnbótina íþróttameistari Sovétríkjanna sem er veittur framúrskarand einstak- lingum á sviði fþrótta. Boris kom til íslands 1979 og þjálfaði Val 1980-83, þjálfað síðan Breiðablik og ÍBV og var aðstoðar- þjálfari íslenska landsliðsins með Þorbirni Jenssyni 1995-98. Hann þjálfar nú handboltalið unglinga hjá Haukum. Fjölskylda Boris er kvæntur Olgu Ak- bachevu. Synir þeirra eru Valeri Akbachev, sölu- og markaðsfúlltrúi; Michael Akbachev handboltaþjálfari. Boris býður öllum vinum sínum í Valsheimilið 12.7. kl. 18.00-22.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.